Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 7 DV Sandkorn Fréttir Boð og bönn Ríkissjónvarpið þarf að fá leyfi hjá KSÍ til að senda ut leiki frá ensku knattspymunni meðan knatt- spymuvertíðin stendur yfir hér á landi. Síðastliðinn laugardag var ekkert um að vera í íslensku knatt- spyrnunni og hugðist RÚV vera með beina útsendingu á leik úr ensku knattspyrnunni. Forkólfar KSl brugðust hart við og bönnuðu útsendinguna á þeim forsendum að úrslitakeppni 4. deildar væri að hefjast þennan laugardag. Nú er það svo að hægt er að horfa á beina útsendingu úr ensku knattspym- unni á annarri hverri krá á land- inu. í hádegisútvarpinu þennan laugardag kom frétt um að leikjum í úrslitakeppni 4. deildar hefði verið frestað um klukkustund frá áður ákveðnum tíma. Gárungar segja að þetta hafi verið gert til að leikmenn 4. deildar liðanna gætu horft á enska boltann á einhverri krá áður en keppni þeirra hófst. Gleymdu ís- lenska fánanum Erlendir íþróttamenn snúa sér ævin- lega að þjóðfána sínum þegar þjóðsöngur við- komandi lands er leikinn. Það vakti nokkra at- hygli fyrir bik- arúrslitaleik ÍA og ÍBV síðast- liðinn sunnu- dag að þegar ís- lenski þjóðsöngurinn var leikinn horfðu ailir leikmenn liðanna upp i stúku vallarins í stað þess að snúa sér í átt til fánaborgarinnar. Og það vom ekki bara leikmennimir sem gleymdu fánanum, heldur gestir í heiðursstúkunni líka. Þeir horfðu beint fram á völlinn i stað þess aö snúa sér í átt að fánaborginni. Léleg ræða Við sögðum á dögunum sögu af séra Brynjólfi á Ólafsvöilum og rauðum reiö- hesti hans. Séra Brynjólfur var af mörgum sagður lítill prestur. Var eitt sinn komið af stað undir- skriftasöfmm i prestakalli hans í því skyni að fá hann með góðu til að láta af prestskap. Létu helstu andstæðingar hans ekkert tækifæri ónotað til að hrósa séra Valdimar Briem og gera samanburð á þeim. „Þaö væri munur að hafa séra Valdimar fyrir prest, þann mælskumann, heittrúaðan og stór- skáld að auki,“ sögðu þeir. Einu sinni hélt séra Brynjólfúr lélega ræðu og er hann eftir messu gekk út úr kirkjunni vom þar fyrir nokkrar konur úr söfnuði hans og spurði hann hvernig þeim hefði lík- að ræðan. Þegar konumar drógu við sig að svara honum beint sagði hann brosandi: „Þessi var nú eftir séra Valdimar." Vinstra megin við hægra lærið Við höfum stundum birt hér vísur eftir sniilinginn Egil Jónasson frá Húsavík. Því miður hafa vis- ur hans ekki verið gefnar út á prenti og því em þær alltaf birtar eftir minni og sjálf- sagt ekki álltaf rétt með farið. Eitt sinn gerðist það á Húsavík að ungt par átti bam í vændum. Undr- uðust menn hve stuttur aðdragandi hafði verið að kynn'nn unga pars- ins. Þá orti Egiil Jónasson þessa vísu: Eðlilegan ávöxt bar allra fyrsta tækifærið, af því að hann að verki var vinstra megin við hægra lærið. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Hvalfjörður: Reyni að fá bætur ef vegurinn verður færður - segir eigandi Botnsskála DV, Akranesi í Hvalfjarðarbotni er Veitinga- skálinn Botnskáli og er eigandi hans Pétur Geirsson, veitingamaður og hótelstjóri Hótels Borgamess. Nú stendur til að nýr vegur verði lagður í Hvalfjarðarbotni. Búið er að fara með lagningu nýja vegarins í umhverfismat samkvæmt því sem Helgi Hálfdánarsson vegamálastjóri segir og kostnaðarmat komið á veg- inn samkvæmt heimildum DV. Brýmar yfir Botnsá og Brunná verða aflagðar og nýi vegurinn lagð- ur yfir eyramar. Við það mun Botn- skálinn verða úr alfaraleið. „Eftir því sem mér skilst er ekki endanlega ákveðið hvort vegurinn verður færður og sú lokaákvörðun hefur ekki verið tekin. Meðan það er ekki gert get ég ekki sagt neitt ákveðið um hvað ég geri. Ef vegur- inn verður færður mun ég reyna að fá bætur frá Vegagerðinni," sagði Pétur. -DVÓ Kahrs Káhrs 1. flokks geeðaparket með nýja lakkinu á verði frá 3.084 lcr./m2 stgr. Verð áður 3.855 kr./m2 Káhrs spónlagt stafaparket, fulllakkað Askur natur og Hlynur valinn á verði frá 2.506 kr./m2 stgr. Verð áður 3.132 kr./m2 Glœsilegt gegnheilt 8 mm Eik Rustik mosaik parket á verði frá 1.346 kr. /m2 stgr. Verð áður 1.897 kr./m2 Ótrúlegt úrvdl af glœsilegu gegnheilu stafaparketi á verði frá 1.841 kr./m2 stgr. Verð áður 2.419 kr./m2 Terhúrne vegg- og loftþiljur, náttúrusteinn og flísar með 15-30% afslœtti. Vandaðar þýskar innihurðir frá Ringo með 15-20% afslcetti. rgigfg rnm Opið laugardag frá kl. 10 til 14. TIL ALLT AÐ 36 MANAOA Umboðsmenn um land allt. Dropinn Keflavík, S.G. búðin Selfossi, Byggingavöruverslun Steinars Árnasonar Selfossi, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, Brimnes Vestmannaeyjum, K.A.S.K. járnvörudeild Höfn i Hornafirði, Verslunin Vík Neskaupstað, Viðarkjör Egilsstöðum, Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirði, K.F. Þingeyinga Húsavík, Teppahúsið Akureyri, Verslunin Valberg Olafsfirði, Byggingarfélagið Berg Siglufirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi, Kaupfélag V-Húnvetninga Hvammstanga, Núpur (safirði, Byggir Patreksfirði, Litabúðin Olafsvík, Verslunin Hamar Grundarfirði, Skipavík Stykkishólmi, Kaupfélag Borgfirðinga Borgamesi, Byggingarhúsið Akranesi, Teppaland Mörkinni 4 Reykjavík, Björninn Borgartúni 2 Reykjavík. Egill Arnason ARMULA 8 & 10 • SIMI 581 2111 rnr iuu regumur ar parneri: Nú gefst þér fteri á að gerra frábter kaup í parketi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.