Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996 ö Lifandi frásagnargáfa Einar Kárason, höfundur Djöflaeyjunnar, er einn vinsælasti sagnamaður okkar, ekki síst vegna frábærra hæfileika sinna til að skapa minnisstæðar og sérkennilegar persónur. í þessari bók eru bæði fyndnar sögur og grátbroslegar, svipmyndir og lengri smásögur sem allar eiga það sameiginlegt að birta okkur ógleymanlega íslendinga. „Einar Kárason spinnur af þeirri frásagnargleði sem lætur stóran hluta danskra bókmennta líta út eins og hann sé skrifaður af durtum." Det fri aktuelt, 1996 „Það verður ekki af Einari skafið að hann er drepfyndinn þegar honum tekst upp.“ Oddgeir Eysteinsson, Helgarpóstinum MJilÍllP Mál menmng og Laugavegi 18 • Sími: 552 4240 Síðumúla 7-9 • Sími: 568 8577 Tii froðieihs og sKemmtunar Björn Th. Björnsson )1óc5föri Gefjunar Tólf }slendingaÞsett,r Úr plógfari Gefjunar Tólf íslendingaþættir Hér eru íslendingaþættir frá Kaupmannahöfn allt frá 18. öld og fram á þá tuttugustu. Enn lýkur Björn Th. Björnsson upp fyrir okkur leyndum hólfum frá þeirri tíð þegæ Kaupmanna- höfn var höfuðborg (slands og íslendingar fóru þangað til að standa í málastappi, til að afplána fangavist fyrir mismiklar sakir, til að menntast, forframast, fara í hundana - eða til að mæta örlögum sínum. Sérlega falleg og vel skrifuð bók. „Þetta litla kver er einkar fallega útgefið." Sigurjón Björnsson/Morgunblaðinu Urriðadans Ástir og örlög stórurriðans í Þingvallavatni Urriðinn í Þingvallavatni var á sínum tíma einstæður í samfélagi fiska og setti svip sinn á allt mannlíf í Þingvallasveit. Svo kom Sogsvirkjun ... í þessari bók fæst líffræðingurinn Össur við þessa undraskepnu, feril hennar, ástir og örlög og birtir merkar Ijósmyndir af Þingvallaurriðanum og góðvinum hans á landi. „Mesta afrek hans er þó að skrifa textann á þann veg að saman fer fræðandi, skemmtileg, jafnvel spennandi lesning." Sigurdór Sigurdórsson/DV Laugavegi 18 • Sími: 552 4240 Síðumúla 7-9 • Sími: 568 8577

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.