Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996
Fréttir
Halim kom ekki með börnin til Sophiu Hansen um helgina:
Aðdáunarvert hve vel
hún stóð vonbrigðin af sér
- sagði Ólafur Egilsson sem telur forsendur til samninga við Halim að mestu brostnar
„Það er fullljóst af framkomu
Halims A1 að honum er ekki
treystandi. Hann virðist ekki skiija
annað en dóma og vald. Það verður
reynt að hafa samband við hann
næstu daga og gera honum ljóst
hvað til hans friðar heyrir. Að öðr-
um kosti er ekkert annað að gera en
að bíða niðurstöðu sakadóms en
næsta réttarhald er 23. desember,“
sagði Ólafur Egilsson sendiherra
sem staddur er í Istanbúl á vegum
utanríkisráðuneytisins vegna mála-
reksturs Sophiu Hansen.
Það eina sem Halim A1 bar fyrir
sig sem ástæðu fyrir því að hann
kom ekki með dætur sínar til fundar
við Sophiu eins og samið hafði verið
um í vitna viðurvist fyrir rúmri
viku, var að Hasip Kaplan, lögmaður
Sophiu hefði hringt í sig á mánudag
í síðustu viku vegna „samkomulags"
sem yrði að gera skriflegt. Síðan
hefði Hasip ekkert haft samband við
sig.
Þegar Hasip Kaplan var spurður
um þetta sagði hann að Halim hefði
hringt í sig á mánudeginum. Hasip
sagði hins vegar að fyrir 20 dögum
hefði hugsanleg gerð samkomulags
komið til tals á miili sín, Halims og
lögræðings hans - ekki hefði frekar
verið unnið að því en Hasip sagði að
hann myndi eiga frekari viðræður
við Halim og lögmanninn.
Vangaveltur hafa verið uppi um
hvort Halim hafi fundist þau tengsl
sem greinilega komu fram hjá
mæðgunum þremur fyrir viku of
mikil - þess vegna hafi hann ekki
getað hugsað sér að þær hittust ein-
ar aftur, tvo daga í röð.
Atburðarásin
Á laugardagsmorgun fór Ólafur
Egilsson á lögreglustöðina til þess
að fara yfir það sem fram undan
væri á grundvelli samkomulagsins
sem gert var á lögreglustööinni fyr-
ir rúmri viku. Samkomulagði hafði
verið gert í lok fundar Sophiu og
dætranna í viðurvist Ólafs, lögreglu-
stjóra og fleiri aöila. Halim hafði
heitið því að stúlkumar kæmu aftur
til Sophiu á laugardag og sunnudag.
Þegar farið var yfir það sem fram
undan væri á laugardag var ákveðið
að kvenlögregla yrði viðstödd á hót-
elinu þegar Sophia hitti dætur sínar.
Haft var samband við Halim A1 frá
lögreglustöðinni til að fá staðfest-
ingu á að hann væri á leiðinni en þá
kom í ljós að hann ætlaði ekki að
standa við gefin loforð.
Hann bar því við aö síðastliðinn
mánudag hefði Hasip Kaplan, lög-
maður Sophiu, hringt til sín og sagt
að gera yröi skriflegt samkomulag
um umgengnina en hann hefði síðan
ekkert frá Kaplan heyrt. Ólafur sagði
að Halim hefði verið brýndur á því
að fyrir lægi skýrt fýrirheit um
áframhaldandi fundi Sophiu og dæt-
ranna. Af Halims hálfu hafði á fúnd-
inum fyrir viku verið lögð áhersla
á að fallið yrði frá refsimálun-
um sem hafa verið höfðuð
gegn honum í Bakirkoy,
hverfi hans.
Honum hafði verið svar-
að því að um leið og eðli-
legt samband kæmist á
milli Sophiu og telpnanna,
Rúnu Aysegul og Dagbjartar
Vesile, þá kæmi slíkt tO
greina - það er þegar
Halim heföi sýnt fram
á að honum mætti
treysta. Hann heföi
því tíma núna fram
til 23. desember þeg-
ar fyrsta réttar-
haldið i saka-
málinu færi
fram til að
sanna
sig. Ef
allt
gengi vel á þvi tímabili kæmi til
greina að fresta sakamálinu og síð-
an eftir atvikum jafnvel áð feíía það
niður.
Samtölin við Halim
Halim var á vinnustað sínum þeg-
ar talað var við hann frá lögreglu-
stöðinni á laugardag og var honum
eindregið bent á hve mikið væri í
húfi fyrir hann. Ólafur og stöðvar-
stjóri lögreglustöðvarinnar, sem var
viðstaddur fundinn fyrir viku þegar
samkomulagið var gert, töluðu báðir
við Halim.
Stöðvarstjór-
ixm féllst
síðan á að
senda
menn
til að
kanna
hvort telpumar væru á heimilinu en
svo reyndist ekki vera. Þegar Hasip
Kaplan var spurður um símtalið á
mánudag hélt hann því fram að Ha-
lim hefði hringt í sig.
Fram hefur komið hjá stuðnings-
mönnum Sophiu að það hafi verið
óheppilegt að málið skyldi lenda
svona á skjön við þann farveg sem
það hafði komist í með endurfund-
um Sophiu og dætranna fyrir viku.
Þegar leið á laugardaginn var aft-
ur rætt við Halim en hann gaf sig
hvergi, fór undan í flæmingi og
reyndi með yfirvarpi að koma sér
undan því að svara fyrir umgengni
mæðgnanna. Hann sagði reyndar
meðal annars að erfitt væri að
treysta sér í svona máli.
Ólafur EgOsson sagðist hafa átt
klukkustundarlangan fund með
lögreglustjóranum í Bakirkoy á
skrifstofu hans á laugardags-
kvöldið. MikO vonbrigði hafi
komið fram
hon-
um
með
málið
héldi
Þær hittust ekki um helgina eins og vonir stóðu til. Grunur leikur á aö föður telpnanna hafi þótt nóg um þau tengsl
sem mynduðust með mæðgunum um síðustu helgi. í vikunni verður tekin ákvörðun um næstu skref í málinu.
DV-myndir Óttar Sveinsson.
ekki þeirri stefnu sem það hafði tek-
ið fyrir viku. Lögreglustjórinn sagð-
ist áfram mundu reyna að ná sam-
bandi við Halim tO að gera honum
grein fyrir alvöru málsins og jafn-
framt að afla skýringa á því hvers
vegna hann hefði ekki staðið við
sinn hlut.
Skilningsríkur lögreglustjóri
„Lögreglustjórinn hefur beitt sér í
málinu af næmum skilningi og mik-
Oli skynsemi og reynt að stuðla að
vinsanOegu samkomulagi. Á fundin-
um fyrir viku ríkti góður andi enda
féUst Halim þá á að koma af fúsum
vOja. En þama hefur orðið eitthvert
hughvarf sem engin skýring liggur
fyrir á,“ sagði Ólafúr.
„Málið í dag er miklu verra fyrir
Halim enda hafa ýmsar forsendur tO
samninga brostið," sagði Ólafur Eg-
Osson.
Sophia Hansen var döpur í gær
vegna atburða helgarinnar. Von-
brigði voru henni í hug. Sophia
dvaldi um helgina að mestu leyti á
hótelinu sem Ólafur EgOsson og
Katrín Fjeldsted læknir gista á - þar
haföi verið undirbúið að Sophia hitti
dætur sinar. Ólafur sagði aðdáunar-
vert hve vel hún hefði staðið von-
brigðin af sér og lagt mest upp úr því
að hafa þó fengiö tækifæri fyrir viku
tO að hitta dætur sínar á ný eftir fjög-
urra og hálfs árs aðskUnað.
Ólafur var í sambandi við lög-
reglustjórann fram eftir kvöldi í
gær. Margsinnis var reynt að ná
sambandi við Halim en ávaUt án ár-
angurs. Tvívegis var farið á heimUi
hans en í bæði skiptin var enginn
heima.
Hasip Kaplan kom með þær frétt-
ir tO Ölafs á laugardag að dómur
áfrýjunarréttarins í Ankara mundi
verða birtur í forsjármálinu innan
tíu daga. Engar skýringar hafa verið
gefnar á þeirri töf sem orðin er á
niðurstöðu í málinu. -ótt
Dagfari
Framsóknarmaddaman glottir
Sameiningarraunir svokaUaðra
félagshyggjuflokka eru margfræg-
ar. Þar hefur hvert mikilmennið á
fætur öðru ætlað sér stóra hluti
en lítið orðið úr. Hver man ekki
fræga ferð þeirra Ólafs Ragnars
Grímssonar og Jóns Baldvins
Hannibalssonar um árið. Þá fóru
þeir á rauðu ljósi um öU héruð og
mikið stóð tU. Þeir voru þá nýlega
orðnir formenn A-flokkanna og
nú átti að láta drauminn rætast.
En draumurinn breyttist í
martröð. Jón Baldvin átti stutt
ástarævintýri með Davíð í Viðey
og úr því varð hjónaband. Eftir
sat Ólafúr Ragnar hryggbrotinn.
Hjónabandið varð þó fljólega ást-
laust auk þess sem Jón Baldvin
bjó við annað heimUisböl og
meira. Hann réð ekkert við Jó-
hönnu sem vOdi engin homkerl-
ing vera. Jóhanna fór í fússi og
stofnaði eigin flokk. Sá varð þó
aldrei annað en loftbóla og endaði
að lokum í breiðum kratafaðmi
Jóns Baldvins.
Ólafur Ragnar gafst upp á
sameiningarbiðinni. Hann sá það
af hyggjuviti sínu að hann gæti
orðið húsbóndi á Bessastöðum
sem og varð raunin. Miðað við
það fínirí aUt saman var samein-
aður krataflokkur hjóm eitt. Það
er ekki að sjá að honum leiðist líf-
ið þessa dagana. Hann er sitt á
hvað í íslenskum afdölum eða út-
lendum konungshöUum, bugtar
sig og beygir og kannar heið-
ursverði. Það er rétt eins og hann
hafi lært tU þjóðhöfðingja þar sem
hann veifar tO almúgans úr
límósínum eða heOsar bömum
með fána. íslenskur krataflokkur,
lítiU eða stór, stenst engan saman-
burð við satín í drottningardyngj-
um.
Það blés því ekki byrlega hjá
sameiningarmönnum þrátt fyrir
ungliðafund á Bifröst á dögunum.
Krakkarnir sáu að vísu engin
vandkvæði á sameiningunni. ÖU
helstu deUmnál í samfélaginu
mátti leggja tU hliðar. Þar skiptu
Evrópumálin litlu og því síður
landbúnaður og fiskveiðar. Þau
smámál mátti semja um síðar. '
En þá gerðist undrið. Birt vár
skoðanakönnun í Mogganum sem
sagði að sameinaður krataflokkur
yrði stærsti flokkur landsins.
Stærri en íhaldið og nær tvöfalt
stærri en Framsókn. Og þá var
kátt í fleiri höUum en Friðriks-
borgarhöU. Hinn kratíski söfnuð-
ur aUur sá sér leik á borði, Stóra
stundin virtist vera í sjónmáli.
AUir vUdu vera meö, kommar
jafnt sem kratar, kvennalis-
takomur og einnig leifamar af
Þjóðvakanum. Menn rifjuðu upp
könnun sem kom Reykjavíkurlist-
anum á flot, lista sem náði lang-
þráðu takmarki æviráðinna
minnihlutamanna í Reykjavík.
Borgarstjórnaríhaldið féU.
En sveitarstjóm er eitt og land-
stjórn annað. Ekki er annað að sjá
en könnunin nýja verði tU þess að
sameina menn sem eiga ekkert
sameiginlegt og hafa í raun marg-
ir hverjir fyrirlitningu hver á öðr-
um. En tilhugsunin er of freist-
andi. Það er möguleiki á því að
slá sjálfan Davíð út á landsvísu.
Hvað gera menn ekki í þeirri
stöðu? Þetta eru menn sem ekki
vUa neitt fyrir sér. Muna menn
enn tækifærið sem gafst um árið
þegar Gunnar Thoroddsen mynd-
aði sína frægu ríkisstjóm? íhaldið
lá þá vel við höggi.
En eitt hafa sameiningarkrat-
arnir ekki hugsað tU enda. Nái
þeir svipaðri stöðu og Sjálfstæðis-
flokkurmn situr landslýður uppi
með Framsókn í ríkisstjóm um
aUa fyrirséða framtíö. Ekki verð-
ur hægt að mynda ríkisstjóm án
maddömunnar.
Hafi könnunin komið brosvipr-
um á sameiningarkratana þá varð
hún tU þess að glottið nær eyma
á mflli hjá framsóknarmönnum.
Ef marka má könnunina viröist
staða þeirra tryggð aUa næstu öld.
Þjóðin fær víst þá stjóm sem
hún á skUið.
Dagfari