Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
39
Fréttir
8
I
I
I
I
8
Djúpivogur:
Ráðherrastofa Eysteins
I
i
I
I
I
>
V; Djúpavogl:
Það var mikill hátíðisdagur á
Djúpavogi 13. nóvember þegar for-
seti íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, opnaði ásamt Sigríði Ey-
steinsdóttur safn til minningar um
Eystein Jónsson ráðherra og
konu hans, Sólveigu Eyjólfsdótt-
ur, í Löngubúð. Hefur safnið
hlotið nafnið Ráðherrastofa Ey-
steins Jónssonar.
Fjölmenni var við athöfnina,
afkomendur og ættingjar Ey-
steins og Sólveigar og margt
mætra manna var saman komið
í Löngubúð. Halldór Ásgríms-
son, formaður Framsókn-
arflokksins, flutti ávarp, Vil-
hjálmur Hjálmarsson minntist
Eysteins á léttum nótum og
ávarp fyrir hönd aðstandenda
flutti Eyjólfur Eysteinsson. Ólaf-
ur Ragnarsson sveitarstjóri
flutti einnig ávarp. Kór Djúpa-
vogskirkju söng við undirleik og
stjórn Daníels Arasonar. Dagný
Erla Ómarsdóttir, nemandi i tón-
skólanum, lék á píanó ásamt Daníel.
í lokin opnaði forsetinn safnið
ásamt Sigríði. Kven-félagskonur sáu
um kaffiveitingar.
Forsaga málsins er sú að 1995
gáfu erfíngjar Eysteins og Sólveigar
Djúpavogshreppi rausnarlega gjöf
úr dánarbúinu og framfylgdu með
því hinsta vilja þeirra hjóna. Þetta
eru allt persónulegir munir hjón-
anna. Má þar nefna skrifborð sem
Eysteinn notaði alla tíð við störf sín
og skrifborðsstól með útsaumi Sól-
veigar. Þá eru myndir af þeim ríkis-
stjómum sem Eysteinn sat í. Eiimig
fylgdu hannyrðir Sólveigar, þar á
meðal síðasti púðinn sem hún
saumaði, 83 ára.
Meðal éldri muna má nefna
hnakktösku og svipu Jóns Finns-
sonar, föður Eysteins, og signet
Kristínar Finnsdóttur, systur Jóns.
Þá lögðu ættingjar fram 2,4 milljón-
ir til að hægt væri að koma ráð-
herrastofunni upp. Seint verður gjöf
þessi metin til fjár og ber hún því
vitni hve mikinn hlýhug þau hjónin
báru til staðarins.
Eysteinn Jónsson fæddist í
Hrauni á Djúpavogi 13. nóv-
ember 1906. Foreldrar hans
voru Sigríður Hansdóttir
Beck og Jón Finnsson prest-
ur. Bróðir Eysteins var séra
Jakob Jónsson. 1933 var Ey-
steinn kosinn sem þingmað-
ur S-Múlasýslu, aðeins 26 ára
að aldri, og gegndi þing-
mennsku óslitið til 1974.
Hann varð fjármálaráðherra
1934, yngstur allra, 27 ára.
Eysteinn kvæntist Sólveigu
Eyjólfsdóttur 20. febrúar 1932
og eignuðust þau 6 böm.
1989 var brjóstmynd af Ey-
steini reist á Hliðarenda-
kletti og var hún sett upp í
virðingar- og þakklætisskyni. Verk-
ið var unnið af Ríkarði Jónssyni frá
Strýtu en Langabúð mun jafnframt
hýsa listasafn Ríkarðs sem afkom-
endur hans gáfu Djúpavogshreppi
1994. Gert er ráð fyrir að það verði
opnað formlega í júní 1997 en þá
verður endurbyggingu Löngubúðar
fulllokið.
Synir Eysteins, Eyjólfur og Jón, til vinstri, Viihjálm-
ur Hjálmarsson, Ólafur Ragnarsson og forseta-
hjónin.
Póstur 6 daga
til Hafnar
V, Hö£n:
Homfirðingar finna á ýmsan hátt
fyrir vegasambandsleysinu eftir
Skeiðarárhlaupið og það getur til
dæmis tekið hátt í sex daga að koma
pósti milli Reykjavíkur og Hafnar.
Það væri vel skiljanlegt ef engar ferð-
ir væru milli staðanna en svo er ekki.
Tvær til þrjár flugvélar koma daglega.
Þetta hefði ekki þótt umtalsvert
fyrir nokkrum árum en síðustu árin
hefur póstþjónustan verið mjög góð
- póstur kominn til viðtakenda dag-
inn eftir að hann var póstlagður.
Starfsmaður pósthússins á Höfn
sagði að þaðan færi póstur daglega í
flug en hann færi líklega ekki milli
staða nema þegar stóru flugvélarnar
kæmu. Júlía
usssss...
er pressan í gangi?
jt/N-Am
?
Já. auðvitað. Það er hins-
vegar ekki víst að þú heyrir í
henni, því að í yfir 30 ár hefur
Jun-Airverið brautryðjandi í
framleiðslu á hljóðlátum loft-
pressum og er leiðandi á
þeim markaði.
Þurfir þú hljóðláta loftpressu,
vetdu Jun-Air.
JUN-AIR - þessar htjóðlátu!
SKÍIIASOH SJÓHSSOH
VERSLUN ■ SKÚTUVOGI 12H • REYKJAVÍK ■ SÍMI 568-6544
„í&lendingar eru
hamingjn&ama&ta
þjóð í heimi"
- hluti hamingjunnar ftelót
náttúrlega í því að gera góð kaup
Góð kaup þurþa ekki að þýða lœgita
verð. Gœðin ikipta tíka máli.
Berðu alltat iaman verð og gœði.
í&len&kur iðnaður á heim&mœlikvarða
SAMTÖK
IÐNAÐARINS