Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Fréttir Mikið af kannabisefnum hefur fundist að undanförnu: Mikið í umferð og vaxandi neysla - segir Gissur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður „Við höfum orðið varir við mikið magn í umferð og siðan segja okkur neytendur að kannabis sé mikið í umferð og að neyslan sé vaxandi i landinu," segir Gissur Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði. Eins DV sagði frá í blaðinu í gær fann fikniefnalögregl- an í Reykjavík um 30 kannabis- plöntur og um 3 kg af þurrkaðri og mulinni plöntu, þ.e. marijúana, í tveimur húsleitum í Reykjavik á föstudag. Á sunnudaginn var lög- reglunni í Hafnarfiröi síðan bent á tæplega 200 kannabisplöntur sem voru í ræktun í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Fyrir skömmu birit DV mynd sem tekin var við Strandgöt- una i Hafnarfirði en þar stóð vegleg kannabisplanta upp úr moldinni innan um stjúpumar. Rannsókn þessara mála, i Reykja- vík og í Hafnarfirði, er í fullum gangi og að sögn Gissurar Guð- mundssonar hefur töluvert af upp- í kirkjugarðinum í Hafnarfirði voru hátt í 200 kannabisplöntur á niu leiöum. Þykir lögreglunni sem menn séu farnir að ganga heldur langt í ösómanum þegar leiði í kirkjugaröi fá ekki að vera í friöi. Myndin er tekin af einu leiðanna. Minni myndin er af kannabisbúnti sem sent var fíkniefnalögreglunni í Reykjavík til greiningar. DV-myndir S -sv lýsingum borist frá fólki um fund- inn í kirkjugarðinum. Fólk telji sig eftir á að hyggja hafa orðið vart við einkennilegar mannaferðir á staðn- um og lét því lögregluna vita nú. Menn hafa ekki vitað til þess áður að kannabisplantan yxi úti undir berum himni hér á landi og segir Gissur að því miður sé litlum vandkvæðum bundið að ná sér í fræ. Ellefu skip vegna herfor- ingjaráðstefnu í gær sigldu inn sundið úti fyrir Reykjavík herskip Nató og lögðust að bryggju í Sundahöfn og Reykja- vikurhöfn. Ástæða heimsóknarinnar er viðamikil heræfing sem mun verða haldin á Norður-Atlantshafi að lokinni foringjaráðstefnu sem haldin verður hér á landi. Þegar mest verð- ur verða hér ellefu skip, sex frá Bandaríkjunum, fjögur frá Kanada og sitt hvort skipiö frá Ítalíu og Spáni. íslendingar hafa ekki áður tekið á móti svona mörgum skipum. Heimsóknin tengist ekki heim- sókn skipa úr fastaflota Atlantshafs- bandalagsins. Þá var um einfalda kurteisisheimsókn að ræða sem ís- lendingar þekkja, síðast frá árinu 1990. Samkvæmt upplýsingum frá Þórði Ingva Guðmundssyni hjá Vamarmálaskrifstofú utanríkisráðu- neytisins var þess háttar heimsókn fýrirhuguð árið 1994 en var aflýst vegna ástandsins í Júgóslavíu. -saa Strákarnir á bryggjusporöinum láta sér ekki bregða þótt nokkur herskip sæki þá heim. Dorgið heldur áfram aö venju þrátt fyrir mikla umferö dáta um „athafnasvæði” strákanna. DV-mynd BG Formaður allsherjarnefndar um að veita asískum brotamanni ríkisborgararétt: Ég vík mér ekki undan ábyrgð „Það má kannski segja að ákvörðunin í vor um að veita manninum ríkisborgararétt hafi verið heldur fljótt á ferðinni. Sjálf- sagt hefur nefndin verið of bjart- sýn með að hann væri búinn að ná sér á strik eftir dóminn sem hann fékk. Ég vík mér ekki undan ábyrgð á þvi. Þetta var álitamál en okkar væntingar voru ekki réttar um manninn,” sagði Jón Kristjáns- son, formaður allsherjarnefndar Alþingis, aðspurður um asíska manninn sem var veittur íslenskur ríkisborgararéttur í vor þrátt fyrir að hann væri þá og sé enn á reynslulausn. Manninum var sleppt úr fangelsi fyrir áramót eft- ir afplánun dóms fyrir að hafa veitt manni lífshættulega hnifs- tungu í Lækjargötu. „Þetta er á okkar ábyrð og vænt- ingar okkar hafa ekki staðist, þvi miður. En maðurinn er hér í land- inu og ég reikna ekki með að hægt sé að gera neitt í þessu máli. Úr því sem komið er hefur hann rétt- indi og skyldur eins og aðrir ís- lenskir ríkisborgarar," sagði Jón. Samkvæmt upplýsingum DV er farið eftir lögum um veitingu is- lensks ríkisborgararéttar þegar af- greiðslur á umsóknum um ríkis- borgararétt fara fram. Þeim var breytt með lögum árið 1982. Árið 1955 voru hins vegar settar reglur af nefnd Alþingis en þeim var síð- ast breytt tvisvar, síðast árið 1990. Þannig hefur þingið mótað sér ólögbundnar reglur og hefur það því í raun óbundnar hendur um veitingu ríkisborgararéttar. Engu að síður kveða reglurnar m.a. á um að umsækjendur skuli hafa óflekk- að mannorð. Aðspuröur hvort það hefði ekki verið mistök í ljósi þessa að veita umræddum Asíumanni ríkisborg- ararétt, sem þegar var orðinn dæmdur afbrotamaður, sagði Jón Kristjánsson að ákvörðunin í vor hefði greinilega verið of fljótt á ferðinni. DV ræddi i gær við manninn sem kærði fjóra menn, þ. á m. framangreindan mann, til lögreglu fyrir skemmdarverk og að hafa elt hann með hnífa fyrr í mánuðinum. Hann sagöi konu sína hafa dvalist í Kvennaathvarfinu með þrjú börn þeirra undanfarið - hann hefur dvalist annars staðar. Nú muni þau hins vegar reyna að snúa aftur til eðlilegs lífs eftir að hafa verið í felum á aðra viku. Hjá lögreglu var ekkert að frétta af málinu í gær annað en að það og fleiri kærumál á sömu menn væru enn í rann- sókn. -Ótt Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að nota „góðærisgróðann“ til að greiða niður skuldir? Ólympíuleikar: Frábær árangur DV, Suðurnesjum: „Þama vomm við ásamt 3.500 öðrum keppendum og sumar þjóð- ir voru með allt að 300 keppendur í sínum hópi. Okkar fólk var því að ná frábæram árangri, ýmist að bæta heimsmet, ólympíumet eða íslandsmet í öllum þeim greinum sem það keppti í,“ segir Sveinn Áki Lúðvíksson, aðalfararstjóri íslensku íþróttamannanna á ólympíuleikum fatlaðra. Hópur- inn kom heim frá Atlanta klukk- an 6 í morgun með 14 verðlauna- peninga; 5 gull, 4 brons og 5 silfur. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti hópnum í Leifsstöð ásamt Bimi Bjarnasyni menntamálaráðherra og hrósuöu þeir keppendum fyrir frammi- stöðuna. -ÆMK/-SV Stuttar fréttir Úttekt á dýralæknum Dýralæknafélag íslands vill að Ríkisendurskoðun eða óháð ráð- gjafarfyrirtæki taki út starfsemi Yfirdýralæknisembættisins og héraðsdýralækna. Lýst eftir blóögjöfum Fjöratíu blóðgjafar af fimm hundruð, sem Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri kallaði í mótefnamælingu eftir að í ljós kom að próf á mótefni gegn al- næmisveirunni var óáreiðanegt, hafa ekki skilað sér. Þetta kom fram á RÚV. Skólamenn vanhæfir? Ekki hefur enn fengist úr þvi skorið hvort skólamertn i sveitar- stjómum teljast vanhæfir til að fjalla um skólamál. Samkvæmt RÚV vísaði félagsmálaráðuneyti kæra frá í slíku máli. Breytt áfylling Breytingar verða gerðar á áfyll- ingarbúnaði á bensínstöðinni í Hamraborg í Kópavogi eftfr að dísilolía flæddi þar út sl. fóstu- dagskvöld. RÚV greindi frá þessu. Eftirbátur í fjármálum Ungir sjálfstæðismenn telja ýmis teikn á lofti um að núver- andi ríkisstjórn ætli að vera eftir- bátur hinnar síðustu við að ná tökum á ríkisfjármálum. Þetta kom fram á RÚV. Fiskistofa varar við Fiskistofa hefur sent út viðvar- anir til 50 eigenda báta og skipa sem eiga á hættu að missa veiði- leyfi og aflahlutdeild. Samkvæmt RÚV er ástæðan sú að viðkom- andi hafa veitt minna en helming úthlutaðra aflaheimilda á síðustu tveimur fiskveiðiárum. Friðlýstir fossar Umhverfisráðherra hefur stað- fest þá ákvörðun Náttúruvernd- arráðs að friðlýsa Dettifoss, Sel- foss og Hafragilsfoss í Jökulsá á Fjöllum og nágrenni þeirra. Aukin fjárhagsaðstoð Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar greiddi tæpar 700 millj- ónir króna í fjárhagsaðstoð á síð- asta ári. Samkvæmt RÚV jókst aðstoðin um 26% milli ára. Gull í Þormóðsdal Erlendir sérfræðingar meta nú verðmæti gulls sem grafiö hefur verið upp í Þormóösdal undan- farna mánuði. Samkvæmt Stöð 2 er verkefninu lokið í bili. Stöð 2 semur Stöð 2 hefur samið við sex stór kvikmyndafyrirtæki um einka- rétt á sýningum nýrra kvik- mynda í sjónvarpi hérlendis. Þess má geta að Stöð 2 og Bylgjan fagna 10 ára afmæli í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.