Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1996, Blaðsíða 34
42
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1996
Afmæli
Ragnheiður Margrét Jóhannesdóttir
Ragnheiður Margrét Jóhannes-
dóttir iðnverkakona, Kveldúlfsgötu
26, Borgamesi, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Ragnheiður fæddist í Borgamesi
og ólst þar upp í foreldrahúsum.
Hún stundaði nám við Miðskólann í
Borgarnesi og viö Húsmæðraskól-
ann á Laugarvatni 1962-63.
Ragnheiður stundaði verslunar-
störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga á
unglingsámnum, hóf störf hjá
Mjólkursamlagi Borgarness 1988 og
starfar nú hjá Engjaási í Borgar-
nesi.
Fjölskylda
Eiginmaöur Ragnheiðar
var Ágúst Hjalti Sigurjóns-
son, f. 19.4.1943, verkamað-
ur. Þau skildu.
Sonur Ragnheiðar og
Vals Gunnlaugssonar frá
því áður er Hinrik Norð-
fjörð Valsson, f. 13.12. 1967,
danskennari, búsettur í
Kópavogi, kvæntur Guð-
rúnu Emilíu Victorsdóttir
húsmóður og eiga þau
óskírða dóttur, f. 19.10.1996.
Ágústsdóttir, f. 13.1. sjómaður á Akranesi, kvæntur 1978, starfsmaður við Huldu Björk Ragnarsdóttur og eiga barnaheimOi i Reykja- þau þrjú börn. vík, en maður hennar er Foreldrar Ragnheiðar eru Jó- Einar Sigriksson iðn- hannes Ámason, f. 26.2. 1925, lof- 18. nóvember
verkamaður. skeytamaður í Reykjavík, og Gyða Hálfsystkini Ragnheið- Magnúsdóttir, f. 11.9. 1918, húsmóð- ar, sammæðra: Valgerð- ir í Borgamesi. Fósturfaðir Ragn- 95 ára
*
. \ ur Kristjánsdóttir, f. heiðar er Kristján Bjöm Bjarnason, Brynjólfur Jónsson,
0 27.6. 1952, d. 5.7. 1994, f. 18.3.1924, bifvélvirki i Borgamesi. húsmóðir í Borgamesi, VíðOundi 20, Akureyri.
Ragnheiður Margrét
Jóhannesdóttir
Dætur Ragnheiðar og Ágústs eru
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, f.
12.9.1972, húsmóðir í Borgarnesi, en
maður hennar er Úlfar Guðbrands-
son iðnverkamaður; Gyða Björk
en maður hennar var
Trausti Jónsson og era
böm þeirra þrjú; Guð-
rún Kristjánsdóttir, f. 20.7.1959, iðn-
verkakona í Borgamesi, gift Pétri
ísleifi Sumarliðasyni iðnverka-
manni og eiga þau þrjú börn; Magn-
ús Ólafur Kristjánsson, f. 4.7. 1960,
Ætt
Foreldrar Gyðu vora Magnús
Ólafsson, verkamaður i Borgamesi,
og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir
húsmóðir.
Ragnheiður er að heiman á af-
mælisdaginn.
Andlát
Ásta Þorkelsdóttir
Ásta Þorkelsdóttir húsmóðir,
Hraunbæ 108, Reykjavík, síðast til
heimlis að Hrafnistu í Reykjavík,
lést á Hrafnistu þann 7.11. sl. Útför
hennar fór fram sl. fóstudag.
Starfsferill
Ásta fæddist í Reykjavík 27.12.
1908, ólst þar upp og átti þar heima
alla tið. Hún ólst upp í foreldrahús-
um til tíu ára aldurs en missti þá
móður sína í spönsku veikinni og
ólst síðan upp hjá Önnu móðursyst-
ur sinni. Hún stundaði fimleika á
unglingsáranum hjá Jóni Þorsteins-
syni í Ármanni og lærði orgelleik.
Á unglingsárunum stundaði Ásta
netahnýtingar á netaverk-
stæði Völundar og starf-
aði m.a. í Viðey áður en
hún gifti sig.
Fjölskylda
Ásta giftist 17.12. 1938
Hilbert Jóni Björnssyni, f.
10.3. 1914, d. 19.11. 1974,
lengi bátsmanni á Esju og
síðar starfsmanni Reykja-
víkurhafnar. Hann var
sonur Bjöms Bjamason-
ar, verkstjóra hjá Kárafé-
laginu í Viðey, og k.h., Þorbjargar
Ásgrimsdóttur húsmóður.
Sonur Ástu og Karls Gíslasonar,
bílstjóra og verkstjóra
hjá Mjólkurstöðinni í
Reykjavík, er Reynir
Gísli Karlsson, f. 27.2.
1934, íþróttafulltrúi ríkis-
ins og deildarstjóri í
menntamálaráöuneyt-
inu, kvæntur Svanfríði
Maríu Guðjónsdóttur,
húsmóður og kennara,
og eiga þau tvö börn.
Ásta Þorkelsdóttir.
Böm Astu og Hilberts
Jóns eru Þorbjörg Hil-
bertsdóttir, f. 13.4. 1939,
húsmóðir og skólaritari í Reykja-
vík, og eignaðist hún fjóra syni og
era þrír þeirra á lífi; Sævar Hil-
bertsson, f. 27.5. 1946, BA í ensku,
kennslubókahöfimdur og kennari
við Kvennaskólann í Reykjavík.
Systkini Ástu: Ásta Ragnheiður,
f. 20.8. 1903, d. 8.11. 1903; Guðmund-
ur Ástvaldur, f. 23.9. 1904, d. 9.10.
1904; Óskar Ástmundur, f. 23.2.1906,
d. 22.8. 1988, lengst af gjaldkeri
Slippfélagsins í Reykjavík hf; Skarp-
héðinn, f. 15.2. 1912, d. 19.4. 1950,
læknir, síðast á Höfn í Homafirði.
Foreldrar Ástu vora Þorkell Guð-
mundsson, f. 19.8. 1875, d. 7.3. 1928,
sjómaður, bátasmiður og hampþétt-
ari, og f.k.h., Signý Guðmundsdótt-
ir, f. 1.12. 1877, d. 13.11. 1918, hús-
móðir.
Fréttir
Höfn í Fornafirði:
Fólk frá fjölmörgum
löndum í síldarsöltun
DV, Hötn:
„Við söltum sild og flökum allan
sólarhringinn. Undanfarið hafa ver-
ið of fáir tímar í sólarhringnum og
vöntun á fólki. Við erum með um 70
manns í vinnu auk skólakrakka
sem koma þegar þeir geta,“ sagði
Grétar Amþórsson, verkstjóri í síld-
arsöltuninni í Óslandi, í samtali við
. DV.
Grímsbœ
v/Bústaðaveg
Skreytingar við öll
tœkifœri. Frí heimsending
fyrir sendingar yfir 2.000 kr.
Sími 588-1230
Flestir í söltuninni eru aðkomu-
fólk - fólk frá Bretlandi, Svíþjóð,
Portúgal, HoOandi, Þýskalandi og
PóUandi og helstu tungumálavanda-
málin eru í sambandi við Pólverj-
ana. Þeir tala ekkert nema pólsku
en að öðru leyti gengur þetta mjög
vel.
Starfsfólk Borgeyjar, sem unnið
hefur í frystingu á síld og kola, mun
næstu daga vinna við söltunina því
ekkert er unnið við frystinguna sem
stendur vegna bilunar í frystiklefa.
Búið er að salta um 17 þúsund
tunnur af síld og er það nokkru
minna en á sama tíma í fyrra enda
byrjaði söltun mánuði seinna í
haust. Ekki hefur verið hægt að
sinna framleiðslu á gaffalbitum
undanfarið vegna vöntunar á starfs-
fólki. Sú framleiðsla bíður betri
tíma.
-JI
Pólsku bræðurnir Róbert og Valdimar una sér vel í síldinni þrátt fyrir tungu-
málaerfiöleika. DV-mynd Júlía
AKUREYRI
Blaöbera vantar í innbæinn.
Upplýsingar gefur umboðsmaður
í síma 462 5013
DV
Tll hamingju
85 ára
Gunnar Sigtryggsson,
Blesugróf 30, Reykjavík.
80 ára
Jónlna Sigurveig Guð-
mundsdóttir
frá Víkingavatni,
Dalbraut 18, Reykjavik.
Margrét Sveinsdóttir,
Eyvindará, Egilsstöðum.
70 ára
Margrét Sigurðardóttir,
Smárahlíð 10E, Akureyri.
Jón Aðalsteinn Jónasson,
Kúrlandi 30, Reykjavík.
60 ára
Hildibrandur Bjarnason,
Bjamarhöfn II, HelgafeOs-
sveit.
Sigrún Jóhannsdóttir,
Logafold 35, Reykjavík.
50 ára
Sæmundur Sæmimdsson,
Melseli 16, Reykjavík.
Guðmundur Ingólfsson,
Löngumýri 30, Akureyri.
Garðar Jóhannsson,
Heiðvangi 21, HeOu.
Þorgerður Erla Jónsdóttir,
Þórólfsgötu 8A, Borgamesi.
Steinar Petersen,
Goðheimum 3, Reykjavík.
Aðalheiður Hannesdóttir,
Hagatúni 11, Höfn í Homa-
firði.
40 ára
Sigurður Long Jakobsson,
Melhaga 17, Reykjavík.
Gunnar Gunnarsson,
Ránargötu 14, Reykjavík.
María Stefanía Jóhanns-
dóttir,
Kúskerpi, Akrahreppi.
Guðfinna Guðfinnsdóttir,
Leirabakka 20, Reykjavík.
Sigurleif Guðfinnsdóttir,
Hrauntúni 41, Vestmanna
eyjmn.
Gerður Pálsdóttir,
Dalhúsum 82, Reykjavík.
Helmut Maier,
Glaðheimum 24, Reykjavík.
Jónína Sæmundsdóttir,
Friðarstöðum, Hveragerði.
Meiri vinna á Akranesi
DV, Akranesi
Atvinnuleysi á Akranesi í októ-
ber var 3,56% og hafði lækkað um
tæpt 1% frá því í september. Þá var
það 4,47% og í ágúst var það 3,23%.
Ef litið er tO sömu mánaða 1995 var
atvinuleysið í ágúst 5,34%, í septem-
ber 3,24% og október 4,15%.
Af þessu sést að atvinnuleysið
hefur minnkað á Akranesi og stafar
það af þvi að nóg hefur verið að
gera hjá flestum fyrirtækjum og
hafa þau þurft að bæta við sig fólki.
Fleiri konur eru án atvinnu en
karlar. Karlastörfum hefur fjölgað
meira en kvennastörfum og þó svo
að byggt verði álver á Grundar-
tanga leysir það ekki atvinnuástand
kvenna á Ákranesi. Aðalástæðan
fyrir litlu atvinnuleysi í október
stafar meðal annars af því að mikil
vinna var í sláturhúsinu og þau hjá
Vinnumiðluninni á Akranesi segja
að í nóvember muni atvinnuleysið
eitthvað aukast vegna þess að vinn-
an í sláturhúsunum er þá búin. At-
vinnuleysi í nóvember 1995 var
4,79%.
-DVÓ