Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 Spurmngin Hefur þú fariö í leikhús nýlega? Skarphéðinn Steinþórsson nemi: Nei, og er ekki á leiðinni. Dóra Tómasdóttir, heimavinn- andi: Já, ég sá Ef væri ég gull- fiskur fyrir tveimur mánuðum. Sunna Ámadóttir: Já, ég fór að sjá Áfram Latabæ. Sandra Árnadóttir: Já, Áfram Latabæ og það var rosalega skemmtilegt. Helgi Örn Kristinsson sjómaður: Nei, ég ætlaði á Stone Free en það var uppselt. Ehsabet Sigurðardóttir nemi: Já, ég fór að sjá Ormstungu og það var mjög gaman. Lesendur________ Vanþroskaðir ökumenn Pessi bíl! sat fastur utan slóða sem liggur að Leggjabrjót að sunnan. Bréfritari er hissa á vanþroska ökumanna á stundum. Bjarni Jónsson skrifar: Sem betur fer hef- ur virðing fólks fyrir ósnortnu landi auk- ist undanfama ára- tugi. Þetta á einnig við um bílstjóra enda tilheyrum við flest þeim hópi. Skilning- ur manna hefur vax- ið á að skemmdir sem hljótast af akstri utan vega geta verið óbætanlegar og lög hafa verið sett sem banna slíkt hátterni. En fjöldi bílstjóra er mikill og ekki við öðru að búast en 1 þeim stóra hópi leyn- ist svartir sauðir, sem mættu reyndar leynast betur. Á gönguferðum und- anfarna mánuði hefur ég í tvígang rekist á bíla utan vega og tók ég af þeim ijósmyndir. í fyrra skiptið, þann fjórða ágúst við Skógá, var bíll við efsta foss, fyr- ir neðan göngubrúna. Þama var á ferð hópur i náttúruskoðun og svo var að sjá sem allir ættu auðvelt með gang. Nú er ekki langt að veg- arslóðanum og því er mér ekki ljóst hvers vegna verið var að þvæla bílnum þetta. Má vera aö bílstjórinn hafi hugsað sem svo að ekki myndi sporast mikið við þetta og það er rétt. Ef hins vegar allir hugsuðu svona yrðu afleiðingarnar hræðileg- ar og þess vegna hefur þetta verið bannað. Hvers vegna á þá einn að geta leyft sér þetta? Bílstjóranum væri nær að þroskast. Síðara tilvikið var verra. Þann 27. október gekk ég fram á annan bil sem sat yfirgefinn og fastur utan slóða sem liggur að Leggja- brjót að sunnan. Hvað var bíllinn að gera þama? Slóðinn þama rétt hjá var þurr og vel fær. Helst dett- ur mér í hug að bílstjórinn hafi verið að mæta bíl og í stað þess að hinkra í slóðakanti hafi hann vilj- að sýna getu sína og bílsins. Af- hjúpunin hafi hins vegar verið al- ger. Sýndarmennska er eitt ein- kenna vanþroska. Við þennan slóða má sjá hjólfor hér og þar, sum gömul en önnur ný. Ætla sumir að vera lengi að átta sig á því að ósnortið land er verðmætara en svo að réttlætanlegt sé að skemma það á nokkum hátt fyrir leikaraskap einan. Með mér á ferð var vandaður eldri maður sem reiddist því sem hann sá og hafði hann orð á því hversu heimskulegt þetta væri. Ég er sammála því og trúi að við bílstjórar séum það flestir. Óánægður með viðmót í ÁTVR E.S. skrifar: Ég hef fram til þessa dags verið talsmaður þess að allt áfengi sé að- eins selt í Ríkinu. Það hefur breyst og ástæðan fyrir því er viðmót sem ég mætti hjá verslunarstjóra í verslun ÁTVR við Stuðlaháls nú á dögunum. Ég held að slíkt yrði aldrei liðið í einkageiranum. Málið var að við hjónin keyptum rauðvín í versluninni til þess að nota á aðfangadagskvöld og þegar við opnuðum flöskuna fundum við strax á lyktinni, og sáum raunar, að tappinn var myglaður. Við ákváðum að sjá til og sjá hvort ekki væri hægt að drekka mjöðinn og helltum víninu í glös gestanna. í ljós kom að vínið var ódrekkandi. Ég fór með tappann og flöskuna í verslunina á milli jóla og nýárs, hitti þar fyrir starfsstúlku sem þef- aði af flöskunni og á svip hennar mátti sjá að hún var ekki alls kost- ar ánægð með það sem hún fann. Hún fór til verslunarstjóra og geröi honum grein fyrir málinu. Hann sagði um leið að ég fengi ekkert fyrir þetta, ég hefði þurft að skila einum þriðja cif víninu til þess að fá flöskuna bætta. „Það þýðir ekk- ert fyrir þig að reyna þetta. Við tökum ekki við þessu,“ var svarið og þar með var ég orðinn að glæpa- manninum í sögunni og þar með var verslunarstjórinn rokinn. Viðskiptavinur kom til mín, sagðist hafa lent í svipuðu og þessu og benti mér á að fara í aðra versl- un ÁTVR. Það gerði ég og fékk að sjálfsögðu flöskuna bætta. Viðmót verslunarstjórans er óafsakanlegt og með það er ég óánægður. Pennar Svavar G. Jónsson skrifar: Undanfarið hefur í fréttum verið mikið sagt frá alls konar undirrit- unum eða áritunum samninga. Sýndar hafa verið myndir í sjón- varpi og blöðum af þessum atburð- um eins og gengur og gerist. Það hefur vakið athygli mína hvað íslenskir embættismenn, sem í þessum undirskriftum standa, búa við fátækleg kjör hvað skriffæri varðar. Undantekningarlaust eru þessir menn með kúlupenna af ódýrustu gerð og æði oft eru þetta auglýsingapennar frá einhverjum fyrirtækjum. í bókhaldslögum er talað um að embættismanna Svavar hvetur embættismenn til þess að skrifa ekki undir samninga og aðra mikilvæga pappíra með ódýrum kúlupennum. áritanir í bókhaldsbækur og fylgi- gögn skuli vera með varanlegu letri. Á það hefur verið litið svo að nota beri blekpenna/sjálfblekung þar sem kúlupennablek upplitast og hverfur af skjölum, jafnvel á fimm árum. Það er jú svo að blek og blek er ekki það sama. Það er góðra gjalda vert að skrifa með ódýrum pennum þegar það á við en þetta eru nú „handrit" okkar tima og eiga að varðveitast um aldur og ævi. Með tilkomu þessara ódýru penna, sem eru æði misjafnir, tel ég að rithönd landans hafi hrakað mjög. Það er að vísu ekki hægt að kenna ódýrum pennum um það ein- göngu, þar eiga ritvélar og síöan tölvur sinn þátt. Menn eru að mestu hættir að handskrifa bréf og annað slíkt, í mesta lagi að menn skrifi nafnið sitt og heimilisfang. Ég hvet embættismenn og aðra sem eru að handskrifa gögn, sem eiga að varðveitast, að nota til þess penna með varanlegu bleki. Leikirnir hefjast of seint Steinn G. hringdi: Það eru orð í tíma töluð sem ég les hér í Mogganum á íþróttasíðu þriðjudaginn 7. jan- úar og er áskorun um að íþróttakappleikir fari fram fyrr að deginum. Mér finnst mjög vont að þurfa að rífa mig af stað eftir að ég er kominn heim, bú- inn að borða og farinn að horfa á fréttirnar. Ef leikimir gætu byrjað um klukkan sex myndi maður frekar taka þá á leiðinni heim og eiga svo kvöldið eftir. Leikir kiukkan átta slíta kvöld- ið of mikið í sundur þannig að stundum stendur maður sig að því oftar en maður vildi að nenna ekki út aftur. Virkilega eng- in mengun? G.H. hringdi: Umræðan um nýtt álver á Grundartanga hefur tekið mjög sérkennilega stefnu því nú full- yrða „sérfræðingamir" hver á fætur öðrum að menn þurfi engar áhyggjur að hafa af mengun af slíku álveri. Er það virkilega svo? Spyr sá sem ekki veit. Mér ftnnast iðnaðarráð- herra og forstjóri byggingafyr- irtækisins helst til of tengdir annarri hlið málsins til þess að hægt sé að trúa algerlega því sem þeir segja. Hvað segja sér- fræöingar um málið? Ekki fleiri álver Hafnflrðingur hringdi: Kjósarmenn viija ekki sjá að nýtt álver rísi á Grundartanga og þeir hafa meðal annars bent mönnum á að horfa ffekar til Reykjanessins, hugsanlega til Keilisness eða Straumsvíkur. Þeir hafa áhyggjur af mengun í Kjósinni en leyfa sér síðan að benda á að byggja fleiri álver fast við annað stærsta bæjarfé- lag landsins. Ég mótmæli því harðlega að menn svo mikið sem hugsi um það mál. Blysin hættuleg á brennum Guðrún hringdi: Mér finnst alltaf ósköp nota- legt að fara með bamabömin á brennu á þrettándanum, mér fmnst viðeigandi að kveðja jól- in með þeim hætti. Hins vegar hugsa ég um það í hvert skipti hersu hættuleg þessi blys era, bæði handblysin og gosin. Þama mæta flestir í sínum fin- ustu fótum og hættan á brana- götum er mikil, auk þess sem ég hef alltaf áhyggjur af því að börnin brenni sig eða aðra. Höldum blysanotkun í hófi við brennumar. Handboltinn í lægð Handboltaunnandi hringdi: Nú hefur verið töluvert hlé á handboltanum og mér finnst alltaf hættulegt þegar það ger- ist. Fólk einhvem veginn miss- ir áhugann og handboltinn gleymist. Það sést best þegar þetta er að fara af stað aftur eft- ir hlé að áhorfendur eru mun færri en fyrr, og mátti nú ekki við. Vonandi hressist Eyjólfur og vonandi tekst að rífa upp áhugann með kröftugri umfjöll- un. Fjölmiðlarnir skipta þar mestu máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.