Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1996 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 33 Iþróttir DV Iþróttir 4. deMin - 8-liða úrslit: Markvörðurinn skoraði fyrir KVA KVA er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum 4. deildarinnar í knattspyrnu ásamt Létti, Sindra og Bolungarvík. Samanlögð úrslit eru í sviga. KVA sigraði Njarðvík 1-3 (2-8), Aron Haraldsson 1, Dragan Stojanovicl, en síðan skoraði markvörður liðsins, Gunnleifur Gunnleifsson, mark úr vítaspyrnu. Ingvar Georgsson skoraði fyrir Njarðvík. Léttir sigraði Hauka á Ásvöllum í gær 0-1 (2-4) og skoraði Guðmundur Þórðarson. Bolungarvík náði að vinna Víking Ö. 3-0 (4-3) Pétur Jónsson 1, Stefán Andrésson 2 vsp. Sindri nældi sér í sæti í undanúrslitum af miklu harðfylgi í gær þegar liðið sigraði KS 6-1 (6-4) eftir framlengingu. Staðan var 3-0 eftir venjulegan leiktíma. Pálmar Hreinsson 1, Hjalti Vignisson 1, Ejub Puracevic 2, Júlíus Valgeirsson 2. -JGG Ball hættur hjá Manch. City Alan Ball hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri hjá enska 1. deildar liðinu Manchester City. Hann var aö eigin sögn óánægður með gengi liðsins en á þeim tíma sem hann hefur verið framkvæmdastjóri hefur það leikið 49 leiki undir hans stjórn, unnið 13, gert 14 jafntefli og 22 hafa tapast. Liðið hefur byrjað þetta tímabil iUa, tapað tveimur af fyrstu þremur leikjunum. Vonir voru bundnar við gott gengi og raunar var stefnt að því að liðið endurheimti sæti sitt í úrvalsdeildinni sem það missti á sl. vori. í gær fóru umræður í gang um hugsanlegan eftirmann Alan Ball hjá Manchester City. Þeir sem nefndir voru til sögunnar voru George Graham, fyrrum stjóri hjá Arsenal, Kenny Dalglish og Bruce Rioch sem var látinn taka poka sinn hjá Arsenal á dögunum. Stjómarmenn Manchester City vörðust allra frétta en sögðu þó afar brýnt að ráða mann í stöðuna hið allra fyrsta. Tt^„ Gylfi Orrason. Gylfi dæmir í Helsinki Gylfi Orrason hefur verið tilnefndur af Alþjóða knattspyrnu- sambandinu til að dæma viðureign Finna og Svisslendinga i riðlakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer i Helsinki 7. október. Þetta verður ekki eina verkefni Gylfa á finnskri grund í vetur því hann hefur verið settur á leik MyPa og Liverpool í Evrópukeppninni þann 12. september. Aðstoðardómarar í þeim leik verða Sæmundur Víglundsson og EgiU Már Markússon. ís- lensk dómarastétt hefur í nógu að snúast á næstunni en á laugardaginn kemur dæmir Guðmundur Stefán Maríusson leik Svía og Dana í Evrópukeppni kvenna. Aðstoðardómarar í þeim leik verða Pjetur Sigurðsson og Kári Gunnlaugsson. -JKS Hið árlega Ragnars- mót byrjar í dag Hið árlega Ragnarsmót í hand- knattleik byrjar í dag á Selfossi og endar á föstudaginn. Gestir mótsins eru Stjaman, ÍR og HK en mótið er haldið í minningu Ragnars Hjálmtýsson- ar. Lárus maður leiksins Láms Orri Sigurðsson, leik- maður Stoke í Englandi, var val- inn maður leiksins eftir leik liðs- ins gegn Manchester City. Láms fékk 8 í einkunn frá tímaritinu People en enginn leikmaður fékk svo háa einkunn. Hann var langbesti maður leiks- ins. Couto til Barcelona Portúgalski landsliðsmaður- inn, Fernando Couto, hefur skrifað undir fjögurra ára samn- ing við spænska stórliöið Barcelona. Couto greindi frá þessu í við- tali við útvarpsstöðina TSF og sagðist hann yfirgefa Parma til að spila með landsliðsfélögum sínum, Vitor Baia markverði og Luis Figo, sem leika með Börs- ungum. Fyrsta sinn í 11 ár Leikreyndasti leikmaður irska landsliðsins, Paul McGrath, var ekki valinn í landsliðshóp íra sem mætir Lichtenstein í und- ankeppni HM og er þetta í fyrsta sinn í 11 ár sem McGrath er ekki í hópnum. Þessi 36 ára gamli leikmaður Aston Villa lauk landsliðsferli sínum því í apríl sl. þegar írar unnu Tékka í Prag. Hættur hjá Rovers Jimmy Thomson, fyrrum framkvæmdarstjóri Raith Rovers í Skotlandi, er fyrsti þjálfari í skosku deildinni til að fá reisupassann, en lið hans sit- ur á botni deildarinnar. Thomson hætti eftir að stjóm- armenn félagsins báðu hann um aö taka aftur við starfi unglinga- þjálfara félagsins. Raith tapaði fyrstu tveimur leikjum timabilsins á móti Glas- gow Rangers og Celtic, en þeir unnu Motherwell síðan 3-0 á bjóði 400 milljónir í hann. „Þegar svona góður leikmaður er á lausu læt ég ekki mitt eftir liggja heldur gríp tækifærið," sagði Gullit. Hjá félaginu eru nú þegar ítölsku leikmennimir DiMatteo og Vialli. Ruddock vill fara Neil Ruddock, varnarjaxl úr Liverpool, hefur farið fram á sölu frá félaginu og verður beiðni hans tekin fyrir í vikunni en það er talið líklegt að hann fari til Newcastle til félaga síns, Alan Shearer. -JGG Hvað gera okkar menn gegn silfurliðinu á EM? - íslendingar mæta landsliði Tékka, sem sló í gegn í Evrópukeppninni í sumar, þann 4. september Eftir 2-1 heimasigur ís- lenska landsliðsins á Möltu 14. ágúst sl. á Laug- ardalsvelli verður gaman að fylgjast með liðinu þeg- ar það mætir landsliði Tékklands í vináttu- landsleik 4. september nk. í Jablonec, Tékklandi. í samkomulagi á milli liðanna var ákveðið að leika heima og heiman en dagsetningin á heimaleik íslands er óákveðin. Sá leikur verður án efa einn af hápunktum 50 ára af- mælis KSÍ sem er á næsta ári. „Þetta er mikill heiður fyrir íslenskan fótbolta að fá þama tækifæri til að mæta silfurliði Evrópu- keppninnar og er þetta undirbúningur fyrir þrjú erfið verkefni í vetur þeg- ar viö spilum í und- ankeppni HM,“ sagði Egg- ert Magnússon, formaður KSÍ, á blaðamannafundi í gær. Poborsky og Berger meö? „Þetta verður mjög erf- iður leikur fyrir okkur og reynir mikið á vömina en við mætum óhræddir til leiks. Þetta er gott próf fyrir átökin í haust og eig- um við ekki von á öðru en að þeir verði með sitt sterkasta lið því þetta er einnig undirbúningur fyr- ir þeirra HM leiki,“ sagði Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari. Þess má geta að lið Tékka var valið í morgun og verður það birt í DV á morgun. Eins og menn muna voru Tékkar spútniklið Evrópukeppninnar í Eng- landi í sumar og fóra alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir sterku liði Þjóðverja. Margir af leikmönnum liðsins vöktu mikla at- hygli stærstu liða Evrópu og ber þá helst að nefna Karel Poborsky, sem skoraði eftirminnilegt mark gegn Portúgal, en Manchester Utd. keypti hann strax eftir Evrópu- keppnina, og Patrick Berger sem er genginn til liðs við Liverpool og á eflaust eftir að slá í gegn á Anfield. Þórður og Guöni í hópinn Það em tvær breyting- ar á íslenska liðinu frá því í leiknum á móti Möltu. Amór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson eru ekki með. Þórður Guð- jónsson og Guðni Bergs- son koma inn í liðið aftur. Örebro, lið Hlyns og Am- órs, á leik sama dag og landsleikurinn gegn Tékkum verður. „Hlynur meiddist á nára í síðasta leik og verð ég líka að taka tillit til Örebro þar sem þeir eiga leik sama dag. Arnór þarf líka á hvíld að halda enda hefur verið mikið álag á hon- um. Hann hefur spilað alla leiki með Örebro, spilað í Inter-Toto keppn- inni og í landsleikjum," sagði Logi. Ákveöiö t sameiningu „Ég og Amór ákváðum þetta í sameiningu og síð- an talaði ég við þjálfara Örebro, Sven Dalquist, um þetta og kom okkur saman um að stýra álag- inu á Amóri svo hann geti fengið lystina á ný. Hann hefur virkað þung- ur, bæði líkamlega og andlega," sagði Logi. „Þórður Guðjónsson fékk einhvem vhrus og hefúr ekki verið í liði Bochum enda hefúr liðinu gengið vel og menn breyta yfir- leitt ekki sigurliði en ég veit að Þórður kemur til með að styrkja þennan hóp.“ Gummi Ben. funheit- ur „Hvað varðar Guð- mund Benediktsson þá er hann að ná sér og auðvit- að viljum við að hann fái tækifæri til að sýna hvort þessi meiðsli hái honum. Ég vona að hann haldi áfram á sömu braut því hann hefur verið funheit- ur i sumar og sýndi það þetta kortér sem hann spilaði gegn Hvít-Rússun- um,“ sagði Logi. Annar leikur íslend- inga í undankeppni HM '98 verður 5. okt í Litháen en þeir spila síðan við landslið Rúmena 10. októ- ber hér heima. Þriðji leik- urinn er gegn írlandi 10. nóvember í Dublin. Það er ljóst að íslenska lands- liðið á fyrir höndum erfitt verkefni, sérstaklega eftir að einungis 1-1 jafntefli náðist gegn Makedóníu 1. júní sl. í fyrsta leik liðsins í undankeppninni. „Það em vonir um að ná upp góðri stemningu meðal áhorfenda í leikn- um gegn Rúmenum hér heima en þá þarf að ná góðum úrslitum í Lithá- en,“ sagði Eggert Magnús- son. -JGG 1. deild kvenna: Breiðablik tapar ekki leik - vann Aftureldingu, 10-0 Öll úrslit í 1. deild kvenna i gær voru eftir bókinni. Það er ekki mikil spenna eft- ir í mótinu því Breiðablik er búið að tryggja sér íslands- meistaratitilinn og hefur enn ekki tapað leik. Fórnarlömb gærkvöldsins vom stúlkurnar úr Aftureldingu og lokastaðan í leiknum var 10-0. Margrét 2-0. Elena Einisdóttir og Anne Li Löwgren skomðu mörkin. Valur sigraði Stjömuna, 3-0, á Hlíðarenda. Kristbjörg Inga- dóttir, Bergþóra Laxdal og Ás- gerður Ingibergsdóttir skoruöu eitt mark hver. Staðan í 1. deiid heimavelli sl. laugardag. Ólafsdóttir, Helga Ósk Hannes- Breiðablik 11 11 0 0 63-3 33 Gullit vill fá Ginola dóttir, Stojanka Nikolic 2, KR 11 8 2 1 37-10 26 Kristrún Daðadóttir 4 og Erla ÍA 11 6 2 3 23-11 20 Hendriksdóttir 2. Valur 11 6 2 3 26-14 20 Ruud Gullit, þjálfari Chelsea, KR-stúlkur fóru með sigur af Stjaman 11 4 0 7 17-27 12 er víst ekki hættur að kaupa því hólmi uppi á Skaga, 0-2, með ÍBA 11 2 1 8 11-31 7 nú er hann á höttunum eftir mörkum frá Ásdísi Þorgilsdótt- ÍBV 11 2 1 8 10-34 4 frönskum leikmanni Newcastle, David Ginola, og er talið aö hann ur og Olgu Færseth. ÍBV átti ekki í erfiðleikum Afturelding 11 1 0 10 7-64 3 -JGG Evrópukeppni Bikarhafa: Má alls ekki vanmeta KR -segja forráðamenn AIK DV, Svíþjóð með ÍBA og vannst leikurinn Breiöabliksstúlkur fagna hér íslandsmeistaratitli sínum sem þær tryggöu sér gegn KR í síöustu umferö. Þær eru enn taplausar, unnu Aftureldingu í gær, 10-0. Nú er beðið með eft- irvæntingu leiks KR-inga og sænska úrvalsdeildarliðsins AIK frá Stokkhólmi sem verður 12. septem- ber í Reykjavík og 26. í Stokkhólmi í Evrópu- keppni bikarhafa. DV náði tali af Erik Hamrén, þjálfara AIK, og Stefani Söderberg, framkvæmdastjóra fé- lagsins. „Ég vissi ekki mikið um KR en ég fékk upplýsingar hjá þjálfara Oddevold sem sá liðið spila gegn Mozyr,“ sagði Erik. „Það er algjört bull og kjaftæði að líta á KR sem létta mótherja og í sambandi við það er best að minnast landsleikja íslands og Svíþjóðar í fyrra þar sem aðeins náðist naumur sigur úti og jafntefli heima. Ég ber mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta," bætti hann við. „Við vitum að það er erfitt að mæta liði frá íslandi. Við þekkj- um Guðmund Bene- diktsson þar sem hann æfði meö okkur þannig að við vitum hversu duglegur leik- maður hann er. KR- ingar eru með mjög gott lið og þeir verða erfiðir. Það verður enginn leikarskapur af okkar hálfu og verð- ur gaman að mæta ís- lensku liði,“ sagði Stefan. „Við ræddum um þennan leik á sunnudaginn og þar var einróma álit manna að alls ekki mætti vanmeta KR.“ -EH/JGG Reykjalundarhlaupið: Flestir þátttakenda skokkuðu eða voru gangandi Mjög góð þátttaka var í níunda Reykjalund- arhlaupinu sem þreytt varw um síöustu helgi. Um 500 manns tóku þátt í þessu rótgróna al- menningshlaupi í Mosfellsbæ. Flestir fóru skokkandi eða gangandi þriggja kílómetra leiö í nágrenni Reykjalundar. Einnig var töluverður hópur sem fór sex kílómetra. Að þessu sinni hlupu 38 hlauparar 14 kíló- metra leiðina og þar var Hólmfríður Ása Guð- mundsdóttir fyrst kvenna á tímanum 1:02,24 klst. en fyrstur karla kom í mark Guðmundur Valgeir á tímanum 55.41 mínútu. Brautarmet Toby Tansers frá árinu 1993 stendur því enn en það er 45,37 mínútur. Margir dugnaðarforkar fóru styttri leið inn við Reykjalund, sumir í hjólastólum eða með önnur hjálpartæki en þriggja km leiðin var þó vinsælust eins og venjulega í Reykjalundarhlaupinu. Þó nokkuð var um að þátttakendur gengju þá leið og ýmsir tóku ungbörn sín með. Ekki var um neina sérstaka tímatöku að ræða í styttri vegalengdum en allir þátttakendur í 14 km hlaupahringnum í kringum Úlfai'sfell fengu tímaskráningu. Eins og áður sagði sigraði Hólmfriður Ása Guðmundsdóttir í 14 km hlaupi kvenna. Helga Zoega varð önnur á 1:04,15 klst, Lára Sturludótt- ir þriðja á 1:16,50 klst, Björg Magnúsdóttir fjórða á 1:21,29 klst. og í fimmta sæti kom Kol- brún Benediktsdóttir á 1:22,44 klst. Guðmundur Valgeir sigraði í karlaflokki. Dagui' Egonsson varð annar á 55,50 mín, Jó- hann Heiðar Jóhannsson lenti í þriðja sæti á 57,51 mín, Stefán Hallgrímsson fjórði á 58,19 mín og i fimmta sæti hafnaði Vöggur Magnús- son á 58,21 mín. -JKS Islenska landsliðið Svona lítur landslið íslendinga í knattspyrnu, sem mætir Tékk- um, út. Markverðir: Birkir Kristinsson...Brann Kristján Finnbogas......KR Vamarmenn: Guðni Bergsson .....Bolton Rúnar Kristinsson..Örgryte Ólafur Adolfsson........lA Hermann Hreiðarss.........ÍBV Lárus Orri Sigurðss..Stoke Miðjumenn: Ólafur Þórðarson ..........ÍA Sigurður Jónsson....Örebro Bjarki Gunnlaugss.Mannheim Heimir Guðjónsson ......KR Einar Þór Daníelss......KR Þórður Guðjónsson......Bochum Sóknarmenn: Eyjðlfur Sverrisson.H. Berlín Helgi Sigurðsson.TB Berlín Rikharður Daðason ......KR Logi sér Rúmena og Lítháa úti Logi Ólafsson landsliðsþjálfari fer út um helgina til að fylgjast með innbyrðisleik U-21 og A-landsliða Rúmena og Litháa í undankeppni HM '98 en leikirn- ir eru i Búkarest. Hann fer síðan til Englands og sér þar Guðna Bergsson spila í leik Bolton og QPR í 1. deild ensku knattspymunnar. Þeir hitta síðan íslenska landsliðið á Heathrow flugvelli. Tvö landslið í úrslitum 1997? Úrslitakeppni U-16 ára lands- liða verður í þýskalandi á næsta ári en lið íslands á góöa mögu- leika á að spila þar. 16 lið spila þar. Sigurvegari á þriggja liða móti, sem haldið verður á Akra- nesi og Borgamesi, vinnur sér rétt til að spila í úrslitakeppn- inni. ísland, Færeyjar og Lúxem- borg eigast viö á þessu móti. Ef U-16 ára landsliðinu tekst að sigra á þessu móti þá eigum við tvö landslið í úrslitakeppni á næsta ári því sjálf úrslitakeppni U-18 ára landsliða verður haldin hér á landi í júli á næsta ári og yrði þetta því mikill sigur fyrir KSÍ á 50 ára afmæli þeirra. „Við gerum okkar miklar vonir með U-16 ára liðið,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Margir góðir inni í myndinni Logi Ólafsson nefhdi nokkra leikmenn sem eru inni í mynd- inni hjá KSÍ hvaö varðar undirbúning fyrir HM 1998 sem haldið verður í Frakklandi. Hann nefndi þar Arnar Grét- arsson, Breiðabliki, Guðmund Benediktsson, KR, Ágúst Gylfa- son, Brann, Pétur Marteinsson, Halmstad, Hlyn Stefánsson, íBV, og svo að sjálfsögðu Amar Gunnlaugsson sem er farinn að hreyfa sig með Sochaux, og Eið Smára Guðjohnsen, PSV Eind- hoven, en hann er allur að kom- ast í gang eftir að hann fótbrotn- aði. -JGG Logi Ólafsson, landsliösþjálfari, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar landsliöiö spilar gegn Tékklandi 4. sept. Eftir þann leik tekur viö undankeppni HM 1998 en l'sland er í riöli meö Makedóníu, írlandi, Rúmeníu og Litháen og veröa fyrstu ieikirnir á dagskrá í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.