Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 32
> ca o FRÉTTASKOTIÐ CC f—s L-i-J — SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ ŒD Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. S LO OO *—5 h— LO 1— '5~ LO S 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Búlandshöfði: Valt niður snarbratta hlíð - gekk út óstuddur „Það er með ólíkindum að maður- inn skyldi sleppa lifandi. Okkur reiknast til að bíllinn hafi oltið um 60 metra niður snarbratta hlíðina og aumingja ökumaðurinn sagði bara við okkur að bíllinn hefði aldrei ætlað aö haetta að velta. Hann er allur blár og marinn en komst sjálfur upp á veg þar sem hann fékk far til Ólafsvíkur,“ sagði lögreglu- maður í Ólafsvík við DV i morgun. Ungur Frakki á litlum fólksbíl "veiti bíl sínum vestan í Búlands- höfða, á milli Ólafsvíkur og Grund- arfjarðar, í gærkvöldi. Hann segist hafa litið sem snöggvast af veginum með þeim afleiðingum að hann missti bílinn út af. Ökumaðurinn var í belti og er ekki talin nein spurning um að beltið hafi bjargað lífi mannsins. -sv Stöö 2 og Bylgjan: 10 ára afmæli fagnað íslenska útvarpsfélagið, sem rek- ur Stöð 2 og Bylgjuna, fagnar 10 ára afmæli sínu í dag. Ýmislegt verður sér til gamans gert af því tilefni. Boðið var til veislu á Hótel Borg og Hard Rock Café í morgun og kl. 16 hefst heljarinnar hátíð á Ingólfs- torgi með 10 þúsund manna afmæl- istertu og útitónleikum. Dagskránni ^ er bæði útvarpað og sjónvarpað og afmælisdeginum lýkur með sérstök- um hátíðarþætti á Stöð 2 í kvöld. Tekinn á 176 km hraða Lögreglan í Keflavík stöðvaði ungan ökumann, fæddan 1978, þar sem hann ók á ofsahraða á Garðveg- inum laust eftir miðnætti nýliðna nótt. Pilturinn mældist á 176 km hraða og var að sjálfsögðu sviptur ökuskírteininu á staðnum. Tveir farþegar voru með honum í bílnum og hefur þeim líklega ekki verið mjög umhugað um líf sitt. Ljóst er að pilturinn missir prófið í ein- Kvem tima. -sv L O K I „Snertilendingarmennirnir“ hafa allir lent í óhöppum í sumar: Sömu menn úti í mó- um og upp til fjalla - segir Skúli Jón Sigurðarson hjá Flugslysanefnd Tveir menn voru í sumar sýknaðir af kæru Flugmála- stjórnar um brot gegn flugreglum og loftferðalögum með því að raska öryggi flugvélar og farþega við snertilendingar á vatni. Þriðji maðurinn tengdist snerti- lendingunum en var ekki kærð- ur. Samkvæmt upplýsingum DV hafa mennirnir allir lent í óhöpp- um á flugvélum sinum í sumar. Um síðustu helgi hlekktist lít- illi vél á í flugtaki á túni í Skafta- felli. Annað framhjólið brotnaði eða laskaðist þegar það rakst á trjádrumb í túninu. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild flugslysa. Þessi flugmaður tengd- ist magalendingunum en var ekki kærður. Þann 8. ágúst síðastliðinn sagði DV frá því að flugmaður hefði magalent vél sinni á Tungubökk- um í Mosfellsbæ eftir að hann gleymdi að setja hjólabúnaðinn niður. Sá haföi vanist vélum þar sem ekki þurfti að huga sérstak- lega að lendingarbúnaðinum. Flugmanninum varð ekki meint af lendingunni. Þann 2. júní í vor braut þriðji maðurinn síðan flugvél sína við bæinn Hvítárdal, skammt frá Flúðum. Hann ætlaði að taka vél- ina á loft á túni sem var of stutt fyrir slíkt flugtak. „Ég á erfitt með að tjá mig um þessi mál en vil þó segja að það er undarlegt að maður er alltaf að rekast á sömu mennina úti í móum og upp til fjalla," segir Skúli Jón Sigurðarson, formaður rannsóknarnefndar flugslysa, að- spurður hvort það væri tilviljun að sömu mennirnir væru í um- ræðunni í sambandi við óhöpp á flugvélum. Skúli Jón sagði óhöpp á þessum vélum ekki mjög algeng. Sökin hjá Flugmáiastjórn „Það eru hreinar tilviljanir sem ráða því að við höfum allir lent í óhöppum nú upp á síðkastið. Flugmálastjórn svipti okkur rétt- indunum í hálft ár og búið er að dæma þann gjörning ólögmætan. Þegar tækifæri til þess að við- halda flugréttindum er tekið af mönnum í hálft ár gæti afleiðing- in orðið sú að menn væru ekki eins vel þjálfaðir. Mér finnst það lýsa afskaplega sjúkum hugsana- gangi ef tengja á saman þessi óhöpp okkar þriggja annars vegar og þau síðan hins vegar við það mál sem rekið var gegn okkur vegna snertilendinganna,“ segir Örn Johnson flugmaður í samtali við DV. Örn segir sökina liggja hjá Flugmálastjóm og Loftferða- eftirlitinu í þessu máli, ekki hjá þeim sjálfum. Hann segir ömur- legt til þess að vita að Flugmála- stjórn vinni gegn einkaflugi í landinu. -sv ■ Þrjóska kemur gjarnan upp í okkar þörfustu þjónum þegar þeir komast í námunda viö vatn. Er þá ýmsum brögöum beitt til aö koma þeim yfir vatniö. Hesturinn hans Baldvins Björnssonar á Staöarfelli í Köldukinn, Garpur, lét Baldvin hafa fyrir hlut- unum þegar þeir félagar voru á ferö í einum ála Skjálfanda á dögunum. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Bjart veður norðanlands Á morgun verður suðvestan- kaldi eða stinningskaldi og skúrir sunnanlands og vestan. Norðanlands verður hægari suðvestanátt og bjart veður. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 44. Læknadeilan: Mjakast ekki neitt „Við sátum á fundi hjá sáttasemj- ara langt fram á kvöld í gær en ég væri að segja ósatt ef ég segðist sjá einhverja glætu í deilunni. Það eina sem hefur verið að gerast er að samningamenn rikisins eru alltaf að biðja okkur um að skoða nýja fleti á málinu. Það nýjasta er að við skoðum vaktamál. Við munum gera það og mæta síðan aftur á fund hjá sáttasemjara í dag. Við höfum boð- ist til að flytja okkur yfir á aðra gildandi kjarasamninga lækna, svo sem sjúkrahúslækna, en því er hafnað," sagði Gunnar Ingi Gunn- arsson, formaður samninganefndar lækna, í samtali við DV í morgun. Hann sagði að það væri komin upplausn í hóp heilsugæslulækna. Þeim byðust störf á Norðurlöndun- um. Nokkrir væru þegar búnir að ákveða að flytja út og margir fleiri væru að skoða málið. „Maður er því miður allt annað en bjartsýnn á þessari stundu," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson. -S.dór Opel Astna Station ángerð '97 er væntanleg innan skamms! -©- Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.