Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997
Fréttir
31 milljón króna til tóbaksvarna á árinu 1997:
Þetta snýst um
dauða og sjúkdóma
- segir Þorsteinn Blöndal læknir
dóma og þaö eigum við ekki að
fela,“ sagði Þorsteinn Blöndal lækn-
ir sem unnið hefur að tóbaksvöm-
um í mörg ár.
Ingibjörg Páimadóttir sagði lands-
liðið í tóbaksvömum vera saman
komið á fundinum og kynnti þjálf-
ara liðsins, Þorgrím Þráinsson, til
sögunnar en hann hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri tóbaksvama-
nefndar. Hann sagði aðspurðm’ að
vitaskuld snerist þessi barátta mn
dauða og sjúkdóma.
„Við höfum kannski ekki notað
þessi orð um vandann en við mun-
um helga baráttuna því að upplýsa
fólk um hættuna sem reykingunum
fylgir. Ef maður lítur á vandann þá
snýst hann um það hvort maður á
besta aldri vill þurfa að glíma við
sjúkdóma sem hann hefði í raun
getað komið sér hjá með því einu að
hætta að reykja," segir Þorgrímur.
Hann segist telja að fólk geri sér al-
mennt ekki nægilega vel grein fyrir
því hvað það sé að kalla yfir sig.
Hann efast t.d. um að fólk geri sér
almennt grein fyrir því að þegar
reykt er ein sígaretta yfir ungu
barni þá sé hægt að mæla það í
þvagi bamsins næstu þrjá daga.
Reyklausar kynslóöir
„Ég er mjög bjartsýnn á árangur
í þessu starfi en geri mér jafnframt
grein fyrir því að árangurinn verð-
ur ekki mældur í einhverju stökki
fyrst í stað. Við þurfum að einbeita
okkur að því að ungir krakkar byrji
ekki að reykja og segja að við ætt-
um að setja stefnuna á reyklausar
kynslóðir á næstu árum.“
„Tölur um reykingar sýna að við
höfum í raun sofíð á verðinum. Nú
ætlum við okkur hins vegar að snúa
blaðinu við með öflugu átaki og
setja miklu meira fé til tóbaksvama
en hingað til. Við trúum því að við
getum náð mjög góðum árangri,"
sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra á fundi með tó-
baksvarnanefnd og fjölmiðlum í
gær þar sem kynnt var fram-
kvæmdaáætlun tóbaksvama 1997.
Ingibjörg sagði að 31 milljón yrði
á árinu 1997 varið til tóbaksvama,
samanborið við 8 mifljónir siðustu
ár. Markmiðið sagði hún vera að
draga úr reykingum allra aldurs-
hópa og stuðla aö því að sem fæstir
ánetjist tóbaki.
Landsliö í tóbaksvörnum
Á fundinum var nokkuð rætt um
hvemig haga bæri áróðrinum,
hvort hann ætti að vera sláandi eða
mildur.
„Þetta snýst um dauða og sjúk-
Ingibjörg Pálmadóttir sagði landsliðið í tóbaksvörnum vera saman komið á
fundinum og kynnti þjálfara liðsins, Þorgrím Þráinsson. DV-mynd BG
Tóbakssala
30.000
5.000
'71 '76
250
200
100
'71 '76 '81 '84 '91 '96
Þorsteinn Njálsson læknir er for-
maður tóbaksvamanefndar og hann
gerði grein fyrir framkvæmdaáætl-
un tóbaksvama 1997. Henni hefur
verið skipt í þrennt; framhalds-
skólaáætlun, grunnskólaáætlun og
landið og miðin.
„Við höfum áhyggjur af vaxandi
tóbaksneyslu í framhaldsskólunum
og stefnan hefur verið sett á að
koma daglegum reykingum 16 ára
barna niður fyrir 6% en í dag er það
allt of hátt, yfír 20%. Síðan munum
við kappkosta að gera fólk meðvitað
um rétt sinn til reyklauss umhverf-
is og hvetja það til að standa á þeim
rétti. Þá verðum við að tryggja
bömum reyklaust umhverfi því
reykingar yfir þeim hafa áhrif á
tíðni eymabólgu og lungnasjúk-
dóma,“ segir Þorsteinn Njálsson.
Á fúndinum kom fram að um 30%
18 til 69 ára íslendinga reykja, jafnt
hlutfall kvenna og karla.
„Þetta hlutfall er ólikt því sem
gerist í Evrópu því þar reykja mun
færri konur en karlar. Miðað við
höfðatölu hefur verið reiknað út að
7.000 fleiri íslenskar konur reykja
en kynsystur þeirra í Evrópu,“ seg-
ir Þorsteinn.
-sv
Læknislaust á Kirkjubæjarklaustri:
Það hafa allir
áhyggjur af
ástandinu
- segir Hanna Hjartardóttir skólastjóri
DV.VÍk:
„Það hafa allir áhyggjur af þessu
ástandi. Við höfum verið án læknis
meö fasta búsetu hér á Klaustri frá 1.
október og erum búin að auglýsa eft-
ir héraðslækni frá því í ágúst, innan-
lands og utan,“ sagði Hanna Hjartar-
dóttir, skólastjóri og formaður
rekstrarnefhdar heilsugæslustöðvar-
innar á Kirkjubæjarklaustri, í sam-
tali viö DV.
Hún segir aö lækni á heilsugæslu-
stööinni sé borgað samkvæmt launa-
töflu lækna. Stór og góður læknisbú-
staöur fylgir, læknirinn rekur lyfsölu
og hann er læknir á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu á Klaustri.
„Sem betur fer hefur ekkert alvar-
legt hlotist af þessu enn. Við höfum
haft lækna tímabundið og læknirinn í
Vík hefur þjónað okkur þess á mifli.“
Spurningu um það hvort einn
læknir geti þjónað báðum læknishér-
uðum V-Skaftafellssýslu svaraði
Hanna.
„Alls ekki, þetta er allt of stórt
svæði, allt frá Holti undir Eyjafjöll-
um í vestri aö Núpsstaö í austri og
alla leið austur í Öræfasveit á sumr-
in. Við verðum að vona að þetta leys-
ist sem fyrst. Kostir eru margir fyrir
þá sem vilja setjast hér að.“
Matthildur Pálsdóttir hjúkrunar-
Hanna Hjartardóttir skólastjóri.
fræöingur segir að þetta sé ekki þol-
anlegt ástand.
„Það er ekki nóg aö hafa einn lækni
á svæði sem nær yfir 200 km kafla af
hringveginum með löngum krókum
út i sveitir. Það virðist sem læknum
þyki þeir ekki fá nóg laun úti á landi.
Þeir vilja fá einhverja uppbót en íjár-
veitingar til heilsugæslustöðvanna
gera ekki ráð fyrir þvi.“
Þessu ástandi fylgir gífurlegt álag
á hjúkrunarfólk. Á Klaustri er rekið
elli og hjúkrunarheimili og þar eru
til dæmis 12 rúm fyrir sjúklinga í
hjúkrunarplássi. -NH
Katrín Fjeldsted, formaður Félags heimilislækna:
Víða um að kenna klaufa-
skap eða togstreitu
- aðalatriði að heilbrigðisráðuneytið standi við stefnu sína
DV.Vík:
„Grundvöllur þess að heimilis-
læknar fáist til starfa úti á landi
er að vel sé að þeim búið, bæði
faglega og kjaralega,“ sagði
Katrín Fjeldsted, formaður Fé-
lags íslenskra heimilislækna, við
fréttaritara DV.
„Sú algera umbylting sem varð
í heimilislæknaþjónustu við
landsmenn, einkum úti á landi,
fyrir 15-20 árum í kjölfar þess að
heilsugæslan var byggð upp, er
mörgum í fersku minni. Áður
höfðu fiölmargir staðir búið við
öryggisleysi i læknaþjónustu og
ég er þess fullviss að fæstir hefðu
áhuga á að snúa klukkunni til
baka. Það sem einkum hefur
breyst nú er að hjá mörgum
landsbyggðarlæknum hefur orðið
kjararýrnun og við slíkt vilja
læknar ekki búa.
Víða er um að kenna klaufa-
skap eða togstreitu milli ríkis og
heimamanna, samanber deilur
um akstursmál og fleira. Það þarf
mikið til að heimilislæknar á
miðjum aldri hverfi úr starfi".
Katrín var spurð hvers vegna
þetta ástand virtist hafa versnað
eftir síðustu samninga.
„Síðustu samningar okkar í
september 1996 voru gerðir eftir
uppsagnir þorra heimilislækna í
landinu. Við höfðum átt ítarlegar
viðræður við heilbrigðisráðu-
neytið sem leiddu af sér tíma-
bæra stefnumörkun í heilsugæsl-
unni og í framhaldi af því komu
Katrín Fjeldsted.
DV-mynd GVA
kjaraviðræður sem þvi miður
drógust á langinn, aðallega fyrir
þvermóðsku hjá viðsemjendum
okkar. Þeir undirrituðu samning-
ar þá voru framlenging á gildandi
samningum til bráðabirgða því
aðalniðurstaðan varð sú að kjara-
nefnd tæki við málefhum heilsu-
gæslulækna. Vitanlega gætir
nokkurrar óþolinmæði meðal
heilsugæslulækna eftir niðm--
stöðum kjaranefndar og þar með
úrslitum okkar launadeilu því að
menn lögðu svo gríðarlega mikið
í sölumar. Þess vegna er kveikur-
inn líklega styttri en ella,“ segir
Katrín.
En hver er lausnin?
„Aðalatriðið er að heilbrigðis-
ráðuneytið standi við stefnu sína
og fylgi henni fast eftir. Það er
ekki nóg að bjarga málum fyrir
hom með því að ráða unglækna
og kandidata til bráðabirgða, þótt
það geti þurft að gera tímabund-
ið, en lausnin fyrir það fólk sem
nýtir sér þjónustu landsbyggðar-
lækna er að þeir vilji vera til
langframa.
Þess vegna verða yfirvöld,
bæði á vegum ríkis og sveitarfé-
laga, að tryggja læknum eðlileg
starfskjör en ekki rýra kjör
þeirra eins og átt hefur sér stað á
nokkram stöðum. Heilbrigðisyf-
irvöld verða að sýna í verki að
þau vilji heilsugæsluna sem
hornstein í heilbrigðisþjónust-
unni. Vel menntaðir og ánægðir
heimilislæknar era lykill að því
að það sé hægt,“ sagði Katrín.
Leiðrétting
í Dagfara í gær var sagt að
rannsóknarlögreglumaður
hefði fengið frí frá störfum þar
sem hann tengdist meintum
fikniefnasmyglara í stóra fíkni-
efnamálinu. Þetta er ekki rétt.
Það hefúr hins vegar verið sagt
frá því í fréttum fiölmiöla að
rannsóknarlögreglumaður hafi
fengið leyfi frá störfum um
stundarsakir þar sem hann
væri kunningi manns sem er í
gæslu vegna áfengissmyglmáls-
ins stóra sem er í rannsókn.
Þetta leiðréttist hér með.