Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 Fréttir DV Sláturhúsið í Borgarnesi bryddar upp á nýbreytni: Slátrað vikulega í allan vetur og selt ferskt DV, Borgarnesi: „Við ætlum að taka upp þá nýj- ung að slátra einu sinni í viku til að selja ferskt á markaði. Við höfum reyndar slátrað undanfarin 6 ár bæði fyrir jól og páska en nú ætlum við að gera tilraun með að slátra reglulega í allan vetur,“ segir ívar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Af- urðasölu Borgarness, sem ætlar að taka upp þá nýbreytni að bjóða vikulega ferskt kjöt. „Við seljum þetta beint í verslan- ir og erum með þessu að svara kröf- um markaðarins. Við erum í sam- vinnu við nokkurn hóp bænda sem er tilbúinn að hafa lömbin lengur og taka þau í hús,“ segir ívar. Hann segir að þrátt fyrir gott sumar sé fallþunginn svipaður og á síðasta ári. „Það kemur á óvart að fallþung- inn er nánast sá sami og í fyrra þrátt fyrir betra sumar. Það virðist ekki hafa nein áhrif. Kindumar virðast þurfa að hafa það svona hæfílega slæmt til að dafna,“ segir Ivar. Um 160 manns vinna við slátran á meðan á sláturtíðinni stendur og þar er slátrað 42 þúsund kindum i ár sem er svipað og i fyrra. -rt ívar Ragnarsson, tramkvæmdastjóri Afurðasölu Borgarness, í sláturhúsi sínu þar sem tekin veröur upp sú nýbreytni að slátra vikulega í vetur. Landanir á loönuvertíöinni: Erlend skip með um 60 þúsund tonn DV, Akureyri: Landanir erlendra loðnuveiði- skipa hjá loðnuverksmiðjum hér á landi hafa verið umtalsverðar á UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðhald pípulagna í 10 leikskólum Reykjavíkur. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 10.000. Opnun tilboða: þriðjud. 5. nóvember 1996, kl. 11.00 á sama stað. bgd 142/6_____________________________ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Allt á einum stað smurstöð Vetrarhjólbaröar og umfelgun Pvottur og bón Púströr - bremsuklossar - perur - rafgeymar Smur, bón og dekkjaþjónusta sf Tryggvagötu 15, sími 562-6066, fax 562-6038 Greiðslukort OLÍS, Visa og Euro L LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Sandblástur og málun Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í aö sand- blása og mála stálklæðningar í vatnsvegum Búrfellsstöövar, í samræmi viö útboösgögn BÚR-07. Verkiö felst í aö sandblása og mála sográsir, snigla, þrýstipípur og greiningu fjögurra af sex véla sam- stæöum. samtals um 1563 fer metrar. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og meö mánudeginum 21. október 1996 gegn óafturkræfu gjaldi aö upphæö kr. 3.000 m/vsk. fyrir hvert eintak. Tekið veröur á móti tilboöum á skrifstofu Landsvirkjunar aö Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opnunar miðvikudaginn 6. nóvember 1996, kl. 14.00. Fulltrúum bjóöenda er heimilt aö vera viðstaddir opnunina. sumar- og haustvertíðinni það sem af er. Alls hafa erlendu skipin landað um 60 þúsund tonnum á móti um 403 þúsund tonna afla íslensku skip- anna þannig að heildaraflinn nálg- ast óðum 500 þúsund tonn. Erlendu skipin hafa landað í 13 höfnum hér- lendis en mestu hefur verið landað úr þeim á Fáskrúðsfirði, 9.576 tonn- um, 8.629 tonnum á Seyðisfirði, á Eskifirði 7.433 tonnum og á Raufar- höfn 6.360 tonnum. Ef allar landanir íslenskra og er- lendra skipa eru teknar saman hef- ur mestur afli borist á land á Siglu- firði eða rétt tæp 80 þúsund tonn, ríflega 45 þúsund tonn til Eskifjarð- ar, um 37 þúsund tonn til Seyðis- fjarðar, um 34,4 þúsund tonn til Krossaness og um 34 tonn til Rauf- arhafnar. -gk Vegagerð milli _ Patreksfjarðar og ísafjarðar víðs fjarri sagöi Halldór Blöndal á fundi á Patreksfirði Fjölmennur fundur var haldinn um samgöngumál í félagsheimil- inu á Patreksfirði 16. okt. Sóttu hann á þriðja hundrað manns. Meðal fundargesta var samgöngu- ráðherrann, Halldór Blöndal. Blaðamaður hitti Halldór að máli á ísafirði daginn eftir og spurði hann hvemig honum hefði líkað fundurinn. „Hann var mjög skemmti- legur. Það var greinilegt að því fylgdi nokkur þungi að úr- bætur yrðu gerðar í vegamál- um. Það er ekkert einsdæmi þar. Þegar loksins röðin kem- ur að stöðum verða menn óþolinmóðir og vilja að allt sé gert í einu. Þeir finna það að með því að Djúpvegurinn var gerður að stórverkefni er svig- rúm til þess að vinna jöfnum höndum fyrir vestan og við Djúpið. Ég tel að það muni nokkuð haldast í hendur að veginum ljúki frá Patreksfirði suður til Brjánslækjar um leið og Djúp- vegi. Menn vilja vita hvað þetta taki langan tíma. Stundum er verið að tala um vegaáætlunar- tímabil og þar er verið að tala um 8 ár. Ég tel að þessu muni hvoru- tveggja ljúka innan áita ára en ég skal ekki segja hversu fljótt á því tímabili." - Hvað um tengingu á milli norðan- og sunnanverðra Vest- fjarða? Það er nú víðs fjarri. Við erum þar að tala um feiknalega ljár- muni. Ég hef enga trú á því eftir að Djúpvegi lýkur að Patreksfirð- ingar muni setja það ofar þvi að ná sambandi við hringveginn. Miðað við þá tækni sem við ráðum nú yfir er það ekki fyrirsjáanlegt að við í alvöru ráðumst í að leggja veg á milli ísafjarðar og Patreks- fjarðar. Ég held að það sé líka nauðsyn- legt að muna að Vestfirðingar hafa lagt á það áherslu að næstu jarð- göng komi á Austurlandi. Menn eru líka að ræða um að það muni hafa mjög mikið að segja um ein- angrun Siglufjarðar að göng komi á milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar. Það eru nú um 200 kílómetrar á milli Akureyrar og Siglufjaröar og sú vega- lengd myndi styttast í 60 km með jarðgöngum. Við erum ekki bara að tala um göng í gegnum Hrafnseyarheiði." - Áttu von á því að Vestfirð- ingar skipti um skoðun varð- andi framhald Djúpvegaráætl- unar? Ég held að ísfirðingar hljóti að skilja nauðsyn þess að tengjast hringveginum. Þegar ákvörðun var tekin um Stein- grímsfjarðarheiði var tekin ákvörðun um að fara í Djúp- veginn. Ég held að ég muni það rétt að það sé búið að leggja bundið slitlag á um 45% af Djúpveginum. Miðað við þann hraða sem nú er á þeim framkvæmdum er hægt að ljúka honum kannski á næstu sex árum. Ég get alls ekki hugsað mér að ísfirðingar kjósi það að bíða í 20 ár eftir því að komast í sam- band við hringveginn þegar þeir geta gert það á sex árum, það held ég ekki.“ -HK Halldór Blöndal samgönguráöherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.