Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
Fréttir
Stuttar fréttir dv
Karólína Natalía Karlsdóttir var ein fjögurra sem gengu í hús í Langholtssókn um helgina þar sem hugur fólks til
almennra prestskosninga í sókninni var kannaöur. Hópur sá sem fyrir söfnuninni stendur fundaöi í'gærkvöld og í
samtali viö einn úr hópnum I gær kom fram aö söfnunin er skammt á veg komin. Haldiö veröur áfram aö safna
undirskriftum viö fjölfarna staöi næstu daga. . _. DV-mynd -rt
kviöa
Þú getur svarað þessari
spurningu meö því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mtnútan
Já 1 Nel 2
j rödd
FÖLKSINS
904 1600
Á að taka upp
samtímagreiðslu námslána?
Árásin á bílstjórann á fóstudagskvöld ekki einsdæmi:
Mennl
síöustu
ferð um helgar
- segir fulltrúi hjá SVR - úrræðaleysi barnaverndaryfirvalda
„Ég varð sjálfur fyrir því að ungur
piltur réðst að mér og ógnaði mér í
haust og við lítum þennan atburð um
helgina alvarlegum augum þótt vel
hafi farið. Ég veit af nokkrum skipt-
um þar sem mönnum hefur verið
ógnað og ég sé ekki annað en við
verðum að ræða þessi mál af fúiiri al-
vöru í okkar hópi. Við getum ekki
bara beðið eftir aö eitthvað alvarlegt
gerist,“ segir Sverrir Úlfsson, fyrsti
fulltrúi 9. deildar hjá SVR.
Tveir sextán ára piltar veittust að
vagnstjóra í Grafarvogi á föstudags-
kvöld og vildu frá fría ferð. Þegar bíl-
stjórinn neitaði tók annar piltanna
bílstjórann hálstaki en hinn tók upp
hnif. Bílsljórinn náði að biðja um að-
stoð til stjómstöðvar og þá tóku pilt-
amir á rás. Lögreglan var skanunt
undan og fann þá eftir stutta leit í
íjölbýlishúsi skammt þama frá. Ann-
ar piltanna hefúr ítrekað lent í vand-
ræðum og em mál hans til meðferð-
ar hjá bamavemdaryfirvöldum.
Samkvæmt heimildum DV hefúr
lögreglan áhyggjur vegna þess úr-
ræðaleysis sem virðist ríkja um al-
varleg mál eins og þessa pilts því
vandamál hans em það mikil að
kunnugir segja að ef honum verði
ekki hjálpað vilji þeir ekki hugsa það
til enda hvað geti gerst. Það sé með
ólíkindum ef aðeins séu til úrræði
fyrir smærri málin en þau alvarlegri
séu látin sitja á hakanum. En hvað
hyggjast menn gera hjá SVR?
„Við höfum ekki rætt þetta form-
lega innan okkar raða en menn em
sammála um aö eitthvaö þurfi að
gera. Sumir vilja t.d. fella niður síð-
ustu ferðir, eftir miðnætti, á föstu-
dags- og laugardagskvöldum því
menn kvíða þeim alveg sérstaklega.
Því miður er það oft svo að farþegar
okkar þá em bara krakkaskríll sem
vill komast ofan í miðbæ. Bílstjórinn
er gersamlega berskjaldaður ef ein-
hver hefur eitthvað við störf hans að
athuga, vill endilega fá að reykja í
bílnum, fá frítt far eða hvað svo sem
þessum krökkum dettur í hug,“ segir
Sverrir Úlfsson, fúlltrúi hjá SVR.
-sv
Utvarp og sjónvarp?
Menntamálaráðherra vill að
fulltrúar frá báðum stjómar-
flokkunum fialli um stefnumörk-
un fyrir Rikisútvarpið og aðra
ljósvakamiðla. Björn vill að
kannað verði hvort skipta ætti
Ríkisútvarpinu í tvö fyrirtæki,
útvarp og sjónvarp. RÚV sagöi
frá.
Ný Súla
Loðnuskipið Súlan kom til
landsins í gær eftir miklar end-
urbætur í skipasmíðastöð í Pól-
landi. Fátt er eftir af gömlu Súl-
tmni en Bjarni Bjamason skip-
stjóri er ánægður með breyting-
amar. Kostnaðurinn nemur um
120 milljónum króna. Burðargeta
skipsins var um 800 tonn en er
nú um 1000 tonn. -sv
Umdeild forsetaveisla í Kaupmannahöfn:
Félögin undir-
bjuggu samkomuna
Vegna fréttar DV 16. nóvember
um forsetaveislu er halda á í Kaup-
mannahöfn 1 vikunni vill skrifstofa
forseta íslands taka það fram að fyr-
ir rúmlega tveimur mánuðum fékk
skrifstofan boð frá íslendingafélag-
inu í Kaupmannahöfn, Norræna fé-
laginu á Friöriksbergi og styrktar-
sjóöi dansk-íslenskrar samvinnu
um að efnt yrði til samkomu í ráð-
húsinu á Friðriksbergi í tilefni af
opinberri heimsókn forsetahjón-
anna til Danmerkur. Samkoman
átti að verða opin öOum íslending-
um og dönskum íslandsvinum.
Einnig hefðu fyrmefnd félög veg og
vanda af gerð dagskrár og undir-
búningi samkomunnar.
í frétt DV kom fram að óánægja
ríkir með að selja á inn á samkom-
una og kostar miðinn um 1700 ís-
lenskar krónur. Enn fremur telja
námsmenn í Kaupmannahöfh að
gengið sé fram hjá þeim þar sem
það hafi það komiö fram í Hafnar-
póstinum að félagar þriggja Islend-
ingafélaga eigi rétt á að mæta á
samkomuna en Félag íslenskra
námsmanna í Kaupmannahöfn sé
ekki þar á meðal. -JHÞ
ÓSKA EPTIK PVÍ
AÐ NYR SÓKNARPRESTUR / LASGHOl
, VERÐI VALINN
í ALMENNIÍI kossisgv sóksarba
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Völd bæjarstjóra
verulega skert
DV, Akureyri:
Meirirhlutasamstarf Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks í bæjar-
stjórn hefur verið samþykkt af for-
svarsmönnum flokkanna tveggja og
verður lagt fyrir flokksfundi beggja
flokkanna strax í kvöld.
Meginbreytingin sem verður á
yfirsfiórn bæjarins verður sú að
Einar Njálsson bæjarstjóri mun
víkja úr nefndum og stjómum bæj-
arins og minnihluti bæjarstjórnar
fær mann í stjóm Fiskiðjusamlags
Húsavíkur. Sá verður Krisfián Ás-
geirsson, oddviti Alþýðubandalags
og óháðra, og vekja þessar fréttir
mikla athygli.
Krisfián Ásgeirsson og sonur
hans, Helgi Krisfiánsson, sem verið
hafa sfiómendur útgerðarfélagsins
Höfða hverfa af þeim vettvangi,
Hjalti Halldórsson verður fiármála-
sfióri sameinaðs fyrirtækis Höfða
og Fiskiðjusamlags Húsavíkur og
Krisfián Bjöm Garðarsson útgerð-
arsfióri. Starfslokasamningur hefur
verið gerður við Kristján Ásgeirs-
son en hann hefur ekki verið birtur
og hvílir leynd yfir honum. Eftir er
að fara yfir skipan ýmissa nefnda
bæjarins í kjölfar myndunar nýs
meirihluta en þau mál munu vera
frá gengin strax eftir helgi og mál-
efnasamningur nýs meirihluta þá
birtur. -gk
Sjómenn njósnuðu
Breskir togarasjómenn njósn-
uðu um ferðir sovéskra herskipa
í norðurhöfum á7. og 8. áratugn-
um. Skipherrar íslensku Land-
helgisgæslunnar höfðu ekki hug-
mynd um þetta. Bresku sjó-
mönnunum fannst tímabært að
greina frá þessu nú. RÚV sagði
frá.
Menning á villigötum
Bandalag íslenskra lista-
manna segir að menningarleg
stéttskipting fari vaxandi hér á
landi. Félagið vill styrkja stoðir
menningarlífsins í landinu og
segja sfiómvöld standa ráöþrota
gagnvart flóði erlends afþreying-
arefnis. RÚV sagði frá þessu.
Vatnslaust í Smugunni
Dæmi er um skip í Smugunni
sem hefur verið vatnslaust í tiu
daga. Á öðm hafa sjómenn að-
eins mátt fara í bað einu sinni í
viku vegna vatnsskorts. RÚV
sagði frá þessu.