Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 3 I>V Fréttir Brotist inn hjá FlB: Hálfs tonns peningaskápur meðal þess sem tekið var - tryggingasamningar meöal þess sem hvarf Brotist var inn í skrifstofur Fé- lags ísl. bifreiðaeigenda við Borg- artún í fyrrinótt og allstórum og um háifs tonns þungum peningaskáp stolið. í skápnum voru að sögn Run- óifs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, frumrit tryggingasamninga fé- lagsmanna hjá Lloyd’s í London í gegnum Alþjóðlega miðlun - FÍB- tryggingu auk ávísanahefta og pen- inga. Engum tölvubúnaði var stolið af skrifstofunni en talsvert eyðilagt. Þjófarnir hafa auk þess reynt að brjóta upp dyr inn í óskilamuna- deild lögreglunnar, sem er í sama húsi, en orðið frá að hverfa. Hurðin hélt, en er ónýt. -SÁ Samkomulag um kirkjujarðir og launamál: Nauðsynlegt sam- komulag sem skýrir ýmsan ágreining - segir Þorbjörn, sóknarprestur á Borg „Þetta samkomulag nær ekki til prestjarðanna þannig að þeir prest- ar sem hafa notið og njóta einhverra hlunninda af jörðum sínum gera það áfram. Þetta breytir í sjálfu sér engu um dagleg kjör prestanna, þetta skýrir og leysir ýmsan ágrein- ing sem hefur orðið til í kringum kirkjujarðinar og þetta skýrir líka samband rikis og kirkju. Ríkið ábyrgist nú þessar launagreiðslur hér eftir sem hingað til og það er nú að fá þessar kirkjujarðir. Mér sýnist þetta koma vel út fyrir ríkið,“ segir séra Þorbjöm Hlynur Ámason, sóknarprestur á Borg á Mýmm, í samtali við DV um samkomulag sem íslenska ríkið og þjóðkirkjan hafa gert með sér um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfs- manna þjóðkirkjunnar. Samningur- inn var undirritaður á aukakirkju- þingi með fyrirvara um samþykki ríkisstjómar og Alþingis. Þorbjörn Hlynur segir að hér sé verið að endumýja löggjöf eða sátt- mála frá 1907 þegar hið gamla fyrir- komulag prestlauna var úr sér gengið. Prestar höfðu alla tíð tekið laun sín í gegnum afgjald og arð af kirkjujörðum, þ.e. jörðum sem voru eignir einstakra kirkna. Sett var löggjöf um sölu kirkjujarða og laun sóknarpresta þannig að ríkið yfir- tók umsjá með kirkjujörðum og þær átti að selja eða leigja út. Arðinn átti að leggja í kirkjujarðasjóð og hann átti að fjármagna prestiauna- sjóð. Þessi útfærsla gekk ekki vegna þess að efnahagsþróunin I landinu var þannig. Prestar voru því settir á launaskrá ríkisins. Síðan vora kirkjujarðirnar seldar en kirkju- jarðasjóðurinn var óvarinn og óverðtryggður þannig að sá höfuð- stóll sem lögin frá 1907 ætiuðust til myndaðist aldrei. „Nú er gengið í það að endurnýja þetta samkomulag þannig að ríkið skuldbindur sig til þess að greiða laun ákveðins fjölda presta og pró- fasta, biskupa og starfsmanna Bisk- upsstofu. Litið er á það sem fullnað- aruppgjör vegna samningsins frá 1907 og þeirra verðmæta sem ríkis- sjóður tók við þá. Þær kirkjujarðir sem eftir eru verða því eign ríkis- ins. Það er sátt um þetta hér á kirkjuþingi og við lítum svo á að þetta samkomuleg hafí verið alger- lega nauðsynlegt," segir séra Þor- bjöm Hlynur. -sv Heilsugæslustöðin á Dalvík: Læknar sinna ekki útköllum á eigin bílum DV, Dalvík: Óvissa hefur verið um aksturs- samninga við lækna heilsugæslu- stöðva á landsbyggðinni. Læknar heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík hafa tilkynnt stjórn stöðvarinnar með bréfi að þeir muni ekki binda og nota eigin btia á þeim kjörum sem í boði era frá 1. janúar 1997. Gera þeir jafnframt kröfu um að stöðin leggi þeim tti bti tti að sinna útköllum. Stjóm stöðvarinnar samþykkti á fundi á dögunum að greiða læknum þann hámarksktiómetrafjölda sem heimilt er skv. reglum hetibrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Jafnframt var þeim boðinn fastur samningur fyrir akstur eigin bíla vegna starfa samkvæmt reglum ráðuneytisins, það er að segja 2000 km á ári auk aksturs samkvæmt akstursbók. Á fundinum var einnig samþykkt að fela formanni stjórnar og rekstrarstjóra að ganga frá fast- ráðningarsamningi við lækna. Að sögn Þóris Þórissonar læknis hefur verið gengið frá þriggja mán- aða skammtímaráðningarsamningi við lækna stöðvarinnar. Ekki liggur fyrir neitt samkomulag um afnot eigin bíla læknanna. Aðspurður hvaða áhrif þetta hefði á störf lækna sagði Þórir að þeir féllust ekki á að binda eigin btia til nota i að sinna þjónustu. Því sinntu lækn- ar útköllum fótgangadi a.m.k. inn- anbæjar á Dalvík eða með aðstoð sjúkrabtis ef um neyðarttivik er að ræða. Sagði Þórir að ekki hefði reynt á þetta enn sem betur fer því viðbragðstími læknanna væri nú trúlega 10-15 minútur í stað 0-5 mínútna áður. -hiá Fra innbrotsstað i skrifstofu FIB í gær. Þjófarnir brutu rúðu og fóru inn í skrifstofuherbergi framkvæmda- stjóra FÍB þar sem þeir brutu sundur sófa. Þaðan komust þeir inn í her- bergi gjaldkera félagsins og fjar- lægðu þaöan hálfs tonns þungan peningaskáp en á innfelldu myndinni sést hvar hann stóð. DV-mynd BG UXDR 100Hz m 'ii, j Traust og góð vömmerki! I verslun okkar er mikið úrval af sjónvörpum, hljómtækjum örbylgjuofnum o. mfl. ó verði fyrir þig Eignist ódýr Verð CTS550..................34.900.- CTW505 Tvöfalt..........28.900,- CTW604 Tvöfalt......... 34.900,- Ot tar Verð R2V18 lóltr........650w 17.900.- R4617 24 Itr.m/grilli 900w 29.900,- R4P58 24 Itr Pizzu 900w 34.900,- ban^fæ^c/ Verg SHARP VCM 23...29.900,- SHARP VCM 43...37.900,- SHARPVCMH 60...59.900,- Verð SHARP m/geislaspilara .... 14.900.- SHARP m/geislospilara .... 19.900,- SHARP m/segulbandstæki.. 6.900,- CiQ PIONCER Verð SX254 2x35w RMS. 29.900,- SX305 2x90w.. 35.900,- SX405 4x50w Pro log.39.900,- VSX805 4x80w Pro log.49.900,- flD PIONgER Atognarar Verð A351 2x50wRMS...24.900.- A404 2x1 OOw.... 35.350,- A604 2x130w. 59.900,- VSA805 2x80w Pro log. .. 47.900,- flD pjoiyiceR Verð CS 3030 120w.19.900.- CS 5030 140w.24.900,- CS 7030 190w.29.900,- Heimabíóhótalarar 5 stk... 27.280,- ■-!.0 i 'ii..vu ■:< ■ i ■< Stiæ&ur Verð N60 2x35w RMS.... 39.900.- N160 2x35w........ 46.900,- N260 2x70w.....j*!* 55.900,- N460 2x70w...ptwer|65.900,- N760 2x100 26 diskÖSú 79.900,- Verð PD104 .................. 19.900.- PDM423 6 diska......26.700,- PDF25 25 diska......28.900,- PDF905 100 diska......51.900,- BRÆÐURNIR I ORMSSQN Lógmúla 8 • Sími 533 2800 Umboðsmenn um land allt flö PIOIMEER BEKQ SHLAJRR Sjfónvöfp Verð BEKO 14"............... 26.900.- BEKO 20"............... 33.900,- BEKO 21"............... 38.900,- BEKO 28"............... 62.900,- LUXOR28" 100HZ.........129.900,- SHARP 29" 100HZ........149.900,- LOEWE Profil 28"....... 99.900,- LOEWE Planus 29"100HZ.. 149.900,- LOEWE. jCuxor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.