Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 40
> C3 O FRÉTTASKOTIÐ
CC <—J LU SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
^ o Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
s un
|E
h— LTD 550 5555
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
Forsetaheim-
sókn til
Danmerkur
Ólafur Ragnar Grímsson og kona
hans, Guörún Katrín Þorbergsdótt-
ir, halda í dag til Danmerkur í
fyrstu opinberu heimsókn Ólafs
Ragnars Grímssonar til útlanda.
Heimsóknin stendur til 21. nóvem-
ber en í Danmerkurheimsókninni
biður forsetahjónanna fjölbreytt
dagskrá. Auk hefðbundinna við-
hafnarkvöldverða munu forseta-
hjónin meðal annars verða viðstödd
opnun á sýningunni Nordatlanten í
Kaupmannahafnarháskóla, heim-
sækja stofnun Árna Magnússonar
og Pizza 67 sem íslenskir aðilar opn-
uðu nýlega í Kaupmannahöfn.
-JHÞ
Nýr vegur í Fljótum:
Lagður á skökk-
um stað að hluta
- verktakinn fékk röng mæligögn, segir Vegagerðin
Um 2-300 metra kafli af 4 km
vegarspotta skammt norðan við
Hraun í Fljótum í Skagafirði hef-
ur verið lagður á skökkum stað
vegna þess að verktakinn sem
unnið hefur að lagningu vegarins
fékk í hendur rangar staðsetning-
ar á veglínunni frá Vegagerðinni.
Verktakinn, V. Brynjólfsson sf.
á Skagaströnd, hafði boðið 22
miiljónir í verkið en vegna vill-
unnar á teikningunum sem hann
fékk í hendur bætist í kringum
ein milljón við þá upphæð, að
sögn Gunnars H. Guðmundsson-
ar, umdæmisverkfræðings Vega-
gerðarinnar á Sauðárkróki.
„Verktakinn var nú ekki að
leggja veg á allt öðrum stað en
hann átti að gera. Hann var hins
vegar ekki með rétt útsetningar-
gögn fyrir hluta af vegarkaflan-
um sem þess vegna er ekki alveg
á þeim stað sem hann átti að
vera.“ Gunnar segir að þegar ver-
ið sé að hanna veglínur komi oft
margir kostir til greina um hvar
þær skuli liggja. Menn hafi þama
tekið í misgripum úr tölvu tillögu
að vegiinu sem búið var að haöia.
Veglínur eru, að sögn Gunnars,
teiknaðar í tölvu sem mötuð hef-
ur verið á mæligögnum eða hnit-
um. Það sem gerðist í þessu til-
felli hafi senniiega verið það að
menn hafi prentað út rangt skjal
og verktakinn þess vegna fengið í
hendur röng mæligögn og þessi
tiltekni vegarkafli þess vegna lít-
Ulega færst til frá því sem upp-
haflega var ráðgert.
„Þessi mistök höfðu vissulega
kostnaðarauka í för með sér en
við notuðum tækifærið um leið
og hækkuðum veginn sem þá
verður vonandi betri með tilliti
til snjóa svo að þegar upp var
staðið voru menn í sjáífu sér
ánægðir með þetta,“ segir Gunn-
ar. Hann segir að áætla megi að
heildarumframkostnaður vegna
þessarar villu sé um ein milljón
króna.
-SÁ
Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld og kennari, fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrst manna og afhenti Björn
Bjarnason menntamálaráðherra þau við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands á laugardag. Fyrir aftan þau stendur
Ögmundur Helgason. Vilborg er einnig handhafi Menningarverðlauna DV. DV-mynd Teitur
Barði hús-
bóndann
tvlvegis
í andlitið
„Ég sat og talaði í símann þegar
maðurinn gægðist hérna upp á
stigapallinn. Ég hélt þetta væri eitt-
hvert grín en síðan kom hann inn
ganginn í átt að mér og lét mig hafa
það óþvegið. Hann sagði: „Þarna
ertu, helvítið þitt, nú er nóg komið.“
Síðan barði hann mig tvívegis í and-
litið með krepptum hnefa,“ segir Jó-
hann Alexandersson, íbúi í Kefla-
vík, um það þegar karlmaður réðst
inn á heimili hans og konu hans,
Kristínar Árdal Antonsdóttur, á
föstudagskvöld. Jóhann og Kristín
er bæði öryrkjar á sjötugsaldri.
Jóhann segir manninn hafa veist
fyrst að sér með höggum í andlitið,
slitið síðan símtólið úr sambandi og
barið sig með því.
„Ég náði að verja mig með hönd-
unum og fékk þá tólið í handlegg-
inn. Þegar hann síðan sneri sér að
konu minni og ætlað að ráðast á
hana spurði hún hvort hann ætlaði
að ráðast að gamalli konu með
hækjur. Þá virtist hann átta sig og
gekk rólegur út. Ég hef aldrei séð
þennan mann áður og veit ekki
hvað honum gekk til,“ segir Jó-
hann. Hann segist þess þó fullviss
að þau hjónin myndu þekkja hann
ef þau sæju hann aftur.
Jóhann segir þau hjónin bæði
sjokkeruð eftir atburðinn. Hann var
sjálfur hálfvankaður eftir högg
mannsins en teliu: árásarmanninn
vera 35-40 ára. Maðurinn var
snyrtilega klæddur en lyktaði af
áfengi. Hann var ófundinn í gær-
kvöld en rannsóknardeild lögregl-
unnar í Keflavik mun rannsaka
málið. -sv
Fokker í vanda:
Nefhjólið vildi
ekki niður
Fokkervél Flugleiða, sem var að
koma frá Akureyri um hádegisbil í
gær, þurfti að lenda á Keflavíkur-
flugvelii þar sem ljós i flugstióm-
arklefa gaf til kynna að nefhjól vélar-
innar færi ekki niður. Vélinni var
því snúið af leið frá Reykjavíkurflug-
velii og allt sett í gang í Keflavík til
þess að undirbúa magalendingu. Til
þess kom þó ekki því hægt er að
setja nefhjól vélanna niður hand-
virkt og gekk það í þessu tilviki.
Þrjátíu og einn farþegi var um borð
í vélinni og voru allir fluttir með
langferðabílmn til Reykjavíkur. -sv
L O K I
Veðrið á morgun:
Él fyrir norð-
an, léttskýjað
fyrir sunnan
Á morgun er gert ráð fyrir frek-
ar hægri norðlægri átt. Norðan til
og norðaustan verður dálítill élja-
gangur en léttskýjað sunnan til.
Frost verður á öllu landinu, kald-
ast inn til landsins, en við strönd-
ina verður frostið á bilinu 1 tfl 8
stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
BpiHÍ
Corsa
Verð frá 980.000.-
Bílheimar ehf.
'#. □ G3 ©
Sævarböfba 2a Sími: 525 9000