Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 dv Fréttir Ekki staðiö við að ráða í stöður á Litla-Hrauni: Tveir læknar hætt- ir vegna óánægju - þeir móðguðust, segir fyrrverandi fjármálastjóri „Þaö er ekkert leyndarmál að við erum hættir störfum á Litla- Hrauni og að ástæðan er óánægja. Við sett- um það á oddinn að ráðið yrði í stöðu félagsfræðings, sálfræðings og hjúkrunarfræðings í hálfa stöðu en við það hefur ekki verið staðið,“ segir Gylfi Haraldsson en hann og kollegi hans, Pétur Skarphéðinsson, eru hættir störfum sem læknar á Litla-Hrauni. Gylfl segir að ekki hafi verið ráð- ið í umræddar stöður eftir að þeir sem gegndu þeim á sínum tíma hurfu til annarra starfa. Hann segir mikla þörf vera á því að ráða i stöð- urnar því sú þjónusta sem veita á föngum á Litla-Hrauni sé alls ekki fullnægjandi. „Við reyndum að vinna okkar starf þarna eins og hægt var, innan þess ramma sem vinnutíminn leyfði, og miklu meira en það, en oft eru þakkir heimsins litlar,“ segir Gylfi Haraldsson. „Ég viðurkenni að þessir menn hafa eflaust komið með einhverjar tillögur um ýmislegt sem betur mætti fara en það er ekki kjami málsins að mínu mati. Nefnd sem skipuð var á liðnu ári hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um að flytja alla heilbrigðisþjónustu frá Fangelsismálastofnun og yfir til heilbrigðisráðuneytisins. Til stend- ur að leita eftir samstarfi við Sjúkrahús Suðurlands og þeir máttu eiga von á því að þeim yrði sagt upp. Þeim var gert þetta ljóst og þeir sögðu upp sama dag eða dag- inn eftir. Ég lít svo á að þeir hafði móðgast og sagt upp þess vegna,“ segir Sólmundur Már Jónsson hjá dómsmálaráðuneytinu en hann gegndi starfi fjármálastjóra Fangels- ismálastofnunar þar til fyrir skömmu. Sólmundur sagði að reynt hefði verið að ráða i sumar stöðurn- ar en áhuginn væri lítill, nú sé ver- ið auglýsa eftir sálfræðingi og unn- ið sé að því að geðlæknir á Sogni sinni föngunum á Hrauninu. Þegar ummæli Sólmundar voru borin undir Gylfa sagði hann aðeins að Sólmundur væri ungur og óreyndur og þess vegna gæti hann leyft sér að tala svona. Hann sagðist fagna því að heilbrigðismálin færu frá stofnuninni og til ráðuneytisins. „Við erum búnir að vinna þarna í níu ár og hættum ekki vegna þess að við förum í fýlu,“ segir Gylfí. Haraldur Johannessen fangelsis- málastjóri sagðist í samtali við DV ekki kannast við að þessir læknar hefðu haft uppi óskir um ráðningar á fólki og þvi svarar Gylfi þannig að hann eigi undirritaðan ráðningar- samning frá liðnu vori þar sem þetta sé eitt af ákvæðunum. -sv Rvk-mót í bridge: Þrefaldur sigur Bjöm Eysteinsson landsliðs- þjálfari og Sverrir Ármannsson uröu um helgina öruggir sigur- vegarar á Reykjavíkurmótinu 1 tvímenningi. Þeir vörðu þar með titil sinn frá síðasta ári og eru einnig núverandi íslandsmeist- arar í tvímenningi. Björn og Sverrir enduðu með 272 stig í plús, Karl Sigurhjartarson-Þor- lákur Jónsson aðrir með 211 stig og Ásmundur Pálsson-Aðal- steinn Jörgensen þriðju með 187 stig. -ÍS ísafjörður: Tveir teknir fyrir innbrot Tveir menn voru handteknir fyrir innbrot í veitingastað á ísa- firði á sunnudagsmorgun. Þar höfðu þeir orðið sér úti um tölu- vert magn af tóbaki og sjö flösk- ur af vini en lögregla kom að þeim á innbrotsstaðnum. Menn- imir reyndu að forða sér en lög- reglan hljóp þá uppi. Mönnunum var sleppt eftir skýrslutöku síð- degis í gær. -JHÞ Eyj afj arðar s væðið: Ekki var við vinnslu kjöts af heimaslátruðu - segir heilbrigðisfulltrúi „Við verðum ekki varir við að hér séu í gangi kjötvinnslur sem eru að vinna kjöt af heimaslátruðu til sölu á almennum markaði. Það hefur ekki komið upp nema eitt dæmi þar sem við höfum þurft að hafa afskipti af slíku og þá var það verslun sem tók að sér sögun á kjöti. Við afskipti okkar var látið af þeirri iðju,“ segir Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi f Eyjafirði, um heimaslátrun og kjötvinnslu á svæði hans. Hann segir að vitað sé að talsvert sé um heimaslátrun en engin leið sé fyrir heilbrigðiseftirlitið að ná yfir- sýn yfir það mál. „Heimaslátrun er lögleg og það er mjög erfitt að átta sig á því hvenær sala fer fram á slíku kjöti. Það er þó alveg ljóst að hér er ekki um að ræða vinnslu af þeirri stærðargráðu sem um er að ræða á Suðurlandi," segir Alfreð. -rt Maðkur í sígar- ettufilternum DV, Höfn: „Þegar ég opnaði sígarettu- pakkann sá ég að filterinn var skemmdur og fór að skoða hann nánar. Fannst þetta eitthvað óeðlilegt og þá fann ég lifandi maðk í filtemum," sagði Guð- rún Valgeirsdóttir, húsmóðir á Höfn. Hún hafði farið í eina sjopp- una á staðnum og keypt Camel- sígarettur með filter og þegar hún opnaði pakkann kom í ljós sundurtættur filter og þar var sprelllifandi, feitur og þústinn maðkur, um 6 mm langur. „Ég hef heyrt um fleiri sem hafa fengiö Camel-sígarettur með maðki í sjoppum hér og sá í pakka sem var hreinlega mor- andi. Maðkurinn virðist helst halda sig í filtemum og étur hann upp,“ sagði Guðrún. Ekki varð þó maðkurinn til þess að Guðrún hætti að reykja, hún sagðist aðeins skipta um tegund. Camel ætlaði hún ekki að kaupa í bráð - sennilega yrði langt þangað til. -JI Guörún meö maökinn fyrir fram sig. DV-mynd Júlía Sandvík SK 188 var hleypt af stokkunum í Skipasmíöastööinni hf. á Isafiröi Sandvík SK 188 hleypt af stokkunum: Teikningarnar sendar um Internet frá Bandaríkjunum - fyrsta nýsmíði á ísafirði síðan 1989: Sandvík SK 188 var hleypt af stokkunum í Skipasmíðastöðinni hf. á ísafirði um kl. 7 á laugardags- morguninn. Sandvík SK 188 var smíðuð fyrir útgeröarfélagið Tind ehf. á Sauðárkróki og er 30 tonn að stærð, sérhönnuð til rækjuveiða og kostar um 40 milljónir króna. Skip- ið er hannað hjá Skipasmíðastöð- inni á ísafírði en bandateikningar em unnar í Bandaríkjunum og sendar um Intemetið í tölvu Skipa- smíðastöðvarinnar. Þessar upplýs- ingar voru síðan sendar beint úr tölvu fyrirtækisins i skurðarvél sem skar stálið niður af mikilli ná- kvæmni. Þar með er aflögð mikil handavinna við að búa til skapalón af bandateikningum sem siðan var skorið eftir og nákvæmnin sem fæst við tölvuvinnsluna er mun meiri. Við þetta sparast bæði efni og mik- ill tími en auk bandateikninga vora teikningar að byrðingi, dekki og ýmsu öðru einnig tölvuunnar fyrir skurðarvélina. Siguröur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skipasmíðastöðvarinnar, sagði að skipið væri sérstaklega frá- bragðið öðram skipum í þessum stærðarflokki hvað lestarrými varð- ar. Lestin er sérhönnuð fyrir kör og báturinn er frá upphafi hannaður til rækjuveiða. Fyrir utan dráttar- bát sem verið er að smíða í Vest- mannaeyjum er þessi nýsmíði Skipasmíðastöðvarinnar á Isafirði eina stálskipið sem smíðað hefur verið á íslandi um árabil. Síðast var nýju skipi hleypt af stokkunum á ísafirði í ágústmánuði árið 1989. Siguröur sagði að næg verkefni væru fram undan hjá stöðinni og stefht væri að því að hefja smíði á öðrum bát fljótlega eftir áramótin. Á milli tuttugu og tuttugu og fimm starfsmenn vinna hjá Skipasmiða- stöðinni en auk þess komu nokkrir undirverktakar að smíði Sandvíkur. Það eru m.a. Póllinn hf. á ísafirði, sem sá um raflagnir, Mjölnir hf. í Bolungarvik, sem sá um vökvakerfi, Magnús Alfreðsson á ísafirði sá um innréttingasmíði og Rörtækni sá um pípulagnir. Sigurður sagði að engin rök væru fyrir því að íslensk- ar skipasmíðastöðvar gætu ekki verið samkeppnishæfar í verði, alla- vega ef miðað er við skipasmíðaiðn- að í Vestur-Evrópu. Nefndi hann sem dæmi að í Noregi væru greidd hærri laun og aðföng Norðmanna t.d. á vélbúnaði frá Bandaríkjunum væru dýrari en á íslandi. Stál og aðrar vörar til smíðanna eru yfir- leitt á sama verði. Sigurður sagði að eina ástæðan sem gæti skekkt sam- keppnisstöðuna væri kunnáttuleysi en segja má að heila kynslóð jám- iðnaðarmanna vanti á íslandi í dag því störf þeirra hafa að mestu verið flutt úr landi á undanförnum árum. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.