Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 13 Hvað vilja leiðsógumenn? Ferðaþjónustan hefur vaxið mjög ört á síðustu árum enda skila sér hingað fleiri og fleiri ferða- menn ár hvert. Það er að sjálf- sögðu afar sundurleitur hópur sem sinnir þessu starfí þegar fjöldi ferðamanna nær hámarki yfir sumarið. Samt má ljóst vera að hér á landi eru þeir æði margir sem hafa sannreynt að leiðsögu- mannsstarfið er ágæt tilbreyting frá kennslu eða fræðistörfum eins og sá sem þetta skrifar getur vott- að um. En hér stóð ekki til að ræða starf leiðsögumannsins sem tilbreytingu heldur það að leið- sögumaður er andlit þjóðar sinnar út á við fyrir alia þá ferðamenn sem kynnast landi og þjóð í hóp- ferðum. Á siðustu árum hefur það sett afar ljótan svip á þessa atvinnu- grein hve starf leiðsögumannsins virðist ætla að færast í hendur þeirra sem búa í landi þeirra ferðamanna sem hingað sækja og koma aldrei tii með sækjast eftir tilskildum réttindum. Þessu ræð- ur að sjálfsögðu fyrst og fremst linkind íslenskra stjórnvalda og svo þessi ótrúlegi andlegi slapp- leiki sem einkennir þetta þjóðfélag okkar. Allir þessir frjálshyggju- menn sem keppast við að færa afar erfítt um vik að standa í erfíðri samkeppni við erlendar ferðaskrifstofur sem byggja af- komu sína á allt öðrum aðstæðum en hér ríkja.u okkur ný sannindi frá liðinni tíð hljóta að fallast á það að þetta er ekki eðlilegt ástand. Eða erum við kannski líka farin að efast um það í hvaða þjóðfélagi við búum? Pólitískur gjörningur Þrátt fyrir draumsýn um sam- einaða Evrópu er enginn pólitísk- ur gjömingm- sem kemur til með að breyta því að ísland er eyja úti í miöju Atlantshafi. Okkar þjóð- menning hefúr náð að dafha héma öldum saman vegna einangrunar og nútíminn með öll sín fyr- irheit kemur aldrei til með að breyta því að við eigum engin landa- mæri að annarri þjóð. Þetta er að sjálfsögðu sá styrkur sem ætti að gera okkur kleift að skipuleggja sjálf okkar ferðaþjónustu óáháða öðrum. Okkur ber eng- in skylda til að sætta okkur við framtaksleysi stjómvalda og það eru engin rök fyrir því að erlendir hóp- stjórar valsi um í þessu starfi eins og verið hefur. Það hefur verið einhver lenska hér á landi í seinni tið að hrópa púki púki þegar einokun er annars vegar. í ljósi þess hve ferða- mannatiminn er stuttur hlýtur það að gera hérlendum ferðaskrifstofum afar erfitt um vik að standa í harðri samkeppni við er- lendar ferðaskrif- stofur sem byggja afkomu sína á allt öðrum aðstæðum en hér ríkja. Frjáls samkeppni við erlendar ferðaskrif- stofúr virðist bitna afar hart á öllu íslensku framtaki. Því virðist aug- ljóst af reynslu undangenginna ára að hin óáreitta samkeppni komi síður en svo til með að vísa okkur veginn fram á við. Einokum aögang aö auðlindinni Sú mynd sem við viljum að hin- ir erlendu gestir fái af okkar þjóð „Trausti segir aö sú mynd sem viö viljum aö hinir erlendu gestir fái af þjóö okkar sé að sjólf- sögðu sú sama og vjö viljum aö sé til sýnis af þjóöfélaginu erlendis. - Myndin er af erlend- um feröamönnum á íslandi. er að sjálfsögðu sú hin sama sem við viljum að sé til sýnis af þessu þjóðfélagi okkar erlendis. Við þurfum að tryggja það að þetta sé ein sú leið sem notuð sé til að vekja athygli á náttúrufari þessa lands, sögu og menn- ingu. Og hvað er til fyrirstöðu að við ein- okum aðganginn að þessari auðlind sem við lifum og hrærumst í? Það þarf að tryggja þeim sem sinna þessu starfi eðlilegt öryggi og það felur meðal annars í sér viðunandi kaup Kjallarinn kjör. Því ánægðir starfsmenn skila af sér betri vinnu en óánægðir - furðulegt að það þurfi að vekja at- hygli á því! Mannsæmandi laun gera starf leiðsögumannsins eftir- sóknarvert. Eru það ekki haldbær rök fyrir launahækkun? Eru ánægðir farþegar ekki besta aug- Trausti Einarsson sagnfræöingur og lýsing ferðaþjónust- unnar út á við? Eða þarf ferðaþjónustan á íslandi ekkert á slíkri kynningu að halda? Er ekki ætlast til þess að leiðsögumaðurinn leysi öll vandræði? Ekki bara vandræði sem varða sjálfa ferð- ina? Heldur leysi leið- sögumaðurinn líka úr þeim vandræðum sem eru á hendi ferðaskrif- stofunnar? Er ekki lit- ið á leiðsögumanninn sem eins konar lykil- mann í ferðinni? Margir eiga nokkurra ára dvöl að baki í því landi þar sem tungu- mál farþega er talað og þá er ekki spurt um það hve erfitt það var að ná valdi á viðkomandi tungumáli? Hvers vegna fær leiðsögumaður- inn ekki greidd laun í samræmi við sína undirbúningsvinnu? Trausti Einarsson. Fátæktarmörk bænda Nú nýlega birti Félagsvísinda- stofnun könnun þar sem fram kemur að stór hluti bænda sé undir fátæktarmörkum. Þetta hef- ur orðið ýmsum fjölmiðlum tilefni til umfjöllunar um málefnið og verið rætt við ýmsa forystumenn bænda um meinið. Ekki virðist mér að þeir frammámenn sem ég hef heyrt í telji að nokkuð alvar- legt sé að, og þá síst hjá foryst- unni sjálfri, heldur er kennt um almennu atvinnuleysi í landinu, verð á framleiðsluvörum landbún- aðarins hafi farið lækkandi og fleira í þeim dúr. Ekki hvarflar að þeim að það kerfi sem bændur búa við í dag sé fár- sjúkt, þ.e. kvóta- kerfið. Þeir hafa hyggt í kringum sig tvö bákn, Bún- aðarsamband ís- lands og Stéttar- samband bænda, sem þeir hafa nú sameinað í einn risa sem stendur á brauðfótum og sér enga breyt- ingu fram undan. Úr öskustónni Landbúnaður nær ekki að rísa upp úr öskustónni fyrr en hann fær sjálfúr frelsi til að starfa eftir sínum eigin lögmálum, án einok- unar, þ.e. velja sjálfur þau aðföng sem þarf og frelsi til að framleiða þá tegund og magn sem hæfir hverju héraði. Til að ná þeim markmiðum, að gera landbúnaðinn að ekki bara sjálfbærum heldur arðbærum at- vinnuvegi sem sóst verði eftir að fjárfesta í, þarf að gera eftirfar- andi þrjár meginbreytingar: 1. Breytt framleiðslustefna: Af- nema ber alla framleiðslukvóta sem hefta bændur í að ná hag- kvæmni í rekstri. Jafnframt verð- ur hver bóndi, eða þau samtök sem hann er í, að bera ábyrgð á sölu framleiðslunnar. 2. Breytt innkaupavenja: Bænd- ur þurfa að tileinka sér nýjan hugsunarhátt við aðdrætti til bús- ins. Gamla kaupfélag- ið, mjólkurbúið eða sláturfélagið þarf ekki lengur að vera eini kosturinn sem hægt er að leita til. Áburð- arkostnaður er drjúg- ur og nýlega var gefin út verðskrá Áburðar- verksmiðjunnar sem rekin er með bullandi tapi, um ca 8% hækk- im. Þetta er 20-30 þús- unda hækkun á með- albú og allmiklu meira á stærri bú. Ljóst er að lækka má áburðarverð um allt að 20% með innflutn- ingi sem sparaði allt að 100.000 á bú. 300 milljóna árlegum fóm- arkostnaði við að halda úreltri áburðarverksmiðju gangandi í Gufunesi verður að létta af bænd- um. Hreinasta hörmung 3. Breytt markaðssetning: Til að vera raunsæir þurfa íslenskir bændur að huga fyrst að innlend- um markaði áður en ráðist er í út- flutning. Markaðssetning íslensks lambakjöts hefur fram til þessa verið hreinasta hörmung. Kjötið er sett í verslanir með beini og spiki, á sama hátt og gert var fyrir 50 áriun, nema hvað nú er það fryst og vacuum- pakkað. Svínakjöts- framleiðendur gætu verið teknir t.d. til fyrirmyndar þar sem setja á markað vel snyrt og ófrosið kjöt. Þessar eilífu auglýsingar á bjag- aðri íslensku um „lambakjöt á di- skinn minn“ eru hlægilegar, dýrar, og skila engum ár- angri þar sem gæði vörunnar í verslun- um eru í engu sam- ræmi við kröfur neytenda. Þessar breytingar mundu leiða til uppstokkunar og umróts fyrst í stað en síðan, er menn hafa áttað sig á hvað hæfir þeim og landinu best, mun sérhæfing og gróska halda innreið sína hjá þeim er best standa sig. En að sjálfsögðu eru einhver héruð ófær um fram- leiðslu á hagkvæman hátt og því ber að taka. Þorsteinn V. Þórðarson. „Ekki hvarflar að þeim að það kerfi sem bændur búa við í dag sé fársjúkt, þ.e. kvótakerfíð. Þeir hafa byggt í kringum sig tvö bákn, Búnaðarsam- band íslands og Stéttarsamband bænda, sem þeir hafa nú sameinað í einn risa sem stendur á brauðfótum og sér enga breytingu fram undan. “ Kjallarinn Þorsteinn V. Þórðarson Áburöarsölunni ísafold Með og á móti Eru fitubrennslunámskeið lang- tíma- eða skammtímalausn? Einar Vilhjálmsson hjá Sporthöllinni og frjálsíþrótta- maður. Verið að rústa allan lífsstíl „Ég er ekki á móti námskeið- unum sem slík- um heldur áhersluþáttun- um. Það virðist vera keppikefli margra að ná fólki inn í sem skemmstan tíma. Þetta gengur oft á tíðum út á það að koma fólki í andlega upplyftingu, fá það til að svelta sig og hreyfa sig enn þá meira en það er vant að gera venjulega. Einnig er mataræðinu breytt þannig að í mörgum tilvik- um er viðkomandi fyrst og fremst í stórum stíl að tapa vatni og eng- an veginn að tryggja likama sín- um þau næringarefni sem hann þarf. Einstaklingar endast ekki í svona öfgalífsstíl miðað við sinn eðíilega og fýrri lífsstíl. í mörgum tilfellum er ekki verið að leggja nógu mikla áherslu á að auka efúaskiptahraðann í líkamanum með þvi að vinna að auknu heil- brigði vöðvavefs i líkamanum og vinna þannig að aukinni brennslu á fituvef. í staðinn fyrir þetta atriði eru menn alltof oft að rústa allan lifsstíl sinn í matar- æði, fara í ákveðið svelti og reyna síðan að djöflast eins lengi og lík- aminn leyfir og ná sem hestu skori á 6-8 vikna tímabili. Af- kastageta margra hraðversnar á þessum tíma, einfaldlega vegna jafnvægisskorts í nítrógeni, vítamínum og steinefnum. Að þessu leyti er þetta ákaflega skammgóður vermir, því miður.“ Hilmar Gunnars- son, íþróttakennari og einn af eigend- um Veggsports. Leið til betra lífs „Ég verð að segja að fitu- brennslunám- skeið er lausn og í það minnsta góð byrjun á því að leysa vanda- málin. Þau ein sér eru þó ekki ekki allur gald- urinn. Fólk verður að breyta um lífsstíl og mataræði og halda áfram að hreyfa sig. Það er eins og maður segir: Hálfnað er verk þá hafið er. Þessi námskeið koma fólki af stað til betra lífs. Þegar námskeiði lýk- ur og breytt hefur verið um mataræði þarf fólk í einhvern tíma aö halda áfram á sömu nót- um. Þátttakandinn hefúr orðið sér úti um vissa þekkingu um þessi mál og getur haldið áfram sjálfur eða þá undir leiðsögn þeirra sem eru að leiðbeina um þetta ákveðna mál. Með þetta að leiðarljósi hlýtur málið að ganga upp. Ég hef horft upp á það hjá mér að konur eru að missa á þriggja mánaða námskeiði 14 kg og síðan er bara að halda ótrauð- ur áfram. Við bjóðum upp á 8 vikna fitubrennslunámskeið og frjálsa leikfimitíma. Það er hins vegar ljóst að svona námskeið eitt og sér er ekki nóg, það verður að halda áfram. Þetta er orðinn hluti af lífinu hjá mörgum eins og að borða og sofa. Fólk finnur mikla breytingu á sér, er ánægt með sjálft sig og sjálfstraustið eykst.“ -JKS Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.