Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 Útlönd Mannskætt flugslys í Michiganríki: Líkamshlutar á víð og dreif um stórt svæði - þrettánda flugslys þessarar flugvélategundar Mannskætt flugslys varð þegar farþegavél Delta flugfélagsins hrap- aði í hríðarbyl í Michiganríki í gær. Allir sem um borð voru, 29 manns, létust. Af þeim voru 26 farþegar og þriggja manna áhöfn. Flugvélin, 30 manna af gerðinni Embraer Brasilia 120, var á leið frá Cincinnati til Detroit og hrapaði til jarðar aðeins 40 km frá Detroit. Flugfélagið Comair, dótturfyrirtæki Delta, annast flug innan Michigan- ríkis fyrir Delta. Á blaðamannafundi stuttu eftir slysið upplýsti blaðafulltrúi Comair að flugvélin hefði verið í notkun fyr- ir fyrirtækið frá árinu 1992 og ný- komin úr rækilegri endurskoðun í nóvember síðastliðnum. Fram kom á fundinum að þetta væri fyrsta flugslysið sem Comair hefði þurft að þola en fulltrúinn neitaði að öðru leyti að svara fyrirspumum blaða- manna. Annar blaðamannafundur var boðaður í morgun. Fram kom á fundinum að flugvél- in hefði horfið af radar stuttu fyrir slysið. Flugtíminn á milli Cincinnati og Detroit er 55 mínútur og var vél- in búin að vera klukkutíma á lofti þegar hún hrapaði. í fréttum CNN um atburðinn kom fram að 13 tilfelli eru skráð um mannskæð óhöpp hjá flugvélum af gerðinni Embraer Brasilia 120 frá árinu 1986. Þar á meðal er flugslys í Georgíuríki þar sem öldungadeildarþingmaðurinn John Tower lét lífíð. Vitni að slysinu báru að flugvélin hefði verið í lágflugi en tekið skyndilega dýfu og hrapað nánast beint niður til jarðar. Hún sprakk í loft upp og vélarhlutar dreifðust um stórt svæði. Maður sem kom á slys- stað sagði frá því í sjónvarpsviðtali að líkamshlutar hefðu verið dreifðir um stórt svæði. Hríðarbylur hafði geisað í nokkra klukkutima á svæðinu og um 15 cm þykkt lag af snjó fallið þegar slysið varð. Ekkert hefur samt komið fram um að veðurhamurinn hafi verið or- sök slyssins en getgátur eru uppi um að afisingarbúnaður flugvélar- innar hafi ekki verið i lagi. Reuter Jeltsín heilsast þokkalega á sjúkrahúsinu Borís Jeltsín Rússlandsforseti er við þokkalega heilsu á sjúkrahúsi í Moskvu þangað sem hann var fluttur á miðvikudag vegna snerts af lungnabólgu. Veikindi hans nú hafa enn einu sinni skap- að mikla óvissu og mikinn ótta í rússneskmn stjórnmálum. í Kreml er lít- ið gert úr vanda forsetans og því haídiö fram að veikindin nú standi í engu sam- bandi við kransæðaaðgerðina sem hann gekkst undir í nóvember síð- astliðnum. Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra, sem er staðgengill forset- ans, lét veikindi Jeltsíns ekki aftra sér frá þvi að fara í fyrirhugað vikufrí nærri Moskvu. Hann ræddi við Jeltsín í síma í gær en forsetanum eru gefin fúkalyf vegna kvefpestar sem hann krækti sér í. Alexander Lebed hershöfðingi, sem Jeltsín rak úr embætti örygg- isráðgjafa tveimur vikum fyrir hjartaaðgerðina, krafðist þess að Jeltsín segði þegar í stað af sér. Leit hafin að enn einum skútumanninum Ástralski sjóherinn leitar nú að kanadískum siglingakappa sem er saknað einhvers staðar í hafinu undan Suðurskautslandinu. Á sama tima rikh' mikill fógnuður meðal Ástrala eftir giftusamlega björgun tveggja annarra skútusigl- ingamanna í gær. Siglingakappam- ir voru að taka þátt í kappsiglingu umhverfis jörðina og voru einir í bátum sínum. Branson íhugar að reyna aftur hnattflug í belg ísraelskir lögregluþjónar meö hunda skoöa verksummerki þar sem tvær naglasprengjur sprungu nærri aöal stræt- isvagnamiöstööinni í Tel Aviv í ísrael í gær. Enginn hefur enn lýst ábyrgö á tilræðinu á hendur sér en forsætisráö- herra ísraels segir allt benda til aö um hryöjuverk sé aö ræöa. Þrettán manns særöust í sprengingunum. Símamynd Reuter Þrettán særðust í sprengjutilræðum í Tel Aviv: Israelsmenn heita því að svara af fyllstu hörku - enginn árangur af fundum Netanyahus og Ross í gærkvöld Breski auðkýfingurinn Richard Branson sagði í gær að hann kynni að reyna aftur aö komast umhverf- is jörðina í loftbelg, þrátt fyrir að hann heföi verið aðeins hárs- breidd írá dauð- anum í tilraun sinni í vikunni. Belgur Bran- sons skall til jarðar I eyði- mörkinni í Alsír eftir aðeins þrettán klukkustunda flug frá Marokkó. „Mér mislíkar að klára ekki það sem ég byija á,“ sagði Branson. Reuter Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, og Dennis Ross, samningamaður Bandaríkjastjórn- ar, héldu viðræðum sínum um Hebron áfram í gærkvöld, en í þetta sinn í skugga sprengjutilræða í Tel Aviv þar sem þrettán manns særð- ust. Útvarp ísraelska hersins sagði að fundurinn hefði staðið fram á nótt en honum hefði lokið án þess að nokkur árangur yrði. Israelska lögreglan sagðist telja að arabar hefðu komið fyrir nagla- sprengjunum sem sprungu í rusla- fótum nærri aðal strætisvagnamið- stöð Tel Aviv i gær. í heimsókn til hinna særðu á sjúkrahús hét Netanyahu því að svara af „fyllstu hörku“ ef í ljós kæmi að tilræðismennimir kæmu úr röðum Palestínumanna á sjálf- stjómarsvæðunum. Hann sagði allt benda til að hryðjuverkamenn hefðu verið þama að verki. Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyr- ir sprengjutilræðunum sem urðu aðeins viku eftir að ísraelskur her- maður á frívakt skaut á mannfjölda í Vesturbakkabænum Hebron og særði sjö araba. Harðlínumenn úr röðum múslíma hétu því að koma fram hefndum. Sprengjurnar sprungu í nokkurra kílómetra fjarlægð frá skrifstofu Netanyahus í Tel Aviv þar sem hann sat á fundi með Dennis Ross. Þeir vom að reyna að binda enda á þær ógöngur sem viðræður PLO og ísraels um brottflutning ísraelskra hermanna frá Hebron em komnar í. „Við lögðum fram ýmsar hug- myndir en sprengjurnar bundu enda á viðræðurnar og þess vegna hef ég ekkert að segja ykkur,“ sagði Netanyahu við fréttamenn á Ichilov sjúkrahúsinu í Tel Aviv. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, beið eftir niðurstöðu af fundum Netanyahus og Ross áður en hann tæki ákvörðun um hvort hann færi í fyrirhugaða ferð til Evr- ópu í dag, að sögn embættismanna PLO. Reuter Stuttar fréttir i>v Leiðtogar í kulda Sjö verkalýðsleiðtogar í Suður- Kóreu höfðust við í snjó og kulda fyrir utan dómkirkjuna í Seoul og virtu lögregluna ekki viðlits þegar hún reyndi að afhenda þeim fyrir- skipanir um að mæta fyrir rétt í dag. Glæpamenn fara hvergi Bosníu-Serbar hétu því í gær að þeir mundu aldrei afhenda stríðs- glæpamenn sina svo rétta megi yfir þeim við stríðsglæpadómstól SÞ. Major á Indlandi John Major, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna sér mið- stöð hátækni- framleiðslu Ind- lands í dag. Major er á vikuferðalagi um Suður-Asíu þar sem viðskiptamál eru sett á oddinn. Dó í fangaklefa Liðsforingi í leyniþjónustu bandaríska flughersins, sem hefúr verið sakaður um að hafa reynt að bana konu sinni með bréfasprengju, fannst látinn í fangaklefa sinum í gær. Biðst afsökunar Kanadísk stjómvöld hafa beðið tvo menn afsökunar á að hafa kall- að þá glæpamenn vegna meintra mútugjafa framleiðenda Airbus- flugvélanna til að ná samningi. Yfirhylming skoðuð Leiðtogar nefiidar öldungadeildar Bandaríkjaþings hétu því í gær að rannsaka hvort varnarmálaráðu- neytið hefði hylmt yflr upplýsingar um að hermenn í Persaflóastríðinu hefðu komist í snertingu við eitur- gas. Hjartaáfall Sinatra Bandaríski söngvarinn Frank Sinatra fékk hjartaáfall i gær og var fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Þetta er í þriðja sinn á tveimur mánuð- um sem söngvarinn er lagður inn á sjúkrahús. Fáránlegt Aðstoðarmenn Newts Gingrich, nýendurkjörins forseta fulltrúa- deildar Bandarikjaþings, segja full- yrðingar um að fyrrum sjálfboðaliði í kosningabaráttu hans hefði gerst sekur um ótilhlýðilegt athæfi alveg fáránlegar. Barnklám Belgísk lögregla gerði mikla hús- leit á 60 stöðum um allt land í gær í leit að sönnunargögnum um bam- aklám eða starfsemi tengda bama- vændi. Bann gegn tóbaki Belgíska þingið undirritaði lög í gær sem banna allar tóbaksauglýs- ingar og styrki varðandi tóbak- snotkun frá og með árinu 1999. Sár í hálsi Bandaríska poppstjaman Michael Jackson kom á óvart þegar hann flaug til London i gær, en ekkert er vitað um fyrirætlanir hans í Bretaveldi. Jackson þjáist af slæmri hálsbólgu. Hjartaáfall Rússneski geimapinn Multik lést úr hjartaslagi, stuttu eftir tveggja vikna geimferð. Vísindamenn segja hjartaáfallið í engum tengslum við ferðina. Trygglyndi Þýskur skíðamaður lá í fjóra daga handleggsbrotinn og úr mjaðmarlið við hlið látinnar eigin- konu sinnar í Ölpunum, en hann hafði gert tilraun til að bjarga henni úr sjálfheldu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.