Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996
23
Fréttir
Fljótaá í Fljótum:
Leigan hefur hækkað um
100 prósent á fjórum árum
DV, Fljótum:
Gengið hefiir verið firá leigu-
samningi á Fljótaá í Fljótum til
næstu fimm ára. Leigutaki er
Hannes Baldvinsson á Siglu-
firði ásamt nokkrum félögum
úr Stangveiðifélagi Siglfirðin'ga.
Áin var boðin út í haust og átti
Hannes hæsta tilboðið upp á
liðlega 3,6 miiljónir króna.
Undanfarin þrjú ár hefúr hef-
ur Ferðaþjónustan Bjamargili í
Fljótum hafa ána á leigu og
greitt fyrir á ári 2,5 milljónir
króna. Leigan hækkar því um
-----------------------feiUgcnta.
44% við útboðið sem hlýtur að
teljast veruleg hækkun, ekki
síst í ljósi þess að leiga á
veiðiám hefur í sumum tiifell-
um lækkað síðustu árin.
Þegar Fijótaá var boðin út
árið 1993 var leiguupphæðin 1,8
milljónir króna og hefur því
greiðsla fyrir ána hækkað um
100% á fjórum árum.
Mjög mikil bleikjuveiði hefur
verið í Fljótaá síðustu sumur
en laxveiöi farið minnkandi. í
sumar fengust 85 laxar úr ánni.
-ÖÞ
Höfn í Hornaflrði:
Allt að
færast í
fyrra horf
DV; Höfn:
„Það er farin að lyftast brúnin á
mér og þetta er allt að taka við sér
aftur," sagði Egill Jón Kristjánsson
á Fiskmarkaði Hornafjarðar þegar
búið var að opna veginn um Skeið-
arársand og fyrsti fiskfarmurinn
var kominn á flutningabíl.
Það -dró mikið úr framboði á
markaðnum þegar vegasambandið
rofnaði og ekki var hægt að koma
fiskinum samdægurs til kaupenda.
Fiskmarkaður Hornafjarðar, sem
einnig er með útibú á Fáskrúðsfirði,
selur fisk fyrir alla Austfirði. Sl. ár
voru seld milli 5 og 6 þúsund tonn af
fiski en það sem af er þessu ári er
salan rúmlega 8 þúsund tonn. -JI
Pósthús Fljóta-
manna á Siglufirði
DV, Fljótnm:
Um síðustu mánaðamót var póst-
húsið á Ketilási í Fljótum lagt niður
og var 30. nóvember síðasti dagur-
inn sem pósthúsið var opið. Við lok-
unina fluttist Pósthús Fljótamanna
til Siglufjaröar og mun allur póstur
fara þangað til sundurlesturs. Póst-
áritun, það er 570 Fljót, mun þó
haldast óbreytt að minnsta kosti
fyrst mn sinn.
Við þessa breytingu verður tekin
upp póstdreifing með landpósti alla
virka daga um Fljótin en var áður
þrjá daga í viku.
í tilkynningu frá Pósti og síma
kemur m.a. fram að fyrirtækið
vænti þess að breytingin leiði til
jafn góðrar eða jafnvel betri þjón-
ustu en áður þar sem starf land-
pósts er jafngildi þjónustu við heim-
ili þegar þess er þörf. Eins og áður
muni landpóstur skiia öllum al-
mennum pósti í póstkassa við heim-
reiðar en ef um ábyrgðarbréf,
böggla og póstkröfur sé að ræða fari
afhending fram við heimili og þar
geti notendur einnig greitt gíróseðla
og póstlagt sendingar. -ÖÞ
Byggöasafn Skagflrðinga:
Gestir liðlega
20 þúsund
DV, Fljótum:
Liðlega 20 þúsund manns komu i
Byggðasafh Skagfirðinga í Glaum-
bæ í sumar. Þetta er lítils háttar
fækkun frá 1995 sem segir þó ekki
alla söguna því nú voru sýningar
frá safninu á tveimur stöðum í sum-
ar - í Pakkhúsinu og Vesturfara-
setrinu á Hofsósi og á Vindheima-
melum. Á þessi staði komu 13 þús-
und gestir og hafa því 33 þúsund
manns skoðað það sem byggðasafn-
ið hafði til sýnis i héraðinu í sumar.
Sigríður Sigmrðardóttir safiistjóri
sagði í samtali við DV að hún væri
mjög sátt við þessa aðsókn. Byggða-
safniö væri stöðugt í sókn og gesta-
koma nokkuð árviss. -ÖÞ
^kr. 3.990—JHR2845
Blandari • 1,5 lítra • 3 hraðastillingar
kr. 3.390-
Gufustraujárn
HD 1488
—kr. 2.590—jn04815
Toastissimo-brauðrist • Falleg hönnun
kr. 2.980
HR 1490
Handþeytari • Kraftmikill m/3 hraðastillingum
^KENWOODV
Djúpsteikincjar-
-■kenwood;*
* Hárblásari d*
^KENWOOD^
Rafmagnshnífur
KENWOOD*
Rafmagnspanna d