Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996 15 Fangar og fangelsi Kjallarinn Af og til birtast i fjölmiölum við- töl við menn, eða aðstandendur manna, sem af- plánað hafa refsi- dóma, einnig við- töl við fórnarlömb afbrotamanna. í fyrra tilvikinu er eðlilega lögð aðal- áhersla á aðstæð- ur afbrotamanns- ins, þau vandamál og erfiðleika sem afplánunin hefur í fór með sér fyrir hann og fjölskyldu hans. í seinna til- vikinu er áherslan á verknað afbrota- mannsins og þau vandamál sem hann hefur skap- að fórnarlambinu. Slík umfjöllun er eðlilegur hluti af umræðu um fangelsis- og afbrotamál en þó er hætt við að tilfinningaleg tengsl fólks við atburði sem það hefur sjálft tengst með beinum eða óbeinum hætti beri á stundum viti boma umræðu ofurliði. Dæmigert viðtal Eitt dæmigert slíkt viðtal er við fóður afbrotamanns í DV þann 11. Erlendur S. Baldursson afbrotafræöingur og deildarstjóri fangelsis- málastofnunar rikisins velja sér orðbragð við sitt hæfi og oft þarf að nota stór orð þegar þekk- ing á málefninu er lítil og rök af skornum skammti. Eftir standa þá berar upphrópanir og innantómar klisjur sem eru dauflegt innlegg í þarfa umræðu. Gagnrýni foðurins skil ég hins vegar betur. Það er ávallt sorgarefni fyrir foreldra að þurfa að horfa á eftir bömum sín- um í fangelsi. Undirrit- aður hefur við störf sín kynnst persónulega hundruðum manna sem farið hafa i gegnum slíka þrautagöngu og reynt að greiða götu þeirra. Sam- skipti fangelsismála- stofnunar við fanga og aðstandendur eru líka yfirleitt með ágætum, þó svo að ljóst sé að ekki sé hægt að koma til móts við óskir allra við slíkar kringum- stæður. Þjónusta SÁÁ Ekki er unnt í stuttri grein að svara fyrir allar ásakanir sem fram eru bomar á hendur fangels- ismálastofnun og starfsfólki henn- ar. Reynt hefur verið að bæta að- ____________ búnað fanga á „Aö halda því fram að öll vanda- mál ungs manns séu starfsfólki fangelsismálastofnunar að kenna er með ólíkindum. Hvað með fyrstu afbrotin, fyrstu vímuna?u nóvember sl. Rætt er um ómann- úðlega meðferð, vímuefnaneyslu fanga og vanhæfni starfsfólks fangelsismálastofnunar, svo nokk- uð sé talið. Stríðsfyrirsagnir eru notaðar. Faðirinn nefnir reyndar sérstaklega að hann taki undir gagnrýni Hrafns Jökulssonar, rit- stjóra Alþýðublaðsins, á starfsfólk fangelsismálastofnunar þar sem forstjórinn var m.a. kallaður glæpamannaframleiðandi. Um skrif Hrafns Jökulssonar skal ekki fjölyrt hér. Hann má semni arum, bæði með nýj- um byggingum, en ekki síður með nýjum refsileiðum. Átak hefur ver- ið gert til að spoma við vimuefna- neyslu, aldrei hafa fleiri fang- ar lokið afplán- un í meðferð hjá SÁÁ og fangels- ismálastofnun hefur átt frum- kvæði að því að þjónusta SÁÁ á Litla- Hrauni verði stóraukin. Einnig má nefna að um 140 menn á árinu 1996, sem hlotið hafa óskilorðsbundna refsidóma, munu ljúka afplánun sinni með öðrum hætti en í fangelsum. Það er því býsna stór hópur sem not- ið hefur góðs af frumkvæði og skipulagsvinnu fangelsisyfir- valda. Eðli málsins samkvæmt kemur þetta fólk ekki fram í fjöl- „Samskipti fangelsismálastofnunar viö fanga og aöstandendur eru líka yfirleitt meö ágætum..." segir m.a. í greininni. miðlum og þakkar fyrir sig, enda ekki til þess ætlast. Eftir standa vandamálin Fangelsi eru einu sinni þess eðl- is aö yfrr þeim verður alltaf kvart- að af þeim sem þar þurfa að vist- ast. Þrátt fyrir að vinna, skóli, meðferðarúrræði, tómstundastarf og vel þjálfað starfsfólk sé fyrir hendi er eðli og inntak refsivistar- innar, þ.e.a.s. frelsissviptingin sjálf, oft svo yfirþyrmandi að erfitt er að nýta sér slíkt. Eftir standa öll vandamálin, niðurlægingin, peningaleysið og sú dapra framtíð- arsýn sem oft blasir við fanganum. Margir rífa sig þó upp með krafti og góðri aðstoð innan og utan fangelsis og tekst að lokum að vinna sig út úr vandanum, öðrum gengur miður. Að halda því fram að öll vanda- mál ungs manns séu starfsfólki fangelsismálastofnunar að kenna er með ólíkindum. Hvað með fyrstu afbrotin, fyrstu vímuna? Reynsla og rannsóknir sýna að yf- irleitt er hollara að lita í eigin rann með skýringar. Þeim feðgum er annars óskaö velfarnaðar. Erlendur S. Baldursson Símatorgið - klámþjónusta ríkisins? I tengslum við Póst og síma er starfrækt svokallað Símatorg þar sem ýmsir einkaaðilar bjóða al- menningi alls kyns þjónustu, allt frá því að koma á stefnumótum milli einstaklinga upp í lestur eró- tískra sagna eða klámsagna. Allt er þetta gert á kostnað þess sem skráður er fyrir símanum en Póst- ur og sími leggur til tæknina. Gjald fyrir þjónustuna er frá tæpum 40 krónum upp í 67 krónur á mínútu. Aðgangur er opinn að þessari þjónustu, þannig að hver sem kemst í síma getur hringt í símatorgið og stofnað til ærinna útgjalda fyrir þann sem skráður er fyrir simanum. Ríkið rukkar af hörku Ríkisfyritækið Póstur og sími leggur ekki aðeins til tæknina heldur sér um innheimtu fyrir einkafyrirtækin á Símatorginu, um leið og innheimt er fyrir al- menna símaþjónustu. Einkaaðil- inn tapar engu ef ekki innheimtist heldur Póstur og sími. Ef símnotandi greiðir ekki á réttiun tíma er símanum lokað og Póstur og sími fer fram með harð- ar innheimtuaðgerðir gagnvart þeim sem lent hafa í vanskiíum, jafnvel harðari en gjaldheimtan gagnvart þeim sem skulda skatta. Ég held að almennt geri menn sér ekki grein fyrir hvaða þjón- ustu er verið að bjóða á símatorg- inu. Margt af því flokkast ekki undir annað en klám. Ekki er eðlilegt að ríkisfyrtæki eins og P&S standi í inn- heimtu fyrir þjónustu einka- fyrirtækja eins og þeirra sem bjóða mörg hver mjög vafasama þjónustu á Símatorginu og standi í hörðum innheimtuaðgerðum hjá símnotendum fyrir þau, þó að það leggi til tæknina til að veita þjón- ustuna. Samgönguráðherra segir inn- heimtu fyrir síma- torgsþjónustuna órjúf- anlegan hluta af því að veita tæknina til henn- ar. Þar er ég á öndverð- um meiði. Símatorgs- fyrirtækin ættu að inn- heimta sjálf fyrir sína þjónustu, það geta þau gert með því að krefj- ast greiðslukortanúm- ers. Með rökum ráð- herrans ætti hið opin- bera að innheimta áskriftargjöld einka- sjónvarpsstöðva, eins og t.d. Stöðvar 2, af þvi að það úthlutar rás- unum sem sent er út á. Takmarka ætti að- gang Það er algengt að unglingar sæki í þessa þjónustu af forvitni og einnig fólk sem haldið er spennufikn. Handhafar símans eru oft ekki á varðbergi gagnvart misnotkun sem þessari og hafa því fengið svimandi háa simareikn- inga. Hægt er að láta loka fyrir Síma- torgið en þá er oft í óefni komið og skuldin orðin stór við Póst og síma. Aðeins er hægt að loka fyrir alta þjónustu símatorgsins og get- ur það verið bagalegt þvi að þar er ekki einvörðungu vafasöm þjónusta. Takmarka ætti að- gang að þeirri þjón- ustu Símatorgsins sem er í dýrustu flokkunum og getur kallast vafasöm. Það væri hægt með því að krefjast greiðslu með greiðslukorti fyrir þessa þjónustu fyrirfram. Sérstaklega finnst mér ástæða til þess þegar litið er til barna og unglinga sem hafa þarna óheftan aðgang að efni sem oftar en ekki getur varla talist við þeirra hæfi. Við höfum kvikmyndaeftirlit til að koma í veg fyrir að böm sjái myndir sem ekki eru við þeirra hæfi eða geta talist þeim skaðleg- ar. Hið sama á við um efni eins og margt af því sem böm hafa óheft- an aðgang að í gegnum símatorgs- þjónustuna. Það er fagnaðarefni að samgönguráðherra hyggst nú endurskoða reglur um símatorgið. Ástandið í þessum málum er óvið- unandi. Ásta R. Jóhannesdóttir „Símatorgsfyrirtækin ættu að inn- heimta sjálf fyrir sína þjónustu, það geta þau gert með því að krefjast greiðslukortaþjónustu. u Kjallarinn Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaöur í þing- flokki jafnaöarmanna Með og á móti Er Háskóli íslands illa rek- inn? Veik yfirstjórn „Ég hef haft verulegar áhyggjur af því að Háskólinn sé illa rekinn en hann er með allra mikilvæg- ustu stofnun- um okkar. Þess vegna er nauð- synlegt að fram fari umræða um rekstur hans. Mér hef- ur í nokkum tíma sýnst sem margt mætti betur fara í rekstri Háskólans og í störfum mínu í fjárlaganefnd hef ég velt þessu fyrir mér. Á hverju ári fara há- skólamenn fram á aö fá aukna íjármuni en mér hefur fundist bera á innri veikleikamerkjum í skólanmn. Hl hefur lagst í vörn meö þeim hætti að vekja athygli á fjárveitingum til aimarra stofn- ana, s.s. eins og Háskólans á Ak- ureyri. Það ber vott um innri veikleika. Skýrsla Hagsýslu ríkisins stað- festi grun minn um þunglama- lega yfirstjóm, að háskólaráð væri of þunglamalegt sem yfir- stjórn stofnunarinnar. Síðan er það að Hagsýslan gerir verulegar athugasemdir við skipulag rann- sókna á vegum HÍ, mikið vanti á í áætlanagerð og bent er á að eft- irliti með rannsóknarstarfsemi sé ábótavant. Hinar alltof mörgu stofnanir HÍ eru síðan mikill veikleiki í starfi skólans. Hver og ein þeirra er of lítil til þess að fjármagn nýtist sem skyldi og síðan hefur það áhrif á rann- sóknarstarfið í heild. Svo litlar einingar veikja rannsóknarstarf- ið.“ Skilar góðum árangri „Ef átt er við að Háskólinn fari illa með fé þá tel ég það al- rangt. Háskól- inn nýtir mjög vel það fé sem hann hefur til ráðstöfunar. Hinsvegartelj- um VÍð að það skóla íslands. sé ekki full- nægjandi til að þjóna nægilega þeim íjölda nemenda sem okkur er lögum samkvæmt skylt aö taka til náms. Okkur ber að taka inn alla sem lokið hafa stúdents- prófi og sækja um hjá okkur og þá er okkur jafnvel skylt að taka þá inn í þær greinar sem þeir sækjast eftir að fara í. Ef litið er yfir langt árabil hefur fjármagn til skólans vaxið í takt við fjöld- ann en síðustu ár hefur svo ekki verið. Það hefur valdið okkur rekstrarerfiðleikum. Háskólinn skilar góðum ár- angri og það sést best á því að nemendur sem fara til náms til annarra landa standa sig yfirleitt mjög vel. Það bendir til þess að þeir hafi fengið traust og gott nám hjá okkur. í þriðja lagi má nefna að kröft- ugar og góðar rannsóknir eru stundaðar við skólann. Árangur þeirra birtist bæði erlendis og eins í verkum okkar hér innan- lands. Atburðir siðasta mánaðar sýna að þar skilar sér skyndilega sú þekking sem menn hafa verið að safna síðasta áratuginn. Hitt er annað mál að margt má bæta í Háskólanum. Þar viljum við standa vel að verki og fá til ráðleggingar menn sem eru van- ir hagsýslu." -sv Sturla Böðvarsson, varaformaður fjár- laganefndar Alþing- is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.