Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 10
10 tft MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996 Spurningin Hver er uppáhalds málsháttur þinn? Isak Guöjónsson, atvinnulaus: Enginn verður óbarinn biskup. Pálmi Gestsson leikari: Þeir eru svo margir en tvö mottó eru góð: Oft má satt kyrrt liggja og Aðgát skal höfð i nærveru sálar. Helgi Georgsson kennari: Betri er krókur en kelda og Sverleiki verður að vera í samræmi við hæðina. Hilmar Þór Guðmundsson:Betra er að falla með sæmd en sigra með svikiun. Lesendur Olíu leit við ísland - hagsmunasamtök um verkefniö Óskar Sigurðsson skrifar: Þeir sem fylgst hafa meö þessu máli, frá því erlendir aðilar á vegum eins olíufélagsins fundu vísbendingu um setlög á Skjálfandaflóa, fögnuðu því að þingmaðurinn Guðmundur Hallvarðsson ásamt nokkrum öðrrnn flutti þingsályktunartillögu um að ríkisstjómin láti fara fram rannsókn á því hvort olíu eða gas sé hér að fmna. Ekkert hefur heyrst um afdrif þingsályktunartillögunnar. Þrátt fyrir að Færeyingar séu fisk- veiðiþjóð eins og við hafa þeir stofnað hagsmunasamtök sem vinna að upp- lýsingamiðlun milli atvinnulífs og ol- íufélaga um fyrirhugaðan olíuiðnað Færeyinga. Fróðlega fréttaskýringu mátti lesa um þetta mesta hagsmuna- mál Færeyinga á leiðarasíðu Morgun- blaðsins þriðjud. 12. þ.m. Þar kom fram að mikið og gott samstarf er haf- ið við alþjóðlegu olíufélögin. Engin spurning er að íslendingum hlýtur að vera kappsmál að hér fari fram olíuleit af fullkominni alvöru eft- ir það sem á undan er gengið í rann- sóknum erlendra aðila hér við land. Stofnun hagsmunasamtaka um málið er því brýn. Engin sérstök ástæða er að bíða viðbragða á Alþingi við þings- ályktunartillögunni sem þar var lögð Rannsóknarborunum 19 olíufélaga, sem stóöu yfir í sumar á Suöurey, er ný- lokiö. fram um málið. Guðmundur Hall- þó þakkir skildar fyrir að taka málið varðsson alþm. og félagar hans eiga á dagskrá. Yfirlýsing frá Kristjáni Péturssyni Hratt ekki af stað atburðarásinni Kristján Pétursson, fyrrv. deild- arstj., skrifar: Þann 9. þ.m. birtist grein í DV þar sem vísað er til efnisatriða úr bók Jónasar Jónassonar rithöfundar sem hann skrifar um Magnús Leopolds- son. í þessari grein stendur orðrétt: „Órökstuddar kenningar á borð við Hauks Guðmundssonar, rannsóknar- manns í Keflavík, og Kristjáns Péturs- sonar tollvarðar um Klúbbinn og stjómendur hans hrundu af stað þeirri atburðarás sem einkenndi Geir- finnsmálið." - Þótt hér sé skrifað um órökstuddar kenningar er samt verið, með skýrum hætti, að reyna að skaða mannorð mitt. Magnús segist ekki vera á neinum nomaveiðum og reyna að fyrirgefa mönnum. Mér sýnist nú samt á greininni í DV að hann sé ekki á þeim buxunum. Það er fráleitt að halda því fram að ég hafi hrundið af stað þeirri atburða- rás sem einkenndi Geirfinnsmálið. Sannleikurinn er sá, eins og sést í málsskjölum, að ég hafði ekkert með rannsókn svonefndra Klúbbmanna að gera, né þeirra ungmenna sem hlutu dóm i því máli. Hins vegar vann ég ásamt Ásgeiri Friðjónssyni, dómara í ávana- og fikniefhum, og lögreglu- mönnunum Rúnari Sigurðssyni og Hauki Guðmundssyni að rannsóknum á meintu áfengissmygli sem hugsan- lega kynni að tengjast hvarfi Geir- finns. Hitt er rétt að hafa i huga, og þess- um málum óskylt, að miklar og harð- vítugar blaðadeilur urðu um stórfellt misferli Klúbbsins í áfengissölu og málsmeðferð þess við frumrannsókn. - I þeirri rannsókn átti ég hlut að máli en um var að ræða að veitinga- húsið seldi áfengi án þess að tilskilinn söluskattur væri greiddur. Það er frá- leitt að halda því fram að afskipti mín af þessu máli, sem var með öllu óskylt og hafði engin tengsl við Geirfinns- málið, hafi ráðið einhverju um fram- gang þess máls. Heiðarleikinn „óspennandi" K.T. skrifar: Undanfamar vikur hef ég haft gott tækifæri til að fylgjast með kosninga- baráttunni vestur í Bandaríkjunum og umræðum manna á meðal um frambjóðendurna tvo. Hefur mér kom- ið á óvart hve menn era sammála um keppinautana, Bill Clinton og Bob Dole. Virðast menn á einu máli um að Bill Clinton geti vart talist heiðarleg- ur maður - í siðferðismálum sé hann og að mörgu leyti vafasamur. - Fjöl- mörg mál, er tengjast honum, gefa mjög til kynna að þar fari varhuga- verður maður. Ll§l®!ll§)í\ þjónusta allan sólarhringinitó| önnur saga er hins vegar sögð um Bob Dole. Fáir efast um hæfiii hans, skynsemi eöa heiðarleika. En það er ekki nóg. Þeir sem eru sammála um allt þetta ætluðu flestir að Kjósa Clint- on. Þeir sögðu að Dole væri einfald- lega „ekki nógu spennandi". Clinton sagði að menn ættu ekki að „horfa til fortíðar, heldur framtíðar". Það þýðir á mannamáli að engu skipti hvað hann hefur gert, einungis eigi að tala um það sem hann sagðist langa til að gera. Þessu virtist fólk taka vel. Fannst mér fyrst í stað að þetta væri enn eitt dæmið um hvert Bandaríkin eru kom- in. Til að vera „spennandi" yrði fram- bjóðandi helst að vera vafasamur hentistefnumaður sem segir eitt í dag og annað á morgun og á sér enga aðra hugsjón en eigin frama. Heiðarlegir menn þyki á hinn bóginn litlausir og „óspennandi". Fannst mér aumt af bandarískum kjósendum að láta bjóða sér þá kenn- ingu að upprifjun á gjörðum Clintons væri „skítkast" sem ekki ætti að við- hafa. Fannst mér dæmi um sinnuleysi Bandaríkjamanna hve margir þeirra tóku undir það að málefnaleg gagn- rýni, sem enginn hefur reynt að hrekja efnislega, væri skítkast. En svo Bob Dole forsetaframbjóöandi. - Heiö- arlegur en ekki nógu „spennandi"? fékk ég eftirþanka og hætti að hugsa illa til þessarar' vinaþjóðar okkar. Mér datt nefnilega allt í einu í hug að Bandaríkjamenn væru ekki einir á báti í þessum efiium. Erlendar dans- meyjar Ágúst Jónsson skrifar: Ég horföi á Kastljós Sjónvarps hinn 13. þ.m. sem íjallaði um er- lendar dansmeyjar i nekt sinni á nokkrum skemmtistöðum Reykjavíkur. Þar kom fram að þær fengju dvalarleyfi til 28 daga í senn og hyrfu síðan af landi brott. Það láðist hins vegar alveg að spyrja um hvemig að skatt- töku af tekjum þeirra væri stað- ið. Margir vildu eflaust fræðast um þann þátt málsins. Skattskyldar að lögum Lesendasíða DV kannaði mál- ið hjá Skattstjóraembættinu í Reykjavík. Þar var engar upplýs- ingar aö hafa á einn eða annan hátt. - Eftir öruggum leiðum fengust þær upplýsingar að dansmeyjar af þessu tagi, líkt og aðrir aðkomnir aðilar, væru skattskyldar samkvæmt lögum. Ýmist er um 20% eða 13% skatt að ræða af tekjum, þ.m.t. „hlunn- indum“, auk útsvarsgreiðslu eins og um staðgreiðsluskatt sé að ræða. Alveg burtséð frá því hve lengi atvinnuleyfi gildir. Skattkort eiga allir vinnandi á íslandi að fá. Að finna „upp á einhverju" Árni Sig. skrifar: Ég hlustaði á morgnunútvarp Bylgjunnar i morgun (miðvikud. 14. nóv.). Þar var kominn sér- fræðingur um íslensku, að því er mér heyrðist, í tilefni málrækt- arþings síðar í vikunni undir heitinu: Hver er staða íslenskrar tungu? Nú, jæja, ég lagði við eyr- un. Þetta var nú eins og gengur almennt snakk og ekkert við það að athuga. En málfarið hjá sér- fræðingnum, „gud bevare". Hér kemur ein fjólan: „...varð að finna upp á einhverju að gera“! - Jæja, ég segi ekki meira. Við erum sífellt aö hamast gegn enskuslettum. En sér enginn bjálkann? Almenna prestskosningu Ibúi í Langholtssókn hringdi: Það er almennt álit sóknar- bama héma i hverfinu að halda skuli almennar prestskosningar og láta nú einu sinni af hinni pólitisku og sérhagsmunalegu þrákelkni. Hvorki organistinn né kjörnefnd mun geta valið prest úr því sem komið er. Ég er alls ekki að segja að séra Jón Helgi Þórar- insson myndi ekki ná kosningu en það verður að gerast með vilja hinna almennu sóknarbama. Við viljum ekki láta það henda aftur að fámenn klíka geti haft prest- inn okkar í vasanum, t.d. með því að velja sérstaka sálma eða efna til konserta á kostnað kirkju- starfsins. Mannorðs- moröingjar Helga Ámadóttir hnngdi: Mér finnst í sannleika sagt furðulegt hvemig hægt er að teygja og toga meiðyrðalöggjöf- ina tram og til baka. Mér fannst t.d. ekki rétt að dæma fyrrv. rit- stjóra Pressunnar, og hvað nú blaðið það hefur heitið síðan, í háar sektir fyrir að fjalla um menn sem sannanlega eru það sem kallað er „crook" á slang- máli hér á landi. Maður veit ekki hver er mannorðsmorðingi og hver ekki þegar dæmt er í svona málum. En oftast nær er nú ekki fjallað um einstaklinga á neikvæðan hátt nema þeir hafi mjög óhreint mjöl í poka sinum og sem kemur svo oftast nær á daginn. Og þá virðast allir fjöl- miðlar geta tekið til hendinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.