Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 24
 MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1996 DV Sviðsljós Madonna býr sig undir • móðurhlutverkið • íbúi í Manila á Filippseyjum hjólar hér með gæsina sína í körfu á leið á mark- aðinn. Hann segist alltaf hafa gæsina síná með sér á markaðinn þar sem hún sé skapmikil og passi hjóliö fyrir þjófum meðan hann kaupi inn. Símamynd Reuter Jackson í stað Stalíns Sá er skipuleggur tónleika Michaels Jacksons í Prag í næsta mánuöi vill óður og uppvægur koma upp styttu af poppgoðinu í miðborginni. Hefur skipuleggj- andinn augastað á palli þar sem stytta af Jósef Stalin stóð áður og reist var honum og hinum vinn- andi manni til dýrðar. Styttan af Stalín var rifin eftir dauða hans 1953. Fyrirhugað er að láta Jackson lita út eins og hann gerir utan á nýjustu plötunni, HlStory. Varð eftir í London Liam Gallagher, sönvari hljóm- sveitarinnar Oasis, varð eftir í London þegar félagar hans héldu áleiðis til Bandaríkjanna í tón- leikaferð. Hann var kominn út á flugvöll en neitaði að fara um borð. Er hann brátt húsnæðislaus og vill finna hentugt húsnæði fyr- ir sig og unnustuna, fyrirsætuna Patsy Kensit, áður en hann fer vestur. Er Gallagher umhugað að eiga sér samastað þegar hann kemur aftur heim til Bretlands. Söngkonan Madonna, sem nýver- ið hefur lokið við leik og söng í kvikmyndinni Evita, býr sig nú undir sitt stærsta hlutverk til þessa, móðurhlutverkið. Hún er komin átta mánuði á leið og er ekkert allt of glöð með þær líkamlegu breyting- ar sem meðgangan hefur haft í fór með sér. „Á hverjum degi tek ég eftir nýrri bólu á andlitinu, fjólublátt slit myndast á maga og lærum, hárið er fitugt og þar fram eftir götunum. Ef ég hef einhvem tímann haft þörf fyrir að láta dekra við mig, þá er það núna,“ sagði Madonna, sem ætl- ar á næstunni að dveljast á heilsu- hæli og láta starfsfólkið þar snúast í kringum sig. Madonna, sem er þekkt fyrir að gera hvað sem er til að vera í sviðs- ljósinu, hefur dregið sig í hlé á með- Taívanski listamaðurinn Wu Chi-chang hefur hér grafið sig í draugalegum grímum sem hann hefur unnið en árleg draugahátíð er haldin á Taívan í dag. Wu hyggst reisa safn um grímurnar sínar en hann hefur gert 1010 grímur á si. 10 árum. Símamynd Reuter Madonna göngunni og lætur vart sjá sig með- al almennings. Hópur lífvarða fylgir henni hvert fótmál og reynir að varna því að myndir séu teknar af henni. Þetta þykja ótrúleg sinna- skipti hjá konu, sem í gegnum árin hefur gert alla skapaða hluti til þess eins að hneyksla heiminn. Fleiri áttu von á því að hún myndi láta bera meira á sér, jafnvel sitja fyrir á ljósmyndum eins og Pamela And- erson gerði rétt áður en hún fæddi son sinn Brandon. Spurningar hafa vaknað um bamsfoður Madonnu. Hann er kúbverskur líkamsræktarþjálfari og heitir Carlos Leon. Madonna segist hafa Vcdið fóður að barni sinu gaumgæfilega en enginn veit hvað verður þegar barnið er fætt. Carlos þessi er víðs fjarri þessa dagana og segja vinir hans að hann hafi tjáð þeim að hann hefði ekki hugmynd um hvort samband þeirra héldi áfram. Vinir Madonnu segja að hún sé ekkert æst i að vera nálægt þess- um glæsilega íþróttamannslega vaxna manni í því ástandi sem hún er núna. Madonna hefur undanfarið eytt tíma sínum í að undirbúa allt fyrir komu barnsins. Bamaherbergið er bleikt þar sem nokkuð víst þykir að hún gangi með stúlku. Hún er þegar búin að ákveða að hún skuli kölluð Lola. Bamfóstra hefur verið ráðin til að annast bamið og að sjálfsögðu kemur hún frá Bretlandi. Nú bíður Madonna bara eftir fæðingmmi, en hún ákvað fyrir löngu að bamið skyldi tekið með keisaraskurði. Þó Madonna forðist sviðsljósið þessa dagana er haft eftir vinum hennar að hún óttist ekkert meira en að falla í gleymsku og að fólk hætti að tala um hana. Pierce Brosnan þykir gaman að aka hratt: Tekinn fjórum sinnum sama dag Pierce Brosnan, sá er leikur James Bond, er mikið fyrir hrað- skreiða bíla og önnur farartæki sem sprengt geta harðatakmarkanir. Hann var því ekkert að taka það of alvarlega þegar löggan elti hann uppi eftir hraðakstur og skipaði honum að stöðva. Hann spurði lög- regluþjónana einfaldlega hvemig hægt væri að ætlast til þess að menn ækju nýjum BMW hægar en 200 km á klukkustund. Löggunni fannst þetta ekkert sniðugt en lét Brosnan sleppa með tiltal. En laganna verðir vora ekki hættir afskiptum af Bronsan þann daginn því hann var stöðvaður fjór- um sinnum fyrir of hraðan akstur þennan dag. Atvikin áttu sér öll stað í ríkinu Idaho í Bandaríkjun- um þar sem Brosnan vinnur við tökur myndarinnar Dantes Peak. En Brosnan þurfti ekki að hafa áhyggjur þar sem lögggan lét hann sleppa með áminningu í öll skiptin. Er þar væntanlega á ferðinni sagan um Jón og séra Jón. Afsökun Brosnans fyrir hraðakstrinum var þessi sígilda: Hann var að verða of seinn í vinn- una. En hefði einhver venjulegur Jón verið á ferð hefði sá hinn sami átt 25 þúsund króna sekt yfir höfði sér og tímabundna sviptingu öku- leyfis. Lögreglustjórinn á staðnum var lítt hrifinn og skilur ekki hvernig Brosnan gat sloppið við refsingu fjórum sinnum sama daginn. Má því búast við að Brosnan sleppi ekki svo auðveldlega fari hann yfir hraðatakmarkanir á næstunni. Pierce Brosnan er mikið fyrir hraöakstur og var tekinn alls fjórum sinnum fyrir slíkt athæfi sama daginn. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.