Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Page 25
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996
33
DV
Fréttir
Skoöanakönnun fyrir Þingflokk jafnaðarmanna:
Sækja líka ffylgi
til stjórnarflokka
Einar Karl Haraldsson, starfsmaö-
ur þingflokks jafnaðarmanna, segir
að í skoðanakönnun þeirri sem Fé-
lagsvísindastofnun framkvæmdi fyr-
ir þingflokk jafnaðarmanna komi í
ljós, þegar svör fólks eru samkeyrð,
að jafnaðarmannaflokkur myndi
sækja mikið fylgi til núverandi
stjómarflokka. Þannig sögðust 15,4
prósent þeirra sem kusu Framsókn-
arflokkinn síðast ætla að kjósa jafn-
aðarmannaflokk ef hann byði fram
næst. Þá sögðust 9,7 þeirra sem kusu
Sjálfstæðisflokkinn síðast ætla að
kjósa jafnaðarmannaflokk byði hann
fram.
Af þeim sem kusu Alþýðuflokkinn
síðast sögðust 8,6 prósent ætla að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn næst, 5,4
prósent Framsóknarflokkinn og 72
prósent jafnaðarmenn. 3,2 prósent
ætluðu ekki að kjósa og 10,8 prósent
neita að svara eða eru óákveðin.
Af þeim sem kusu Framsóknar-
flokkinn síðast sögðust 3,8 prósent
ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn,
66,8 prósent Framsóknarflokkinn aft-
ur og 15,4 prósent jafhaðarmanna-
flokk byði hann fram. Rúm 10 pró-
sent fara á aðra flokka, neita að
svara eða ætla ekki að kjósa.
Af þeim sem kusu Sjálfstæðisflokk-
inn síðast ætla 75,9 prósent að kjósa
hann aftur, 2,9 prósent Framsóknar-
flokkinn og 9,7 prósent flokk jafhað-
armanna en rúm 10 prósent sögðust
Stj örnuspekingur:
Opnar útibú í
Bandaríkjunum
„Við leigjum aðstöðu í stórri versl-
unarmiðstöð í Los Angeles þar sem
við höfum komið okkur upp stórum
hestvagni á miðju gólfí. Þar seljum
við tvenns konar stjömukort, per-
sónulýsingu og framtíðarkort og
emm með skrifstofuaðstöðu annars
staðar í húsinu," sagði Svanborg
Óskarsdóttir, annar eigandj Stjömu-
spekimiðstöðvarinnar í Kjörgarði og
eiginkona Gunnlaugs Guðmundsson-
ar stjömuspekings. Þau hafa nú fært
út kvíamar og opnað útibú í Banda-
ríkjunum.
„Við opnuðum þann 23. nóvember
sl. og Gunnlaugur er enn erlendis til
að fylgja þessu úr hlaði. Þessu hefur
verið mjög vel tekið og Bandaríkja-
menn era mjög opnir fyrir nýjung-
um. Við seljum hvert stjömukort á
39 dollara en kaupandinn fær það
innbundið í harðspjaldakápu með
koparfestingum. Það sómir sér því
vel á hvaða stofuhillu sem er og er
lífstíðareign. Margir gefa þetta í
sængur- eða afmælisgjafir," sagði
Svanborg.
Aðspurð sagði hún undirbúning-
inn hafa staðið yfir í mörg ár en
hann fólst aðallega í hugmyndavinnu
Gunnlaugs og tölvuvinnu. Útreikn-
ingur sjálfra stjömukortanna fer
fram í gegnum Internetið þannig að
þegar Bandaríkjamaður biður um
stjömukort er það reiknað út af tölv-
unarfræðingi í Kjörgarði og sent til
baka innan hálftíma.
Svanborg sagðist ekki hafa tekið
saman hvað allt þetta hefði kostað en
sagði aðalkostnaðinn felast í hug-
myndavinnunni, í hana hefði farið
gífurlegur tími. Aðspurð sagði hún
ýmsa fjársterka aðila hafa lagt þessu
lið en vildi ekki tjá sig nánar um það.
Þau stefna að því að opna fleiri útibú
í Bandaríkjunum í framtíðinni og
jafnvel líka á meginlandi Evrópu. „í
Bretlandi era líka aðilar sem era til-
búnir að taka þátt i þessu en Gunn-
laugur hreinlega annar því ekki í
bili. Hann leggur mikla áherslu á að
fylgja þvi vel eftir sem hann byrjar
á,“ sagði Svanborg.
-ingo
kjósa aðra flokka, neita að svara eða
ætla ekki að kjósa.
Af þeim sem kusu Alþýðubanda-
lagið síðast ætla 79,5 prósent að kjósa
flokk jafnaðarmanna. Þá ætla 2,5 pró-
sent að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
næst og 4,9 prósent Framsóknar-
flokkinn. 5,7 prósent ætla ekki að
kjósa og 7,4 prósent neita að svara.
Hjá Kvennalista ætla 2,4 prósent
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 19,5 pró-
sent Framsóknarflokkinn, 43,9 flokk
jafhaðarmanna og 26,8 prósent neita
að svara. -S.dór
Sparil$ápan þín
er Islenslk
Verðið kemur á óvart
Rétt verð 24.900.
Margir litir og stœrðir
Fríar Póstkröfur
ffCápusalan
Snorrabraut 56 5 562 4362
FRAMSOKNARFLOKKURINN
1916-1996
Framsóknarflokkurinn þakkar landsmönnum
farsælt samstarf í 80 ár og væntir þess að
leiðir liggi saman til framtíðar.
Gleðilega hátíð
2
Framsóknarflokkurinn