Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 28
K ú—‘ Æa laugardaga Vertu víðbúinín) vínníngif Vinningstölur 7.11/96 KIN FRÉTTASKOTIO SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við lOKum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 Greifafrúin í Helgarblaði DV kennir að venju margra grasa. Helgarviðtalið er við Sigrúnu Jónsdóttur kirkjulistakonu 5 sem giftist greifa af frönskum aðal- sættum og býr í lítilli höll á Lidingö en hún hefur umgengist sænska kóngafólkið. í blaðinu verður vegleg jólabókakynning. Rætt verður við Magnús Leopoldsson sem sat sak- laus í einangrun í 105 daga vegna gruns um aðild að Geirfinnsmálinu svokallaða. Einnig verður birtur kafli úr Þjóðsögum Jóns Múla Áma- sonar, rætt við listmálara með liða- gigt og fyrirsætu með dýra ástríðu. -em Alþýðuflokkurinn: Össur er volgur - Ásta ákveðin „Á þessari stundu stendur hugur minn ekki til frekari embætta fyrir Alþýðuflokkinn en að vera 15. þing- maður Reykjavíkur," sagði Össur Skarphéðinsson í samtali við DV. Hann viðurkenndi að hart væri 'lagt að sér að gefa kost á sér til varaformennsku í Alþýðuflokknum. Þar væri bæði um að ræða stuðn- ingsmenn Sighvats og Guðmundar Árna, en hann hefði ekki ljáð máls á því. - Ertu með þessu að útiloka fram- boð til varaformanns? „Það er nú svo að atburðarásin tekur oft af manni völdin, ekki síst á samkomum eins og flokksþingum. Þess vegna á maður aldrei að segja aldrei," sagði Össur Skarphéðins- son. Ásta B. Þorsteinsdóttir, varaþing- maður flokksins, hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér í varaform- , annskjörið. Hún er studd af hópi kvenna i flokknum. o Viölagatrygging íslands: Á vel fyrir tjóninu á Skeiðarársandi - stæöi undir 9 milljörðum - tjónið hálfur milljaröur Viðlagatrygging er fær um að greiöa út tjón upp á níu millj- arða króna. Eigið fé er tæpir fimm milljarðar króna og ið- gjaldatekjur Viðlagatryggingar, sem er svokallað Viðlagatrygg- ingagjald og innheimt er i gegn- um skattakerfið, nam á síðasta ári 538 milljónum króna, að sögn Freys Jóhannessonar, deildarstjóra hjá Viðlagatrygg- ingu. Viðlagatrygging er í raun tryggingafélag og endurtryggir sig á alþjóðlegum trygginga- markaði þannig að greiðsluget- an er veruleg umfram eigið fé stofnunarinnar. Að sögn Freys bendir margt til þess að það tjón sem fellur á Viðlagatryggingu vegna Grímsvatnahlaupsins nemi innan við helmingi þeirrar upphæðar sem greidd var út í tjónabætur í fyrra en þá var greitt vegna tjóns 848 milljónir króna, aðallega vegna hamfar- anna á Vestfjöröum. Það tjón sem mun falla á Viðlagatrygg- ingu vegna Grímsvatnahlaups- ins er vegna tjóns sem varð á brúnum og á háspennulínunni yfir Skeiðarársand. Ljósleiðari og mannvirki Pósts og síma eru hins vegar ekki tryggð hjá Við- lagatryggingu og heldur ekki sjálfir vegimir um sandinn. Vegagerðin hefur áætlað að tjón á brúnrnn nemi um 400-600 milljónum króna og skotið hefur verið á að tjón á háspennulínu Landsvirkjunar nemi um 60-90 milljónum. „Hvert raunverulegt tjón hefur orðið er hins vegar ekki hægt að byrja að meta af neinu raunsæi fyrr en eftir ein- hverja daga,“ segir Freyr Jó- hannesson. -SÁ Lögreglumaður með sprengdan kassann í höndunum. DV-mynd S Sprengdu ruslakassa Unglingahópur sprengdi rusla- kassa í tætlur á Suðurströnd við heilsugæslustöðina á Seltjamamesi í gærkvöld. Stúlka var á gangi þeg- ar piltur kallaði til hennar og sagði henni að gæta sín, sprengja væri í ruslatunnu þar hjá. Hún taldi strák vera að gabba en var heppin að vera ekki komin nær þegar sprengjan sprakk því að hún var mjög öflug. Lögreglan á Seltjamarnesi hafði uppi á stráknum og hafði tal af ung- lingunum og foreldrum þeirra. -sv Göngin sem vatnið streymdi um út úr Grímsvötnum hrundu saman í gær og hefur gríðarleg gjá myndast. Gjáin er um 6 km löng og ailt að 500 metra breið og sýnir hún óyggjandi hversu miklir feiknakraftar hafa þarna leikið lausum hala. Þessi gjá sem opnast hefur er litlu styttri en sjálf gossprungan en miklu dýpri. Á myndinni sést fjögurra sæta flugvél Ómars Ragnarssonar fréttamanns niðri í gjánni og af smæð hennar sést hversu tröllaukið sjönarspii þarna á sér stað. DV-mynd Magnús Ólafsson ÞAÐ ER ÞA EK^KI KALT 3LÓÐ I FISKELPIS- POKTORNUM! Veöriö í dag: Frost framan af degi Á morgun verður vestlæg eða breytileg átt, víðast fremur hæg. Víðast verður bjartviðri um landið norðaustan- og aust- anvert en vestan til verður skýjað. Þó er ekki gert ráð fyr- ir úrkomu. Sídegis hlánar suð- vestan- og vestanlands en ann- ars staðar verður talsvert frost framan af degi. Veðrið í dag er á bls. 36 ■ wa UHt Opel Astra Station kr. 1.299.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.