Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 Fréttir Samkomulag hefur tekist um veiðar úr norsk/íslenska síldarstofninum: Hlutur Evrópusambands- ins í veiðunum of stór - segja Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sævar Gunnarsson, formaður SÍ Undirritað hefur verið sam- komulag milii íslendinga, Norð- manna, Færeyinga, Rússa og Evr- ópusambandsins um veiðar úr norsk/íslenska síldarstofninum á næsta ári. Heildarkvótinn verður 1.486 þúsund lestir en var í ár 1.107 þúsund lestir. Kvóti íslands verður 233 þúsund lestir en var í ár 190 þúsund lestir. Norðmenn mega veiða 854 þúsund lestir á næsta ári, Færeyingar 82 þúsund lestir, Rúss- ar 192 þúsund lestir og Evrópusam- bandið fær 125 þúsund lesta kvóta. „Menn eru fyrst og fremst ánægð- ir með að hafa náð heildarsamningi um þessar veiðar. Við töldum að Evrópusambandinu bæri minni hlutur í þessum veiðum en niður- staðan varð. Það er hins vegar ljóst að floti þess er mjög öflugur og það var mikil hætta á því að hann myndi auka veiðamar enn frekar frá því sem var í ár. Fyrir okkur ís- lendinga skiptir mestu máli að stofninn verði byggöur upp því okk- ar markmið er að hann komi á nýj- an leik inn í okkar lögsögu í veru- legum mæli. Ég tel það styrkja það framtíðarmarkmið að ná utan um veiðamar eins og nú hefur verið gert,“ segir Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra um samninginn. „Mér þykir Evrópusambandið hafa fengið allt of mikið út úr þess- um samningi enda þótt verið sé að stöðva óheftar veiðar skipa frá sam- bandslöndunum sem veiddu um 200 þúsund lestir í ár. Evrópusamband- ið fær 125 þúsund lesta kvóta á næsta ári en sögulega séð ætti það ekki að fá neitt. Evrópusambandið beitir bara ofbeldi með því að hóta að láta flota sinn veiða óheft fái það ekki kvóta og undan þessum þrýst- ingi var látið,“ segir Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannasam- bandsins, um samninginn. Samkomulag er um að íslending- ar megi veiða allan sinn kvóta í Færeysku lögsögunni og Færeying- ar allan sinn kvóta í íslensku lög- sögunni. Þá mega íslensk skip veiða sinn hlut í lögsögu Jan Mayen. Norðmenn mega veiða sem nemur tveimur þriðju hlutum af kvóta ís- lendinga innan okkar lögsögu. Þá fá íslensk skip leyfi til að veiða 10 þús- und lestir í norsku lögsögunni gegn því að norsk skip fái að veiða sama magn innan íslensku lögsögunnar. Loks fá svo rússnesk skip að veiða 6.500 lestir á takmörkuðu svæði inn- an íslensku lögsögunnar. -S.dór Bóksölulisti DV: Samhljómur með erfiðri lífsbaráttu - segir skrásetjari bókarinnar Lífskraftur Gemlufallsheiði: Lá á slys- stað hátt í fimm tíma - lán að annar fór út af „Við fengum tilkynningu um slysið um klukkan þrjú á laugar- dag og þá hefur maðurinn örugg- lega verið búinn að liggja utan vegar í fjóra til fimm tíma. Það sem varð honum til happs var að feðgar á bíl fóru út af á nákvæm- lega sama stað og þá sáu þeir bíl- inn. Margir höfðu farið þarna um án þess að veröa nokkurs varir," sagði lögreglumaður á ísafirði við DV í gærkvöldi um bílveltu á Gemlufallsheiöi á laugardag. Brjálað veður var á þessum slóðum þennan morgun þar sem atvikið átti sér stað, á Gemlufallsheiði, milli Önund- arfjarðar og Dýrafiarðar, á laugardagsmorgun. Bílstjórinn slasaðist nokkuð á fæti og hlaut einhver höfuðmeiðsl, auk þess sem hann var orðinn nokkuð kaldur þegar að var komið. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hann var í rannsókn í gærkvöldi. Sér- fræðingur á slysadeild sagði við DV í gær að hann ætti allt eins von á því að maðurinn þyrfti að fara í aðgerð þegar líða tæki á kvöldiö. Mikið lán var að bíll feðganna skyldi fara út af á sama staö og sá slasaöi. Engin leið er að geta sér þess til hvenær slysiö hefði annars uppgötvast. Fyrri bíllinn valt á hliðina en sá seinni skemmdist ekki og báöir mennimir í þeim bil sluppu ómeiddir. -sv „Það eru mikil og ánægjuleg tíð- indi að bókin Lífskraftur skuli seljast svona vel og vera í þriðja sæti met- sölulistans. Ég reiknaði alltaf með að þessi bók myndi fá jákvæðar viðtökur vegna séra Péturs og Ingu. Þau eru vel þekkt meöal landsmanna og á Norðurlandi eru þau þjóðhefiur. Pét- ur og Inga eru alþýðufólk og ég held að margir íslendingar finni samhljóm með þeim og þeirra erfiðu lífsbar- áttu,“ sagði Friðrik Erlingsson, höf- undur bókarinnar Lífskraftur sem er í þriðja sæti á bóksölulista DV yfir mest seldu bækur síðustu viku. Kökubók Hagkaups er sú bók sem selst mest i jólabókaflóðinu en barnabókin Játningar Berts er í öðru sætinu. Barnabækur þeirra Jacobssons og Olssons hafa undan- farin ár verið meðal söluhæstu bóka á hverju ári. í fiórða sæti DV-listans er bamabók Guðrúnar Helgadóttur, Ekkert að marka, og Benjamín H.J. Eiríksson situr í fimmta sætinu. Hún er ný á listanum, en kemur öfl- ug inn á listann. Af 20 söluhæstu bókum síðustu viku eru sex bama- eða unglinga- bækur á listanum. Efsta skáldsagan á listanum, sem er í 10. sæti, er Z-ást- arsaga Vigdísar Grimsdóttur. At- hygli vekur að bækurnar Lögmálin 7 um velgengni, Lávaröur heims og Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar hrapa nokkuð á listanum, miðað við stöðuna í síðustu viku. Bókaverslanimar, sem taka þátt í sölukönnun DV, eru: Hagkaupsversl- anirnar í Skeifunni og Kringlunni, á Akureyri og í Njarðvík, Eymunds- son í Kringlunni, Penninn í Kringl- unni, Penninn i Hallarmúla, Penn- inn í Hafnarfirði, Penninn og Ey- mundsson í Austurstræti, Bókval á Akureyri, Bókaverslunin Sjávarborg í Stykkishólmi, Bókabúð Sigurbjöms á Egilsstöðum, Kaupfélag Ámesinga á Selfossi og Bókabúð Keflavíkur í Reykjanesbæ. -ÍS £ióii yfot óMuhæóta fceáwt — 3. uiAa — 1. (-) Kökubók Hagkaups -Jóhann Felixson 2. (1) Játningar Berts -A. Jacobsson og S. Olson 3. (2) Lífskraftur -Friðrik Erlingsson 4. (3) Ekkert að marka -Guðrún Helgadóttir 5. (-) Benjamín H. Eiríksson -Hannes H. Gissurarson 6. (9) Á lausu -Smári Freyr og Tómas Gunnar 7. (5) Latibær á Ólympíuleikunum -Magnús Scheving 8. (8) Stafakarlarnir - Bergljót Amalds 9. (-) Útkall á 11. stundu -Óttar Sveinsson 10. (-) Z - Ástarsaga -Vigdís Grímsdóttir 11. (6) Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar -Jón Múli Ámason 12. (7) Lávarður heims -Ólafur Jóhann Ólafsson 13. (10) Lífsins tré -Böðvar Guðmundsson 14. (-) íslandsförin -Guðmundur Andri Thorsson 15. (-) Lögmálin 7 um velgengni -Deepak Chopra 16. (-) Allt í sleik -Helgi Jónsson 17. (-) Þórður í Haga -Óskar þórðarson 18. (-) Þegar mest á reynir -Danielle Steel 19. (-) Með fortíðina í farteskinu -Elín Pálmadóttir 20. (-) GriIIaðir bananar -Ingibjörg Möller og Fríða Sig. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja i síma 9041600. 39,90 kr. mlnútan Já '§ Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á jafn lífeyrisréttur að vera forgangskrafa í kjaraviðræðunum? Árás í Tunglinu: Fékk spark í höfuðið Maður fékk slæm högg og spörk í höfuðið í Tunglinu aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglumaður á vakt í miðborginni sagði að maður- inn hefði náð að komast út úr hús- inu en síðan hefði hann hnigið niður rétt áður en hann kom að lögreglubíl sem þar var. Kallað var eftir sjúkra- bíl og ekki þótti þorandi annað en sefia manninn í kraga. Hann var meðvitundarlaus þegar lögreglan skildi við hann en í gærkvöld tókst ekki að fá upplýsingar um afdrif mannsins á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Erfitt reyndist fyrir lögreglu að fá upp gefið hverjir stóðu að árásinni en þó tókst um síðir að handtaka einn sem viðurkenndi að hafa átt þátt í henni. Á þeim manni fundust alsælutöflur. Hann var látinn laus eftir yfirheyrslu og telst málið upp- lýst. -sv Stuttar fréttir Spennandi samningur Hugsanlegur tollfrelsissamn- ingur milli EFTA og ASEAN get- ur verið spennandi fyrir ísland, segir Finnur Ingólfsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra. Stöð 2 sagði frá. Hvalfjarðargöng kláruð fyrr Samkvæmt nýrri verkáætlun verður lokið við að sprengja Hval- fiarðargöng á næsta ári en ekki árið 1998, eins og áður vai- talið. RÚV greindi frá. Taka tilmælum illa Tilmæli sfiórnvalda til sveit- arfélaga um að þau dragi úr framkvæmdum hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forsvars- mönnum sveitarfélaga. Stöð 2 sagði frá. Gallað bóluefni Samkvæmt fréttum RÚV geta þeir 30 þúsund íslendingar sem bólusettir voru gegn inflúensu samt sem áður fengið flensu. Bóluefnið virðist eingöngu virka á inflúensu af A-stofni en ekki af B-stofni. Strætó í Reykjanesbæ Rekstur almenningsvagna hófst í Reykjanesbæ á laugardagsmorg- un. Ókeypis verður í vagnana til áramóta. RÚV sagði frá. Viðskiptaspil til Evrópu RÚV sagði frá því að í smíðum væri Evrópuútgáfa af viðskipta- spilinu sem nýlega kom á markað hér á landi. Vonast er til að ESB noti spilið til að kynna sameigin- lega evrópska mynt. Vill tilboð Heilbrigðisráðherra vill leita eftir tilboðum frá einkareknum læknastofúm hér heima og er- lendis. Ætlunin er að spara 100 milljónir króna. Stöð 2 sagði frá. Skipadeilur Samkvæmt fréttum ríkissjón- varpsins segir forsfióri Samskipa að starfsumhverfi íslenskra skipafélaga sé ekki í takt við tím- ann. Þessu mótmæla forsvars- menn Sjómannasambands Reykjavíkur og Alþjóðasambands farmanna. Smávægileg meiðsl Bíll skemmdist töluvert á Sand- gerðisvegi á laugardag, eftir að hann valt út fyrir veg í hálku. Bíl- sfiórinn slapp með smávægileg meiðsl. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.