Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996 vefur og Atli Rúnar Halldórsson hjá Athygli, G. Valdimar Valdimarsson, kerfisfræöingur hjá Ferli, og Guðmundur Lúðvíksson myndlistarmaöur eru mennirnir bak við vefsíöu Hvalfjarðarganganna. DV-mynd Hilmar Þór „Við byrjuðum að vinna í síðunni i júní. Við hjá Athygli höfðum áður lagt til að hluti af kynningastarfi vegna Hvalfjarðarganga færi fram á Intemetinu en það hlaut ekki nægi- legan hljómgrunn. Við ákváðum samt að setja síðuna á vefinn og halda henni við þar enda höfðum við þegar lagt mikla vinnu í hana,“ segir Atli Rúnar Halldórsson hjá al- mannatengslafyrirtækinu Athygli en hann og félagar hans, G. Valdi- mar Valdimarsson, kerfisfræðingur í Ferli, og Guðmundur R. Lúðvíks- son myndlistarmaður hafa sett upp umfangsmikla vefsíðu um Hval- fjarðargöngin. Reynslan er ágóðinn Að sögn Atla Rúnars liggur ágóði þeirra félaga af því að setja síðu eins og þessa á vefinn helst í því að þeir geti prófað sig áfram með þenn- an nýja miðil. „Enginn okkar hefur líka unnið að nákvæmlega svona verkefhi áður og það er þvi mjög lærdómsríkt og gefur okkar góðar hugmyndir fyrir framtíðina," bætir Guðmundur við. Atli Rúnar segir að það sé margt við Hvalfjarðargöngin sem bjóði upp á að áhugaverð vef- síða sé sett upp um þau. „Bygging þeirra er mál sem hefur vakið mikla athygli í þjóöfélaginu og það eru stöðugar fréttir af framkvæmdinni. Eins og gefúr að skilja þá erum við í góðri aðstöðu til að fá nýjustu fréttir af gangi mála í Hvalfirðinum enda sér Athygli um kynningarmál Spalar. Samt sem áður erum við rit- stjórar og eigendur vefsins. Grunn- upplýsingamar um göngin eru til dæmis yfirfamar af sérfræðingum. Enda á þetta að vera áreiðanlegur vefur.“ Valdimar bendir á að hvergi sé jafnmikið af upplýsingum um gangagerðina til á einum stað og samsinna félagar hans honum og nefna dæmi um að ýmsir fjölmiðlar hafi fengið fréttir um Hvalfjarðar- mál frá vefsíöu þeirra. Þeir félagar hafa boðið fyrirtækj- um sem tengjast Hvalfjarðargöng- um að taka þátt í að kosta vefsíðuna og að sögn Atla Rúnars lofa við- brögðin góðu. Áhersla á innihald Þeir leggja áhersiu á að Intemet- ið sé ágæt viðbót við aðra miðla og að með því séu þeir að ná til annars hóps en til dæmis horfir á sjón- varpsfréttir. „Með vefsíðu af þessu tagi getur hver sem er komist fram hjá fjölmiðlakerfinu. Ég held til dæmis að við séum að ná til yngra fólks með síðunni en við myndum gera með öðrum miðlum,“ Guð- mundur telur að erlendir sérfræð- Vefsíða Hvalfjarðarganganna: ingar og skólafólk geti haft góð not af þvi sem þar er að finna og þvi er Atli Rúnar sammála. „Það er líka ætlunin að það sé raunverulegt innihald á okkar siðu. Það er mikið af mjög yfirborðskenndum síðum á veraldarvefnum sem innihalda fátt annað en flotta grafík. Við erum að reyna að tvinna saman mikið af texta og góða grafik og búa þar með til fræðandi og gagnlega síðu. Þeir félagar segjast hafa haft gam- an af samstarfinu og segja í gríni að nokkur togstreita ríki milli texta- höfundarins, Atla Rúnars, og Guð- mundar myndlistarmanns. „Þar lendir kerfisfræðingurinn á milli,“ segir Atli Rúnar og hlær við. Vefsíðu Hvalfjarðarganganna er að finna hjá Nýherja http://itn.is/gong -JHÞ Heitustu tölvuleikirnir PC 1. (-) Red Alert 2. (-) FIFA 97 3. (1) Champ. Manager II 4. (-) Ultim. Soccer Manager II 5. (3) Screamer n 6. (10) Flight Simulator 6.0 7. (-) Tomb Raider 8. (-) Full Throttle 9. (AI) Tie Fighter Collection 10. (-)Classic Comanche II Vinnuþjarkur á hagstæðu verði Apple-umboðið býður nú Power Macintosh 7600/132 tölvur á tilboði sem endist til jóla. Slíkar tölvur eru bún- ar 132 megariða PowerPC 604 örgjörva, 120 MB hörð- um diski og 48 megabæta vinnsluminni. Minni tölv- unnar er stækkanlegt upp í 512 megabæt og hægt verður að skipta út örgjörvanum þegar öflugri örgjör- var koma á markaðinn. Með tölvunni fylgir 17" App- leVision skjár en tölvan hefur 2 megabæta skjáminni. Það dugar til að birta 16,7 milljónir punkta samtím- is. Með tölvunni fylgir nýjasta útgáfan af Microsoft Office og með viröisaukaskatti kostar hún 361 þúsund. -JHÞ jliúlyjj -> Uu.j.jijJyiJ -> júa/J iiyjjj ÍjJjj -> iiU/jJid jj.jj - j'JiJi JJ - íij Írjjij ijjjj. /j/jjíuLmJC lofk Holmpv. » Mokinq ID4 ♦ j5r(wfp> Sfiikr ííffTírt • Wippoul 2097 1 CmixocIpi • Hmvp\fpi looinfnuk Engin landamæri virt Eins og allir vita sem vilja vita þá er Intemetið ansi stjómlaust fyr- irbæri þar sem lög og reglur einstakra landa mega sín oft lítils enda virða notendur netsins engin landamæri. Margir vilja hins vegar koma reglu á óreiðuna en gallinn virðist vera sá að Intemetið virðir engin landamæri. Til dæmis gæti reynst snúið að stöðva róg gegn fyrirtækj- um og einstaklingum. Rógurinn gæti verið settm’ fram af íslendingi og beinst gegn aðilum hér á landi en verið komið á framfæri með miðlara í Kanada. Rógberinn gæti líka haft lögheimili sitt í Kanada en notað ís- lenskan miðlara til þess að setja efnið fram. Það er sennilega endalaust hægt að deila um það í hvoru landinu fórnarlömbin ættu að leita á náð- ir dómstóla. Sama gildir um fyrirbæri eins og fjárhættuspil. Fyrirsjáan- legt er að hægt verði að greiða fjárhæðir með öraggum hætti í gegnum Internetið og þegar það verður að veruleika er ekki erfitt að ímynda sér aö spilafíklar hér á landi og annars staðar sæki í spilavíti á netinu. Erfitt gæti reynst að stöðva slíkt og greinilegt er að mörgum spuming- um er ósvarað um það hvemig einstök ríki ætla að aðlaga sig þessum nýja veraleika. Eins og oft vill verða þegar tæknin veldur möimum heilabrotum hafa komið fram ýmsar ansi nýstárlegar hugmyndir um hvemig eigi að bregðast við. Sumir halda því fram að netið sé í rauninni nýr heimur þar sem lög sem byggjast á landfræðilegum markalínum gildi ekki. í þeirra stað verði aö semja ný lög og gera skýr mörk milli „netheimsins" og hins raunverulega heims. Aðrir vilja að ríki heims komi sér saman um lagabálk um Intemetið og minna hugmyndir þeirra um margt á Ha- fréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er hins vegar erfitt að fá þjóð- ir heims til að semja slík lög og margir „netbúar" era lítt hrifnir af hvers konar hugmyndum um lög og reglugerðir um netið. Einmitt þess vegna hafna þeir flestir þriðju hugmyndinni um lög og reglu á netinu en hún gengur út á að sérstakur dómstóll úthluti öllum Intemet-notend- um númeri sem veiti þeim aðgang að netinu. Dómstólliim geti svo svipt brotamönnum aðgengi í lengri eða skemmri tíma. Samantekt: JHÞ Apple Macintosh 1. Warcraft II 2. Descent n 3. Mech Warrior II 4. Abuse 5. Bad Mojo Sony Playstation 1. Tomb Raider 2. Soviet Strike 3. Tekken n 4. Wipeout 2097 5. Star Gladiator Sega 1. NBA Live 97 (Megadrive) 2. Fifa 97 (Megadrive) 3. Sonic (Megadrive) 4. NBA Action (Satum) 5. Destraction (Satum) Super Nintendo 1. Toy Story 2. Donkey Kong Country D 3. Donkey Kong Country II 4. Donald in Maui 5. Super Mario World II

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.