Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Síða 13
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 13 Þjóðsöngur númer tvö Viö endurskoöun á lögum um íslenska þjóösönginn gætu margir íslensk- ir söngvar þjónaö þessu hlutverki viö ákveöin tilefni, segir m.a. í grein flutti ég á Alþingi tillögu til þingsá- lyktunar um breytingu á lögum um þjóðsöng ís- lendinga. í tillög- unni er lagt til að ríkisstjómin skipi nefnd, sem athugi m.a. hvort rétt sé að taka upp annan þjóðsöng við hlið núverandi þjóð söngs, sem vær aðgengilegri flutningi og hent aði betur til al mennrar notkun ar, svo sem í skól um, á íþróttakapp leikjum og við önnur svipuð tækifæri. Hátíölegur þjóðsöngur Tæpast er nokkur ágreiningur um tign og fegurð íslenska þjóð- söngsins og ekki er vafi á því að hann stendur djúpum rótum í vit- und þjóðarinnar sem eitt helsta tákn þjóðemis okkar og sjálfstæð- is. Hitt er annað mál hvort „Ó, Guð vors lands,“ sem er lofsöngur trúarlegs eðlis, eins og nafnið ber með sér, getur að öllu leyti þjónað hlutverki þjóðsöngs við þær fjöl- breytilegu aðstæður sem geta skapast á okkar tím- um. Lofsöngurinn „Ó, Guð vors lands," var fyrst fluttur við hátíðarguðs- þjónustu í Dómkirkj- rrnni í Reykjavík 2. ágúst 1874 í minningu þúsund ára byggðar á íslandi. Matthías Jochumsson orti ljóðið og Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið, en ekki mun það hafa verið í huga höf- unda að þeir væra að semja þjóðsöng handa ís- lendingum. íþróttakappleikir Þátttaka okkar íslend- inga í landsleikjum í ýmsum íþróttagreinum hefur aukist hin síðari ár og eins og allir vita er þjóð- söngur þeirra landa sem eigast við i keppni leikinn í upphafi leiksins. Keppendur og áhorfend- ur viðkomandi þjóða taka gjaman rösklega irndir og oftar en ekki myndast sterk þjóðernistilfinn- ing við slík tæki- færi. Hins vegar er það gjaman svo að þegar við ís- lendingar tökum þátt í landsleik og þjóðsöngur- inn er leikinn fá margir ónota- og kvíðatilfinningu. Ástæðan er sú hve þjóðsöngurinn okkar er erfið- ur í söng og því ekki til þess fall- inn að skapa slíka stemningu. Sjálf hefi ég upplifað það við setn- ingu kappleikja að þegar keppend- ur annarra þjóða tóku rösklega undir er þeirra þjóðsöngur var leikinn stóðum við íslendingamir hljóðir og niðurlútir. Þjóðsöngur eitt og tvö Við endurskoðun á lögum um íslenska þjóðsönginn mætti hugsa sér að flnna annað lag sem gæti þjónað því hlutverki að vera þjóð- söngur við ákveðin tilefni. Margir íslenskir söngvar gætu þjónað þessu hlutverki og hafa unnið sér sess í hugum íslensku þjóðarinnar sem slíkir. Þar má nefna Hver á sér fegra föðurland, Eg vil elska mitt land, ísland ögrum skorið, Úr útsæ rísa íslands fjöll, ísland er land þitt og eflaust mætti nefna mörg fleiri. Einnig kæmi til greina að hafa samkeppni á meðal ljóðskálda og tónskálda þjóðarinnar um nýjan þjóðsöng. Vel væri við hæfi að „vígja“ slíkan söng á aldamótaár- inu 2000. Eftir sem áður myndi „Ó, Guð vors lands" þjóna hlutverki sínu sem þjóðsöngur við hátíðleg- ustu tækifæri, trúarlegs og verald- legs eðlis. Unnur Stefánsdóttir Kjallarinn Unnur Stefánsdóttir 2. varaþingmaöur Fram- sóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi „Einnig kæmi til greina að hafa samkeppni á meðal Ijóðskálda og tónskálda þjóðarinnar um nýj- an þjóðsöng. Vel væri við hæfi að „vígjau slíkan söng á aldamóta- árinu 2000.u íslenskir dagar alla daga! Átakið íslenskir dagar hófst á Suðurlandi fyrir skömmu. Enn á ný er athygli vakin á því hve nauðsynlegt er að gefa gaum fram- leiðsluvöm okkar og hve atvinnu- skapandi það er að velja það sem íslenskt er. Alþýðusamband Suð- urlands og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hrundu átákinu af stað í þetta sinn á Suðurlandi með aðstoð atvinnumálanefnda í við- komandi byggðarlögum. Við opn- un átaksins heiðruðu forsetahjón- in og iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Sunnlendinga með nærveru sinni. Límtré og sveppir Upphaf átaksins hófst í Lím- trésverksmiðjunni á Flúðum. Þar var sýnd framleiðsluvara verk- smiðjunnar. Sjaldan hefur verið meiri framleiðsla i verksmiðjunni en einmitt nú. Athyglisvert er að nú styttist mjög í það að íslenskur trjáviður verði að hluta notaður til límtrésgeröar en tilraunaverk- efni, þar sem byggð var brú úr ís- lensku lerki af síberískum upp- runa, er einmitt dæmi um framtíð okkar í þessari atvinnugrein og í ræktun nytjaskóga. Þetta ætti að vera hvatning til þess að ríkisvald- ið leggi fyrirhuguðu átaki um Suð- urlandsskóga lið en unnið er af kappi að þvi að skipuleggja þetta framtíðarverkefni. Á opnunardag- inn var sérstök athygli vakin á framleiðslu Flúðasveppa. Framleiðsla þeirrar verk- smiðju er eina sinnar tegrmdar á landinu og er sönnun þess hve áræðni ungs manns getur leitt af sér mikla athafnasemi, atvinnu og framlegð. Fyrirtækið er ungt en hefur lagt undir sig íslenskan markað á framleiðslu sveppa. Eigandinn sagði eitt sinn frá því þegar hann fór í fyrsta sinn til bankastjóra til að fá lán til framleiðslunnar og kynnti hugmyndir sínar á fram- leiðslu sveppa í verksmiðju. Við- brögð bankastjórans vom eitthvað á þessa leið: Er ekki nær að tína sveppi í skógi en að fara að reisa heila verksmiðju til þess ama? í dag er verk- smiðjan staðreynd. Gómsæt nautasteik Á Hvolsvelli var m.a. vakin athygli á margverðlaunaðri framleiðsluvöra Slát- urfélags Suðurlands. Þegar iðnaðar- og viðskiptaráðherrann leit yfir verðlauna- peningasafn kjötiðn- aðarmeistara Slátur- félagsins á Hvolsvelli spurði hann af litil- læti: Eru framleiddir verðlaunapeningar á Hvolsvelli?! Það má í raun til sanns vegar færa en einungis í óeiginlegri merkingu. Á Hvolsvelli var einnig vakin athygli á sérstöku Njáluverkefni sem er í uppsiglingu og er sam- vinnuverkefni sveitarfélaga í Rangárþingi, auk þess sem fram- leiðendur sýndu allt milli himins og jarðar, allt frá listaverkum og listiðnaði til stórvirkra atvinnu- tækja í landbúnaði, svo ekki sé minnst á kornræktina á svæðinu og hina nýju fóðurverksmiðju í Landeyjum. Á Hellu var vakin athygli á starfsemi Hafhar-Þri- hymings og þar sáu menn hvernig ferlið gengur fyrir sig þegar sprelllifandi boli er felldur og breytt í gómsæta nautasteik. Einnig var vakin at- hygli á því hve mikil framleiðsla og vinnsla er á kjúklingum á þessu svæði. Rann- sóknarstöðin á Stóra- Ármóti var sýnd og vakin athygli á til- raunum sem þar em gerðar. Loks var sýnd framleiðsluvara hjá Seti hf. á Selfossi sem sérhæft hefur sig í lögnum, t.d. fyrir vatnsveitur og hita- veitur. Ummæli forseta Alþýðusam- bands Suðurlands glöddu mitt gamla hjarta. Hún var greinilega í betra sambandi en sumir félaga hennar á höfuðborgarsvæðinu, sem tjáð hafa sig um íslenskan landbúnað. Munum það að um leið að við getum skapað 100 störf í íslensk- um iðnaði fylgja þeim 350 störf í þjónustu. Þess vegna er það þess virði að velja það sem innlent er og þakka þeim er að átakinu standa. ísólfur Gylfi Pálmason „Munum það að um leið og við get- um skapað 100 störf í íslenskum iðnaði fylgja þeim 350 störfíþjón- ustu. Þess vegna er það þess virði að velja það sem innlent er og þakka þeim er að átakinu standa. “ Kjallarinn ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaöur Með og á móti Fjárhagsstuðningi við ÍFA verður hætt 1998 Starfsemin heldur áfram „Nokkurs misskilings hefur gætt í þessari umræðu. Fram- kvæmdastjórn ÍSÍ lagði fram til- lögu þess efnis á íþróttaþingi ÍSÍ að ÍFA fengi styrk bæði árin 1997 og 1998. Það er þingið sjálft sem ákveður niðurskurð á árinu 1998. í þeirri aðgerð hljóta að felast ákveðin Ákila- boð til ÍFA að skoða starf- semi sína alveg eins og við erum í naflaskoðun vegna sameining- armála. ÍFA er ekki eyland og það er eðlilegt að þeirra starf- semi sé eiimig i sifelldri skoðun og mótun. ÍFA hefur staðið sig vel í eflingu almenningsíþrótta. íþróttasambandið stofnaði ÍFA, hefur styrkt það fjárhagslega, lát- ið ÍFA í té verkefhi eins og Kvennahlaup og aðstoðað það á margan annan hátt. Á þeim árum sem ÍFA hefur starfað hef- ur mikil vakning átt sér stað í íþróttahreyfingunni í þessum mikilvæga málaflokki. Mörg fé- lög og sambönd vilja taka þátt í þessu starfi því þau hafa þekk- ingu, áhuga og aðstöðu eftir at- vikum til að sinna þessu starfi fyrir fólkið í sínum byggðarlög- um. Framtíð almenningsíþrótta er björt, við þurfum að finna leiðir til að efla það enn frekar í samstarfi við íþróttahreyfmguna og almenning i landinu. Starf- semi ÍFA mun halda áfrarn." Helga Guömundsdóttir, formaöur ÍFA. Eðlilegra að auka framlagið „Þing ÍSÍ tók afgerandi afstöðu gegn almenningsíþróttum og um leið gegn þeim fjölda fólks sem kýs að stunda hreyfingu sér til heilsubótar og ánægju. Eðli- lega hefði verið að ÍSÍ hefði aukið framlag sitt til almenn- ingsíþrótta til að sýna það í verki að áhugi sé inan hreyf- ingarinnar á því að sinna þessum fjölda iðkenda enn betur en nú er gert nema litið sé á al- menningsíþróttir sem féþúfu fyr- ir keppnisíþróttir. Ef svo er þá snýst þetta mál ekki um almenn- ingsíþróttir og að auka veg þeirra innan ÍSÍ og er það miður. Með þessari samþykkt era for- ystumenn íþróttamála á íslandi í raun og veru að segja að innan íþróttahreyfingarinnar sé ein- ungis rúm fyrir þá sem kjósa að feta hinn hefbundna farveg keppnis- og afreksíþrótta. í lög- um ÍSÍ segir í gr. 3.2.1. „Samtök- in íþróttir fyrir alla, skammstaf- að ÍFA, eru sjálfstæð landssam- tök innan ÍSÍ. iFA er æðsti aðili sambandsins varðandi almenn- ingsíþróttir" og í grein 3.2.6. seg- ir „Þegar ÍFA efnir til íþrótta- móta skulu samtökin leita sam- þykkis hlutaðeigandi sérsam- bands.“ Það er hreint með ólík- indum hvernig starfsgmndvöllur samtakanna er lagður en það er ÍSÍ sem stofnar ÍFA fyrir rúmum fjórum árum en hefur ekki sýnt samtökunum þann stuðning sem til hefur þurft til að gera ÍFA að öflugum landssamtökum þeirra sem stunda almenningsíþróttir. Ákvörðun um að sleppa allri fjár- veitingu til samtakanna árinu 1998 sannar það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.