Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 38
46 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 Fréttir Samkomulag stjórnarflokkanna 1 LlN- og veðheimildarmálunum: Fjarri lagi að her sé um hrossakaup að ræða - segir Guöni Ágústsson alþingismaður „Það er garri öllu lagi að hér sé um einhver hrossakaup milli stjómarflokkanna að ræða. Ég hafna því alfarið. Hér er um þannig mál að ræða að það er ekki hægt að versla með þau. Það gerir enginn stjórnmálaflokkur í svona stómm málum," sagði Guðni Ágústsson alþingismður tun lausn í máli Lánasjóðs íslenskra náms- manna annars vegar og hins veg- ar að heimila veðsetningu kvóta. Stjómarandstæðingar fullyrða að þama hafi hrossakaup átt sér stað. Þeir benda á að framsóknar- menn hafl fengið næstum allt sitt í gegn í LÍN-málinu og sjálfstæðis- menn næstum allt sitt í veðheim- ildarmálinu. Varðandi LÍN-málið veröa tekn- ar upp samtímagreiðslur með „einum eða öðram hætti“, eins og þingmenn stjórnarílokkanna kafla það. Sömuleiðis verða endur- greiðslur lána lækkaðar. Þetta mál verður hins vegar ekki endan- lega frá gengið fyrr en eftir ára- mót. DV hefur áöur skýrt frá því að samkomulag sé komið milli stjórn- arflokkanna um veðsetningu á kvóta. Þar er um að ræða að heim- ilt verði að veðsetja veiðiskip og þann kvóta sem það fær úthlutað árlega. Aftur á móti verði óheimilt að veðsetja kvóta einan og sér. Þar er átt við þann kvóta sem gengur kaupum og sölum mifli útgerða eða sem er leigður. -S.dór Örn Þórarinsson, oddviti og bóndi á Ökrum, ásamst Maríu G. Guðmundsdóttur, sambýlis- konu sinni. DV-mynd ÞÖK Örn Þórarins- son, oddviti Fljótahrepps: Unga fólkið fer DV, Fljótum: „Það fækkar hér fólki vegna samdráttar í landbúnaði og lok- unar Miklalax. Það skortir hér nýliðun á jörðum. Unga fólkið fer í burtu þó að til séu undan- tekningar frá því,“ segir Öm Þórarinsson, oddviti í Fljóta- hreppi og bóndi að Ökrum. Hann segir lokun fiskeldis- stöðvar Miklalax vera áhyggju- efhi og það myndi breyta miklu ef tækist að koma henni í gang á ný. „Það unnu hjá Miklalaxi 14 manns en síðan til lokunar kom hafa aðeins starfað þar 2-3 menn. Það væri raunhæfur Bettý Marselfusardóttir viö vinnu sfna á saumastofunni. DV-mynd ÞOK Saumar íslenska fán- ann fyrir Gæsluna möguleiki á fólksfjölgtm ef stöð- in kæmist í gagnið á ný,“ segir Öm. -rt DV, Hofsósi: „Við saumum íslenska fánann fyrir aðila um allt land. Núna eru S 14kt. gullhálsmen, hringur og eyrnalokkar með blóðsteinum eða perlum. Verö 20.500 allt settiö l 4 k r V A A Gullsmiðja Helgu LAUGAVEGI 40 SlMI OG FAX 561-6660 Sendum í póstkröfu ________r við að sauma fyrir Landhelgisgæsl- una. Þaö er oft mikið að gera i fána- saumi en þó misjafnt milli ára,“ seg- ir Svanhildur Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri saumastofunnar á Hofsósi sem sérhæfir sig í að sauma íslenska fánann. „Það er mest að gera í kringum þjóðhátíöir og þegar sveitarfélög halda hátíðir. Það er rólegra inn á milli. Við saumum á milli 500 og 600 fána á ári,“ segir Svanhildur. Hún segir að vinnan við fánana fari ekki eftir stærð þeirra. „Litlu fánamir em erfiðastir og taka lengstan tíma. Það er einfald- ara að sauma þá stærri,“ segir Svanhildur. Fánasaumurinn er aðeins hluti framleiðslunnar en að auki er saumað það sem til fellur hverju sinni. Að staðaldri vinna þrjár kon- ur á saumastofunni. -rt Sænsk skóverk- smiðja hugsan- lega á Krókinn - hefur sérhæft sig í íþróttaskóm DV, Sauöárkróki: Tfl greina kemur að sænskt fyrir- tæki, sem hefur sérhæft sig í fram- leiðslu á íþróttaskóm, setji upp verksmiðju á Sauðárkróki. Sauð- krækingar em búnir að vera í sam- bandi við þennan sænska aðila um tíma og á liðnu sumri var hafist handa í gerö forathugunar á hag- kvæmni þessa. Að sögn Snorra Bjöms Sigurðs- sonar bæjarstjóra var niðurstaða þeirrar atíiugunar jákvæð og verð- ur nú haldið áfram og málið kannað til hlítar. Vonast er til að ákvörðun liggi fyrir áður en langt um liður en reiknað er með að a.m.k. tveir til þrir mánuðir líði áður en þar að kemur. Hér er verið að tala um frekar litla verksmiðju á alþjóðlegum mælikvarða, með um 30 störfum. Sænski aðilinn kveðst hafa yfir að ráða mjög sterkum viðskiptasam- böndum og þeirra eigin vömmerki er þekkt í Svíþjóð, auk þess sem sænska verksmiðjan hefur framleitt .skófatnað undir öðrum þekktum vömumerkjum, með leyfi viðkom- andi rétthafa. Rætt er um að slíkt fyrirkomulag kæmi einnig til greina ef af stofnun verksmiðjunnar á Króknum yrði. Aðspurður sagði Snorri Bjöm að ekkert hefði verið rætt um hvemig eignaraðild að verksmiðjunni yrði háttaö ef til kæmi en ljóst að Svíar myndu eiga þar stóran hlut. Þess væri einnig vænst að heimamenn kæmu með fjármagn inn í rekstur- inn. „Það er of snemmt að slá neinu fóstu með þetta en hins vegar veitir okkur ekkert af að reyna að skjóta sterkari fótum undir atvinnulífið héma,“ sagði Snorri Bjöm. -ÞÁ Hraðfrystistöð Þórshafnar: Rífleg þreföldun á verði hlutabréfanna - eftir innkomu á Opna tilboðsmarkaöinn „Viö gerðum okkur vonir um góðar viðtökur en þetta er umfram það sem við bjuggumst við og stað- festir að við eigum fullt erindi á þennan markað,“ sagði Hólmar Ástvaldsson, fjármálastjóri Hrað- frystistöðvar Þórshafnar, í samtali við DV en frá því fyrirtækið fór á Opna tilboðsmarkaðinn, OTM, 6. desember sl. hafa hlutahréfin snar- hækkað í verði. Gengið byrjaði í 1,25 en fór hæst í 4,25 sl. miðvikudag. Bréfin þre- földuðust því i verði og rúmlega það. Eitthvað hægði á skriðinu eftir það þegar gengið fór niður fyrir 4,00. Engu að síður verður þetta að teljast góð innkoma á markaðinn. Þegar viðskiptum lauk á fostu- dag höfðu bréf fyrir rúmar 23 millj- ónir að nafnvirði skipt um eigend- ur frá 6. desember og söluvirðið komið vel yfir 70 milljónir. Nafn- virði alls hlutafjár í Hraðfrystistöð Þórshafnar er 300 milljónir króna. Áður en stöðin fór á OTM voru stærstu eigendur Þórshafnarhrepp- ur og Hængur ehf. Að sögn Hólmars hefur það verið í undirbúningi um tíma að fara meö fyrirtækið á hlutabréfamark- Hraðfrystistöð Þórshafnar - hlutabréf á OTM* frá 6. des. - 4.5 i 4 3Í f 3,95 * M gt Mí 1 ! /Á 15 tA • UíWlntaMÍBaAai T « (... m n <0 <0 0» o - ' Opni tllboðsmarkaðurinn aö. Engin ákvörðun liggi fýrir um hvort hréfln verði skráð á Verð- bréfaþingi íslands. Sá möguleiki sé fyrir hendi síðar meir. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.