Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996 Fréttir Sandkorn Guömundur Bjarnason, varaformaöur Framsóknarflokksins: Þessar hræringar virðast lítið snerta okkur - útkoman er vel ásættanleg fyrir Framsóknarflokkinn „Fyrir okkur Framsóknarmenn skoðanakönnun- er niðurstaða könnunarinnar ásætt- ar sem Félags- anleg með 23 prósent eða svo. Það vísindastofhun segir okkur að þessar hræringar, gerði fyrir Þing- um að sameina flokka við hliðina á flokk jafnaðar- okkur, hefur ekki áhrif á fylgi manna um fylgi Framsóknarflokksins. Ég hygg að flokka ef jafiiað- ýmsum þyki það tíðindi vegna þess armenn byðu að því hefur verið haldið fram að fram sameigin- þama sé eitthvað á ferðinni sem legan lista við höfði til okkar kjósenda," sagði þingskosningar. Guðmundur Bjamason, landbúnað- Hann sagði arráðherra og varaformaöur Fram- það líka kom á sóknarflokksins um niðurstöður óvart að þessi Guömundur Bjarnason, land- búnaöarráö- herra. sameining virðist ekki breyta fylgi flokkanna fjögurra. Þessi 39 pró- sent, sem sameiginlegur listi fengi samkvæmt skoðanakönnuninni, sé það sama sem þessir flokkar fá sundraðir. Skoðanakönnunin sýnir lista jafnaðarmanna með 39,5 prósent og Sjáifstæðisflokkinn með 37,5 pró- sent. Þama á milli er Framsóknar- flokkurinn með 23 prósent. Guð- mundur var spurður hvort þetta væri ekki draumastaða fyrir Fram- sóknarflokkinn. Hann myndi alltaf geta valið sér samstarfsflokk ef þetta yrðu úrslit kosninga. „Framsóknarflokkurinn hefur stundum áður verið talinn vera í þeirri stöðu að geta unnið með flokkum sinn hvorum megin við sig og hefur gert það. Þetta yrði ekki mikil breyting hvað það varðar. En ef við erum að skerpa ímynd okkar sem miðjuflokks ennfrekar en verið hefur gefur það flokknum ákveðna möguleika á að fylgja sínum málum og stefnumiðum fram,“ sagði Guð- mundur Bjamason. -S.dór Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins: Við finnum alls staðar fýrir meðbyr - þess vegna kemur niðurstaða skoðanakönnunarinnar ekki á óvart „Þar sem við höfum verið á ferð um landið með fundi á vegum sam- starfs jafhaðarmanna höfúm fundið mjög greinilega fyrir meðbyr. Þess vegna kemur niðurstaða skoðana- könnunarinnar ekki á óvart. Það er greinilega mikill áhugi á því að af sameiningu jafnaðarmanna geti orð- ið,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, inntur álits á niöurstöðu skoðanakönnun- arinnar. Hann segir það athyglisvert að listi jafnaðarmanna skuli fá svona mikið fylgi áður en nokkuð afdrátt- arlaust hafi gerst í málunum. „Ég er sannfærður um að niður- staða skoðanakönnunarinnar mun ýta mjög undir það að vinna við sameininguna fari á fulla ferð,“ sagði Sighvatur. Svo virðist samkvæmt könnun- Sighvatur Björg- vinsson, form. Al- þýöuflokksins. mni sem sam- eiginlegur listi jafnaðar- manna taki ekki fylgi frá Framsókn- arflokknum. Sighvatur var spurður hvort það kæmi hon- um á óvart? „Það gerir það nú ekki. Ég tel að fasta fylgi Framsóknarflokksins sé á miili 18 og 20 prósent. Ég tel hins vegar að þegar til alvörunnar kem- ur muni sameinaður jafnaðar- mannalisti taka meira frá Fram- sóknarflokknum en fram kemur í þessari skoðanakönnun," sagði Sig- hvatur Björgvinsson. -S.dór Margrét Frímannsdóttir: Niðurstaða könnunar- innar ánægjuleg í takt við það sem maður skynjar „Niðurstaðan er alveg í takt við það sem ég skynja eftir samtöl við fólk. Ég hef verið i þeirri aöstöðu undanfarið að ég hef verið heima og það er mjög mikið um að fólk hafi samband við mig til að ræða þetta. í þeim samtölum hefur kom- ið fram sterkur vilji til þess að af sameiningu jafnaðarmanna geti orðið. Ég vil þó taka fram að það var ekki spurt hvað fólk myndi kjósa ef boðinn væri líka fram G- listi. Það gæti einhverju breytt. En niðurstaða könnunarinnar er ánægjuleg," sagði Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins. Hún sagði að það væri komin í gang alvöruvinna við sameining- una. Sú nefnd, sem var skipuð eft- ir að Margrét sendi bréfið til for- manna félagshyggjuflokkanna í sumar, hefur verið mjög virk. Hún sagði að komin væri af stað vinna úti í öllum kjördæmunum í sam- Margrét Frí- mannsxdóttir. einingarmál- unum. „Það er í fyrsta skipti sem menn setj- ast niður af fullri alvöru til þess að ræða málin. Verið er að ræða form við- ræðnanna og málefni. Það sem mér þykir mest varið í er að ég fmn að fólk er til- búið til að taka sér þann tíma sem þarf til þess að skila trúverðugri vinnu. Það er þessi vinna sem ég hef mesta trú á. Upphrópanir eða auglýsingaskrum má ekki koma upp i kringum þetta. Við getum ekki farið í sameiginlegt framboð né trúverðuga samvinnu nema flokkamir geti staðið aö því óskiptir og heils hugar,“ sagði Margrét Frímannsdóttir -S.dór Guðný Guðbjörnsdóttir: Mér finnst ekki mikið í þessum spilum vísbending um að umræður haldi áfram „Mér finnst nú ekki mikið í þess- um spilum. Það er sama niöurstaða hvort sem það er einn listi eða út- koma flokkanna er lögð saman. Ég tel hins vegar að sú góða útkoma sem Framsóknarflokkurinn fær í skoðanakönnuninni sé vegna þess að sviðsljósið er ekki farið af hon- um eftir flokksþingið. Þá vekur það athygli mina að Alþýðuflokkurinn virðist lítið hafa unnið á við það að tengja saman þingflokk sinn og Þjóðvaka. Og í heild þykja mér þetta heldur litlar fréttir," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvenna- lista, um skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar. Hún sagði að vissulega væri nið- urstaðan vísbending um að fólk væri sátt við þær umræður sem eru í gangi. Hún benti einnig á að í könnuninni hefði komið fram að að- eins 55 prósent kjósenda Kvenna- lista myndu kjósa svona sameiginlegan lista. „Það er alveg í samræmi við mina tilfmningu fyrir þessu. Það væri alveg í samræmi við það hvemig við kvennalistakon- ur höfum skil- greint okkur að stór hópur okkar kjósenda færi yfír á hægri flokkana. En ég vil ekki gera lítið úr því að niðurstaða skoðanakönnunarinnar er vísbending um að áfram skuli haldið umræðum um sameiningu. Og að þær verði í svipuðum farvegi og þær hafa verið undanfarið," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir. -S.dór Guöný Guðbjörnsdóttir. Vinningar sem dregnir voru út í HAPPII HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birt með fyrirvara um prentvillur. Þáttakandi Edda Nikulásdóttir, Aukavinningar 6. des. á Milljónahjólinu Bjarkarhlið 6, Egilstöóum 10.000,- vöruúttekt 13. desember. Guðlaugur Óskarsson, í Kringlunni Magnea Siguröardóttir, Kleppjárnsreykjum, Reykholti Arnór G. Kristinsson, Efstahlíö 2, Höfn Elín Sigurtryggsdóttir, Logafold 63, Reykjavík Flúöabakka 3, Blönduósi Elísabet G. Vigfúsdóttir, Vinningahafar Erla Arnardóttir, Fossvöllum 14, Húsavík á Lukkuhjólinu Dalalandi 5, Reykjavík Jóhann Einarsson, 6. desember. Hjaröarhaga 38, Reykjavík Borghildur Bjarnadóttir, Snorri Snorrason, Kópavogsbraut 82, Kópavogi -'fV Háengi 4, Selfossi Stefán Guöjohnsen, dsfp fíegina Gísladóttir, Reykjavegi 72, Mosfellsbæ Markarflöt 9, Garöabæ Jóhanna Sigurðardóttir: Sameining jafnaðarmanna verður ekki stöðvuð - getur orðið næststærsti flokkurinn Vinníngshdfar gcta vitjað vinninga hjá Happdrðetti Háskóia íslands. Tjamargotu 101 Rcykjavik. simi 563 S300. wMm m t m » „Mér þykir niðurstaðan vera mjög jákvæð fyrir sameiningarferil- inn og hún er í rauninni alveg í samræmi við það sem ég hef haldið. Ég tel að skoðanakönnunin sýni að sameiningin verði ekki stöðvuð úr þessu. Og ég tel líka að sameinaðir jafnaðarmenn á einum lista hafi raunhæfa möguleika til þess að verða næststærsti ef ekki stærsti stjórnmálaflokkur landsins eftir næstu kosningar," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka. Hún sagðist sannfærð um að nið- urstaða skoðanakönnunarinnar mundi gefa allri umræðu um sam- einingu jafnaðarmanna mikinn byr. „Hún verður án nokkurs vafa vítamínsprauta fyrir sameining- una og alla sem að henni vinna. Þá er ég sann- færð um að nið- urstaðan verður til þess að eyða efa hjá þeim sem ekki eru sannfærðir um að sameining jafnað- armanna sé raunhæfur möguleiki," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. -S.dór Jóhanna Sigurð- ardóttir. Góður skemmti- kraftur Það var einhverju sinni sagt um Áma Johnsen alþingismann að menn hefðu ekki gert sér grein fyrir þvi hvað hann var góður blaðamað- ur fyrr en hann hóf að syngja opinberlega. Kunningi Sand- komsritara ságöi þetta hafa komið upp í huga sinn þeg- ar hann hlust- aði á hljómsveit semnefhist Fariseamir. Þama er ný hljómsveit á ferðinni, hún hefur gefið út geisla- disk og það sem fór svona illa í kunningjann var frammistaða söngvarans en sá mun hafa getiö sér gott orð sem skemmtikraftur undan- farin ár. „Ég hef aldrei haldið upp á hann sem slíkan en þegar hann byrjaði að syngja þá sá ég strax hvað hann er góður grínisti,“ sagði kunninginn. Mótað af landslaginu Flokksþing Framsóknarflokksins á dögunum náði hámarki með söng og stríðsdansi þingmanna og ráð- herra flokksins á sviðinu á Hótel Sögu. Það hefur stundum veriö haft á orði að Framsóknar- flokkurinn sé gamaldags flokkur og framsóknar- kona sem hringdi í Þjóð- arsál rásar 2 átti varla til orð yfir það safh gamalmenna sem sótti flokksþingið. Fundarmenn hefðu verið „mótaöir af landslag- inu", eins og hún orðaði það. Stríðs- dansinn á Hótel Sögu, með utanrik- isráðherra og heilbrigðisráðherra í fararbroddi, var hins vegar afar ný- tískulegur, svo ekki sé meira sagt. Það er a.m.k. ekki eim farið að keppa í slíkum dansi, hvorki í dan- skeppnum hér á landi né erlendis, og má segja að þar séu framsóknar- menn á undan sinni samtíð. „Taktík" hjá Tobba Þá er lífið að færast í eðlilegt horf að nýju eftir sigurfór „strá- kanna okkar“ til Danmerkur. Það kom vel í ljós i þessum leikjum hversu mikill „refur“ Þorbjörn Jens- son þjálfari er en „taktík" hans i leikjun- um við Dani gekk fullkom- legaupp.Það kom greinilega fi'am í viðtölum við Þorbjöm, bæði fyrir og eftir leikinn í Árósum, hversu metnaðarfúllur þjálfari hann er; hann vill vera bestur og hatar að tapa. Því kom það verulega á óvart þegar dregið var í riðla fyrir Evr- ópumót landsliöa í síðustu viku að Þorbjöm sagöi að Júgóslavía myndi sigra í okkar riðli en við berjast um 2. sæti við hinar þjóðimar. Þeir sem hafa fylgst með Tobba reikna hins vegar með því að hér sé strax kom- in í gang einhver „taktík"; Tobbi sætti sig ekki við að hafna í 2. sæti í þessum riðli. Haf er leikur? Menn hafa verið að hnýta í Arn- ar Bjömsson fyrir lýsingu hans á leiknum í Álaborg fýrir það „slys“ hans að segja Julian Robert Dura- nona vera Kúbumann. Menn fyllast slíkri þjóð- rembu að það er ekki hægt að horfa í gegnum fingur sér með svona smáat- riði. Annars vom Amar og Bjarni Fel. fjarri góðu gamni hér heima um fyrri helgi þegar um- ræddur leikur fór fram. Það varö nefnilega að fá þriöja mann til að lýsa sjónvarpsleik Newcastle og Arsenal í ensku knattspyrnunni og aðra eins lýsingu minnist undirrit- aður ekki að hafa heyrt. Þulurinn talaði og talaði um allt nema leikinn sjálfan og slík var orðaleikfimin að maður var ósjálfrátt kominn til Kina í huganum eða eitthvað lengra og öll knattspyma víðsfjarri. Svo hrökk maður upp og spurði sjálfan sig: „Ha, er leikur?" Umsjón: Gylfi Krisfjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.