Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 íþróttir unglinga Júdó hefur veriö iökað í Ármanni í mörg ár og þar hefur margur kappinn vaxiö úr grasi. Þessa dagana er mikiö streymi unglinga sem eldri til Ármanns og er ástæöan sú aö þátttakendur fá betri þjónustu hjá félaginu en áöur. Hér er hluti af þátttakendum á æfingu hjá félaginu um síöustu helgi. Júdódeild Ármanns breytir um starfsaðferðir: Júdóiðkendur á biðlista hjá félaginu - allir starfsmenn deildarinnar komnir á laun, segir Halldór Hafsteinsson Oft hefur ágreiningur orðið innan íþróttafélaga um það hvemig staðið skuli að íþróttalegri uppbyggingu bama og unglinga - og þá hefur oft verið efst í hugum manna hvort jjT sigur sé það sem Hjk skipti mestu máli. Sumir halda því fram að íþrótta- ^ iðkun eigi fyrst og . fremst að vera wn skemmtileg og M svona mætti lengi Halldór telja. Einnig era Hafsteinsson það fjármálin sem oft vilja þvælast fyrir mönnum. Júdódeild Ármanns hefur farið í gegnum þessi atriði að undanfornu og hafa forystumenn deildarinnar komist að ákveðinni niðurstöðu, sem hefur síðan kallað á mikla ijölgun þátttakenda hjá deildinni en áður hafði verið um mikla fækkun að ræða. Af þessu tilefni fór DV á stúfana og kannaði málið og fyrir svörum varð Halldór Hafsteinsson, framkvstj. júdódeildar Ármanns. Börn eiga ekki að keppa eftir reglum fullorðinna „Til að ná árangri í uppbyggingar- starfi íþrótta fyrir böm og unglinga er nauðsynlegt að koma til móts við þarfir hvers og eins en ekki líta á hópinn og afgreiða hann með staðl- aðri aðferð (eitt fyrir alla). Að mínu viti á ekki heldur að leggja of mikla áherslu á sigur í keppni þeirra yngstu - þvert á móti á það að vera efst á blaði hjá þjálf- urum að láta bömunum liða vel og að þau skemmti sér við æfingar sem keppni. Einnig er ég frekar ósáttur við hvernig staðið er að opinberam mótum fyrir yngri flokka hérlendis, þar eiga starfsmenn það til að hengja sig í ströngum keppnisregl- um fyrir þá yngstu, en þverbrjóta síðan sjálfir aílar siðareglur og ragl- ar þetta oft yngstu þátttakenduma mjög í ríminu. í mótun keppnisreglna fyrir júdómót barna og unglinga hér á Umsjón Halldór Halldórsson landi á ekki að taka mið af reglum úr fullorðinsmótum erlendis. Miklu nær væri að athuga hvemig best er staðið að bama- og unglingamótum erlendis og aðlaga þær reglur síðan íslenskum aðstæðum. Það er einnig mjög bagalegt hversu erfitt er oft að fá menn til starfa við opinber unglingamót og er það kannski skýringin á hinum ströngu reglum. En þessar reglur era, að mínu mati, ein aðalorsökin fyrir hinni miklu fækkun yngri þátttakenda í júdó.“ Erfitt til aö byrja meö „Þegar ég tók við júdódeild Ármanns fyrir nokkram árum var hún í mjög erfiðri stöðu og enginn fullorðinn gaf sér tíma til að sinna hinum nauðsynlegustu störfum fyr- ir deildina, svo sem við mótshald á vegum félagsins, þjálfun og annað. Festuleysi var því mikið á öllum sviðum. Öll þessi vinna var sjálf- boðavinna svo menn höfðu í sjálfu sér „rétt“ á að segja sem svo: „Ég má ekki vera að þessu.“ Vegna þessa tók ég þá ákvörðun að launa þau störf sem voru unnin innan deildarinnar en gerði um leið meiri kröfur um gæði þjálfunar og annarra starfa og lét meðal annars hækka tæknistigið, sem gerir aukn- ar kröfur til yngri þátttakenda - og féll það 1 mjög góðan jarðveg. Gott aðhald í peningamálum og greiðsla æfingagjalda sem fer fram gegnum aðgangskerfi, sem er ný- mæli, gerir okkur kleift að borga starfsmönnum deildarinnar laun. Þessi breyting tók sinn tíma og var vissulega erfið ákvörðun því flestum félagsmönnum fannst hún ekki eiga við í þeirri erfiðu stöðu sem deildin var. En í dag sé ég ekki eftir þessu því um leið og starfs- mennimir fengu greiðslu fyrir sín störf var hægt að gera meiri kröfur. Öll þjónusta við félagsmenn hefur einnig batnaö til mikUla muna og vakið mikil og góð viðbrögð yngri sem eldri félagsmanna. Þetta hefur og kallaö á mikla fjölgun þátttak- enda - og er því ljóst að þessi aðgerð hefur fallið í mjög góðan jarðveg. - í dag er svo komið að ekki er hægt að koma fleirum að og verða þeir sem ætla í byrjenda- og framhaldsflokk deildarinnar að skrá sig á biðlista því húsnæðið getur einfaldlega ekki tekið við þessum fjölda." Launa þarf starsmenn móta „Eitt er það sem mér finnst svo- litið hvimleitt - en það er þegar opinberu mótin eru i gangi, þá bregst það varla að menn sem era í forsvari fyrir þátttakendur frá fé- lögunum eru oftast kallaðir til aö sinna störfum sem varðar mótshald- ið. Þetta er mjög slæmt því þessir aðilar verða viðskila við hina ungu keppendum síns félags sem þeir áttu þó að bera ábyrgð á í við- komandi móti. Allir geta séð hversu bagalegt þetta er. Annað sem er áberandi á júdó- mótum hérlendis er hversu allt er þungt í vöfum og er sannarlega kominn tími til að lagfæra þetta á einhvern hátt, til dæmis meö tölvu- væðingu og notkun myndvarpa sem tengdist tölvubúnaðinum. Hugbún- aðinn er hægt að fá hannaðan hjá ÍSÍ. Ef þessi nýbreytni yrði tekin upp myndi það auka alla hag- ræðingu og létta þar með öll störf og bæta um leið allt upplýsingastreymi á mótunum. Mín skoðun er þvi sú að það beri að launa alla starfsmenn opinberra móta á íslandi - og er ég viss um að mótshaldið eitt getur staðið undir þeim kostnaði sem því fylgdi en bara ef rétt er að staðið. Hér á landi þykir nauðsynlegt að launa vinnu þjálfara en önnur störf eru ekki síður mikilvæg. Alls staðar þar sem kastað er til hendi við uppbyggingarstarfið innan íþróttafélaga verður árangurinn aldrei betri en til var sáð. Við verð- um því að breyta um aðferðir til að lokka krakkana til okkar - því án þeirra era engin íþróttafélög," sagði Halldór að lokum. DV íslandsmótið í handbolta: HK vann alla leikina HK sigraði í öllum leikjum sínum í 2. umferð íslandsmóts- ins í 2. deild B-riðils í 4. flokki stráka. Úrslit leikja urðu þessi. HK-ÍBV.....................10-0 HK-Víkingur...............16-15 HK-Fylkir.................27-14 HK-Selfoss................19-18 ÍBV-Víkingur...............0-10 ÍBV-Fylkir.................0-10 ÍBV-Selfoss................0-10 Víkingur-Fylkir...........21-15 Víkingur-Selfoss..........19-17 Selfoss-Fylkir............20-19 Lokastaðan: HK 4 4 0 0 72-47 8 Víkingur 4 3 0 1 85-48 6 Selfoss 4 2 0 2 65-57 4 Fylkir 4 1 0 3 58-68 2 ÍBV 4 0 0 4 0-40 0 HK spilar i 1. deild í 3. umferð. 4. fl. karla - 2. deild, A-riðilI: Stjarnan taplaus Stjömustrákamir í 4. flokki sigraðu alla andstæðinga sina í 2. umferð íslandsmótsins i hand- bolta í 2. deild A-riðils. Úrslit urðu sem hér segir. ÍR-Fjölnir....................29-19 ÍR-Stjarnan...................22-25 ÍR-Afturelding................25-19 ÍR-Breiðablik.................24-20 Fjölnir-Stjaman...............11-26 Fjölnir-Afturelding...........15-14 Fjölnir-Breiöablik............21-24 Stjaman-Afiurelding...........18-14 Stjaman-Breiðablik............21-16 Afttn'elding-Breiðablik.......25-22 Lokastaðan: Stjaman 4 4 0 0 9063 8 ÍR 4 3 0 1 10083 6 Afturelding 4 1 0 3 72-80 2 Breiðablik 4 1 0 3 82-91 2 Fjölnir 4 1 0 3 66-93 2 Stjaman leikur i 1. deild í 3. umferð. 4. flokkur karla - 1. deild: Valsstrákarnir efstir Valsstrákamir urðu efstir í A- riðli 4. flokks í 2. umferð íslandsmótsins í 1. deild. Úrslit urðu þessi. Valur-FH..................22-14 Valur-Fram................15-14 Valur-Haukar..............21-14 Valur-Grótta..............18-12 FH-Fram...................23-17 FH-Haukar.................20-17 Fram-Haukar...............18-21 Fram-Haukar...............17-20 Fram-Grótta...............12-17 Grótta-Haukar.............20-13 Lokastaðan: Valur 4 4 0 0 7054 8 Grótta 4 3 0 1 7061 6 FH 4 2 0 2 7577 4 Haukar 4 1 0 3 64-78 2 Fram 4 0 0 4 6075 0 Stig félaga eftir tvær umferðir í keppni A-liða í 2. deild 4. flokks stráka: 1. Valur 24 stig, 2. FH 18, 3. Grótta 15, 4. Fram 14, 5. Haukar 12, 6. ÍR 11, 7. HK 9, 8. Stjaman 8 og Afturelding með 7 stig. Skák unglinga: UngHngameistara* mót íslands 1996 Unglingameistaramót íslands (20 ára og yngri) fór fram um helgina 15.-17. nóvember. Úrslit urðu sem hér segir. íslandsmeistari varð Jón V. Gunnarsson, hlaut 6 1/2 vinning af 7 mögulegum. í 2. sæti varð Bragi Þorfinns- son með 5 1/2 vinning. í 3. sæti varð Einar Hjalti Jensson 'með 5 vinninga. 4.-5. sæti skipuðu þeir Orri Freyr Oddsson og Stefán Krist- jánsson með 4 1/2 vinning. í 6.-11. sæti urðu Bjöm Þor- finnsson, Hjörtur Þór Daðason, Atli Hilmarsson, Bergsteinn Ein- arsson, Hlíðar Þór Hreinsson og Þórir Júlíusson með 4 vinninga. Unglingameistari 1996 varð því Jón Viktor Gunnarsson en hann er aðeins 16 ára að aldri. Alls tóku 22 keppendur þátt í mótinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.