Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 18
18 enmng MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996 Einkennilega normalt fólk Einar Kárason hefur verið í sviðsljósinu á þessu hausti. í byrjun október var frumsýnd kvikmynd- in Djöflaeyjan, gerð eftir skáldsögum hans, og ný- lega kom út bókin Þættir af einkennilegum mönn- um. Hvernig bók er það? „í henni eru níu smásögur og svo fljóta með svipmyndir, eins og sagt er, stuttar karakterlýs- ingar,“ segir Einar. „Þetta er ekki óalgeng blanda - sumir stinga Ijóðum inn á milli sagna. Bókin er að mestu leyti samin í fyrravetm- og í sumar en ein sagan, Flýja land, er eldri. Hún kom í Tímariti Máls og menningar fyrir nokkrum árum, og ein sagan kom svo í sumar í Lesbók Morgunblaðsins." - Settistu niður af ásetningi til að skrifa smásögur? „Það var kannski meira þannig að ég ákvað að drífa í því. Það höfðu safnast fyrir hugmyndir hjá mér sém ég hafði ekki gefið mér tíma til að vinna úr. Þetta verður að gera í lotum, því maður þarf ákveðna stemningu og ákveðið vinnulag við að skrifa stutta texta. Síöustu sögumar finnst mér alltaf betri en þær sem ég skrifa fyrst. I fyrsta skipti sem ég skrifaði smásögu var það fyrir fræga samkeppni Listahátíðar fyrir tíu árum. Ég átti í ægilegu brasi en tókst að lokum með harmkvælum að hnoða saman sögu sem ég sendi inn. En þegar skilafresturinn var liðinn þá runnu Einar Kárason: Ekki Iffskúnstner. upp úr mér þrjár sögur nokkum veginn fyrirhafn- arlaust! Og þær voru allar miklu betri en sú sem ég sendi. Þetta var svo uppistaðan í smásagnasafni sem ég gaf út 1987. Svona er þetta líka með ljóðin, maður þarf að koma sér í ákveðið hugarástand og vera í því ein- hverja mánuði til að geta ort.“ - Ertu alveg hættur að yrkja? „Já, ég má aldrei vera að því.“ - Einhver orðsending til lesenda nýju bókarinnar? „Nei - ja nema kannski til þeirra sem halda að þetta sé bók um kynlega kvisti, sem svo eru kall- aðir, eða lífskúnstnera, sem em leiðinlegasta fólk sem um getur, þeir ættu ekki að ná sér í hana. Því þó að nafnið bendi til annars þá eru sögurnar um fólk sem er einkennilega normalt - eins og okkur flest. Ég kom í sumar á bæ á efri Jökuldal sem heitir Klaustursel. Þar var stórkostlegt aö koma því þar eru í túni ýmiss konar dýr sem annars eru villt, eins og refír og hreindýr. Þar var mikil listakona að búa til vörur úr hreindýraskinni og hjá henni sá ég í fyrsta sinn á ævinni hatt sem ég gat hugs- að mér að ganga með. Ég setti hann upp og skoð- aði mig í spegli en þá sá ég að menn myndu halda að ég væri lífskúnstner ef ég gengi með svoleiðis hatt, og þar með var það búið!“ Sneiðmynd af öld öfganna Benjamín H.J. Eiríksson á langa ævi aö baki og saga hans er sneiðmynd af öld öfganna sem við lifum á. Hann lifír það að vera fátækur sjómanns- sonur og bankastjóri, andspymumaður og ráð- gjafi ríkisstjóma, kommúnisti og frjálshyggju- maður. Hann sér Hitler, Stalín og Churchill og hittir marga helstu hagfræðinga 20. aldar. Þessi saga er gædd miklu lífi í bók Hannesar H. Gissurarsonar. Æska Benjamíns er horfinn heim- ur sem lifnar hér á ný og hafnfirsku samfélagi í upphafi aldarinnar er lýst af stakri snilld. Þá er haldið utan og Benjamín upplifir fyrst valdatöku nasista í Þýskalandi, þá ógnarstjóm Stalíns í Sov- étríkjunum. Þó að hinn gamli Benjamín hafi snú- ið við blaðinu er mikil samúð með hinum unga Benjamín, sósíalistanum, og þannig fæst innsýn í hugarheim íslendinga sem gerðu sósíalismann að lífssýn sinni. Bókmenntir Ármann Jakobsson Úr aldingaröi hugsjónanna heldur Benjamfn til Sovétríkjanna og þar veröur syndafall sósíalism- ans. Lýsingin á kulda alræðisins er leiftrandi góð og sönn enda kemur hún í meginatriðum heim við lýsingar annarra, t.d. í nýlegri ævisögu danska kommúnistaleiötogans Aksels Larsens. Stalin er Benjamín ráðgáta eins og öðrum, ekki veit ég hvort rök styðja tilgátu hans um að Stalín hafi alltaf verið flugumaður í hópi Bolsévika en smellin er hún, a.m.k. er hatur Stalíns á öðrum kommúnistum vandskýrt. Benjamín lýsir samferðamönnum sínum af sanngimi og skarp- skyggni. Það er þannig vel til fund- ið og líklega rétt að kalla Einar 01- geirsson Jakobina en ekki marx- ista, sennilega er það arfur frá Ein- ari að íslensk vinstrihreyfing hefur stundum einkennst fremur af til- Ðnningasemi en marxisma. Best er þó lýsingin á Benjamín sjálfum sem reynir að vera heill í þessum ósköp- um. Hann kemur heim trúlaus á Sovétríkin og hverfúr síðan hægt og hljótt frá sósíalismanum alfarið. Kúvending Benjamíns í átt að frjálshyggju hlýtur alltaf aö kallast einkennileg en hann virðist telja að fijálshyggjan sé betri leið til að gera hina fátæku ríkari. Um það má vissu- lega deila en Benjamín er í heill í þeirri trú og fyrir vikið sannfærandi. Vera má að munurinn á andrúmsloftinu í Sovétríkjum Stalíns og geð- þekku menntamannasamfélagi í háskólunum í Minnesota og Harvard hafi einnig haft áhrif á þessi umskipti. Eftir að Benjamín fær aukin metorð minnir ævi- saga hans á deilurit, það er ævisögu stjórnmála- manns sem á málstað að verja og þarf alltaf að hafa rétt fyrir sér, það þykir mér tíðindaminnsti kafli bókarinnar. Þó að frá- sögnin af því þegar Benja- mín fær köllun sé stutt er hún tilgerðarlaus og áhrifamikil. Þó að menn trúi kannski ekki á nýtt hlutverk hans þarf ekki að efast um heilindin. Mannlýsingar eru margar frábærar. Ekki er mörgum orðum eytt í konu Benjamíns, Krist- björgu Einarsdóttur, en þó er sú lýsing eftirminni- leg. Ekki fer milli mála að þar fer stórbrotin kona sem á sér einnig merkilega sögu. Skrásetjarinn, Hannes H. Gissurarson, hefur unnið afrek. Ævisaga Benjamíns H.J. Eiríksson- ar er ein eftirminnilegasta saga seinustu áratuga. Hannes H. Gissurarson. Benjamín H.J. Eiriksson í stormum sinna tiða. Bókafélagið 1996. „Þetta er ekkert að kunna" Bæði barnaleikritin sem með viku millibili hafa verið frumsýnd í húsnæöi Möguleikhússins við Hlemm, Hvar er Stekkjarstaur? (Möguleikhúsið) og Jólin hennar ömmu (Furðuleikhúsiö) vinna með fyrirbæri sem hefur reynst mörgu foreldri svolítið erfitt á aðventunni undanfarin ár: Hvemig hægt er aö koma heim og saman hugmyndinni um hrekkjusvínin þrettán (eða níu), Stekkjarstaur og bræður hans i skít- ugu lörfunum sínum, og góöu jóla- sveinana í rauöa gallanum, Stekkj- arstaur og bræður hans sem gefa börnunum gjafir í skóinn. Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Jólin hennar ömmu segir beinlín- is söguna af því þegar þetta gerðist. Þannig var aö Grýla rændi besta vini hennar ömmu þegar hún var lítil stelpa, af því að hann hafði ver- ið svo óþekkur, og hún fór upp í fjöll til að bjarga honum áður en hann lenti í pottinum. Á leið sinni hittir hún hrekkjusvíniö Stekkjar- staur sem bjargar henni óvart frá því að falla fram af hengiflugi. Stúlkan gefur honum rauða skott- húfu fyrir og hann veröur svo glaö- ur að hún segir honum frá guði og Jesú og að hann eigi líka að vera góður. Ég kann ekki að vera góöur, segir hann, og hún svarar: Þetta er ekkert að kunna; og þaö reynast orð að sönnu. Erfiðlegar gengur með Grýlu, sem betur fer! En síðan þá eru jólasveinarnir góðir. í Hvar er Stekkjarstaur? hafa jólasveinamir fyrir löngu lagað sig að nýju samfélagi en nú er svo komið að þeir nenna ekki að vera með lengur. Það er oröið svo hættulegt fyrir gamla sveina að fara til byggða, einkum vegna bílanna, að Stekkjarstaur ákveður að fara hvergi. Þá fer Halla að leita að hon- um og tekst, einnig á skömmum tíma, að fá hann til að skipta um skoðun eftir Alda Arnardóttir og Bjarni Ingvarsson Hvar er Stekkjarstaur? að hann hefur sagt henni söguna af því hvemig þeir urðu góðir. Þetta eru í senn uppfræðandi verk og huggandi. Böm kvíða því eðlilega að eitthvað tefji þessa hátíð sem þau hafa svo lengi beðið eftir; hér eru þau fúllvissuð um að dug- andi fólk (stúlkur) komi ævinlega til bjargar. Báðar leikmyndir era sáraein- faldar enda em þetta farandsýning- ar. En leikstíllinn hjá leikhópunum tveimur er ólikur. Alda Amardóttir (Halla) og Bjami Ingvarsson (Stekkjarstaur og fleiri hlutverk) hjá Möguleikhúsinu leggja áherslu á að sýna skrítið fúllorðið fólk en Margrét Kr. Pétursdóttir (amma Sigga, gömul og ung), Eggert Kaaber (Stekkjarstaur) og Ólöf Sverrisdóttir (Grýla) nota bamsleg brögð, tónfall, orðalag og hreyfmgar til að halda ungum áheyrendum í skefjum. Mér sýndist það ganga betur; en einu sinni í fyrra verkinu datt á grafar- þögn í salnum: það var þegar Halla kveikti á útvarpinu til að hlusta á fréttir og rödd Brodda Broddasonar þular glumdi um salinn! Möguleikhúsið sýnir: Hvar er Stekkjarstaur? eftir Pétur Eggerz sem einnig er leikstjóri. Furðuleikhúsið sýnir: Jóiin hennar ömmu eftir Margréti Kr. Péturs- dóttur. Leikstjóri: Gunnar Gunn- steinsson. Tónlist: Valgeir Skag- fjörð. Mannlífsstiklur MANMIJFS ismaiifi Ómar Ragnarsson, hinn góð- kunni fréttamaður, hefur gefið út bókina Mannlífsstikl- ur. Spámaður- inn, gull- drengirnir og fleira fólk. Þar býður Ómar les- anda með sér í ferðalag fram og aftur í tíma og rúmi, segir meðal annars frá Óskari Magn- ússyni og Blómeyju konu hans sem byggðu sér hús uppi á Hell- isheiði, íþróttamönnunum sem sköpuðu íslandi góðan orðstír á ámm áður og lítur í bókarlok við hjá Þórði í Haga. Fróði gefur út. Bók fyrir nýjar mæður Setberg hefur gefið út bókina Nú er ég orðin mamma, sem fjallar um lík- ama og sál kvenna eftir bamsburð. Höf- undur er Maria Borelius, líf- fræðingur og þriggja bama móðir, en is- lenska útgáfu annaðist Guð- rún Björg Sigurðardóttir, yfir- ljósmóðir á kvennadeild Land- spítalans. í bókinni eru nýjum mæðr- um gefin ýmis góð ráð sem varða fyrstu dagana, vikurnar og mánuðina eftir fæðingu bams - um fyrstu mjólkurgjöf- ina, svefn og svefnleysi, eðli- lega þyngd, kynlíf eftir barns- burð, fylgikviúa af ýmsu tagi, geðrænar sveiflur, mat og drykk og hvemig konur geta komist aftur í fyrra form. Bók- in er hugsuð sem uppflettirit og hver kafli er sjálfstæður. Matthildur í bók og bíó Sagan Matthildur eftir bama- bókahöfundinn þekkta Roald Dahl kom út á íslensku fyrir tveim árum og varð afar vin- sæl, enda er þetta stórhættu- leg furðusaga um stelpu sem er bæði ofboðs- lega gáfuð og rammgöldrótt. Og ekki veitir henni af í skipt- um sínum við foreldra sina sem vita ekkert hvernig þeir eiga að ala upp böm og skólastjórann, ungfrú Frenju, sem er algert skrímsli! Nú hefur verið gerð biómynd um Matthildi, og af því tilefni hefur bókin verið gefin út aftur í kilju með mynd af aðal- leikkonunni ungu framan á kápu. Árni Ámason þýddi og Mál og menning gefúr út. Danni heims- meistari U 0 j f k j ft: i í í Danni heimsmeistari er önn- ur bók eftir Roald Dahl sem líka hefur verið gerð kvikmynd eftir og Ámi Árnason hefúr líka þýtt fyrir Mál og menn- ingu. Þar segir frá Danna sem er níu ára og býr hjá pabba sínum sem er bifvélavirki. Danni er duglegur að hjálpa pabba sínum á verk- stæðinu, og hann er líka dug- legur þegar pabbi lendir í vand- ræðum, enda reynir á hann þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.