Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 Fréttir_______________________________________________________________________________________________pv Margkært losun úrgangs í höfnina og mengun í Siglufirði: Höfnin er eins og ein allsherjar rotþró - höfum farið fram á úrbætur, segir Hollustuvernd „Það er bara þaö sama að gerast hér nú og viðgengist hefur í hund- rað ár. Hér er endalaust dælt grút og öðru ógeði í sjóinn og menn yppa bara öxlum og segja að svona hafi þetta alltaf verið. Ég er búinn að margkæra þetta framferði en það hefur ekkert upp á sig,“ segir Val- geir Sigurðsson, í Siglufirði, í sam- tali við DV. Valgeir hefur ásamt fleirum verið að reyna að byggja upp æðarvarp á Siglunesi undanfarin 15 ár og segist vera að því kominn að gefast upp. í nokkur skipti hafi allur ungfugl drepist vegna mengunar. Hann seg- ir að ekki sé nóg með allan grútinn og loftmengunina frá síldarverk- smiðjunni heldur hendi rækjuverk- smiðjurnar sjö þúsund tonnum í höfnina ár hvert. Þar fyrir utan lensi síðan skipin að vild úti á firð- inum. „Það er ekkert eftirlit með þessu og menn virðast mega gera það sem þeim sýnist. Höfnin hér er eins og ein alls- herjar rotþró og ég veit ekki hvaða leið ég get farið til þess að fá bót á þessu. Hollustuverndin gerir ekkert, hafnarnefndin skammar mig fyrir að vera að væla út af þessum málum og kærum til lögreglu og sýslumanns er vísað frá. Það er lágmarkskrafa að menn þrífi upp eftir sig fyrst þeir eru að útsvína allt umhverfið hér,“ segir Valgeir Sigurðsson. „Okkur hafa ekki borist neinar formlegar kærur en kvartanir höf- um við fengið vegna SR-mjöls og við höfum ýtt á að þar verði gengið skrefi lengra í mengunarvömum en nú er gert. Þama er gríðarleg fram- leiðsla og mestur fráblástur allra síldarverksmiðja landsins. Vanda- málið er að skUyrði eru mjög slæm í Siglufirði, miklar stillur og verk- smiðjan illa staðsett," segir Jóhann Guðmundsson, hjá Hollustuvernd Rafn Jónsson í stjórnstöð loðnubræöslunnar á Þórshöfn. DV-mynd gk Loðnu- og síldarbræðslan á Þórshöfn: Stefnir í met í bræðslunni - ekki nokkur lykt frá bræðslunni DV, Akureyri: „Við erum búnir að bræða yfir 50 þúsund tonn og ef framhaldið verð- ur sæmilegt stefnir allt í að við slá- um hér metið sem er að bræða 64 þúsund tonn á einu ári,“ segir Rafn Jónsson, verksmiðjustjóri loðnu- bræðslu Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar. Af þeim 50 þúsund tonnum sem brædd hafa verið á árinu em um 16 þúsund tonn síld. „Síðan fyrstu dag- ana í júlí, þegar loðnuvertiðin hófst, höfum við ekki misst einn einasta dag úr í bræðslunni en afkastageta okkar er um 600 tonn á sólarhring," segir Rafn. Það vekur óneitanlega athygli að alls engin lykt kemur frá verksmiðj- unni. Þannig sátu hundruð hátiðar- gesta á afmælishátíðinni á Þórshöfn í um aðeins 100-200 metra fjarlægð frá verksmiðjunni sem höfð var í gangi alla helgina ssm hátíðin stóð yfir og enginn varð var við neina lykt. „Við erum með sérstakt þvottakerfi sem er þannig notað að öll uppgufun er þvegin niður jafnóð- um og við sleppum þannig við lykt- ina,“ segir Rafn verksmiðjustjóri. -gk ríkisins, sem skoðað hefur aðstæður á staðnum. Jóhann segir ómögulegt að úti- loka mengun frá verksmiðju eins og SR- mjöli, hugsanlegt sé að grútur, eða fita, geti lekið frá henni en menn telji sig vera búna að útloka fitumengun í vinnslu. Fitugildru vanti hins vegar við lokafrárennsli. Hann segir dæmi um að skip lensi í sjóinn en þau mál hafi þó skánað til mikilla muna undanfarin misseri. Erfitt geti verið að sjá það við lönd- un hvort mengun sé frá verksmiðju eða skipi.. „Við höfum lagt til að rækjuverk- smiðjur hætti að henda úrgangi í sjóinn. Þær geta nýtt úrganginn í rækjumjöl og tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu. Þær þurfa þurrkara og vissulega einhvern markað fyrir hráefnið," segir Jó- hann. Þórður Andersen, verksmiðju- stjóri SR-mjöls, vildi ekkert um mál- ið segja þegar DV náði tali af hon- um í gær. Hann sagðist vera orðinn þreyttm- á þessari umræðu. -sv Stúlkur frá Frakk- landi skírðar DV, Djúpavogi: Það var bjartur dagur og fallegt í Papey 4. ágúst þegar biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, end- urvígði Papeyjarkirkju. Sjöfn Jó- hannesdóttir sóknarprestur þjón- aði fyrir altari og fleiri prestar voru viðstaddir. Már Karlsson rifj- aði upp sögu kirkjunnar. Tvær stúlkur, sem búsettar eru í Frakklandi, voru skírðar við at- höfnina en þær eiga ættir sínar að rekja til Papeyjar. Móðir þeirra er Anna Dóra Theódórsdóttir, bama- barn Gísla í Papey, en hún hefur búið í Frakklandi í 19 ár. Dætur hennar heita sérstökum og falleg- um nöfnum ísól og ísadóra. Þess má til gamans geta að herra Ólafur Skúlason fermdi móður stúlkn- anna á árum áður. Eftir athöfn var boðið upp á veit- ingar, kaffi og pönnukökur, í gamla Papeyjarbænum. Svo skemmtilega hittist á að Snorri Gíslason, sem fæddur er og uppal- inn í Papey, vai'ð 81 árs sama dag og minntist þess að móðir hans hafði alltaf bakað pönnukökur á af- mælisdaginn hans áður fyrr. Talið er að í Papey hafi staðið kirkja frá ómunatíð en 1807 var byggð þar kirkja. Stóð fyrir þeirri smíði lærður trésmiður, Þorsteinn Marelsson. Um aldamótin 1900 keypti Gísli Þorvarðarson eyna og fluttist út ásamt konu sinni, Margréti Gunnarsdóttur, og ung- um syni þeirra. Var þá kirkjan orð- in mjög hrörleg og þarfnaðist end- urbóta. Árið 1904 lét Gísli byggja kirkj- una upp. Tveir trésmiðir úr Djúpa- vogi stóðu fyrir smíðinni, Lúðvík Jónsson og Magnús Jónsson. Eftir að Gísli í Papey lést 1948 lauk fastri búsetu á eynni. 1991 var hafist Biskup, prestar og gestir fyrir utar litlu kirkjuna í Papey. DV-mynd BJ handa við uppbyggingu Papeyjar- kirkju að frumkvæði áhugafólks og safnastofnunar Austurlands. Hjör- leifúr Stefánsson, arkitekt hjá Þjóð- minjasafninu, kom í Papey og gerði ítarlega úttekt á kirkjunni. Eftir verklýsingu og teikningum hans hófst endurbygging undir stjóm Halldórs Sigurðssonar, lista- og kirkjusmiðs frá Miðhúsum í Eiðaþinghá. Sumarið 1994 lauk framkvæmdum. Magnús Skúlason, arkitekt hjá Þjóðminjasafninu, hafði yfirumsjón en Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari verkstjórn. í sumar var kirkjan máluð að utan og innan. Margt góðra gesta var i Papey. Með biskupi var eiginkona hans, Ebba Sigurðardóttir. Séra Davíð Baldursson prófastur var ásamt konu sinni, Inger Jónsdóttur, sýslumanni S-Múlasýslu, einnig sr. Sigurður Kr. Sigurðsson, sr. Carlos Ferrer og eiginmaður sóknar- prestsins, sr. Gunnlaugur Stefáns- son. Síðast mun biskup hafa vísiterað Papeyjarkirkju árið 1940 Sigurgeir Sigurðsson, faðir Péturs Sigurgeirssonar biskups. -HEB Ruglingslegar aöferðir við uppgjör álagningarseðlanna: Fær fýrst borgað en borgar svo til baka - lögin eru skýr, segir Ríkisbókhald „Ég held að kerfið sé í raun ein- falt eins og það er. Þetta er tvennt ólíkt. Fyrirframgreiðsla er inn- heimt af eignasköttunum og eftir- stöðvum er skipt á fimm gjalddaga. Gjöldin í staðgreiðslunni, tekju- skatturinn og útsvarið, eru svo ann- að. Ef maðurinn er búinn að greiöa of mikið þá á hann rétt á að fá end- urgreitt. Lögin era skýr, bæði varð- andi endurgreiðslu og skiptinguna á fimm gjalddaga,“ segir Ásta Garð- arsdóttir, hjá Ríkisbókhaldi. DV spurði Ríkisbókhald hvort út- reikningar og aðferðir við inn- heimtu og greiðslu væru ekki flókn- ar og dýrar og var þá með i huga álagningarseðil þar sem karlmaður fékk greiddar 382 krónur 1. ágúst en þarf síðan að greiða 130 krónur um hver mánaðamót fram til 1. desem- ber. Ásta segir að ekki sé réttlátt að láta inneign vegna staðgreiðslu ganga upp á móti hinu. Kerfið sé nú örugglega eins hagkvæmt og það geti orðið miðað við gildandi lög. „Það þyrfti flókið forrit til þess að reikna þetta út ef farið væri út í að búa til einhverjar viðmiðanir. Svona er öllum gert jafn hátt undir höfði og það er nú líka tilfellið að suma munar um hverjar þúsund krónur þótt þær skipti aðra engu máli,“ segir Ásta. Gunnar Hall ríkisbókari segir að dæmi eins og DV nefni hljómi kjánalega en segist ekki hafa tölur um hversu mörg slík komi upp. Hann segir að dýrt væri að breyta kerfinu og efaðist um að eitthvert hagræði yrði af því. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.