Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 Fréttir Hefur beðiö í rúma tvo áratugi eftir uppgjöri dánarbús: Þetta er ótrúlegur trassa skapur í réttarkerfinu „Þetta hefur verið mikil þrauta- ganga. hef barist fyrir því í ár að segir Guðmunda Elíasdóttir söngkona, ekkja Sverris Kristjánssonar dánarbú mannsins míns verði gert upp. Ég hef fengið óteljandi loforð um að biðin sé brátt á enda en ég bíð enn þá 21 ári síðar eftir því að málið verði afgreitt og klárað. Mér finnst þetta ótrúlegur trassaskapur í réttarkerfinu,“ segir Guðmunda Elíasdóttir, ekkja Sverris Krist- jánssonar sagnfræðings, sem lést árið 1976. Þau hjónin bjuggu þá á Akranesi og áttu eignir þar. Guðmunda segir að skuldir hafi verið tölu- verðar hjá þeim hjónum og því hafi verið mikilvægt að ganga frá dánarbúinu sem fyrst. Guðmunda var ein af fjórum erfingjum sem auk hennar voru tvö börn Sverris og eitt bamabam. Guðmimda seg- ir að engar deilur eða ágreiningur hafi verið um dánarbúið og það geri seinagang málsins enn óeðli- legri. „Fyrst eftir lát mannsins míns var þetta mjög erfitt. Fyrst og fremst var sorgin yfir því að missa hann og síðan bættust við peninga- áhyggjur. Ég flutti ofan af Akranesi og bjó í herbergi á Hót- el Vík í Reykjavík. Ég athugaði reglulega með dánarbúið en það var þá komið í hendurnar á full- Guömunda Elíasdóttir söng- kona hefur beðið í rúma tvo áratugi eftir að dánarbú eigin- manns hennar verði gert upp. Hún heldur hér á plöggum sem fjalla um málið en þrátt fyrir að hún hafi leitað til tveggja dómsmálaráðherra hefur það ekki dugað til. DV-mynd GVA trúa bæj- arfógeta. Hann lof- aði öllu fögru um að dánar- búið yrði gert upp hið fyrsta. Síðan leið og beið og ekkert gerðist næstu árin þrátt fyrir endalaus lof- orð embættisins. Ég fór til Jóns Helgasonar, þá- verandi dómsmálaráðherra, í maí 1985 og kvartaði undan þessum seinagangi. Jón lýsti yfir furðu sinni yfir þessu og hringdi í þá uppi á Akranesi og var því þá lofað að taka málið upp innan vikutíma. En það var sama sagan og áðmr og ekkert gerðist. Árið 1992 fór ég síð- an á fund Þorsteins Pálssonar sem þá var orðinn dómsmálaráðherra og hann setti menn í málið. Ég veit að það var haft tal af fulltrúanum á Akranesi og hann beðinn að koma þessu máli til lykta. En ekki einu sinni afskipti tveggja dómsmála- ráðherra virtust duga til að hreyfa við embættismönnum á Akranesi og enn þá hefúr dánarbúið ekki verið gert upp. Það eina sem ég óska er að geta fengið að skrifa undir og að þetta mál verði af- greitt,“ segir Guðmunda en hún hefúr nú aöstoð lögfræðings til að reyna að ljúka málinu. Mjög óeölilegt Sigurður Gizurarson, sýslumað- ur á Akranesi, segir það mjög óeðlilegt að dregist hafi svo lengi að gera upp dánarbúið. „Ég kom inn í embættið löngu eftir að þetta mál kom upp en fúll- trúi embættisins hafði verið með málið. Ég fékk fyrirspumir um dánarbúið frá Guðmundu og ég rak á eftir fúlltrúa mínum að klára það. Hann virðist ekki hafa gert það og ég get ekki annað en vísað á hann því hann hafði þetta mál al- farið á sinum snærum. Hefði ég haft einhver gögn í höndunum hefði ég auðvitað gert það sjálfur en þau hafði ég ekki,“ segir Sigurð- ur. DV hafði samband við Hermann Jónsson sem var fulltrúi sýslu- mannsembættisins á Akranesi og sá um dánarbúið. Hann vildi ekki tjá sig um málið nema það að dán- arbúið yrði gert upp á næstunni. -RR f stórviðrinu í gær lenti strætisvagn inni í húsi í Hnífsdal. Þetta er sami vagninn og eyðilagði hús á ísafirði fyrir ári. DV-mynd Hörður Strætisvagn ók á hús í Hnífsdal og stórskemmdi: Ár síðan vagninn ók inn í hús DV, Ísaíirði: Upp úr klukkan níu í gærmorgun fauk strætisvagn í mikilli hálku í svokölluðum Hreggnasa í Hnífsdal með þeim afleiðingum að hann Qaug fram af háum vegkanti og hafnaði á stóru timburhúsi sem stendur þar fyrir neðan. Strætisvagninn var að koma frá ísafirði í mikilli hálku og sterkum sviptivindum. Skipti engum togum er komið var í brekkuna í Hreggnasanum að vagninn fauk til og lenti út af veginum en þama er nokkuð hár bakki fram af veginum. Rann vagninn nokkra tugi metra niður brekkuna og hafnaði með framendann inni i eldhúsi á Húsinu Hreggnasa 3, sem margir þekkja undir nafninu Græni Dalur. Enginn farþegi var þó í bílnum er óhappið átti sér stað og ekki urðu heldur slys á bílstjóranum. í húsinu búa þau Ásgeir Bjarni Ingólfsson og María Dröfn Erlendsdóttir ásamt bömum sínum tveim; Ingólfi Am- ari og Alexöndm ÞöO. María var ásamt öðru bama sinna uppi í rúmi á annarri hæð þegar mikil vind- hviða kom og skömmu seinna skaO strætisvagninn á húsinu með mikl- um látum. Húsið er mikið skemmt en þau Ásgeir og María höfðu verið að vinna að endumýjun á eldhúsinu þár sem strætisvagninn lenti. Er eldhúsið mikið brotið sem og gólf og einnig em skemmdir á annarri hæð hússins. Ásgeir Ingólfsson sagðist í samtali við blaðið vera búinn að búa í húsinu í fimm ár. Sagði hann húsið óíbúðarhæft eftir óhappið. Aðeins er um eitt ár síðan sami strætisvagn ók á hús í Sundstræt- inu á Isafirði í mikiUi hálku. Það var þann 15. janúar 1996. Það hús skemmdist mikið og er húseigand- inn nú langt kominn meö að byggja nýtt hús við hlið þess gamla. -HK Stuttar fréttir Minningarathöfn: Þrjú ár frá hvarfi tveggja drengja DV, Suðurnesjum: Minningarathöfn um vinina Júlíus Karlsson og Óskar HaU- dórsson, sem hurfu 26. janúar 1994, fer fram í KeQavíkurkirkju sunnudaginn 26. janúar. Hefst hún kl. 14. Þijú ár eru liðin frá hvarQ þeirra. Mjög víðtæk leit átti sér stað sem ekki hefur borið árang- ur. Ekkert hefur enn komið fram sem getur gefið vísbend- ingu um hvers vegna þeir hurfu sporlaust. -ÆMK Flutningabíllinn eftir slysið. DV-mynd S Flutninga- bíll lenti á staurum Ökumaður QutningabUs missti stjórn á bíl sínum í vindhviðu á Hafnarfjarðarvegi skammt sunn- an við Amames í gær. BíUinn lenti á tveimur ljósastaurum og klippti annan þeirra í sundur. Ökumaður slapp ómeiddur en QutningabíUinn skemmdist nokkuð. -RR Áfram Smugudeila HaUdór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við norska blaðamenn að hann sæi ekki neina lausn á SmugudeU- unni í sjónmáli. RÚV. sagði frá. Hvalveiðar á ný Hvalveiðinefnd sjávarútvegsráð- herra mun á næstunni leggja tU að hefja hvalveiðar á ný, að sögn Alþýðublaösins. Uppboð á rifnu húsi Byggingasjóður rikisins krefst uppboðs á húsi sem rifið var fyr- ir þremur árum. Dagur-Tíminn segir frá. Persónuupplýsing- um eytt Tölvunefnd hefur gert félags- málaráðuneytinu að eyða per- sónulegum upplýsingum um 200 fatlaða einstaklinga sem aQað var í óleyfi. Morgunblaðið segir frá. Ekkert samningahljóð Fyrsti samningafundur VSÍ og Verkamannasambandsins var í gær og stóð stutt eða um stund- arfjórðung. Báðir aðilar segja samninga ekki í sjónmáli. Stöð 2 sagði ffá. Samkomulag í Helguvík Samkomulag tókst í vinnudeilu raflðnaðarmanna við SR-mjöl í Helguvík og hófu rafiðnaðar- menn vinnu í gær. Morgunblaðið segir frá. Sáttahljóð á vinstri væng Fulltrúar vinstri Qokkanna ávarpa á næstunni miðstjómar- fundi hjá Qokkum hver annars sem tákn um vilja til samstarfs, að sögn Margrétar Frímannsdótt- ur í Morgunblaðinu. Qsætti vegna Artúnsbrekku Borgaryfirvöld vQja ræða við samgönguráðherra um fram- kvæmdir í Ártúnsbrekku sem frestað var hálfkláruðum vegna niðurskurðar á vegafé. Morgun- blaðið segir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.