Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Page 10
r 10 Spurningin Hver er þinn uppáhalds- drykkur? Fannar Ingi Guðmundsson nemi: Kók og vatn. Daníel Guðjónsson nemi: Sprite. Einar Óskarsson kennari: Ætli það sé ekki bara íslenskt kalt vatn. Susan Björnsson, heimavinn- andi: Líka kafii. Bjarni Þ. Bjarnason prentari: Koníak. Lesendur Jón Baldvin og fánaberar meðal- mennskunnar „Hversu langt hefði Jón Baldvin komist með EES-málið í samstarfi við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag?" spyr bréfritari m.a. Magnús Jónsson skrifar: Það er beinlínís aumkunarvert að sjá og heyra fánabera meðal- mennskunnar á fjölmiðlunum - og í sumum stjórnmálaflokkunum - mæra Jón Balvin Hannibalsson, jafn mistækur og sá krataforingi er. í andrúmsloftinu eins og það gerist í „Gaggó-Aust“, sem var hnyttið uppnefni núverandi forsætisráð- herra á Alþingi íslendinga, er kannski ekki við öðru að búast en orðhákur á borð við Jón Baldvin hafi átt sér aðdáendur og viðhlæj- endur ýmsa. - Og eftir þessu dansa fjölmiðlarnir, sem hafa sýnilega enga getu eða þor til að birta okkur stj ómmálaskýr ingar. Það verður svo ekki af Jóni Bald- vin skafið að á stundum var hægt að láta hrífast með mælsku hans og skemmtilegri rökræðu. Staðreyndin er sú að ísland hefur átt fjölda slíkra stjórnmálamanna, sem löngu eru fallnir í gleymsku og dá. En á Jón Baldvin einhverja von um var- anlegan sess í stjómmálasögu 20. aldarinnar? Varla, að mínu mati. Hann varð ekki forsætisráðherra. Upp úr stóð að í kringum sig safn- aði hann nokkm undirmálsliði í raðir nánustu trúnaðarmanna inn- an Alþýðuflokksins að það fældi venjulegt vel meinandi fólk frá sam- neyti við flokkinn. - Og allir vita í hverju ófremdarástandi Alþýðu- flokkurinn er þegar foringinn skil- ur við hann. Menn hafa talað um afrek Jóns Baldvins sem utanríkisráðherra. Víst stóð Jón sig að mörgu leyti vel í því embætti. En að hve miklu leyti var það fyrir hans eigin forgöngu, og að hve miklu lét hann berast með utanaðkomandi straumum af vett- vangi alþjóðastjómmála? Og eitt er víst: Jón Baldvin má þakka árangur sinn í utanríkismálum því fyrst og fremst að sem utanríkisráðherra sat hann í ríkisstjóm með sjálfstæðis- mönnum. Hinar köldu kveðjur hans til fyrrverandi samstarfsmanna í síðustu ríkisstjórn em því ósæmi- legar en lýsa ólíkindatólinu í Jóni Baldvin vel. Og spyrja má: Hversu langt hefði Jón Baldvin komist með EES-málið í samstarfi við Fram- sóknarflokk og Alþýðubandalag? Hvernig hefði Framsóknarflokkur- inú tekið áhuga hans á GATT, og hvað hefðu gömlu kommamir í Al- þýðubandalaginu sagt um fyrirætl- anir hans um viðurkenningu á Eystrasaltslöndunum fyrir fall Sov- étrikjanna? í vinstri stjóm hefði Jón Baldvin ekki komist hænufet með þessi gæluverkefni sín. Hann getur því þakkað samstarfinu við Sjálfstæðis- flokkinn það sem upp úr stendur á stjórnmálaferli sinum. Ungliðarnir útilokaðir Helgi skrifar. Einna mest áberandi frétt vikunn- ar hefur verið af jafn merkilegu máli og vali eins alþýðuflokksfélags á fulltrúum á væntanlegt flokksþing. Hefur mátt skilja á endalausum fréttum og viðtölum að Alþýðuflokk- urinn hafi útilokað gervalla ungliða- hreyfingu sína, nokkur hundruð manns, frá öllum áhrifum á flokks- starfið. Enginn sem talað er við þor- ir að segja annað en hann sé harmi sleginn yfir þessum tíðindum. En hver skyldi staðreynd málsins vera? Jú, tilteknir 3 - þrír - ungir menn náðu ekki kjöri á flokksþing- ið! Það var allt og sumt! Auðvitaö vom aðrir alþýðuflokksmenn sem flokksmenn í Reykjvík vildu fremur sjá á flokksþingi, kosnir. En ungvið- ið sagði það hafa unnið svo mikið að það ætti skilið að fara á flokks- þing! Staðreyndin er sú - og nú á ég ekki endilega við þá þrjá sem ekki höfðu fylgi til flokksþingssetu - að nokkrir ungir háskólanemar hafa gengið í Alþýðuflokkinn á síðustu þremur, fjórum ámm. Starf þeirra innan flokksins hefur einkum beinst að því að leggja til að flokk- urinn verði lagður niður og búinn til nýr úr reytum hans og annarra vinstri flokka sem sömu örlög eiga að fá. Hefur mátt lesa í blaðagreinum þessa fólks að í slíkum flokki væra ungir (nýir) alþýðuflokksmenn reiðubúnir að gefa eftir flest stefnu- mál sín eins og t.d. aðild að ESB og veiðileyfagjald og ungir alþýðu- bandalagsmenn gæfu eftir sjónar- mið sín í utanríkismálum o.s.frv. Þannig að hugsjónirnar em nú ekki alltaf að flækjast fyrir þessu unga fólki. - Aðalatriðið að stofna nýjan flokk! Og þegar hann er kominn á kopp- inn þarf náttúrlega að finna honum frambjóðendur. - Ætli þá verði ekki fljótt uppi krafan um að það verði fólk „sem ekki er markerað af inn- anflokksátökum i gömlu flokkun- um“, þ.e. „nýtt fólk“. Aldrei framar sandaleiðina Á Skeiðarársandi. - Horft til vesturs yfir veginn, þakinn íshröngli. Seyðfirðingur hringdi: Nú er sannarlega nóg komið af fitonskrafti bjartsýnismanna í röð- um verktaka með dyggilegri aðstoð þingmanna sem sjá atkvæðamagni sínu borgið með því að hlusta grannt eftir hrópum þrýstihópa héð- an og þaðan i landinu. - Nú er hún Skeiðará búin að fá sitt og meira en það. Ég segi: Aldrei framar sanda- leiðina. Nú skal horft til framtíðar með öðrum og tryggari hætti. Hvað með hálendisveg, eins oft og um hann hefur verið rætt? Verum nú raunsæ og forsjál einu sinni. Við Austfiröingar og raunar fleiri, t.d. þeir á Norðausturlandi og Suðausturlandi, allt til Hornafjarð- ar, em mun betur settir með slíkan veg til frambúðar en þessa óvissu með brúun allra vatnanna fyrir sunnan. Auk þess sem eldgos eru líka mest á þessu svæði. Ef þarna á að endurbyggja brýr og vegi verða sveitarfélögin á svæðinu að taka á sig kostnaðinn. FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 Sleggjudómar um framtak á Raufarhöfn Vilhjálmur Jónsson skrifar: Gunnlaugm- Júlíusson, sveit- arstjóri á Raufarhöfn, var í við- tali í Ríkisútvai'pinu 4. nóv. sl. og talaði fyrir byggðakvóta á síld. Ég hef enga athugasemd um þá ósk en er hins vegar mjög ósáttur við ummæli hans um viðskilnað „gjaldþrota síldar- spekúlanta" á Raufarhöfn. Þeir sem stóðu fyrir síldarsöltun á Raufarhöfn vora: Aðkomumenn: Valtýr Þorsteinsson og Hreiðar Valtýsson, Óskar Halldórsson og Ólafur Óskarssson, Vilhjálmur Jónsson, Sveinn Benediktsson, Gunnar Halldórsson og Einar Guðmundsson. Heimamenn: Hólmgeir Helgason, Jón Þ. Árna- son, Karl Ágústsson, Jón Einars- son og Guðmundur Friðriksson. Fráleitt hlýtur að teljast að starfsmaður sveitarfélags sem naut framtaks þessara manna skuli fara með staðlausa sleggju- dóma um látna menn og lifandi. Stefna þeirra Stefánssona Friðrik hringdi: Það má með sanni segja, að þeir stefna hátt, Stefánssynir í Hafnarfirði. Einn þeirra vill halda í formennskudrauminn í Alþýðuflokknum og að sjálf- sögðu styðja þeir bræður hans við bakið á honum dyggilega. Þetta er alveg eins nú og til forna, með þá Sturlusyni og fleiri, og málin þau sömu. Að komast til valda og halda þeim í sínum höndum. En það er sjald- gæft að bræður séu jafn sam- heldnir og kemur fram hjá þeim Stefánssonum, nema ef vera skyldi þeir Friðfinnssynir. Líka í sama flokki. Alþýðuflokkurinn ætti því ekki að vera eins ber- skjaldaður og sumir halda. Guðmundar- og Geirfinnsmálið Jón Björnsson skrifar: Það ætlar að endast þetta um- deilda sakamál. Nú er það aftur á döfinni með útkomu bókar eft- ir einn gæsluvarðhaldsþolanda er sat inni i um 100 daga. Þeir fjórmenningar fengu allir skaöa- bætur frá hinu opinbera, og það nokkuð góðar á þeim tima. Og verðskuldað. Ég hef hins vegar gran um að enn muni farið fram á einhverjar bætur. Hins vegar; séu engir hinna ákærðu og dæmdu sekir er náttúrlega ekki nema eitt fyrir hendi. Að taka málið allt upp að nýju og fá það á borðið hverjir stóðu í raun að baki Geirfinns- og Guðmundar- hvörfúnum. Flóttinn frá landsbyggðinni Kjartan skrifar: Allir vita, en fáir þora að við- urkenna, að flótti íbúa frá lands- byggðinni er hafinn af fúllum krafti. Einkum frá Vestfjörðum, svo og frá byggðunum norðvest- anlands. Nú er t.d. áberandi að ungt fólk tekur sig upp frá Sauð- árkróki og fleiri byggðum í ná- grenninu og fer suður eða beint til útlanda. Á málinu á að taka raunhæft, viðurkenna lands- byggðarflóttann og leggja fé til uppbyggingar suðvestanlands en ekki á þessum fráhrindandi stöð- um. Ingjaldr í skinnfeldi? Ólafur hringdi: Ég vildi mega óska eftir upp- lýsingum frá hverjum þeim sem kann þessar vísur um Ingjald í skinnfeldi og senda til DV til birtingar. Bið fyrir kærar kveðj- ur til DV og þakklæti fyrir að- stoðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.