Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Menn deila um vítaspyrnudóm í leik ÍA og ÍBV. Vítaspyma „Ég vona bara dómarans vegna að þetta hafi verið víta- spyrna. Ef þetta var ekki víta- spyma hefur hann mikið á sam- viskunni.“ Atli Eðvaldsson, í Morgunblað- inu. Hollustusj ónarmið sniðgengin „Ríkisstjórnin hefur sem sagt samþykkt að það eigi að taka mið af hollustusjónarmiðum og þess vegna skýtur mjög skökku við þegar verið er að leggja háa tolla á hollustuvörur sem Islend- ingar borða allt of lítið af.“ Laufey Steingrímsdóttir, í Mbl. Ummæli Lágmenning „Mér finnst að auglýsingar eigi ekki að vera á Rás 1, fremur en í skólum og öðrum menning- arstofnunum. Auglýsingar eiga heima í lág- og kannski mið- menningarumhverfi." Atli Heimir Sveinsson, í Al- þýðublaðinu. Stimpilpúði „Ef menn eru að velta fyrir sér spamaði í heilbrigðiskerfinu virðist því liggja beinast við að leggja hreinlega niður embætti heilbrigðisráðherra: enda er það lítið annað en stimpilpúði Frið- riks Sophussonar." Leiðari Alþýðublaðsins. Kólesterólfamilía „Og rúgkökurnar hennar Stínu í Skagafirði gefa Big Mac og allri þeirri kólesterólfamilíu ekkert eftir, ef aðeins einhver legði sig eftir að selja þær, eða markaðssetja á nútímamáli.“ OÓ, í Tímanum. Frægir í fangelsi Fræga^fólkið er ekki endilega til fyrirmyndar í þjóðfélaginu og fjölmargir úr þeim hópi hafa þurft að dúsa um tíma á bak við lás og slá. Til eru mörg dæmi um þetta. Rokksöngvarinn Chuck Berry þurfti að afplána tveggja ára dóm í Indiana- ríki á hátindi ferilsins, á ámnum 1962-64, fyrir meint áform um kynmök við 14 ára gamla stúlku. Margir þekkja leikarann Kelsey Grammer úr þáttunum Frazier og Cheers. Hann var margsinnis tekinn fyr- ir ölvun við akstur á síðasta ára- tug og varð loks að sitja 30 daga 1 fangelsi árið 1990. Tveimur vik- um eftir að hann slapp úr fang- elsi játaði hann á sig kókaínn- eyslu en slapp með skilorðs- bundinn dóm. Blessuð veröldin ítalska leikkonan Sophia Lor- en var dæmd til 17 daga fangels- isvistar árið 1982 fyrir að hafa dregið undan skatti á árinu 1964. Leikarinn Ryan O’Neal, sem þekktur er fyrir erfitt lundarfar, sat 51 dag í fangelsi árið 1960 fyr- ir að hafa ráðist með ofbeldi á ókunnan mann í veislu í Los Angeles. Rigning suðvestanlands Um 500 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 1005 mb lægð sem hreyfist norðvestur. í dag er gert ráð fyrir sunnan og suðvestan Veðrið í dag kalda, en víða stinningskalda suð- vestan- og vestanlands. Þar verður rigning eða súld í dag, en að mestu þurrt og sum staðar léttskýjað um landið austanvert. Suðvestan stinn- ingskaldi í kvöld og skúrir um land- ið vestanvert. Hiti verður á bilinu 9- 13 stig, en allt að 15-18 stig norðan- lands og austan yfir daginn. Kóln- andi í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 20.57 Sólarupprás á morgun: 06.02 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 18.08 Árdegisflóð á morgun: 06.29 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 8 Akurnes þoka 7 Bergsstaöir skýjaö 9 Bolungarvik skúr 9 Egilsstaöir léttskýjaö 4 Keflavíkurflugv. rigning og súld 11 Kirkjubkl. alskýjað 8 Raufarhöfn skýjaö 8 Reykjavík úrkoma í grennd 11 Stórhöföi súld 10 Helsinki þoka á síð. kls. 17 Kaupmannah. skýjaö 18 Ósló alskýjaö 15 Stokkhólmur léttskýjaö 18 Þórshöfn léttskýjaó 7 Amsterdam skýjaö 13 Barcelona skýjaö 19 Chicago heiöskírt 19 Frankfurt rigning 15 Glasgow rign. á síö. kls. 12 Hamborg rigning 15 London þokumóöa 11 Los Angeles heiösklrt 20 Madrid léttskýjaö 13 Malaga þoka 19 Mallorca léttskýjaö 21 París hálfskýjað 11 Róm skýjaö 22 Valencia skýjaö 22 New York þokumóöa 22 Nuuk rigning 3 Vín skýjaö 18 Washington þokumóöa 20 Winnipeg léttskýjaö 18 Sigursteinn Gíslason knattspyrnumaður: Ósáttur við umfjöllun „Maður er náttúrlega í skýjun- um með sigurinn í bikarúrslita- leiknum gegn ÍBV, en ég og félag- ar mínir í liðinu vorum ósáttir við umfjöllun fjölmiðla eftir leikinn. Það var mikil áhersla lögö á það að vítaspyma, sem dæmd var á Eyjamenn, hefði verið vafasöm og að Vestmannaeyingar hefðu verið kaffærðir í leiknum með dómnum. Ég vil ekki meina að sú hafl verið raunin. Menn mega ekki gleyma því að sigur okkar var mjög sann- færandi og ég hafði það á tilfinn- ingunni allan leikinn að við gæt- Maður dagsins um ekki tapað honum,“ sagði Sig- ursteinn Gíslason, varnarmaður ÍA-liðsins frækna sem náð hefur svo mörgum titlum á síðustu árum. „Þegar ég sá atburðinn gerast fannst mér að dæma hefði átt víti og Haraldur segir sjálfur að sér hafi verið hrint. Þegar atvikið er skoðað í sjónvarpi er erfitt að sjá hvað rétt hefði verið að dæma og Sigursteinn Gíslason. það er vegna þess að það eru ekki nægilega margar myndavélar á svæðinu. Svo eru sjónvarpsmenn að tala um vafasaman dóm. Þeir ættu hins vegar að standa sig bet- ur og hafa fleiri tökuvélar á vellin- um sem gætu tekið af allan vafa. Að vera með svo fáar vélar á stærsta leik ársins er ekki nógu gott. Svo verða iþróttafréttamenn einnig að gæta þess aö vera ekki hlutdrægir þó að ljóst sé að flestir nema Skagamenn sjálfir hafl hald- ið með Eyjamönnum." Sigursteinn var kosinn leikmað- ur ársins árið 1994 og gifti sig sama ár. Sumir hefðu jafnvel hald- ið að Sigursteinn mundi reyna fyr- ir sér í atvinnumennskunni að loknu því sumri, en af því varð ekki. „Nei, mér var það í lófa lag- ið að fara í atvinnumennskuna, en hafði ekki áhuga. Ég er allt of heimakær til þess. Ég stefni að því að klára ferilinn hjá Skagamönn- um enda er hér best að vera. Ef líkaminn helst í lagi ætti ég auð- veldlega að geta spilað í 4-5 ár í viðbót." Sigursteinn vinnur hjá Akra- neskaupstað á veturna og er hús- vörður í íþróttahúsi staðarins en vinnur sem yflrmaður í vinnu- skólanum á sumrin. „Sumartím- inn er því mesti annatíminn hjá mér,“ sagði Sigursteinn. Úr- slita- keppni yngri flokka Ekkert verður keppt í efri deildum í meistaraflokki í dag, en keppni í yngri flokkum er í fullum gangi. Spiluð er úrslita- keppni í 3. flokki karla. Á Þrótt- arvellinum mætast Valur og Keflavík klukkan 18, Fylkir og íþróttir ÍBV mætast á sama tíma á Fylk- isvellinum, leikur Þórs og Fram fer fram á Þórsvellinum á Akur- eyri klukkan 17 og á KA-vellin- um mætast KA og ÍR klukkan 19. Áhugasamir knattspymuunn- endur á Akureyri ættu því að geta náð báðum leikjunum. Bridge Aðsókn hefur verið nokkuð góð í sumarbridge í Reykjavík á undan- förnum vikum eftir að Ólympíuleik- unum lauk. Góð veðrátta hefur þó sett strik í reikninginn en aðsókn dettur jafnan niður í góðu veðri. Sunnudaginn 25. ágúst var veður með eindæmum gott og því mættu ekki nema 22 pör til að spila baróm- onkeppni. Spilin vora að venju for- gefin og þetta er spil 17 frá sunnu- deginum. Það spil er allsérkenni- legt, því 25 punktar eru á milli handa AV og góð samlega í spaðan- um, en eina úttektin (game) sem stendur er þijú grönd. En hvemig er hægt að ná þeirri lokasögn á vit- ræn£m hátt? Einu pari tókst það, en sagnir gengu þannig hjá þeim. ♦ 2 * 8753 * K842 * K1094 * D1076 * KD62 * 95 * G76 * G83 * 1094 * Á1076 * Á53 Norður gjafari og enginn á hættu: Norður Austur Suður Vestur pass 1* pass lGrand pass 3Grönd p/h \ Kerfi AV var precision og eftir svar vesturs á einu grandi ákvað Einar Jónsson, sem sat í austur, að sýna lágmarkshendi með því að stökkva beint í þrjú grönd. Nánast útilokað er fyrir vörnina að finna það að taka strax 4 slagi á láglitina 1 þremur gröndum. Norður spilaði út laufljarkanum, suður setti ásinn og spilaði' fimmunni til þaka. Norð- ur setti níuna til að stífla ekki sam- gang vamarinnar og sagnhafi tók sína 10 upplögðu slagi og þáði hrein- an topp fyrir. Á sex borðum af 11 var lokasamningurinn 4 spaðar - og hann stóð á þeim öllum!? Á þremur borðum var spilaður spaðabútur og unnust þar, tveir, þrír og fjórir spaðar. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.