Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996 31 Fréttir Seyðisfjörður: Gullver með hæsta aflaverð- mæti ísfiskstogara DV, Seyðisfirði: Seyðisfjaröartogarinn Gullver var með hæsta aflaverðmæti ís- fiskstogara fyrstu átta mánuði ársins; - fiskaði fyrir tæpar 187 milljónir króna. Heildarafli tog- arans var 2254 tonn og skipta- verðmæti á dag 790 þúsund krónur. Þetta kom fram í togara- skýrslu LÍU yfir veiöi togara fyrstu 8 mánuðina. Samdráttur í afla togaraflotans var í heild 12% miðað við síðasta ár. Skýrsl- an er að sjálfsögðu ekki fullkom- lega raunhæf vegna þess að afli togara Samherja eru ekki í skýrslunni. Aflaverðmæti isfisk- stogara dróst saman um 15% en frystitogaranna um rúm 9% á tímabilinu. Vert er að henda á að úthaldsdögum þeirra fyrr- nefndu fækkaði um 16% en frystitogara ekki nema um 4%. Síðustu fimm árin hefur Gull- ver að langmestu leyti landað afla sínum í heimahöfn á Seyðis- firði og hafa venjulega um tveir þriðju hlutar hans verið unnir í frystihúsi Dvergasteins. Hinn hlutinn hefur verið settur í gáma til útflutnings, - yfirleitt á breskan markað. -JJ Axel Ágússon skipstjóri á Gullveri. DV-mynd Jóhann Svarfaöardalur: Rannsóknir á jarð- vegi og heysýnum - eftir þráláta riöuveiki DV Dalvík: Svarfdælskir bændur festu ný- lega kaup á 80 lömbum úr Þistilfirði og 14 lömbum af Barðaströnd og er það liður í að byggja upp fjárbúskap í Svarfaðardal eftir niðurskurð vegna riðuveiki. Samkvæmt heimildum DV eru að koma lömb á tvo bæi þar sem skor- ið var niður öðru sinni árið 1994. Það voru bændur á Hofsá sem fengu 42 lömb og í Dæli komu 27 lömb. Þá komu 16 lömb í Ingvarir en þar hófst fjárbúskapur að nýju á síðasta ári. Auk þessa voru ýmsir bændur að fá lambhrúta, bæði að austan og vestan, til að fá nýtt blóð í stofna sína. Riðuveiki í sauðfé hefur verið þrálátur vágestur í Svarfaðardal. Allt fé var skorið niður og dcdurinn fiárlaus 1989 en margir bændur hófu aftur fiárbúskap 1990. Riðan kom síðan aftur upp á einum bæ 1993 og á fiónun bæjum 1994. Síð- ustu tvö árin hefur riðu ekki orðið vart. Undanfarið hafa staðið yfir rannsóknir á jarðvegi og heysýnum úr Svarfaðardal til að kanna hvort unnt sé að finna smitleiðir og upp- ræta smitbera. -hiá UTBOÐ F.h. Malbikunarstöövar Reykjavfkurborgar er óskaö eftir tilboöum í asfalt. Áætlað heildarmagn er 24.600-30.500 tonn og miðast við 2ja ára samning. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, að Frikirkjuvegi 3, Reykjavík. Opnun tilboöa: miövikudaginn 11. desember 1996 ki. 11.00 á sama stað. mal 139/6_______________________________________________ Innkaupastofnun Reykjavikurborgar f.h. sjálfseignarstofnunar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum í málun innanhúss fyrir hjúkrunarheimilið Skógarbæ að Ár skógum 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 22. okt. nk. gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: fimmtud. 7. nóvember 1996 kl. 11.00 á sama stað. bgd 140/6_______________________________________________ F.h. Gatnamálastjórans f Reykjavík er óskað eftir tilboðum í byggingu skólpdælustöövar við Sævarhöfða i Reykjavík, ásamt lagningu þrýstipípu vestur yfir Elliðaár. Verkið nefnist: Dælustöö viö Sævarhöföa. Helstu magntölur eru: • Gröftur: 2.800 m3 • Fylling: 3.000 m3 • Þrýstilögn, PHE 400, PN 4: 400 m • Mótafletir: 900 m2 • Bendistál: 18 tonn • Steinsteypa: 160 m3 Verkinu skal að fullu lokið 1. sept. 1997. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 22. okt. nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miövikudaginn 30. október 1996 kl. 14.00 á sama stað. gal 141/6_______________________________________________ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 ERTU UNDIR PRESSU? LOFTPRESSUR Þegar álagið eykst er nauðsynlegt að geta treyst á verkfærin. Þú getur treyst Schneider! 111 Super - Kompressor ' kæótJ TVp: 400-60 úHIN ^ S w '%GA^ í verslun okkar eigum við ávallt til fjölbreytt úrval af Schneider loftpressum. Ein þeirra hentar þér örugglega til atvinnunota eða í tómstundastarfið. Schneider - þessar gulu! SKÚIAS0H 6J0HSS0H VERSLUN ■ SKÚTUVOGI 12H • REYKJAVÍK • SÍMI 568-6544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.