Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1996, Side 30
38
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1996
jDVII
Fréttir
Jón
1916 tll
Formenn Alþýðuflokksins hafa verið níu á 80 árum:
Fjórum sinnum hefur
formaður verið felldur
Á flokksþingi Alþýðuflokksins í
næsta mánuöi stefnir í að 10. maður-
inn til að gegna formennsku í flokkn-
um verði kjörinn en flokkurinn er 80
ára í ár. Enginn íslenskiu1 stjóm-
málaflokkur hefur klofhað jafn oft og
Alþýðuflokkurinn og þar hafa alltaf
verið átök uppi, mismikil að sjálf-
sögðu.
Jón Baldvinsson var fyrstur
Af níu formönnum flokksins hafa
flórir veriö felldir í kosningum, einn
lést í embætti en fjórir hafa hætt
sjálfvfljugir. Þá er gengið út frá því
að Jón Baldvin Hannibalsson hætti
formennsku nú.
Fyrsti formaður Alþýðuflokksins
var Jón Baldvinsson. Hann var kjör-
inn formaður þegar flokkurinn var
stofnaður 1916 og var formaður til
dauðadags 1938.
Þá áttu sér stað mestu átök sem
orðið hafa í sögu flokksins. Héðinn
Valdimarsson, þáverandi varafor-
maður flokksins, klauf hann og
stofnaði Sósíalistaflokkinn
kommúnistum.
Stefán var felldur
Þá tók Stefán Jóhann Stefánsson
við formennsku en hann hafði verið
ritari stjómar. Stefán var formaður
Alþýðuflokksins til ársins 1952. Þá
féll hann í formannskjöri á flokks-
þingi fyrir Hannibal Valdimarssyni.
Um þær mundir vom uppi mikil
átök á milli hægri og vinstri manna
innan flokksins. Þeir Gylfi Þ. Gísla-
son og Hannibal Valdimarsson vom
aðalmenn vinstri armsins í flokkn-
um. Þeir höfðu veriö á þingi síðan
1946 og verið algerlega einangraðir í
þingflokknum. Það var einkmn
vegna andstöðu þeirra gegn NATO.
Helgi Skúli Kjartansson sagnfræð-
ingur segir að á þessum árum hafi
verið vaxandi þungi að baki vinstri
armi flokksins. í þann hóp bættist
Benedikt Gröndal, þá ungur og rót-
tækur jafnaðarmaður. Þessir vinstri-
menn réðust gegn flokksforystunni á
flokksþinginu 1952 og Hannibal felldi
Stefán Jóhann við formannskjör.
Hannibal felldur og rekinn úr
flokknum
Hannibal Valdimarsson var vægt
sagt umdeildur sem formaður flokks-
ins og um leið ritstjóri Alþýðulaðs-
ins. Gegn honum var ráðist á flokks-
þingi 1954. Hann var rekinn úr
flokknum, að eigin sögn, og Harald-
ur Guðmundsson kjörinn formaður
hans.
Svikin kosningaloforó
í kosningabaráttunni 1956 gáfú
frambjóðendur Hræðslubandalags-
ins, kosningabandalags Alþýöu-
flokks og Framsóknarflokks, loforð
um að þeir myndu ekki vinna með
kommunum eftir kosningar. Þær
voru hins vegar ekki fyrr afstaðnar
en Hræðslubandalagið myndaði rík-
isstjóm með Alþýðubandalaginu,
sem Hannibal hafði þá stofnað með
Sósíalistaflokknum. Þessu vildi Har-
aldur Guðmundsson ekki ima og
hætti sem formaður flokksins og
raunar afskiptmn af stjómmálum
um leið.
Gylfi hætti ekki sjálfviljugur
Emil Jónsson tók við formennsk-
imni af Haraldi og gegndi henni frá
1956 til 1968. Þá lét hann af embætti
vegna heilsubrests. Gylfí Þ. Gíslason
tók við og gegndi embætti til 1974.
Enda þótt Gylfí Þ. væri ekki felld-
ur sem formaður flokksins var hann
hálfþartinn þvingaður til að hætta
formennsku. Alþýöuflokkurinn und-
ir hans forystu fór illa út úr þing-
kosningunum 1971 eftir hina löngu
viðreisnarstjómarsetu. Og þegar
flokkurinn bætti ekki við sig fylgi
1974 hætti Gylfl Þ. formennskunni og
pólitísku starfi. Hann hóf þá aftur
störf við Háskóla íslands.
Bendikt Gröndal tók við for-
mennskunni og gegndi henni til
1980. Undir hans forystu vann flokk-
urinn einn stærsta kosningasigur
sinn frá upphafi þegar hann fékk 14
þingmenn 1978. Ári síðar var kosið
aftur og þá hrundi fylgið af flokkn-
um. Það þótti að vonum ekki nógu
gott og Kjartan Jóhannsson bauð sig
fram gegn Benedikt Gröndal 1980 og
náði kjöri.
Karlinn í brúnni
Kjartan Jóhannsson gegndi for-
mennsku til 1984. Honum hafði ekki
tekist að auka fylgi flokksins og Jón
Baldvin bauð sig fram gegn honum
og hafði sigur. Jón Baldvin sagði þá
hina frægu setningu um að karlinn í
brúnni, sem ekki fiskar, veröi að
víkja.
Pólitískt fiskirí Jóns Baldvins hef-
ur gengið upp og ofan þau 12 ár sem
hann hefur verið formaður. Flokkur-
inn hefur þó verið aðili að tveimur
ríkisstjómum á þessu tímabili. Þótt
fylgi hans hafi ekki verið mikiö
þessi ár hefur það verið nokkuð
stöðugt. Jón Baldvin getur því kvatt
með reisn. -S.dór
einn lést í embætti en fjórir hættu sjálfviljugir
með
Hafnasambandsfundur á ísafirði:
Sjóflutningar verði betur
Ársfundur Hafnasambands
sveitarfélaga, sá 27. í röðinni, var
settur í Stjómsýsluhúsinu á ísa-
firði 18. október að viðstöddum á
annaö hundrað fundarmönnum og
ráðherra samgöngumála, Halldóri
-Blöndal.
„Aðalmál þessa þings em flutn-
ingaleiöir framtíðarinnar," sagði
Krisfján Þór Júliusson, bæjar-
stjóri ísafjarðarbæjar, við DV
skömmu áður en hann setti fund-
inn. „Við munum ræða samkeppn-
isstööu hafna með tilliti til land-
flutninganna. Viö viljum ýta und-
ir að sjóflutningar verði betur
nýttir tfl hagsbóta fyrir hafhir
landsins og allt þjóðlífiö. Síöan
ræðum viö mengunar- og um-
hverfismál. Stjóm Hafnasam-
bandsins hefur verið að vinna eft-
ir samþykkt sem sambandsþingið
gerði í þá vem að marka sér
ákveðin mál til að vinna eftir. Við
munum leggja töluvert upp úr um-
hverfismálum hafna. Við erum
þokkalega vel sett í ísafjarðarbæ
eftir sameininguna hvaö mengun-
arvamabúnað snertir og hér er
miðstöð mengunarvama í fjórð-
ungnvun.
Afkoma hafna batnaði örlítið
1995. Hún er þó langt frá þvi að
vera viöunandi með tilliti til
þeirra verkefha sem bíða í höfn-
inni og þeirrar þjónustu og kröfu
um þjónustu sem gerð er. Fram-
legð hafnasjóðanna er um 33%
sem þeir eiga eftir upp í verkefhi
og það er alls ekki nógu gott. Ég
vil benda á að fyrir 1990 var þessi
sama tala hvað framleiðni varðar
40-45%. Þama er því vun verulega
niðursveiflu að ræða. Það sem
nýttir
kemur þar inn í er m.a. álögur
sem verið er að leggja á hafnimar
af rikisvaldinu eins og reglugerð
um vigtun sjávarafla sem leggur
miklar skyldur á hafnirnar. Viö
höfum auk þess miklar skyldur
varðandi mengunarvarnir, sorp-
hreinsun og margt fleira. Þama
vantar hins vegar tekjur á móti,“
sagði Kristján Þór.
-HK
fé! ef þú greiðir áskriftina
með beingreiöslum c
r . }
Æm ff \
výC; .
i i
/ . m
bcingrciðslu cr nskriftargjaldið núllifært beint af rcikningi þintim í banka/sparisjóði
Þeir sem greiða áskriftina með beingreiðslum fá 5% afslátt af áskriftarveröi
miöað við þá scm grciða með gíróseöli. Þú græðir því einn og hálfan
sjónvarpsdag í hverjum mánuöi og sparar þér auk þess ferð í bankann.
Allar nánari upplýsingar um beingrciðslu færðu hjá viðskiplabanka þínum cða
áskriftardeild Stöövar 2, ( sími 515 610cQ - Cfirænt núrner 800 6161 )
Greiddu áskriftina meö beingreiöslum
srífm
FJOLVARP
svn