Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Síða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 23 íþróttir Enn tapar lið Elverum Gunnar Gunnarsson og læri- sveinar hans í Elverum töpuðu fyrir Kristianstad, 28-22, í norsku 1. deildinni í handknatt- leik um helgina. Elverum hefur aðeins hlotið 3 stig úr 14 leikjum og er næstneðst í deildinni. Hrafnkell Halldórsson, sem leikur með Herkules, skoraði 6 mörk og var markahæstur í sínu liði þegar þaö tapaði fyrir topp- liöi Drammen, 33-24. -GH Larvik með fullt hús Larvik, liðiö sem Kristján Halldórsson þjálfar, er með fullt hús stiga eftir 9 umferöir eins og Bækkelaget í 1. deild kvenna í Noregi. Larvik vann stórsigm- á Lunner um helgina, 35-22. Sola, lið Höllu Maríu Helga- dóttur, tapaði fyrir Gjerpen, 17-15, og er næstneðst í deildinni með 2 stig. -GH Birgir Leifur fékk afreksmannastyrk Akranesbæjar DV, Akranesi: í hófi sem Akraneskaupstaður hélt til heiðurs afreksfólki á Akranesi var íslandsmeistaran- um í golfi, Birgi Leifi Hafþórs- syni, veittur afreksmannastyrk- ur Akraneskaupstaðar að upp- hæð 100.000. Enginn sótti um styrkinn en íþrótta- og æskulýðs- nefnd bæjarins tilnefhdi Birgi Leif til styrksins. -DVÓ Schwalb bestur í Þýskalandi Martin Schwalb, leikmaður Wallau Massenheim, hefur ver- útnefndur handknattleiksmaður ársins í Þýskalandi af þýska handboltatímaritinu Handball Woche. í öðru sæti varö Daniel Steph- am hjá Lemgo og i þriðja sæti Jan Holbert sem leikur með Flensburg. Andreas Thiel skrifaði undir Besti handknattleiksmark- vörður Þjóöverja til margra ára, Andreas Thiel, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Almennt var búist við því að Thiel, sem er 37 ára, myndi hætta eftir yfirstandandi tímabil í þýska handboltanum. Það kom því mörgum á óvart er Thiel skrifaði undir samning við Dor- magen til ársins 1998. Hann hefur varið mark Dormagen síð- ustu 6 árin og leikið 257 lands- leiki fyrir Þýskaland. -SK Júlíus skoraði tvö fyrir Suhr Júlíus Jónasson skoraði tvö mörk fyrir lið sitt, Suhr, um liðna helgi er Suhr gerði jafntefli við Borba Luzem í 2. umferð úr- slitakeppninnar. Borba Luzem hafði yfir í leik- hléi, 14-12, og einnig þegar skammt var til leiksloka. Suhr tókst hins vegar að jafna og ná í mikilvægt stig. -SK Ólafur\ ekki Guðjón Það var Ólafur Haraldsson, ekki félagi hans Guðjón L. Sig- urðsson eins og mishermt var í DV í gær, sem sýndi Páli Ólafs- syni rauða spjaldið í leik Stjörn- unnar og Hauka í bikarkeppn- inni í handbolta á laugardaginn. Iþróttir Newcastle-feðgarnir eru ekki sammála - faðirinn vill Robson, sonurinn vill Dalglish John Hall, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins New- castle, er enn staðráðinn í að fá Bobby Robson, framkvæmdastjóra Bcircelona, til að koma til félagsins og taka við af Kevin Keegan. Sonur hans, Douglas Hall, sem er einn stjómarmanna Newcastle, berst fyr- ir því að Kenny Dalglish, fyrmm stjóri Blackbum og Liverpool, verði ráðinn. Robson hefur afþakkað boð Newcastle og segir að þó hann feg- inn vildi geti hann ekki annað en staðið við samning sinn hjá Barcelona. John Hall hlustar hins vegar ekki á það og ætlar að reyna til þrautar. Dalglish bíöur viö símann Kenny Dalglish, sem gerði bæði Liverpool og Blackbum að meistur- um, er tilbúinn til að taka við Newcastle og hefur beðið eftir sím- tali frá félaginu síðan á fostudag. Enginn hefur hringt enn þá en Dou- glas Hall reynir sem hann getur til að fá föður sinn til að skipta um skoðun. Bent er á að það hafi verið Douglas sem fékk Keegan til Newcastle á sínum tíma og þurfti þá miklar fortölur til að fá þann gamla til að samþykkja þá ráðningu. Arthur Cox og Terry McDermott halda sínu striki með liðið á meðan á þessu stendur og það er eindreg- inn vilji leikmannanna að þeir tveir taki við liðinu til frambúðar. Cox var áður framkvæmdastjóri New- castle og hann réð ferðinni í leikn- um við Aston Villa á laugardaginn. Síðan er það Louis Van Gaal hjá Ajax sem hefur haft samband við Newcastle og látið vita af áhuga sín- um á starfinu. Árangur hans með Ajax talar sinu máli en John Hall er bara að hugsa um allt annan mann. -vs Franski handboltinn: Geir og félagar eru á góðum skriði Geir Sveinsson og félagar hans í franska liðinu Montpellier eru á góðu skriði þessa dagana. Um miðja síðustu viku tryggði liðið sér sæti í 16-liða úrslitum bikarsins og um helgina vann liðið góðan útisigur á Bordeaux, 23-24. Geir skoraði tvö mörk af línunni fyrir Montpellier. Það bar einna helst við í leikjum helgarinnar að Creitel tapaði fyrsta leik sínum í deildinni. Istres, sem er í neöri hlutanum, gerði sér lítið fyr- ir að lagði Creitel, 27-22. „Sigurinn í Bordeaux var mun ör- uggari en lokatölur gefa til kynna. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka voru við sex mörkum yfir. Við erum sáttir með stöðu okkar í dag en um næstu helgi eigum við erfiðan heimaleik gegn Ivry. Við stefnum að sjálfsögðu að sigri í þeim leik,“ sagði Geir Sveinsson í samtali við DV í gær. Vegna ósigurs Creitel skaust Ivry upp í efsta sætið með 49 stig. Creteil er með 46, Montpellier 38 og Paris SG Asnieres er í fjórða sætinu með 36 stig. Frakkar gefa 3 stig fyrir sigur, 2 fyrir jafntefli og 1 fyrir tap. -JKS Barcelona fékk skell Barcelona tapaði óvænt á heimavelli í gær- kvöld, 2-3, fyrir einu af botnliðunum í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu, Hercules, sem ekki hafði fengið stig á útivelli. Barcelona, sem komst í 2-0 í leiknum, hefði komist á topp- inn með sigri en þar hefur nú Real Madrid þriggja stiga forystu. -VS Eins og myndin ber meö sér var ekkert gefiö eftir í viöureign Toronto og Orlando í fyrrinótt. Carlos Rogers, framherji Toronto, er hér kominn á fjóra fætur og Gerald Wilkins hjá Orando fylgist álengdar með. NBA-deildin í körfuknattleik í fyrrinótt: Loksins útisigur hjá Orlando Magic Þrír leikir voru háðir í NBA- deildinni í fyrrinótt. Toronto tapaði á heinavelli fyrir Orlando, 85-88, Milwaukee sigraði Golden State, 11-93, og Charlotte sigraði Sacra- mento á útivelli, 93-97. Toronto stóö lengi vel í Orlando en undir lokin var liðið yfirbugað. Þetta var aðeins fimmti útisigurinn hjá Orlando í vetur. Horace Grant var stigahæstur með 22 stig og Seikaly skoraði 21 stig og tók 17 frá- köst. Walt Williams skoraði 22 stig fyrir Toronto. Milwaukee vann ótrúlegan léttan sigur á Golden State. Ray Allen skoraði 22 stig fyrir Milwaukee en fyrri Golden State skoraði Latrell Sprewell 21 stig. Charlotte vann nauman sigur í Sacramento. Þar réðust úrslitin ekki fyrr en seint í leiknum. Glen Rice var með 26 stig fyrir Charlotte en Mahmoud Abdul-Rauf skoraði 22 stig fyrir Sacramento. -JKS Úrslitin í NBA-deildinni í nótt eru á bls. 2 Guörún Arnardóttir hlaupadrottning var á dögunum útnefnd íþróttamaöur Ár- manns fyrir áriö 1996. Guörún náöí frábærum árangri á liönu ári og val hennar kemur ekki á óvart. Guö- rún stóö sig frábærlega vel á Ólympíuleikunum í Atlanta og hefur skipaö sér i allra fremstu röö í heiminum 1400 m grindahlaupi. Þá varö Guörún í ööru sæti á kjöri Iþróttamanns ársins hjá Samtökum íþrótta- fréttamanna. Á myndinni hér aö ofan er hún meö verðlaun sín ásamt Jóhanni Jóhannessyni, 90 ára forystumanni í Ármanni til 65 ára. -SK Sigfríður til Jitex? Sænska knattspymufélagið Jitex frá Gautaborg sækist nú stíft eftir því að fá Sigfríði Sophusdóttur, landsliðsmark- vörð úr Breiðabliki, til liðs við sig fyrir komandi tímabil. Jitex hefur um árabil verið eitt besta lið Svía og varð í þriðja sæti á síðasta ári. „Já, ég hef heyrt talsvert frá Svíunum síðustu daga, þá vantar markmann og vilja endilega fá mig. Það er þó líklegra að ég verði kyrr hér heima en ef ég hefði fengið svona boð fyrir fjórum árum hefði ég verið farin daginn eftir. Samt er ég ekki búin að gefa þetta alveg frá mér,“ sagði Sigfríður við DV i gærkvöldi. Tvær í barnsburðarleyfi Tvær af bestu knattspyrnukonum Vals, Kristbjörg Ingadóttir og Erla Sigur- bjartsdóttir, leika ekki með Hlíðarenda- liðinu næsta sumar, alla vega ekki fyrr en seint á tímabilinu. Þær eru báðar bamshafandi. Þá er líklegt að Helga Rut Sigurðardóttir leggi skóna á hilluna og, spili ekki með Val. -ih/VS Islendingur í stjörnufansinn á Stamford Bridge? Gullit vill Lárus Orra - sem er metinn á rúmar 150 milljónir króna Lárus Orri Sigurðsson, lands- liðsmaður í knattspymu og fyrir- liði enska 1. deildar liðsins Stoke City, er undir smásjánni hjá Ruud Gullit, framkvæmdastjóra úrvals- deildarliðsins Chelsea, samkvæmt frétt hjá Sky Sport í gærkvöldi. í fréttinni á textavarpi stöðvar- innar segir að Gullit íhugi leik- mannaskipti við Stoke. Mark Stein frá Chelsea er í láni hjá Stoke, sem hefúr ekki efni á að kaupa hann á 50 milljónir króna. Láms Orri er hins vegar metinn á 150 milljónir króna og sagt er að Stoke kunni að hafa áhuga á að skipta og fá 100 milljónir á milli. Um Láms Orra er sagt: „Hinn 23 ára gamli íslendingur er metinn á 1,5 milljónir punda og mörg lið í úrvalsdeildinni og á meginlandi Evrópu hafa sýnt honum áhuga.“ Chelsea er í sjöunda sæti í úr- valsdeildinni og er með marga snjalla leikmenn í sínum röðum. Þar má nefna ítalana Gianluca Vi- alli, Gianfranco Zola og Roberto Di Matteo og svo Gullit sjálfan. Á sama stað segir Sky Sport enn fremur frá miklum áhuga Gullit á að kaupa annan vamar- mann, Paolo Maldini, hinn heims- fræga leikmann AC Milan, sem af mörgum er talinn einn albesti besti knattspyrnumaður heims. Oröaöur við Southampton á dögunum „Ég heyrði af þessu áðan en ef- laust eru þetta bara einhverjar vangaveltur. Það voru svipuð skrif í gangi á dögunum um að Graeme Souness vildi kaupa mig til Sout- hampton. Ég veit hins vegar að for- ráðamenn Stoke eru æstir i að fá Stein, sem er algjör hetja hér í borginni síðan hann spilaði héma á sínum tíma. Auðvitað er draum- urinn að spila í úrvalsdeildinni, ég er viss um að ég gæti staðið mig til jafns á við marga sem þar eru núna,“ sagði Láms Orri í samtali við DV í gærkvöldi. -VS BreiðabMk (40) 77 Njarðvík (50) 93 0-4, 6-6, 8-20, 10-28, 21-38, 32-43 (40-50), 46-52, 60-76, 64-84, 77-93. Stig Breiðabliks: Clifton Buch 25, Einar Hannesson 19, Óskar Pétursson 11, Erlingur Er- lingsson 11, Agnar Olsen 8, Pálmi Sigurgeirsson 3. Stig Njarðvíkur: Torrey John 32, Kristinn Einarsson 16, Páll Kristinsson 13, Örvar Ki'istjáns- son 10, Sverrir Þór Sverrisson 10, Jón Júlíus Ámason 7, Friörik Ragnarsson 5. Fráköst: Breiðablik 33, Njarð- vík 20. 3ja stiga körfur: Breiðablik 6, Njarðvík 5. Villur: Breiðablik 20, Njarð- vík 12. Dómarar: Einar Einarsson og Einar Skarphéðinsson, sæmilegir. Áhorfendur: 60. Maður leiksins: Torrey John, Njarðvík. Blikarnir eru enn án sigurs Lið Breiðabliks er enn án stiga i úrvalsdeildinni i körfuknattleik og ekki útlit fyrir að þar verði breyting á í vetur. í gærkvöldi tapaði Breiðablik á heimavelli sínum fyrir Njarövík, 77-93. í byrjun leiksins leit út fyrir stórsigur gestanna en Blikar náðu aðeins að rétta sinn hlut. Sigur Njarðvíkinga var þó aldrei í nokk- urri hættu þrátt fyrir að minnstur munur á liðunum yrði 6 stig um tíma. Torrey John var yfirburðamaður í liði Njarðvíkur en hjá Blikum bar mest á nýjum Bandaríkjamanni, Clifton Buch. Hann er nýkominn til liðsins og náði einni æfingu fyrir leikinn. Einar Hannesson lék einnig vel fyrir Blika. Ástþór Ingason stjórnaði liöi Njarðvíkinga í fyrsta skipti í gær- kvöldi og verður lið hans ekki dæmt eftir þessum leik. Engu var líkara en að Njarðvíkingar léku á hálfri ferð og kannski ekki ólíklegt þar sem andstæðingurinn var stigalaus fyrir leikinn og ekki líklegur til stórræða -JKS/-SK Hednesford mætir Middlesbrough Utandeildaliðið Hednesford Town sigraði 2. deildar lið York City, 1-0, í 3.' umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Hednesford, sem aldrei hefur komist svona langt í keppninni, mætir úrvalsdeildarliði Middlesbrough í 4. umferðinni. -VS Haukar mæta FH - og KA fær ÍR-inga norður Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH leiða saman hesta sína í undanúrslitum bikar- keppni karla í handknattleik en dregið var til undanúrslitanna í gær. íhinni viðureigninni mætast bikarmeistarar KA og ÍR á Akureyri. Flest bendir til þess að leikur Hauka og FH í Strandgötunni fari fram mið- vikudaginn 22. janúar og leikur KA og ÍR fimmtudaginn 23. janúar. Það verður sannkallaður stórleikur í undanúrslitum i kvennaflokki en þá mætast bikarmeistarar Stjörnunnar ís- landsmeisturum Hauka í Ásgarði. í hin- um undanúrslitaleiknum fær Valur KR í heimsókn. Leikur Stjömunnar og Hauka fer væntanlega fram laugardaginn 25. janúar og leikur Vals og KR daginn eft- ir. -GH Viðurkenningar Sky Sport fyrir síðasta ár: Shearer valinn sá besti - og David Beckham besti ungi leikmaðurinn Á sunnudagkvöldið afhenti sjón- varpsstöðin Sky Sport viðurkenn- ingar til þeirra knattspyrnumanna og knattspymustjóra sem sköruðu fram úr í Englandi og á Skotlandi á síðasta ári. Alan Shearer, Newcastle, varð fyrir valinu sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og David Beckham, Manchester United, var kosinn besti ungi leikmaðurinn og leikmaður fólksins og Igor Stimac, leikmaður Derby, var kosinn besti leikmaðurinn í neðri deildunum. Frakkinn Eric Cantona hjá Man- chester United hlaut titilinn besti Alan Shearer var valinn leikmaöur ársins 1996 af Sky Sport. erlendi leikmaðurinn og mark Matt- hews Le Tissiers gegn Manchester United varð fyrir valinu sem besta mark ársins Joe Kinnear, framkvæmdastjóri Wimbledon, var kostinn stjóri árs- ins í úrvalsdeildinni og Peter Reid, framkvæmdastjóri Sunderland, var valinn stjóri ársins í neðri deildun- um. í Skotlandi kom fáum á óvart að Brian Laudrup hjá Rangers var kjörinn besti leikmaðurinn og Walt- er Smith, framkvæmdastjóri Rang- ers, hesti stjórinn. -GH Alex Ferguson á eftir ísraela Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur nú öllum að óvörum fengið áhuga á ungum leikmanni Maccabi Tel Aviv í ísrael. Sá heitir Gadi Brumer og er 23 ára landsliðsmaður. Forseti ísra- elska liðsins mun væntanlegur til Old Trafford á föstudag til að ræða viðskiptin við Ferguson. Alex Ferguson hefur oft komið á óvart þegar um er að ræða kaup eða sölu á leikmanni. Hann er ekki sterkur á því svelli eins og sölumar á Kanchelskis, Bruce og Sharpe gefa til kynna. Þá þóttu kaupin á Poborsky ekki gæfuleg og margoft hefur Fergu- son horft á eftir afburða leik- mönnum til annarra liöa eftir aö hafa tekið rangar ákvarðanir. Nægir þar að nefna Alan Shear- er. Hann gat Ferguson fengið á 5 milljónir punda en honum fannst það of mikið. Shearer fór sem kunnugt er nokkrum vikum seinna til Newcastle á 15 milljón- ir punda. -SK Srnicek vill frá Newcastle Pavel Srnicek, tékkneski markvörðurinn hjá Newcastle, óskaði eftir því í gær að fá að fara frá félaginu. Srnicek hefur ekki tekist að vinna sér fast sæti í liðinu í langan tíma og fimm sinnum hefur hann mátt víkja fyrir Shaka Hislop, hinum markverði liðsins. „Það vita allir hvað mér finnst um stuðningsmenn liðsins og það að búa í Newcastle. Fjöl- skyldu minni hefur einnig liðið ; vel hér. Þetta er því mjög dapur dagur í mínu lífi. Á þessum tímapunkti á mín- um ferli þarf ég að leika knatt- spymu með liði í fremstu röð til að geta haldið sæti mínu sem landsliðsmarkvörður Tékklands. Vonandi kemst ég að hjá óðru liði í úrvalsdeildinni. Ef það gengur ekki er ég tilbúinn að fara til liðs í öðru landi Evrópu," sagði Srnicek. -SK Berg fer ekki til Man. United Blackburn hafnaði tilboði i Manchester United í norska vamarmanninn Henning Berg. Alex Ferguson var tilbúinn að reiða fram 500 milljónir fyrir þennan sterka vamarmann. Lokafrestur til að gera breyting- ar á liðunum sem taka þátt á Evrópumótunum rennur út á morgun. -SK ÚRVALSDtlLDIN Keflavík 12 10 2 1185-1008 20 Grindavík 12 10 2 1171-1071 20 Haukar 12 8 4 1034-993 16 Akranes 12 8 4 915-893 16 Njarðvik 12 8 4 1040-977 16 ÍR 12 6 6 1046-1013 12 KR 12 6 6 1068-1008 12 Skallagr. 12 5 7 943-1022 10 KFÍ 12 4 8 937-1009 8 Tindastóll 12 4 8 982-998 8 Þór, A. 12 3 9 934-1034 6 Breiðablik 12 0 12 885-1114 0 Boris Becker var niðurlægður „Ég gerði mitt besta en það dugði bara ekki að þessu sinni. Moya var einfaldlega betri en ég og verðskuldaði sigur,“ sagði tennisleikarinn Boris Becker í gærkvöldi eftir að hann hafði tapað í 1. umferð ástr- alska mótsins. Moya, sem sigraði 5-7, 7-6, 3-6, 6-1 og 6-4, er í 25. sæti heimslistans. en kann að hoppa upp um nokkur sæti eftir sigurinn í gær. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.