Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 22
30
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
Fréttir
Jarðhitaleit við
Svignaskarð
DV, Vesturlandi:
Jarðhitaleit í landi Svigna-
skarðs í Borgarhreppi í Borgar-
firði hefst á næstu dögum. Um er
að ræða fyrstu athuganir á jarð-
hita fyrir hreppinn. Boraðar verða
nokkrar tilraunaholur og er það
Kristján Sæmundsson hjá Orku-
stofhun sem hefur umsjón með
jarðhitaleitinni.
Finnist nýtanlegt vatn á þessu
svæði er hugmyndin að það verði
lagt í þann hluta hreppsins sem
liggur að Gljúfurá og aö bæjar-
mörkunum við Borgarnes. Eini
möguleikinn fyrir hinn hluta
hreppsins er að tengjast Hita-
veitu Akraness og Borgarfjarðar.
Mikil íjöldi sumarbústaða er á
þessum slóðum og ef heitt vatn
finnst þar munu hitaveitufram-
kvæmdir i Borgarhreppi byggjast
á því að meirihluti sumarbústað-
anna taki inn heitt vatn og allar
bújarðir.
Þá hefur aö undanfómu farið
fram könnun á vegum Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar um
hugsanlega tengingu bæja og sum-
arbústaða í Andakílshreppi við
veituna. Um er að ræða þar 12 að-
ila og var áætlað að þeir og sljóm
Hitaveitu Akranes og Borgarfjarð-
ar mundu funda um málið í vik-
unni. -DVÓ
Komdu á Bragagötuna og upplifðu nýja
vídd í Pizzum, þar sem pizzur eru ekki
„bara pizzur" heldur ein besta fáanlega
varan á markaðnum og okkar framlag til
listar og menningar.
Á Eldsmiðjunni geturðu valið úr tæplega
50 áleggstegundum úr öllum áttum.
Nóvembertilboð:
16" 1 kjötál. og 2 önnur, 2 I. Coke kr. 1490,-
12 ” 1 kjötál. og 2 önnur, og 'A I. Coke kr. 1150,-
Heiödís Halla, Katrín Högnadóttir og Rúnar Snær voru meöal þeirra sem fluttu framsöguerindi. DV-mynd Sigrún
Málþing barna á Egilsstöðum:
Meiri fræðslu um
fjármál og kynlíf
DV, Egilsstöðum:
Meiri umfjöllun um jákvæð við-
fangsefni bama og unglinga, munur
á aðstöðu til náms í dreifbýli og
þéttbýli, meiri fræðsla um fjármál
og fíkniefni, meiri kynfræðsla,
rýmri útivistarreglur.
Þetta var meðal annars það sem
kom fram í framsöguerindum á
Málþingi barna sem haldið var á
Egilsstöðum. Frummælendur voru
unglingar og vora þeir ófeimnir við
að segja þeim fullorðnu til synd-
anna.
Þau sem fluttu erindi vora Amar
Birgisson og Auður Anna Antons-
dóttir, Eskifirði, Katrín Högnadótt-
ir, Fáskrúðsfirði, Heiðdís Halla
Bjamadóttir og Rúnar Snær Reynis-
son, Egilsstöðum og Sandra Bald-
vinsdóttir Neskaupstað. Á eftir
framsöguerindum vora pall-
borðsumræður þar sem frammá-
menn í héraði og á Alþingi sátu fyr-
ir svöram; Halldór Ásgrímsson,
Ambjörg Sveinsdóttir, Amgrímur
Blöndal, Þuríður Bachmann og
Helgi Halldórsson. Unga fólkið not-
aði óspart tækifærið og lagði ófeim-
ið fram spurningar framan úr sal.
Milli erinda vora skemmtiatriði.
Þar komu fram tvær telpur úr Fella-
bæ, Berglind Guðgeirsdóttir, 14 ára,
söng tvö lög og Þórann Gréta Sig-
urðardóttir las kafla úr Gauragangi
eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Málþingið var haldið að fram-
kvæði umboðsmanns bama, Þór-
hildar Líndal, og sagði hún i viðtali
við DV að það hefði tekist frábær-
lega vel og greinilega verið vel und-
irbúið af hálfu heimamanna. í fram-
sögu hinna ungu fyrirlesara hefðu
komið fram athyglisverðir punktar.
Þar mætti nefna að þau vildu fá
meiri fræðslu um fjármál og kynlíf.
Þau lögðu áherslu á að þau
byggju ekki við jafnan rétt til náms,
að útivistarreglur væra strangar og
ekki gerður nógu mikiil munur á
útivistarreglum eftir aldri og þau
lögðu mikla áherslu á hve umfjöllun
fjölmiðla um ungt fólk væri nei-
kvæð. Alltaf væri tíundað það sem
miður færi en gleymdist að fjalla
um allt það jákvæða sem böm og
unglingar væru að fást við. Þórhild-
ur sagðist vera ánægð með þá at-
hygli sem þingið hefði fengið. Hún
hefði heimsótt fræðsluumdæmi á
Vesturlandi og því hefði sér fundist
rétt að efha til málþings hér eystra.
Hermann Valsson, æskulýðs- og
íþróttafulltrúi á Egilsstöðum, var
einn þeirra sem stóðu að undirbún-
ingi þingsins fyrir austan. Hann
sagði að nú þegar væri unnið að
tveim málum í beinu framhaldi af
ábendingum irnga fólksins. Annars
vegar að koma upp aðstöðu fyrir
skellinöðrueigendur og hins vegar
að leggja áherslu á mjög aukna
flkniefnafræðslu, áfengi og tóbak að
sjálfsögðu meðtalið.
Fjölmenni sótti þingið og var
unga fólkið greinilega í meirihluta.
-SB
Áskrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
4
Smáauglýsingar
550 5000
Neskaupstaður:
Stefnir í
söltunarmet
DV, Neskaupstað:
Síldarsöltun hér í Neskaupstað
gengur mjög vel og það stefhir í nýtt
met hjá Síldarvinnslunni. Búið er
nú að salta í 37000 tunnur og er það
meira en búið var að salta þann 20.
desember í fyrra. Þá voru saltaðar á
allri vertíðinni 43000 tunnur hjá
Síldarvinnslunni. Það eru skipin
Börkur NK 122 og Jón Sigurðsson
GK sem hafa séð síldarvinnslunni
fyrir hráefhi. Mikil aflaskip. -HS
Börkur og Jón Sigurösson við bryggju á Norðfirði. DV-mynd Hjörvar
éé| - „' - -V,, o,,,. :
!
C! ef þú greiðir áskriftina
meö beingreiðslum o o 0
Þeir sem greiöa áskriftina meö beingreiöslum fá 5% afslátt af áskriftarveröi
miðaö viö þá sem greiöa meö gíróseöli. Þú græöir því einn og hálfan
sjónvarpsdag í hverjum mánuöi og sparar þér auk þess ferö í bankann.
Allar nánari upplýsingar um beingreiðslu færöu hjá viöskiptabanka þínum
eöa áskriftardeild Stöövar 2, (sími 515 6000) - ( grænt númer 800 6161 )
í 18 Philips 29” sjónvarpstæki Heimi^ekiht Á
V i vcrðlaun til jóla fyrir þá sem greiða áskriftina nieð beingreiðsju J
í beingreiðslu er áskriftargjaldið millifært bcint af reikningi þínu í banka/sparisjóði.
/ / sm-2
FJOLVARP
svn