Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Side 9
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 9 Utlönd Rússneskir ráðamenn með neyðarfundi vegna Tsjetsjeníu: Segja að róttækra aðgerða sé þörf Viktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði að rót- tækra aðgerða væri þörf til að stöðva átökin í Tsjetsjeníu. Tsjernomyrdín lét þau orð faúa eft- ir neyðarfund með Boris Jeltsín og fund ríkisráðsins i gær. Hörðustu átök í meira en ár gei- suðu í Grosní, höfuðborg Tsjetsjen- íu, um helgina en aðskilnaðarsinn- ar hafa náð meirihluta borgarinn- ar á sitt vald eftir stórsókn sem hófst á þriðjudag. Itar-Tass frétta- stofan upplýsti að 169 rússneskir hermenn hefðu týnt lífi i átökum síðustu viku og 618 hefðu særst. Tsjernomyrdín, sem hlaut bless- um rússneska þingsins á laugar- dag sem forsætisráðherra næstu fjögur ár, sagði að styrkja þyrfti stöðu rússneska hersins í Tsjetsjeníu en útlistaði ekki hvort það yrði gert með auknum liðs- styrk. Jeltsín hefur fyrirskipað Tsjernomyrdín að rannsaka stór- kostlegt vanmat á aðstæðum sem leiddi til skipulagslauss undan- halds rússneskra hersveita. Á laugardag skipaði Jeltsín for- seti Alexander Lebed sendifulltrúa sinn í Tsjetsjeniu. Lebed hélt suð- ur á bóginn á sunnudag. Talið er að tilgangur ferðar hans sé að ná viðræðum við leiðtoga aðskilnað- arsinna. Víst þykir að nú reyni Stuttar fréttir Drápu araba ísraelskir hermenn drápu tvo skæruliða araba á hernumdu svæðunum í Suður- Líbánon í fyrrinótt. Vara ísraela við Yasser Arafat og frammá- menn í PLO luku tveggja daga fundi í Kaíró. Vara þeir ísraela við að aukin búseta gyðinga á landsvæðum araba muni eyði- leggja friðarferlið. Átök við múslíma Átök brutust út í Cape Town í Suður-Afríku þegar lögregla og hermenn, mættu göngu múslíma sem vilja útrýma fíkniefhasölum. Vill kaupa olíu Necmett- in Erbakan, forsætisráð- herra Tyrk- lands, hitti ráðamenn í íran og hundsaði tilraunir Bandarikja- manna til að koma í veg fyrir milljóna doll- ara olíukaupasamning milli ríkjanna. Rafmagnslaust Þúsundir Kaliforníubúa voru enn án rafmagns í gær eftir að rafmagnslaust varð í sex vesturríkjum á laugardag. Mótmælasvelti Nær 40 daga mótmælasvelti afrískra innflytjenda, sem krefjast landvistarleyfis í Frakklandi, þykir reyna á stefnu ríkisstjórnarinnar í inn- flytjendamálum. Perot eða Lamm? Flokksmenn í Endurbóta- flokknum, nýjum stjórnmála- flokki í Bandaríkjunum, ákveða á næstunni hvort Ross Perot eða Richard Lamm verð- ur forsetaefni þeirra. Reuter verulega á Lebed og hann hafi þörf fyrir alla sina kænsku eigi Tsjetsjenía ekki að verða pólitísk- ur grafgreitur hans. Lebed hvatti í síðustu viku til nýrrar nálgunar á átökunum í Tsjetsjeníu þar sem fleiri pólitísk- ir og trúarlegir leiðtogar yrðu dregnir inn í viðræður um lausn mála. Talsmaður tsjetsjenskra að- skilnaðarsinna segir að þar á bæ séu menn reiðubúnir að gefa Lebed tækifæri. Báöir striðsaöilar hafa fullyrt að engin leið sé að vinna sigur I stríð- inu sem kostað hefur yfir 30 þús- und manns lífið og hrakið hund- ruð þúsunda frá heimilum sínum. Segja báöir viðræður einu raun- hæfu lausnina. Reuter Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við:» - g Wiz Wiz Wiz ~~ skólatösku og pennaveski fpi á aðeins kr. 1995 venjulegt verðítfrÍí-i-45* q Mikið úrval af skólatöskum tn og pennaveskjum fyrir alla aldurshópa W ^ .vóia’1 Bóka-, ritfanga- og giafavöruverslun Miðbae við Háaleitisbraut 58-60 • Slmi 553 5230 Loksins á Islandi sjónvarpstækin frá Aiwa umboðinu í Skandinavíu. 21" með ísl. textavarpi • Flatur Black Matrix skjár. • islenskt textavarp • Euro Skart tengi • Svefnrofi • Auðveld og góð fjarstýring. • Hátalarar að framan • Allar aðgerðir á skjá. Verð kr. 39.900 stgr. Nú kr. 36.900 * 28" Nicam Stereo • Super Planar Black Line lampi • 2 Euro Skart tengi. • Öflugur Nicam Stereo magnari. • S-VHS inngangur. • Svefnrofi • Stereo heyrnartólatengi. • Sjálfvirk stöðvaleitun • Allar aðgerðir á skjá • Hátalara að framan • Fullkomin þægileg fjarstýring. Verð kr. 69.900 stgr. Nú kr. 64.900 * 21" Nicam Stereo, ísl. textavarp. * Flatur Black Line lampi * Nicam Stereo tæki * (slenskt textavarp * 2 Euro Skart tengi * Stereo hátalarar að framan. * Góður stereo magnari * Allar aðgerðir á skjá * Fullkomin auðveld fjarstýring. Verð kr. 49.900 stgr. Nú kr. 46.400 * Radíóbær hf Ármúli 38 - Sími 553 1133 ' Þetta staðgreiðsluverð gildír til og með 26. ágúst. Þennan 7% afslátt bjóðum við hvort sem tæki eru staðgreidd eða keypt á raðgreiðsluverði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.