Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996 7 DV Sandkorn Videokynslóðin 1 héraösfrériablaöinu Feyki, sem gefiö er út á Sauðárkróki, voru þeir að leika sér með „orðaþýðingar" sem þeir sögðu hafa flogið á milli myndsíma að undanfomu. Feykismenn vilja kenna þessi „hýyrði“ við hina svokölluðu vid- eokynslóð en hér sjáum við nokkrar „þýð- inganna": Verslunarmað- ur fær nafnið búðingur. Sam- kynhneigð karla er kölluð aftur- virkni og hommabar verður að bakteríu. Nýja orðið yflr banka- stjóra er neitandi og nærbuxur karla verða að penisilíni. Veður- fræðingar verða að vindlingum, fjöl- lyndur karlmaður að skauta- hlaupara og spaghetti að pottorm- um, svo að fátt eitt sé nefiit. Um ekkl neitt Þá sagði Feykir frá því að þing- menn Sjálfstæðisflokksins á Noröur- landi vestra, þeir Hjálmar Jónsson og Vil- hjálmur Egils- son, hefðu sótt fund á Sauðár- krókiádög- unum um at- vinnumál og notið aðstoðar Þorsteins Páls- sonar sjávarút- vegsráðherra. Sá kunni hag- yrðingur og spéfugl, Hilmir Jóhannesson, sem látið hefur bæjarmál á Króknum til sin taka, sótti fundinn og fannst lít- ið til um svör þremenninganna koma þegar spumingum var beint til þeirra. Hilmir segir enga fundar- gerð hafa verið skrifaða en sín skoðun á því sem fram fór á fundin- um hafi verið þessi: Ósköp geta þeir á sig lagt, svona yfirleitt. Eins mikið var aldrei sagt, um ekki neitt. Vildu vera með Alþýðubandalagsmenn og óháðir á Húsavik báðu sjáifstæðismenn um viðræður þegar framsóknarmenn höfðu slitið meirihlutasamstarfi við þá fyrstnefhdu i bæjarstjóm. Áður höfðu full- trúar allaballa og óháðra þó borið sjálfstæð- ismenn ibæjar- stjóm sömu sök- um og fram- sóknarmenn; að þeir hefðu geng- ið erinda ann- arra en bæjar- búa þegar þeir ákváðu sölu á hlutabréfum í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur en þau um- mæli urðu þess valdandi að upp úr sauð og ffamsóknarmenn gáfu alla- böllum reisupassann. Valgerður Gunnarsdóttir af G-listanum, sem er forseti bæjarstjómar, á enn eftir ósvarað spumingum ffá Sigurjóni Benediktssyni oddvita og þar á með- al er sú spuming hvort Valgerður hafi varað bæjarfúlltrúa við að ganga erinda einhverra hagsmunaað- ila á fundum bæjarstjómar þar sem slikt stangist á við lög og reglur. Með gapandi ginið Sjómaðúr, sem kallar sig^tjána, mun hafa sent grein úr Smugimni til birtingar í blaðinu Hellunni á Siglufirði en Feykir á Sauðárkróki birti síðan greinina einnig. Þessi „Stjáni“ talar enga tæpitungu frek- ar en sjómanna er siður og á einum stað seg- ir hann: „Það er margt sem ergir okkur sjó- menn, t.d. er með eindæmum umræðan sem í gangi var í sumar og er kannski enn um allt of há laun sjómanna og að þau séu að sliga fiskvinnsluna. Nú sé komið að sjómönnum að blæða svo fólkið í landi fái hærra kaup. Verkalýðsfor- ustan með gapandi ginið við aftur- endann á samtökum fiskverkenda gleypir svona rugl án þess að hiksta. Svo japlar fomstan á ragl- inu yfir hausamótunum á blásaklausum verkalýðnum..." Umsjón: Gylfi Kristjánsson Fréttir Þórshöfn: Vinna DV, Akureyri: Tilraunir með veiðar og vinnslu á kúfiski eru hafnar á vegum Hrað- frystistöðvar Þórshafnar. Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri segir að verið sé að sníða af þá agnúa sem óhjákvæmilega komi upp þegar hafnar séu veiðar og vinnsla á nýrri fisktegund en hann vonast til að kú- fiskvinnslan verði komin í gang að einhverju leyti í næsta mánuði ef vel tekst til. Kúfiskvinnslan mun þýða um 10% fjölgun á starfsmönnum fyrir- kufisk tækisins sem svarar til um 15 nýrra starfa. „Nokkrir Rússar og Pólverj- ar hafa komið til Þórshafnar að undanfornu til vinnu en mér sýnist að okkur muni vanta fleira fólk ef við drögum ekki saman seglin á öðr- um sviðum,“ segir Jóhann. Til Þórshafnar hafa borist um 2 þúsund tonn af síld á haustvertíð- inni sem hafa verið flökuð, fryst og heilfryst. Jóhann segir markaðinn fyrir síldina hafa verið ágætan en hann hefur aðallega verið í A-Evr- ópu. -gk ÓTTAR SVEINSSON HRAÐl SPtNNA íslenskir björgunarmenn heyja oft harða glímu við ofurvald íslenskra náttúruaf la, hel jarklær öræfanna og ískalda hramma Atlantshafsins ATHYGLI ÚT YFIl ATLANTSÁLA Tvær fyrrl ÚTKALLS-bækur Ottars flugu strax á metsölulista I, J#W«g®RÚV SANNAR SPENNU- FRÁSAGNIR FÓLKS SEM LENDIR Í HÆTTUM OG ÞEIRRA SEM KOMA TIL BJARGAR Óttar Sveinsson hefur fengið lof fyrir hraða og spennandi frásögn af íslenskum atburðum. Hróður hans hefur borist út yfir Atjantsála og lýsing hans í síðustu ÚTKALLS- bók af björgunarafrekinu á Snæfellsjökli var kvikmynduð hér heima fyrir sjónvarpsþáttinn Rescue 911. ÍSLENS^A BOKAÚTGAFAN SÍÐUMÚLA 11, símí 581 3999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.