Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Viðskipti DV Stóraukin lán til heimila Að undanfórnu hafa útlán bankakerfisins til heimila stór- aukist. Á þetta er bent í Hagvís- um Þjóðhagsstofnunar. Þannig voru útlánin í júlílok 11,5% meiri en á sama tíma í fyrra. Til saman- burðar má nefna að umrædd tólf mánaða breyting nam 9,3% fyrir þremur mánuðum og 8,2% fyrir sex mánuðum. Þetta sést nánar á meðfylgjandi grafi hér að ofan. Þjóðhagsstofnun bendir á að þessi stígandi í útlánum til heim- ila virðist eiga sér1 samsvörun í vexti innflutnings og einkaneyslu að undanfornu. Rétt sé þó að hafa þann fyrirvara á að hér sé einung- is um hluta af lánum heimila aö ræða. 27 milljóna gróði Lyfjaverslunar íslands Lyfjaverslun Islands hf. hagn- aðist um tæpar 27 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins, saman- borið við 30 milljóna hagnað eftir sama tímabil í fyrra. Rekstrar- tekjur námu 600 milljónum sem er 5,7% aukning frá sama tíma í fyrra. Eigið fé Lyfjaverslunarinn- ar er nú 504 milljónir og hlutfall eiginfjár 52%. Arðsemi eiginfjár er tæp 11% á fyrri árshelmingi. Veltufjárhlutfall er 1,75 en veltufé frá rekstri er 53 milljónir. Lyfjaverslun íslands er almenn- ingshlutafélag með um 1.530 hlut- höfum. Að jafnaði störfuðu 84 menn hjá fyrirtækinu á fyrri hluta ársins. Rekstraráætlun fýrir þetta ár gerir ráð fyrir heldur betri afkomu á seinni árshelm- ingi. -bjb Sunnlensk Qölmiðlun ehf. á Selfossi: Aformar endur- varp á fimm sjón- varpsstöövum - rætt við Stöð 3 og heimastöð í undirbúningi DV, Selfossi: Á byggingu Hótel Selfoss er nú verið að koma fyrir stórum gervi- hnattadiski sem nema á efni frá nokkrum erlendum sjónvarps- stöðvum sem dreifa á um Árborgarsvæðið. Einnig er nýlokið smíði á 15 metra mastri sem er að koma frá Akureyri en það verð- ur sett upp á hæstu byggingu hótelsins, leikhústuminum. Að sögn Diðriks Haraldssonar, stjómarformanns Sunnlenskréu fjöhmui- unar ehf., standa einstaklingar og fyrirtæki að félaginu, m.a. raftæknifyrir- tæki, rafverktakar og útgerðarfyrirtæki. Ætlunin er að hefja sendingar um miðjan september. Sent verður frá fimm erlendum sjónvarpsstöðvum; Sky News, Eurosport, MTV Europe, Discovery og TNT & Cartoon Network. „Við erum einnig með það í huga að setja í gang heimastöð sem sjónvarp- ar efni frá Suðurlandi. Það er ekki ljóst nú hvenær af því verður en við eram núna í samningaviðræðum við Stöð 3 um að dreifa þeirra efni og vona ég að samningar tak- ist,“ sagði Diðrik í samtali við DV. Áskriffargjald verður 1.790 krónur á mánuði en stofhgjald 10.900 krónur, sem inniheldur afruglara og loftnet. Aðalsendir stöðvarinnar er á Selfossi en í Hveragerði og Þorlákshöfn verða endur- varpar. Sendingar stöðvarinnar eiga því að nást á öllu Árborgarsvæðinu og jafnvel víðar. „Við emm ekki með áform um að aug- lýsa dagskrár þeirra stöðva sem við send- um frá en það má benda á að DV birtir dag- skrár þeirra," sagði Diðrik Haraldsson. -KE/bjb Tollvörugeymslan: Vöruflutningar I endurskoðun Vöruflutningar á vegum Tollvöru- geymslunnar í Reykjavík hafa verið teknir til endurskoðunar ásamt öðr- um rekstri fyrirtækisins. Vöruflutn- ingabílstjórar sem ekið hafa fyrir Tollvörugeymsluna voru kallaðir á fund um síðustu helgi þar sem þeim var tilkynnt þessi ákvörðun. Orörómur hefur verið uppi um að Tollvörugeymslan ætli að hætta vöruflutningarekstrinum en for- ráðamenn fyrirtækisins segja það alrangt. Engin ákvörðun hafi verið tekin um afdrif rekstursins. - -bjb Diðrik Haraldsson, stjórnarformaður Sunnlenskrar fjölmiölunar, við gervi- hnattadiskinn sem staðsettur er á Hótel Selfossi. DV-mynd KE Vetta kreditkorta - í milljónum króna - 19.000 18.000 17.000 16.000 15.000 14.000 13.000 12.000 18 milljarða kreditkortavelta Töluverð aukning hefur orðið í kreditkortaviðskiptum á fyrsta og öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrsta árs- fjórðungi jókst veltan um 11,8% frá sama tíma í fyrra og á öðram ársfjórðungi er aukningin 15,4%. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. í lok júni sl. var veltan komin í rúma 18 millj- arða. Aukningin er meiri erlendis en innanlands. Þannig jókst veltan erlendis á öðrum ársfjórðungi um 25% frá sama tíma í fyrra. Heild- arveltan jókst meira milli áranna 1994 og 1995 en hún hafði gert áður frá árinu 1992. Þessi aukning skýrist að hluta af batnandi efna- hag og að hluta af fjölgun korta, að því er segir i Hagvísunum. Viðskipti á Akureyri: Þórshamar til FMN Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, og Vátryggingafélag íslands, VÍS, hafa selt bifreiðaverkstæðið Þórs- hamar á Akureyri til Flutning- smiðstöðvar Norðurlands, FMN. Öll starfsemi FMN flyst í 2.400 fer- metra húsnæði Þórshamars við Tryggvagötu auk þess sem ráð- gert er að bæta 400 fermetra bygg- ingu við í haust. Bifreiðaverkstæðið verður áfram rekið af FMN í öðrum helmingi hússins en til stendur að selja varahlutaverslunina. AUs hafa starfað um 30 manns hjá Þórshamri og 40 hjá FMN og að sögn Þórarins ívarssonar fram- kvæmdastjóra er ekki gert ráð fyrir að fækka stöðugildum. Flugteiðabref misstu Eftir að Flugleiðir tilkynntu um 850 milljóna króna tap fyrstu sex mánuði ársins er ekki laust við að hlutabréf félagsins hafi misst flugið. i byrjun síðustu viku var gengi bréf- anna 3,55 en eftir viðskipti sl. mánu- dag var það komið í 2,90. Lækkunin á tæpri viku nemur 18% sem telst allt að því hrap. Hlutabréfaviðskipti um Verð- bréfaþing og Opna tilboðsmarkað- inn námu alls um 165 milljónum í síðustu viku, þar af fyrir um 34,7 milljónir með Flugleiðabréf. Önnur mestu viðskipti voru með bréf SR- mjöls eða fyrir 34,3 milljónir. Næst komu Eimskipsbréf með 18 milljóna viðskipti og bréf fyrir 13 milljónir í íslandsbanka skiptu um eigendur. Þingvísitcda hlutabréfa fór að sjálfsögðu með Flugleiðabréfunum niður á við. Fyrir fallið stóð talan i 2124 stigum en fór lægst í 2092 stig á föstudag. Eftir viðskipti sl. mánu- dags var vísitalan komin í 2098 stig og virtist vera að ná fyrri „heilsu“. Álverð á heimsmarkaði hefur verið stöðugt síðustu daga en blikur eru á lofti um að það geti lækkað á næstunni. Betri staða þýska marks- ins gagnvart dollarnum gæti þó komið í veg fyrir mikla lækkun. Enn lækkar gámaýsan I fyrsta sinn í langan tíma land- aði íslenskur togari afla sínum í er- lendum höfnum. Már SH seldi 220 tonn af Smuguþorski í Hull í Eng- landi í síðustu viku fyrir 20 milljón- ir króna. Ýsa í gámasölu heldur áfram að lækka í verði, hefur lækkað um 20% flugið á fáum vikum. Alls seldust 400 tonn í gámasölu í Englandi í síðustu viku, þar af 220 tonn af ýsu fyrir 19 milljónir króna. Gengi helstu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni breyttist óvera- lega í síðustu viku. Helst er að pundið hefur hækkað og er komið vel yfir 103 krónur. Sölugengi dollars var 66,20 krónur í gærmorgun, pundið á 103,19 krónur, markið á 44,87 krónur og jenið á 0,6150 krónur. -bjb Skeljungur ÞingvísiL hlutabr. 2100 2000 Minni rekstrar- hagnaður Sæplasts Hagnaður af rekstri Sæplasts á Dalvík fyrstu sex mánuði ársins minnkaði um 8 miUjónir miðað við sama tíma í fyrra, fór úr 20 í rúmar 12 miUjónir króna. Munar þar öUu um söluhagnað af eignum í fyrra upp á 11 miUjónir en eng- ar eignir hafa verið seldar á þessu ári. Hins vegar jókst hagnaður af reglulegri starfsemi miUi ára um tæpar 4 miUjónir. Munar þar mestu um minni vaxtagjöld en í fyrra. Rekstrartekjur Sæplasts fyrstu 6 mánuðina námu 201 miUj- ón og jukust um 5,6% miðað við sama tíma í fyrra. í lok júni sl. voru heUdareignir félagsins bókfærðar á 513 miUjón- ir en skuldir námu um 219 millj- ónum. Eigið fé var 300 miUjónir og eiginfjárhlutfaUið 0,58. Útflutn- ingur nam um 52% af veltu félags- ins. Stefnt er að 10% aukningu á veltu á þessu ári. Vottorð fyrir líf- ræna framleiðslu Fyrstu íslensku vottorðin fyrir lifræna framleiöslu í landbúnaði voru veitt sl. mánudag tU nokk- urra framleiðenda i landbúnaði. Vottunarstofan Tún gaf vottoröin út en hún er fyrsta stofan hérlend- is sem fengið hefur opinbert leyfi tU að annast eftirlit og vottun á líf- rænt framleiddum afurðum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.