Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 Fréttir Öryrki búinn að berjast árangurslaust fyrir íbúð í 23 ár: Alger niðurlæging og brot á mannréttindum - segir Sigrún Reynisdóttir sem er mjög ósátt við Félagsmálastofnun Reykjavíkur „ Ég er 100% öryrki og hef barist fyrir íbúð hjá Félagsmálastofnun í 23 ár en án árangurs. Þeir hafa séð að ég er hreinlega á götunni en það virðist ekki skipta þá neinu máli því þeir gera ekkert fyrir mig. Nið- urlæging mín er alger að hafa þurft að vera á vergangi lengst af i þessi 23 ár. Mér finnst þetta ekkert annað en þrot á mannréttindum," segir Sigrún Reynisdóttir sem er mjög ósátt við Félagsmálastofnun Reykja- víkur. Sigrún var dæmd 100% öryrki fyrir tæpum 30 árum eftir langvar- andi veikindi og hefur ekki getað unnið neina erfiðisvinnu síðan. Hún segist margoft hafa leitað að- stoðar hjá Félagsmálastofnun vegna vandræða sinna en aldrei fengið þar hjálp sem skyldi. Á götunni „Það er engan veginn hægt að bjarga sér á örorkutekjunum einum saman. Ég hef rúm 50 þúsund á mánuði en það sér hver maður að dugar engan veginn því leiga kostar 25-30 þúsund lágmark. Ég hef reynt að leigja en þess á milli hef ég verið á götunni eða hjá Hjálpræðishem- um. Þrátt fyrir það hefur kerfið ekki viljað hjálpa mér. Eina mann- eskjan sem rétti mér hjálparhönd Sigrún Reynisdóttir, sem er 100% öryrki, hetur barist fyrir því aö fá íbúö hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Hún segir aö barátta sin hafi veriö árang- urslaus í 23 ár. Hún vildi ekki láta þekkja sig á myndinni. DV-mynd GVA var Jóhanna Sigurðardóttir, sem þá var félagsmálaráðherra, en þá fékk ég smástyrk eftir að hafa búið í al- gerlega óíbúðarhæfu húsnæði. Eftir að Jóhanna fór frá hef ég ekki átt neinn möguleika en ég mun aldrei gleyma hvað hún gerði fyrir mig og mundi kjósa hana hvenær sem væri. Þetta er mjög þrúgandi ástand eins og gefur að skilja. Ég hefði vilj- að fara í nám og reyna að komast í einhverja vinnu í framhaldi af þvi, þar sem ég get ekki unnið erfiðis- vinnu, en þessi ósköp hafa gert mér svo erfitt fyrir. Ég hef ekkert öryggi og veit aldrei hvað tekur við næsta dag. Nýlega gerði ég enn eina til- raunina til að fá húsnæði en þá var mér sagt að fólk með böm sæti fyr- ir. Ég get alveg skilið það og mér finnst það sjálfsagt en ég er búin að bíða svo lengi að samkvæmt punktakerfinu, sem nú er í gangi, ætti ég löngu að vera búin að kom- ast að. Það hlýtur alla vega að vera alger óþarfi að halda svona stofnun úti ef hún getur ekki hjálpað fólki í neyð,“ segir Sigrún. Spegilmynd af ástandinu Jón Kjartansson, formaður Leigj- endasamtakanna, sagði við DV að hann þekkti vel til sögu Sigrúnar og baráttu hennar við kerfið og það væru fjölmargir sem stæðu í þessari sömu baráttu: „Þetta er spegilmynd af því ástandi sem Húsnæðisstofnun hefur skapað og er sífellt að skapa. Ég tel að húsnæðisstefnan, eins og hún er framkvæmd, brjóti gegn mannrétt- indalögum. Það myndi hver og einn vera dæmdur sem skepnuníðingur sem færi eins með húsdýr og hér er víða gert með fólk,“ sagði Jón við DV. Hjá Félagsmálastofnun fengust þau svör að einstök mál væra ekki rædd opinberlega. -RR Rjúpnaskytta varö fyrir skoti Rjúpnaksytta varð fyrir slysa- skoti úr byssu félaga síns í Kiða- skarði í Svartárdal þar sem menn- irnir voru við veiðar í vikunni. Skotið fór í fót mannsins og hlaust af verulegt sár. Félagar mannins gerðu að sár- inu og báru hann til byggða, um tveggja kílómetra leið. Farið var með hann á sjúkrahúsið á Sauðár- króki og þaðan var hann síðan fluttur til Reykjavikur. Hann mun vera á batavegi. -RR ^ Samkomulag um arðgreiöslur til eigenda Landsvirkjunar: Oánægja hjá þingmönnum allra flokka - segir Svavar Gestsson sem fengið hefur fund um málið í stjórn Landsvirkjunar „Ég hef óskað eftir fundi í stjórn Landsvirkjunar sem haldinn verður í næstu viku. Ég heyri að það er buli- andi óánægja i röðum þingmanna úr öllum flokkum um hvernig að þessu máli var staðið. Það er undir hælinn lagt að þetta klárist fyrir áramót í meðferð Alþingis,“ sagði Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubanda- lagsins og stjórnarmaður i Lands- virkjun, í samtali við DV en hann hefur gagnrýnt harölega samkomu- lag eigenda Landsvirkjunar um breytt eignarhald, rekstrarform og hlutverk Landsvirkjunar, einkum að stjóm fyrirtækisins hafi verið haldið frá málinu. Ýmis samkomulagsatriði eru háð samþykki Alþingis vegna breyttra laga. Eins og kemur fram í máli Svavars verður fundað í stjórn Landsvirkjunar í næstu viku um samkomulagið. Svavar gagnrýnir sömuleiðis að forsendur við útreikninga arð- greiðslanna næstu árin séu ekki í hendi. Ekki sé búið að semja um ál- ver Columbia eða stækkun Jám- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Ákvörðunin sé út I loftið. í niðurstöðum eigendanefndarinn- ar svokölluðu segir að arðgreiðslu- markmið Landsvirkjunar skuli að jafnaði vera 5-6% á ári af eigin fé sem taki ber tillit til við gjaldskrár- breytingar. Fyrir liggi áætlanir um rekstur Landsvirkjunar, byggðar á ákveðnum forsendum, þ.á.m. að gjaldskrárverð verði óbreytt til alda- móta og lækki síðan árlega um 3% á árunum 2001-2010. Eigendanefndin leggur til að fram- lög eigenda Landsvirkjunar frá upp- hafi verði endurmetin með bygging- arvísitölu og vaxtareiknuð með 3%. Þannig reiknuð verði þau alls um 14 milljarðar króna. Eigendaframlögin myndi stofn til útreiknings arðs sem miðist yið 5,5% af endurmetnum stofni. Á meðan hreinar rekstrar- tekjur án afskrifta sem hlutfall af heildarskuldum séu undir 12% komi 25% af reiknuðum arði til útborgun- ar en 75% bætist við eigendaframlög og hækki arðgreiðslustofn. Þegar of- angreint hlutfall verði á bilinu 12-15% þá nemi útborgaður arður 40% af reiknuðum arði og afgangur- inn komi til hækkunar á eigenda- framlögum. Þegar hlutfallið hafi náð 15% nemi útgreiddur aröur 60% af reiknuðum arði en afgangurinn bæt- ist við eigendaframlög. Hvað stjórnunarleg atriði varðar leggur eigendanefhdin til nokkrar breytingar í átt að hlutafélagaform- inu. Jafnframt að stjórn Landsvirkj- unar verði skipuð 7 manns í stað 9 nú. Að hálfu rikisins tilnefni iðnað- arráðherra 3 menn og þar af 1 sem stjórnarformann. Komi til atkvæða- greiöslu í stjórn hafi sljórnarformað- ur tvöfalt atkvæði. Reykjavíkurborg muni kjósa 3 menn og Akureyrar- bær 1 mann. Þá varð það að niður- stöðu eigendanefndar að heimila Landsvirkjun þátttöku í fyrirtækjum á sviði orkumála, nokkuð sem fyrir- tækinu hefur verið meinað til þessa. Eigendanefndin varð sammála um að fyrir 1. janúar 2004 skuli fara fram endurskoðun á sameignarsamningi um Landsvirkjun, þ.m.t. á því hvort ástæða þyki til að stoftia hlutafélag um rekstur fyrirtækisins. -bjb Hvar færð þú betra verð eða meiri gæði? Þú kemur og sækir úrvalspitsur 12” m/ 2 teg. ál. á kr. 690 16” m/ 2 teg. ál. á kr. 790 18” m/ 2 teg. ál. á kr. 890 Opið virka daga kl. 11.30 - 23*30 Um helgar kl. 11.30 - 01.00 Pizzahöllin, Dalbraut 1, Rvk fMHiif rfínffmr TILBOÐ Aðeins Eáanlegt eS keypt er pitsa 1 litri coke og 9” hvítlauksbrauð kr. 350 2 lítrar coke og 12” hvitlauksbrauð kr. 500 Fáðu pítsuna heim 568 4848 Allar stærðir á kr. 1.000 9” m/4 teg. ál. og 1/2 ltr. coke á kr. 1.000 12” m/3 teg. ál. á kr. 1.000 16” m/2 teg. ál. á kr. 1.000 18” m/l teg. ál. á kr. 1.000 Notum aðeins besta fáanlegt hráefni Berðu saman verð og gæði Pizzahöllin, Dalbraut 1, Rvk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.