Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 22
26 % it ■•íjf' ■ ;í:í- enning - öðruvísi fuglabók ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 Kennslubók í ís- ;; lensku á frönsku | Fyrir nokkru kora út í Frakk- | landi fyrsta kennslubókin í ís- ? lensku á frönsku, Manuel d’is- 5 landais eftir Emil H. Eyjólfsson, : lektor viö háskólann í Lyon, og ! Magnús Pétursson, prófessor við Hamborgarháskóla. Bókin . er að stofni til byggð á 5 Lehrbuch des islandischen Sprache eftir Magnús sem kom J fyrst út í Þýskalandi 1980. í; Franska bókin er 303 síður og | gefin út með styrk frá UNESCO hjá hinu virta og gamalgróna | forlagi Éditions Klincksieck í / París. Meiri hluti íslensku þjóðarinnar býr í þéttbýli og tengslin við náttúru landsins hafa breyst. í bændasamfélaginu var náttúran samofin daglegu lífi en borg- arbúinn þarf að leita hana uppi. Útivist í tómstundum er orðinn snar þáttur í lífi margra, gönguferðir, langar eða skammar, ýmiss konar ræktun eða dvöl í sumarbú- stað. Þá fer varla hjá því að veita fuglunum eft- irtekt, því hvarvetna eru þessir vængjuðu íbúar landsins á ferli, í bæ og sveit, í fjörum og til fjalla. Á undanfómum árum hafa komið út ýmsar bækur um fugla, sumar draga fram helstu auð- kenni til að gott sé að greina þá, aðrar sýna fall- egar litmyndir af fuglum við ýmsar aðstæður og eru jafnvel eiginlegar listaverkabækur. Bókmenntir Sigríður Hjartar ísfygla eftir Sigurð Ægisson er ekki fyrsta bókin sem ég myndi grípa til mér til glöggvunar, rækist ég á ókunnan fugl og væri bara að forvitnast um heiti hans. En hún svarar fjöl- mörgum öðram spumingum mín- um og á marg- an hátt Haforn. En svar við einni spurningu vekur oft upp aðra og smám saman hefur forvitni mín og áhugi á fuglum aukist og ósvöruðum spumingum fjölgað að sama skapi: hvenær kemur lóan, hvar er spó- inn á vetrum, hvað er músarrindillinn þungur, liggja allir fuglar jafn lengi á, hvemig era eggin lit, hvenær verða þeir kynþroska, hversu gamlir geta þeir orðið og svo framvegis. betur en aðrar bækur. Bókin er aðgengileg og auðvelt að finna þann fugl sem leitað er að þar sem þeim er raðað í stafrófsröð eftir ís- lenska heitinu. Hver íslenskur varp- fugl fær umfjöllun á heilli opnu. Ætt- fræðiáhuga íslendinga hefur verið við brugðið. Hér er hver fugl svo kynntur til sögunnar að lýst er ætt hans og frændgarði og búsetu á jarðar- kringlunni. Þá er lýst helstu útlitseinkennum, misnákvæmlega þó, stærð og þyngd og hvort munur er á kynjunum. Síðan fylgir fjölbreyttur fróðleikur um hátterni fuglsins, kjörlendi, fæðuval, hreiður- gerð, ungauppeldi, kyn- þroska og hámarksaldur svo fátt eitt sé nefnt. Á spássíu er heiti fuglsins á mörgum tungum. Eins er útdreginn kafli þar sem leitað er skýr- ingar á íslenska og latneska heitinu. Bókin er alls ekki eingöngu þurr upptalning á staðreyndum. Fuglinn er tengdur sögu þjóðarinn- ar gegnum aldirnar og margir skipa sess í þjóðtrúnni, bæði hér og í nágrannalöndunum. Ýmsir fuglar bera fleira en eitt nafn. Um þetta má lesa á síðum ísfyglu og fjölmargt fleira. Bókin er falleg og vel unnin, skrifuð á góðu máli og yfirbragð allt er vandað. Algengustu litir íslenskra fugla em mildir, ljós, móleitur og svart- ur litur mest áberandi. Þetta em líka einkennis- litir bókarinnar sem gefa henni dálítið angur- vært yfirbragð og fallegar fuglateikningar Jóns Baldurs Hlíðberg fara vel á rjómahvítum papp- ímum. Þeir sem hafa yndi af náttúruskoðun taka fagnandi við ísfyglu. ísfygla. Höfundur og útgefandi Siguröur Ægis- son, teikningar Jón Baldur Hlíðberg. í 123. sinn Almanak Þjóðvinafélagsins kom nýlega út í 123. sinn, en það kom fyrst út í Kaupmanna- höfn 1874. Auk almanaksins sjálfs hefur árbók íslands verið fastur liður í ritinu, og má í því finna samfellt yfirlit yfir sögu síðustu 120 ára og ríf- lega það. Fjallað er um árferði, helstu at- vinnuvegi, stjóm- mál, íþróttir, manna- lát og margt fleira. Árbókina fyrir árið 1995 í nýja heftið rit- ar Heimir Þorleifs- son sagnfræðingur. Hún er í lengra lagi vegna kosninga og stjómarmyndunar á árinu. Þor- steinn Sæmundsson stjömu- fræðingm- hefur reiknað og búið almanakið sjálft til prent- unar. Hið íslenska Þjóðvinafélag gefur Almanakið út en Sögufé- lag Fischersimdi 3 dreifir því. Undur hafsins Nýr liósgeisli Það hefur vakið nokkra athygli að hópur ungra íslenskra tónlistar- manna hefur tekið sig saman um út- gáfu hljómdiska með klassískri tón- list undir nafninu Skref. Einn slík- ur diskur er nú útkominn þar sem Nína Margrét Grímsdóttir pianó- leikari flytur verk eftir W.A. Mozart og F. Mendels- sohn. Eins og allir vita var Mozart snjall píanóleik- ari og hafði ofan af fyrir sér með- al annars með píanóleik. Lengst af var háttur hans sá að leika af fingr- um fram eftir þörfum. Stund- um skrifaði hann það efni eftir á þótt búast megi við að flest hafi það gleymst. Þá tók hann sig nokkrum sinn- um til á ævinni og samdi gagn- gert einleiksverk fyrir píanó, jafnan nokkur í senn. Sumarið 1778 var hann í París með móður sinni í leit að fé og frama. Sú leit varð til einsk- is eins og kunnugt er. Ofan á það bættist dauði móður hans og varð Mozart að 'jarða hana fjarri heima- högum. Við þessar að- stæður samdi Mozart fimm píanósónötur auk_______________ nokkurra smærri verka. Meðal þeirra var sónatan í B dúr K 333 og tilbrigðin í C dúr K 265 og bæði er að finna á hljómdiski Nínu Margrétar. Þessi verk eru í senn lík og ólík. B dúr sónatan er viðamikið verk þar sem ströng skapandi hugsun og sterkar tilfinningar eru færðar í búning glaðværðar og áhyggjulauss léttleika. í tilbrigðunum er eins og gáskafullur krakki geri grín að snilligáfu sinni og hafi hana að leik- Nína Margrét Grímsdóttir. fangi. Ef til vill var þetta leið Moz- arts til þess að komast undan von- brigðum sinum og harmi. Auk verka Mozarts eru á diskin- um tvö verk eftir Mendelssohn, Variations serieuses og Rondo capriccioso. Bæði þessi verk em vel samin af hendi fágaðs kunnáttu- manns. Þau snerta nútíma- mann hins vegar lítt fyrir utan þetta. Það er eins og höfundinum liggi ekki annað á hjarta en að njóta fæmi sinn- ar. Það þarf hug- rekki til að gefa út enn eina útgáf- una af píanóverk- um Mozarts. Staðreyndin er sú að það er ekki að öllu leyti þakklátt verk að leika Mozart, tón- listin er svo skýr og laus við auka- atriði að minnstu hnökrar og mistök verða áberandi. Þannig má segja, þótt Nína Margrét sýni yf- irleitt mjög góða tækni í verkum þessum, að unnt er finna upptökur annarra þar sem stálfingmð fimin er enn stórkost- legri. En spuming- in sem sker úr um það hvort betur var af stað farið en _________________heima setið lýtur fyrst og fremst að túlkun. Er hún nógu persónuleg til að gefa fyrirtækinu sjálfstætt gildi. Þessari spumingu verður hiklaust svarað játandi hvað leik Nínu Mar- grétar varðar. Hún hefur ótvíræða skapandi tónlistargáfu sem kastar nýjum ljósgeisla á hin gömlu vel þekktu viðfangsefni. Nína Margrét Grímsdóttir leikur Mozart og Mendelssohn á pianó. Útgefandi: Skref. Dreifing: Japis Hljómdiskar Rnnur Torfi Stefánsson sinn þjófótti og skyrfjallið aut íslensku bamabókaverð- aunin fyrir bestu mynd- skreyttu söguna nú nýverið. Söguna segir Sigrún Helga- dóttir en Guðrún Hannesdótt- ir dóttir hennar teiknar myndimar. Þetta er ævintýri fyrir böm sem byrjar á hefð- bundinn hátt á orðunum „Einu sinni vora kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu sér eina dóttur.“ Síðan heldur sögumaður áfram og kynnir okkur fyrir risanum ógur- lega sem herjar á þorps- búa með látum og þjófnaði. Allir em dauðhræddir við hann svo hann lætur greipar sópa um kóngs- ríkið og stelur loks óngsdótturinni líka. Ungu mnirnir í þorpinu reyna að frelsa hana en enginn þeirra kemur aftur og Hvörfin í sögunni: Risinn rænir sjálfri að lokum er bara Pési litli eftir. einkadóttur konungshjóna. Mynd Guö- Pétur er lítill og væskilslegur rúnar Hannesdóttur viö verölaunabók vegna þess að hann vill frekar Vöku-Helgafells. borða sætindi en hollan mat. Davíð og Golíat Hann ætlar þó að reyna að frelsa kóngsdótturina. Hann kemst að því að ris- anum eykst ásmegin við að borða lýsi, mjólk, rúgbrauð og skyr; næsta morg- un verður hann fyrri til að innbyrða hollustuna og varpar risanum að sjálf- sögðu á haf út. Allt endar vel og Pési fær kóngsdótturina og hálft kóngsrík- iö að launum eins og lög gera ráð fýrir. Sagan byggir á aldagamalli frásagnarhefð sem er þó brotin upp því til- gangurinn er ekki bara að segja sögu. Andstætt flestum hefðbundnum æv- Bókmenntir Oddný Árnadóttir intýrum hefur þessi saga áberandi uppeldislegan boðskap. Kannski hefúr hún verið búin til fyrir böm sem fussuðu við hollum mat eins og Pési og mér finnst höfúndur koma boðskap sínum skemmtilega til skila. í stað þess að fá lýsið úr flösku rennur það í læk hjá risanum, mjólkin er stöðuvatn og rúgbrauðið er heilt fjall sem hægt er að ganga á og fá sér bita þegar mann lystir. Myndimar í bókinni em kapítuli út af fyrir sig, svo skemmtilegar og fállegar em þær, einfaldar og litríkar og henta afar vel þeim aldurshópi sem bókin er ætluð. Myndimar falla vel að textanum og túlka þau hughrif sem fylgja lestrinum. Öll er bókin höfundum og útgáfu til mikils sóma. Sigrún Helgadóttir og Guðrún Hannesdóttir: Risinn þjófótti og skyrfjallið Vaka-Helgafell 1996 Undraveröld hafdjúpanna við ísland eftir Jörund Svavarsson og Pálma Dungal gefur lesend- kost á að kynnast leyndar- dómum sjávarins við landið, sannkallaðri undraveröld rétt ið tæmar á okkur flestum sem við vitum þó lítið um. í henni ljósmyndir teknar við froskköfun sem sýna lífverur neð- ansjávar í nátt- úrulegu umhverfi sínu, bæði kunn- uglega fiska og torkennilegar furðuskepnur. Hvorutveggja er svo sagt frá í aðgengilegum texta. Mál og menning gefur bókina út. Systkini lesa Davíð Leikararnir vinsælu Arnar og Helga Jónsbörn hafa lesið inn á geisladisk safn kvæða eft- ir Davíð Stefánsson, en systkin- in em að norðan eins og hann. Alls lesa þau 39 ljóð og þeirra á meðal mörg hans þekktustu, til i dæmis Komdu, Hallarfrúna, Skógarhind, Konan sem kyndir ofninn minn, Brúðarskóna og Sestu héma hjá mér. Það er fyr- irtækið Hljóðsetning sem gefur diskinn út ásamt Arnari. ltiu Ferðastangur ■ austan tjalds og vestan hafs. Hann segir frá viðburðaríkum | ferðalögum til íslendinga- I byggða í Vesturheimi með leik- umm og kór Þjóðleikhússins, og til Austur-Þýskalands við þriðja mann. Sú ferð teygðist til Búlgaríu þar sem forseti lands- | ins bauð þeim óvænt heim - f „og var jafnan líf og fjör“, eins 5 og segir í kynningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.