Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 21
menning ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 Engar plágur Þegar Sergei Rakhmanínov (1873-1943) var að- eins tuttugu og fjögurra ára var fyrsta sinfónía hans framflutt. Hann hafði þá þegar samið ýmis- legt annað, þar á meðal pianókonsert. Tónleik- arnir tókust með eindæmum illa, hljómsveitar- stjórinn var fullur og hljóðfæraleikaramir spil- uðu hver með sínu nefi. Nokkrum dögum síðar birtist tónlistargagnrýni eftir einn helsta gagn- rýnandann í Sánkti Pétursborg, Cesar Cui, og sagði hann meðal annars: „Ef það væri tónlistar- háskóli í Helvíti, og ef einn af efnilegri nemend- Hljómdiskar Jónas Sen unum þar hefði skrifað sinfóniu um plágumar sjö 1 Egyptalandi, og ef hún hljómaði eitthvað í líkingu við sinfóníu Rakhmanínovs myndi hon- um hafa tekist ætlunarverk sitt fullkomlega og hefði glatt alla íbúa Vítis.“ Skiljanlega lagðist Rakhmanínov i þunglyndi. Hann varð svo fársjúkur að ekkert gat huggað hann. Að endingu var hann sendur til geðlæknis sem var frægur fyrir dáleiðslu. Á meðan Rakh- manínov var i djúpum transi sagði geðlæknirinn við hann að hann myndi semja píanókonsert sem yrði einstakur að gæðum. Hæfileikar hans myndu blómstra og hann aftur fá trú á sjálfan sig. Og viti menn! Þerapían virkaði og Rakhman- ínov samdi píanókonsert sem enn þann dag í dag Þorsteinn Gauti Sigurðsson - agaður og kraft- mikill. er einn vinsælasti sinnar tegundar. Þetta er pí- anókonsert nr. 2 opus 18 og er hann annað verk- anna sem Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Ola Rudner á nýútkominni geislaplötu frá Japis. Hitt verkið er Rapsódía um stef eftir Paganini, einnig fyrir píanó og hljómsveit. Stefið er mjög þekkt og hafa mörg tónskáld fengið það að láni í verkum sínum. Öðru lagi bregður þar fyrir líka sem er heldur ekki eftir Rakhmanínov, það er gamalt stef úr rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og fjallar um dómsdag. Enda er það óhugnanlegt og hefur verið notað í mörgum hryllingsmynd- um, til dæmis „The Shining" með Jack Nichol- son. Ekki er þó hægt að segja að neitt hryllilegt sé við leik Þorsteins Gauta á umræddri geislaplötu. Öðru nær. Skemmst er frá því að segja að þetta er frábær plata. Leikur Þorsteins Gauta er í senn agaður og kraftmikill og er hrein dásemd að hlusta á hann. Túlkun hans er mjög rómantísk, dimm og þung sem er viðeigandi þegar Rakhman- ínov er spilaður. Sömuleiðis er leikur Sinfóníu- hljómsveitar íslands til mikillar fyrirmyndar, all- ar nótur á sínum stað. Ola Rudner hefur tekist að skapa nautnalegt andrúmsloft sem er við hæfi þegar svona tilfinningaheit tónlist er annars veg- ar. Og rúsínan í pylsuendanum er að upptakan var í höndum Bjama Rúnars Bjarnasonar og hef- ur hún heppnast mjög vel. Kannski betur í Rap- sódíunni en þar er hljómurinn heldur glansmeiri en í konsertinum. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari leikur ásamt Sinfóniuhljómsveit íslands verk eftir Sergei Rakhmanínov. Japis 1996 Þórsmörk - Land og saga Allir landsmenn - og enn þá fleiri erlendir ferðamenn - þekkja Þórð Tómasson, safhvörð í Skógum, þennan lifandi þekkingarbanka um landkosti, náttúru og lífsstíl íslendinga fyrr á tímum. í nýrri stórri og fallegri bók, Þórsmörk - Land og saga, rekur hann sögu þessarar nátt- úruperlu frá öndverðu, fjallar um búsetu í Þórs- Þórður Tómasson í Skóg-mgr^ landnýtingu, friðun, lýsir náttúrufari þar um- ítarlega og öllum staðháttum. En þó að málfar Þórðar sé kjarnmikið nægja orðin ekki til að skila efninu, og þar sem þeim sleppir taka myndimar við. Bókin er litprentuð og í henni eru nærri 300 ljósmyndir eftir marga af bestu ljósmyndurum þjóð- arinnar, teikningar og kort. „Þórður í Skógum á að baki nærri 50 ára feril sem höfundur rita um þjóð- leg fræði,“ segir í kynningu, „og liggja eftir hann yfir tuttugu bækur auk nærri 200 blaða- og tímarits- greina. Bókin er öðrum þræði gefin út í tilefni af 75 ára afmæli höf- undar á þessu ári og hafa um 700 einstaklingar og fyrirtæki ritað nafn sitt á heillaóska- lista fremst í bókinni.“ Bókin er 304 bls.# gefin út af Máli og mynd. Valahnúkur. Ein fjölmargra mynda í bókinni. Ævintýri Lísu í hvunndeginum AUKIN ÖKURÉTTINDI LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ Ökuskóli íslands býður hagnýtt nám undir leiosögn færra og reynslumikilla lcennara. NámskeiS eru aS hefjast! Góð kennsluaðstaða og úrvals æfingabifreiSar. ^MENNS/q Ökuskóli Islands í FYRIRRÚMI Oll kennslugögn innifalin. Hagstætt verð og góð greiðslukjör. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði félaga sinna. Halðu samband ocj við sendum þér allar nanari upplýsingar um leið. Dugguvogi 2 104 Reykjavík S: 568 3841 Nú á dögunum kom þriðja barna- bók Helgu Möller út hjá Fróða og nefnist hún Prakkarakrakkar. Þar segir frá Lísu sem er tiu ára og vin- um hennar. Sagan hefst að vori og er stiklað á stóru fram á haust. Líf Lísu er ósköp gott og notalegt og þó að kötturinn hennar týnist heldur lífið áfram sinn vanagang. Hún fer í sumarbúðir, gistir hjá ættingjum og gerir ýmislegt fleira sem krakkar á hennar reki gera að sumarlagi. Mamma Lísu tekur upp á því að gifta sig en það virðist ekki hafa mikil áhrif á lífið og tilveruna og veldur engu hugarangri frekar en annað. Sagan er sögð í þriðju persónu og frásögnin er góðlátleg og lifandi. Helga Möller. Einn helsti galli verksins er að sögumaður sér söguheiminn með augum hins fullorðna en ekki barnsins. Hann horfir niður til per- sóna sinna, smækkar þær og tekur veröld þeirra ekki alvarlega. Les- andinn fær á tilfinninguna að hann sé að hlusta á frásögn foreldris af ævintýram bama sinna, enda gerist Bókmenntir Margrát Tryggvadóttir svo til ekkert í allri bókinni sem hinir fullorðnu frétta ekki af. Böm- in í sögunni eiga sér ekkert einkalíf. Engu að síður má oft hafa gaman af sögunni og eru sumir atburðanna býsna spaugilegir. Höfundm- hefur hins vegar þann hvimleiða sið að stöðva frásögnina þegar hún er mest spennandi. Þá er kaflinn venjulega búinn og við tekur annar kafli sem segir frá einhverju allt öðra en þar er gjama minnst á eða hugsað um atburði síðasta kafla og sagt frá málalokum í stuttri endur- sögn. í kaflanum „í Vindáshlíð" seg- ir til dæmis frá prakkarastrikum stelpnanna um hánótt en í þann mund sem spennan nær hámarki lýkur kaflanum og lesendur fá ekki málalok fyrr en í örstuttri endur- sögn í lok næsta kafla, fjórum blað- síðum síðar, að lokinni heilli skírn- arveislu og bónorði! Teikningar Ólafs Péturssonar era þokkalegar en teldust seint tíma- mótaverk. Þær ná oftast að túlka söguna vel en skortir, eins og sög- una sjálfa, alla dýpt. Helga Möller: Krakkaprakkarar Myndir og Kápa: Ólafur Pétursson Fróði, 1996. Dagur-Tíminn er blað fyrir fólk sem hefur gaman aflífinu í landinu og vill að morgunninn sé besti tími dagsins. RIÐ SYO ViL Biðinni er lokið Sími 800 70 80 GRÆNT NÚMER f f *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.