Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
5
DV
Fréttir
Rætt um lækninga-
mátt líkamans
Náttúrulækningafélag Reykjavik-
ur efnir til málþings í Þjóðleikhús-
kjallaranum miðvikudaginn 20.
nóvember nk. kl. 20.30 þar sem fjall-
að verður um lækningamátt líkam-
ans og hvort innan heilbrigðiskerf-
isins sé of mikið fjallað um sjúk-
dóma og of lítið um heilbrigði.
Kynntar verða kenningar banda-
ríska læknisins Andrews Weils sem
segir nútíma læknisfræði vera of
háða tæknilegum framförum og
leggja of mikla áherslu á að kveða
niður sjúkdómseinkenni án þess að
leita að rótum vandans. Hann telur
einnig að læknisfræði Vesturlanda
hafi of lítið lært af læknisfræði
Austurlanda. Kjami kenninga
Weils er að lækningamætti líkam-
ans sé ekki nægilega sinnt.
Dr. Andrew Weil er læknir frá
Harvardháskóla, var um tíma yfir-
maður National Institute of Mental
Health og er nú forstöðumaður
læknadeildar háskólans í Tucson i
Arizona. Hann hefur skrifað mikið í
blöð og tímarit, enn fremur nokkrar
bækur sem flestar hafa orðið met-
sölubækur. Sú síðasta, Spontaneous
Healing, er nú komin út á íslenzku
undir heitinu „Lækningamáttur lík-
amans“.
Á málþinginu les Gunnar Eyjólfs-
son leikari kafla úr bókinni. Þor-
steinn Njálsson læknir kynnir dr.
Weil. Síðan verða pallborösumræð-
ur undir stjóm Áma Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Heilsustofnunar
Náttúrulækningafélagsins. Þátttak-
endur verða Gunnhildur Valdimars-
Húsavík:
Víkurblaðið
til sölu
eða leigu
dóttir hjúkrunarforstjóri, Laufey
Steingrímsdóttir næringarfræðing-
ur Manneldisráðs, Sigurbjöm Birg-
isson, lyflæknir og sérfræðingur í
meltingarsjúkdómum, Sigurður
Guðmundsson, sérfræðingur í smit-
sjúkdómum, og Þórarinn Sveinsson,
yfírlæknir krabbameinsdeildar
Landspítalans. Guðmundur Bjöms-
son yfirlæknir stjórnar málþinginu.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Nicotmell'
Gott bragð
til að hætta
að reykja!
DV, Akureyri:
„Við erum að skoða alla mögu-
leika sem felast í stöðunni og það
kemur nánast allt til greina,“ segir
Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri og
einn þriggja eigenda Víkurblaðsins
á Húsavík, en í síðasta tölublaði
Víkurblaðsins var það auglýst til
sölu eða leigu.
Á þessu ári hefur Víkurblaðið
verið í samstarfi við Húsvíska fjöl-
miðlun hf. sem tók að sér rekstur og
bókhald þess. Óvíst er hvort sá sam-
starfssamningur, sem rennur út um
áramótin, verður endumýjaður.
Víkurblaðið hefur komið út síðan
1979. Það er í eigu Amars Bjömson-
ar, íþróttafréttamanns Sjónvarps-
ins, Kára Amórs Kárasonar, fram-
kvæmdastjóra Lifeyrissjóðs Norður-
lands, og Jóhannesar Sigurjónsson-
ar sem hefur ritstýrt blaðinu alla tið
og reyndar rekiö það einn um ára-
bil. Jóhannes segir eitt ljóst í sam-
bandi við framtíð blaðsins, sú staða
að hann ritstýri blaðinu og sjái al-
veg um þaö að öðra leyti komi ekki
upp aftur. -gk
Eyrnalokkagöt
Nú einnig
Nýjung - gull í gegn
100 gerðir af eymalokkum
3 stœrSir
Nú er komið nýtt,ferskt og betra bragð í baráttunni
við reykingarávanann; Nicotineli nikótíntyggjó.
Ferska bragðið í Nicotinell nikótíntyggjóinu er
einmitt bragðið sem þú þarft til þess að hætta að
reykja. Nicotinell hefur sömu eiginleika og venju-
legt tyggjó og fæst bæði með ávaxta- og pipar-
myntubragði. Komdu í næsta apótek og fáðu
bækling um það hvernig Nicotinell tyggjóið
hjálpar þér best í baráttunni við tóbakið!
Tyggðu frá þér tóbakið
með Nicotinell!
Nicotinell tyggigúmml er notað sem hjálparetni til þess að haetta reykingum. Það inniheldur nikótin sem losnar úr því þegar tuggið er, Irásogast í munninum og dregur úr tráhvariseinkennum þegar
reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja lleiri en 25 stk. á dag. Nicotinell fæst með
ávaxta- og piparmyntubragði og (2 styrkleikum, 2 mg og 4 mg. Nikótlnið i Nicotinell getur valdið aukaverkunum s.s. svima, höfuðverk, ógleði og hiksta. Einnig ertingu í meltingartærum. Böm yngri
en 15 ára moga ekki nota Nicotinell tyggigúmmí án samráðs við lækni. Barnshafandi konur og konur með bam á brjósti eiga ekki að nota nikótínlyf. Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma eiga
ekki að nota Nicotinell án þess að ráðfæra sig við lækni.