Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 36
K I IV G A C3 L«TT« til nn'ftí/* a$ v/nnO i Vinningstölur 25.11/96 (i)00@ 22) (27) (30) KIN I— LO FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháÖ dagblaÖ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 Nýherji: Tilboð í hlut VÍB Verðbréfamarkaður íslands- banka, VÍB, er með tilboð undir höndum um kaup á 13% hlut fyrir- tækisins í Nýherja. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB, staðfesti þetta í samtali við DV en vildi ekki upplýsa hver vildi kaupa. Sagði hann samningaviðræðum ljúka fljótlega. -bjb Skeiöarársandur: Hringvegur- „ inn opnaður á morgun Vegurinn yfir Skeiðarársand verður opnaður á morgun og að öll- um líkindum verður tilkynnt um tímann síðar í dag. „Við erum að ljúka við að merkja veginn, ljúka við slóðana og snyrta kanta o.s.frv. og gerum ráð fyrir að því ljúki á morgun og vUjum biðja vegfarendur að sýna þolinmæði ^þangað tU,“ segir Jörgen Hrafnkels- son hjá Vegagerðinni á Skeiðarárs- andi í samtali við DV. Þetta er mun fyrr en gert var ráð fyrir að takast mætti að tengja hringveginn á ný, en Jörgen segir að veður hafi þegar á heUdina er lit- ið verið mjög hagstætt tU fram- kvæmdanna þó að kuldar og frost hafi verið talsverð á hinum stutta framkvæmdatíma. Veður hafi hins vegar að mestu verið stiUt og ekki snjóað eða verið umhleypingar og það hafi gert gæfumuninn. -SÁ Mannbjörg: Trilla sökk Mannbjörg varð þegar sex tonna triUa, Jóhanna SH frá Ólafsvík, sökk skammt fyrir utan Rif um klukkan 18 í gærkvöld. Einn maður var um borð í trillunni. Talið er að leki hafi komist að triUunni og komst skipveijinn um borð í bátinn Bjama Kristjánsson SH. Bátnum tókst að koma triUunni í tog en ekki tókst þó betur til en svo að taugin slitnaði með fyrr- greindum aUeiðingum. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík var veður mjög gott á þessum slóð- um og ekki mun mikU hætta hafa verið á ferðum. -RR L O K I Ólga í Þorlákshöfn vegna sölu hlutabréfa Meitilsins: Nær allir starfsmenn skrifa undir mótmæli - segja viðræður hafa hafist áður en bréf voru seld „Við mótmælum hvernig staðið var að kaupunum. Hin hliðin hefur ekki komið fram í málinu. Hún er sú að stjórnar- formaður MeitUsins hélt fúnd með okkur starfsfólkinu. Hann var spurður að því hvenær við- ræður við Vinnslustöðina hefðu hafist. Þá sagði hann það hafa verið í júlí, það hefðu verið mis- tök og hann baðst fyrirgefning- ar. Þetta hefur hvergi komið fram og það er því ekki rétt að sameining hafi komið upp fjór- um dögum eftir að bréfin voru keypt,“ sagði einn starfsmanna Meitilsins í Þorlákshöfn í sam- tali við DV en undirskriftasöfn- un hófst meðal starfsmanna fyr- irtækisins í gærmorgun til að mótmæla sölu hlutabréfa Þró- unarsjóðs sjávarútvegsins í Meitlinum, skömmu áður en lagt var til að fyrirtækið sam- einaðist Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum. Kaupum veröi rift Nær allir starfsmenn fyrir- tækisins í landi, um 80 talsins, skrifuðu sig á listana en með sjómönnum eru ríflega 100 manns á launaskrá Meitilsins. Yfir undirskriftunum er þess krafist að hlutabréfakaupunum verði rift og þau auglýst til sölu upp á nýtt. Listarnir voru af- hentir í morgun á skrifstofu Þróunarsjóðs, og til nokkurra þingmanna Suðurlands á Al- þingi. Stjóm Þróunarsjóðs hefur sem kunnugt er farið þess á leit við Geir Magnússon, forstjóra Olíufélagsins, að hann dragi til- boð sitt til baka um kaup á bréf- um sjóðsins í Meitlinmn. Svip- uðum tilmælum hefur verið beint til stjórnarmanna í Bú- landstindi vegna kaupa á bréf- um sjóðsins í því fyrirtæki. „Okkur er heitt í hamsi yfir þessu. Við óttumst að það gerist sem hefur verið að koma upp viða um land. Það er alltaf ann- ar aðilinn sem gleypir hinn. Fólk óttast að störf fari héðan úr Þorlákshöfn með sameining- unni,“ sagði starfsmaðurinn og bætti við að kollegar hans í fyr- irtækinu væru án efa tilbúnir að leggja fram fé til kaupa á hlutafé. „Það er engu að tapa. Viö verðum hvort eð er gjaldþrota ef þetta fer.“ -bjb Jólatré voru söguö niöur í Bankastræti í gær. Jólatré þessi veröa notuð til skreytinga í búöum á næstunni. Þaö minnir okkur á aö tæpur mánuður er þangaö til blessuö jólin koma. Fyrsti dagur í aðventu er nk. sunnudag en þá hefst nýtt kirkjuár. Sérstakar aöventusamkomur veröa í kirkjum landsins og aöventuljós fara aö skína í gluggum landsmanna. Margir nota sunnudaginn til aö baka piparkökur og búa til aöventukransinn um leið. DV-mynd ÞÖK Veðrið á morgun: Suðlæg átt Á morgun verður suðlæg átt, gola eða kaldi. Allra austast verður rigning fram yfir hádegi en skúrir eða slydduél sunnan og vestan til. Á Norðurlandi verður skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti verður á bil- inu 0 til 5 stig, hlýjast allra austast en kaldast norðan tii. Veðriö í dag er á bls. 36. LÍN-málið: Enn situr allt fast í gær var gerð alvarleg tilraun til að leysa deilu stjórnarflokkanna um máiefhi Lánasjóðs íslenskra náms- manna, en það tókst ekki. Það eru fyrst og fremst samtímagreiðslum- ar sem deilan snýst um. „Við erum vongóð um að deilan leysist í þessar viku. Eftir flokks- þingið er Framsóknarflokkurinn með alveg skýra afstöðu I málinu. Ályktunin sem var samþykkt á flokksþinginu er afdráttarlaus í þessu efni. Þar að auki lýsti flokks- þingið yfir stuðningi við þær tillög- ur sem við höfum verið með í mál- inu. Umræðan um málefni LÍN á flokksþinginu var þannig að við get- um ekki bakkað í þessu rnáli," sagði Hjálmar Ámason alþingismaður í samtali við DV í morgun. -S.dór Sólheimar: Rannsókn fer óvenjuleynt Rannsóknarlögregla ríksisins rannsakar enn nauðgunarkæm á hendur starfsmanni Sólheima sem kærður er fyrir að hafa nauðgað þroskaheftri stúlku sem var vist- maður þar. RLR varðist allra frétta af rann- sókn málsins í morgun. Að sögn heimildarmanna DV fer rannsókn málsins óvenjuleynt en um sérstaklega viðkvæmt mál er að ræða þar sem þroskaheft stúlka á í hlut. -RR Karlmaður í gæsluvarðhaldi DV, Aknreyri: Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. nóvember vegna gmns um kynferðislega áreitni við stúlku- böm. Maðurinn var handtekinn 19. nóvember og fljótlega úrskurðaður í gæsluvarðhald meðan á rannsókn málsins stendur. Rannsóknarlög- reglumenn á Akureyri, sem annast þá rannsókn, vörðust frekari frétta af málinu. -gk Innbrot í Grafarvogi Brotist var inn i fjölbylishús í Grafarvogi í nótt. íbúar þar urðu varir við skarkala í geymslum og hringdu á lögregluna. Kona var handtekin á staðnum en karlmaður, sem var í fylgd með henni, komst undan. -RR SMOBY ELDHUS með öllu fyrir börnin Heildverslunin Bjarkey Ingvar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.