Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Fréttir 11 Bessastaðabækur Alþýðublaðsins: Fleiri ánægðir en óánægðir - segir Hrafn Jökulsson ritstjóri „Okkur hafa borist viðbrögð af Suðumesjum eins og reyndar mörg- um öðram stöðum á landinu við skemmtisögu okkar sem gengur undir nafninu Bessastaðabækurn- ar,“ segir Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Hrafn segir að frá því hann tók við ritstjóm blaðsins fyrir tveimur árum hafi hann ekki fengið jafli mikil viðbrögð vegna efnis í blaðinu eins og við Bessastaðabókunum og hafi þau verið bæði neikvæð og já- kvæð, jákvæð viðbrögð séu þó yfir- gnæfandi, enda hafi flestir íslend- ingar húmor, sem betur fer. „Sumum finnst óviðeigandi að fjallað sé í léttum dúr um embætti forseta Islands, en ég held að jafti gamansamur maður og Ólafur Ragnar Grímsson hljóti að hafa húmor fyrir þessu og okkur hafa engar kvartanir borist af Sóleyjar- götu,“ sagði Hrafn Jökulsson rit- stjóri í samtali við DV í gær. Hrafn vOdi ekki upplýsa hver væri höfundur Bessastaðabókanna þar sem það væri leyndarmál sem væri stranglega gætt. „Það hafa ýmsir valinkunnir menn verið bendlaðir við þessi skrif og ég skál að vísu áskOja mér rétt tO að fría formann flokksins frá þeim grun,“ sagði Hrafn. „Ég hef fengið persónulegt bréf frá einum nafngreindum einstaklingi þar sem hann lýsir óánægju sinni með þessa pistla og það er afrit af bréfi tO ritstjórans. Þetta er það eina sem ég veit um þetta mál,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, jafiiaðarmannaflokks íslands, sem gefúr út Alþýðublaðið. Aðspurður um það hvort hann skrifi Bessastaðabækumar sjálfur, segir Jón Baldvin: „Það sem ég skrifa, skrifa ég trndir nafhi og hef gert það áratugum saman.“ -SÁ Tekiö að bera á næturfrostum: Kartöflugrösin falla - frost hefur farið í 8,4 stig við jörðu Kartöflugrös i garðlöndum Reyk- víkinga við Korpúlfsstaði era tekin að fafla, sem er glöggt merki þess að haustið nálgast og næturfrost era að byrja. Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðing- ur á Veðurstofu íslcmds, segir i sam- tali við DV að litOlega hafi orðið vart næturfrosta, einkum í upp- sveitum, en um næstu helgi, aðfara- nótt laugardags og sunnudags nk., sé von á hæðarhrygg yfir landið og þá sé að vænta næturfrosta'. Hitamælingar á veðurtahugunar- stöðvum fara fram í tveggja metra hæð yfir jörðu og hingað tO hefur næturfrosta ekki orðið vart á mæl- um Veðurstofunnar nema á Hvera- vöOum, Nautabúi í Skagafiröi og Tannstaðabakka. Jónatan Hermannsson, tOrauna- stjóri á stöð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að Korpu, sem er í túnjaðri Korpúlfsstaða, segir að á mælum stöðvarinnar hafi nætur- frost mælst í allmörg skipti undan- fama daga, en þar er hitastig mælt í tveggja m hæð yfir jörðu, en einnig við jörð og verulega sé tekið að sjá á kartöflugrösum. Jónatan segir að í tyrrinótt hafi á Korpu mælst 2,2 stiga frost í tveggja m hæð, en niðri við jörð hafi frostið hins vegar orðið 8,4 stig og í heið- ríkjunni undanfarna fjóra sólar- hringa hafi mælst næturfrost á hverri nóttu. Jónatan segir að um 6 stiga frost við jörðu þurfi tO að kartöflugrös skemmist. TO að blöðin deyi þarf um 8 stiga frost og tO að stönguOinn drepist þarf um 10 stiga frost. Jafh- framt þessum tölum skipti tíma- lengd næturfrostakafla máli, en enn þá séu frostkaflar hverrar nætur ekki langir. -SÁ afsláttur af öllum notuðum bílum ef um bein kaup er að ræða. Lyklarnir okkar ganga aðeins að góðum notuðum bílum. Mikið úrval af góðum notuðum Hyundai, Renault, Lada og mörgum öðrum tegundum. Þú getur því verið viss um að gera góð kaup. NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT12 SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 581 4060 staögreiöslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur drtrnilllhimi^ Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.