Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996
41
Myndasögur
Fréttir
ö
cö
N
CÖ
Eh
u
3
l—H
r—H
2
æ
KEgætlaað
fá mér ')íÞá ætla ég ^
blund, NV^aðfámér
li- ^ ( gör
\' l'i//l 'll
-í-L^Z
tÓ, ertu kominn
svona fljótt aftur.
rpu-T,
María Óladóttir bítur veiðiuggann af maríulaxinum sínum en hún bætti um
betur og veiddi 5 laxa. DV-mynd Sigurður Þ
MiðQarðará:
Þingmannshjonin
veiddu vel
- fengu 15 laxa
„Það var feiknagaman á
bökkum Miðfjarðarár, við
hjónin veiddum 15 laxa og ég
veiddi mína fyrstu fimm laxa
á maðk. Við vorum með góðan
leiðsögumann, Sigurð F. Þor-
valdsson á Hvammstanga.
Núna er maður kominn með
algera veiðidellu og búinn að
Veiðivon
Gunnar Bender
fá sér góðar græjur,“ sagði
Maria Óladóttir, kona Guð-
mundar Hallvarðssonar þing-
manns. Guðmundur veiddi 10
laxa en þetta er í þriðja skipt-
ið sem hann rennir fyrir lax.
„Við veiddum ekki allan
timann vegna forsetainnsetn-
ingarinnar hjá Ólafi Ragnari
Grímssyni, svo þetta er í góðu
lagi. Það verður örugglega far-
ið til veiða á næstunni, þetta
er svo skemmtilegt,“ sagði
María enn fremur.-G.Bender
Guömundur Hallvarösson þingmaður
með 12 punda lax úr Miöfjaröará.
Hvolsá og Staðarhólsá:
Loksins komu laxarnir
- bullandi bleikjuveiði
„Við segjum loksins, loksins
hérna í Dölunum, laxinn er far-
inn að hellast upp í árnar og hef-
ur veiðst vel síðustu daga. Núna
eru komnir 40 laxar og hann er 18
pund sá stærsti sem Rögnvaldur
Guðmundsson veiddi,“ sagði Sæ-
mundur Kristjánsson í gærkvöld
er við spurðum um veiðina í
Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum.
Laxinn hefur verið tregur að
koma upp í árnar en bleikjan hef-
ur bullveiðst. Núna eru komnar
um 1000 bleikjur og hún gengur
enn þá grimmt.
„Þetta verður örugglega eitt-
hvert besta bleikjusumar hjá okk-
ur hérna í Dölunum í fjölda ára
enda ekkert lát á bleikjunni. Ég
var niðri í lóni áðan og laxinn var
að hellast inn. Þeir sem eru núna
við veiðar ættu að veiða vel af
laxi og silungi," sagði Rögnvaldur
í lokin.
Veiðimenn glímdu við ferlíki
niðri í lóni fyrir fáum dögum og
sleit fiskurinn eftir hálftíma bar-
áttu. Það skyggði fyrir sólina þeg-
ar sporðurinn á fiskinum kom
upp úr vatninu. -G.Bender
SKOTVEIÐIMENN!
Margar geröir
af felunetum.
Laugavegi 178
Símar 551 6770 og 581 4455