Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Fréttir DV Smyrill reyndi að elta uppi dúfur: Greip fljúgandi smyril sem missti hausinn Sá sérstæðii atburður átti sér stað síðastliðið laugardagskvöld að Guðjón Guðmundsson dúfnaeigandi greip á lofti smyril sem var að eltast við eina cif dúfum hann. Smyrillinn ólánssami varð höfðinu styttri en Guðjón ætlar að láta tjasla hræinu saman og stoppa hann upp. UU llUSinffí 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV tii að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó t i LOTTOsMf/ 9 0 4 * 5 0 0 0 |Dctgur-®ímmtt -besti tími dagsins! Aðalskipulag Borgarness: Hélt bara á hausnum Það var um hálfáttaleytið á laug- ardagskvöldið að ég fór út til þess að gefa dúfunum mínum sem ég og sonur minn erum með héma úti á lóð. Ég furðaði mig á að það væru engar dúfur úti á palli nema ein sem sat sem fastast þó að ég kæmi alveg upp að henni. Þegar ég fór að líta betur í kringum mig sá ég hóp af dúfum flögrandi um en fyrir utan hópinn voru tveir fuglar, ein af mín- um dúfum og smyrillinn sem elti hana. Dúfan tók svo flugið heim og eftir nokkurn eltingarleik, þar sem smyrillinn dró stöðugt á dúfuna, flaug hún alveg á fleygiferð við lær- ið á mér. Ég teygði hendina ósjálfrátt út og þá held ég bara á hausnum á smyrlinum. Þó að hrað- inn á þessum fuglum sé mikill er hálsinn greinilega ekki sterkur. Búkurinn þeyttist undir tröppurnar hjá mér og þangað varð ég sækja hann. Ég varð alveg foxillur yfir því Ég teygði hendina ósjálfrátt út og þá held ég bara á hausnum á smyrlinum. Þó að hraðinn á þessum fuglum sé mikill er hálsinn greinilega ekki sterkur. að smyrillinn væri að reyna að áður reynt að hremma dúfurnar en drepa dúfurnar mínar,“ segir Guð- nú er útséð um að hann angri þær jón. Hann segir að smyrillinn hafi frekar. -JHÞ Tenging þjóðvegar 1 efst á baugi DV, Vestnrlandi: Nú er unnið hörðum höndum við vinnu við aðalskipulag Borgarness og eru það Richard Briem og Indro Candi skipulagshönnuðir sem vinna aðalskipulagið. Fram hafa komið þrjár tillögur um tengingu þjóðvegar 1 við Borg- arnes. Sú fyrsta gerir ráð fyrir þjóð- vegi gegnum þéttbýlið, lítið breytt frá því sem nú er. Tillaga 2 gerir ráð fyrir þjóðvegi 1 i samræmi við gild- andi aðalskipulag og í þriðja lagi tengingu þjóðvegar 1 fyrir ofan golf- völlinn. Að sögn Guðmundar Guðmars- sonar, forseta bæjarstjórnar Borgar- byggðar, var samþykkt að mæla með að farið yrði nærri tillögu 2, það er núgildandi aðalskipulagi, en þó eru menn að ræða þar svolítil frávik. Þar er fyrst um að ræða að fara með veginn af landi eins og gert er ráö fyrir nú og síðan að hann fari upp á land hjá Bjargi og rétt neðan við íbúðahyggðina sem við köllum Bjargsland. „Það sem að við viljum skoða er að færa veginn niður í fjöruna alla leið upp að beygju. Með því móti mundum við rýma svolítið til fýrir frekari íbúðabyggð eða annarri byggð efst í byggðarlandinu eins og það er í dag,“ sagði Guðmundur. -DVÓ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1984-2.fl. 10.09.96 - 10.03.97 kr. 96.210,50 1985-2.fl.A 10.09.96- 10.03.97 kr. 59.713,90 1985-2.fl.B 10.09.96 - 10.03.97 kr. 28.369,70** 1988-2.fl.D 8 ár 01.09.96 kr. 27.308,10 * Inr.lausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. ágúst 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.