Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 28
-9- Alla laugardaga Vertu viðbúinfn) vinningi! Vinningstölur 23.1/97 6. I I s CQ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst.óháð dagblaö FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 Alein - og blind í Helgarblaðinu kennir margra grasa. Opnuviðtalið er við blinda ein- setukonu á Uppsölum í Borgarfirði sem hefur kosið einveruna fram yflr elliheimili. Hún heldur lífsgleðinni og kjarkinum þrátt fyrir einmanalegt líf í myrkrinu. Laddi varð fimmtugur í vikunni og af því tilefni eru rifjuð upp mörg þau andlita sem hann hef- ur sýnt í gegnum tíðina. Rifjuð verða upp nokkur af bestu sandkomum síð- asta árs. Einnig verður í blaðinu fylgst með Árna Sigurðssyni sem misst hefur 32 kíló á hálfu ári og fjall- að verður um kjarnorkuvopn Banda- ríkjamanna á Grænlandi. -em Formaður Dagsbrúnar: Stefnir í átök „Þetta siglir bara eina leið og ég get ekki séð annað en allt þjóðfélag- ið geri ráð fyrir því að það verði tekist á,“ sagði Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, við DV f morgun. Dagsbrún og Framsókn, sem ganga saman til kjarasamn- inga, eiga fund með VSl hjá sátta- semjara í dag og Halldór kveðst ekki eiga von á að út úr honum '"r komi mikið. Jón Sigurðsson, hagfræðingur Vinnumálasambandsins, hefur gert athugun á afleiðingum þess að lægstu laun verði 70 þúsund á mán- uði og telur hann að slík launa- hækkun myndi valda skriðu á vinnumarkaðnum, þenslu og ýmiss konar misgengi og víxlverkun geng- isfellinga og launahækkana, í stuttu máli héldi gamla verðbólguástandið innreið sína. „Þessar hugsýnir endurspegla að- eins það álit viðsemjendanna að þessi hópur sem við erum að semja fyrir og hefur borið hitann og þung- ann af niðurfærslu verðbólgunnar sktfli bara vera þama niðri áfram til að hinir geti haft það sæmilega gott,“ segir Halldór Björnsson, for- maður Dagsbrúnar. -SÁ Zenith Elaine, 4ra ára, afhent móöur sinni í gærkvöld - fara utan í dag: Ráðherra féllst á kröfu sendiherrans - íslensk stjórnvöld eru aö undirbúa aö vísa Hanes-hjónunum úr landi „Fyrirfram höfðum við í raun- inni engar eftirvæntingar um að þetta færi svona. En við erum þakklát íslenskum stjórnvöldum að þau skuli hafa brugðist við eins og gert var. Móðir og dóttir eru nú hamingjusamlega samein- aðar á ný. Þegar þær hittust urðu viðbrögð þeirra mjög eðli- leg. Þær eru báðar mjög ánægð- ar,“ sagði Richard Lundberg, talsmaður sendiráðs Bandaríkj- anna í samtali við DV um þá ákvörðun Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra og banda- ríska sendiherrans hér á landi í samráði við stjórnvöld í Was- hington um að Kefly Jean Helton frá Arizona fengi íjögurra ára dóttur sína, Zenith Elaine, af- henta í gær. Til stendur að mæðgumar haldi áleiðis tfl Arizona í dag. Samkvæmt heimildum DV í morgun er í undirbúningi af hálfu íslenskra stjórnvalda að vísa Connie Jean og Donald Hanes úr landi en þau hafa ekki dvalarleyfl hér lengur og reynd- ar orðið uppvís að því, og viður- kennt, að hafa farið heimildar- laust með Zenith frá Bandaríkj- unum í október 1995. Þeirra bíð- ur því væntanlega ekkert annað en handtaka ytra og ákærur fyr- ir alvarleg brot á bandarískum hegningarlögum. Örn Clausen, lögmaður Kellyar, sagði í samtali við DV í morgun að sendiherra Banda- ríkjanna hér á landi hefði síðdeg- is í gær haft samband við stjóm- völd í Washington þar sem hon- um var heimilað að ganga á fund Þorsteins Pálssonar dómsmála- ráðherra og kreijast þess í krafti svoksfllaðs Haag-samkomulags að barnið yrði afhent móðurinni. Þar er um að ræða viðurkenn- ingu á fullnustu erlendra ákvarð- ana um forsjá barna - það er af- hendingu þeirra ef um brottnám hefur verið að ræða. Lögmenn sem DV hefur rætt við fullyrða að kæra Hanes-hjón- anna til Hæstaréttar í gær, þar sem þau krefjast þess að úr- skurður Héraðsdóms Reykjavík- ur um að barnið hafi verið tekið af þeim verði felldur úr gildi hafi engin áhrif á þá ákvörðun sem þegar hefur veriö tekin af stjórn- völdum. -Ótt Leikritið Litli Kláus og Stóri Kláus var frumsýnt i Þjóðleikhúsinu í gær. Hér sést Guðrún Katrín Þorbergsdóttir for- setafrú heilsa upp á leikara aö sýningu lokinni. Sýningin þótti bæði stíihrein og fjörug og jafnvel yngstu börnin höfðu yndi af. Sjá leikdóm á bls. 11. DV-mynd Hilmar Þór Patreksfjörður: Kvenfélagið frestar þorrablóti „Ég verð áfram hér í húsinu þar til bæjarstjóm svarar með formlegum hætti hver verði þeirra viðbrögð í málinu," segir Sigurður Ingi Pálsson, veitingamaður í Felgunni, sem held- ur enn til í Félagsheimilinu á Pat- reksfirði. Sigurður segir að Felgan verði opin um helgina. Kvenfélag Patreksfjarðar hefur frestað þorrablóti félagsins vegna óviðráðanlegra orsaka, eins og stend- ur í tilkynningu félagsins, en þorra- blótið átti að vera í félagsheimilinu annað kvöld. -RR Hnífsdalur: Maður og þrjú börn hætt komin Maður og 3 böm voru hætt komin í ofsaveðri í Hnífsdal á sjötta tíman- um í gær. Maðurinn var að aka bíl á vegin- um hjá frystihúsinu Leiti, sem er fyr- ir ofan bæinn, og var með bömin aft- ur í. Bíflinn fauk tii í vindhviðu og ákvað maðurinn þá að yfirgefa bilinn ásamt bömunum. Skömmu eftir að þau voru farin út úr bílnum fauk hann lengra og niður brekku og valt þar á annan tug metra. Billinn er talinn ónýtur. -RR L O K I Veðrið á morgun: Allhvöss suðvestanátt Á morgun verður aflhvöss suðvestanátt með éljum á vestan- verðu landinu en víða léttskýjað austan til. Frost verður á bflinu 0 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-2QQ islenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær llnur Verð kr. 6.995 ■ Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.